Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 27
vinnu í vörugeymslum skipafélag- anna. Troels gekk í Gaggó við Hring- braut og síðan í Verslunarskólann og útskrifaðist 1962. „Í skólaleyfum vann ég hjá Vífilfelli og keyrði „kók- bíl“, það þótti mikill heiður.“ Eftir skóla vann Troels í Herra- fataverslun P&Ó og öðrum fataversl- unum, en hóf að kenna í Iðnskólanum í Reykjavík 1968, síðan í Flensborg og Námsflokkum Hafnarfjarðar ásamt öðrum. Hann hætti kennslu 1985. „Sumarstarf mitt til samtals 19 ára var sem leiðsögumaður við lax- veiðiár víða um land og í öllum helstu ám, bæði sem fastráðinn og með eig- in hópa.“ Árið 1963 hóf Savannatríóið starf- semi. Tríóið var ein vinsælasta hljómsveit sem hefur komið fram á Íslandi. Hún spilaði hvarvetna fyrir áhorfendur og plötur sveitarinnar seldust í stórum upplögum. „Við vor- um saman að spila í fjögur ár, en þá var nóg komið enda lítið framboð í skemmtibransanum á þeim tíma. Árið 1968 var ég beðinn um að setja saman tríó fyrir Leikfélag Reykja- víkur. Beiðnin kom frá Jónasi Árna- syni, en það átti að setja upp leikritið „Þið munið hann Jörund“ í Iðnó. Það gekk síðan í hálft annað leikár.“ Tríó- ið var Þrjú á palli sem naut sömuleið- is mikilla vinsælda og plötur sveitar- innar seldust vel. Troels stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1985 og hefur rekið umboðsverslun síðan. „Meginviðskiptasambönd mín hafa verið við Ítalíu og í byrjun voru fyrirtæki þar ekki svo umsetin og því nokkuð auðvelt að finna og vinna fyr- ir bestu fyrirtækin í þeim greinum sem ég sótti í. Þetta gaf tilefni til við- skipta- og einkaferða. Síðan hefur landið verið okkur hjónum nánast draumaland.“ Troels vann hjá Sjónvarpinu og NDR (Nord Deutsche Rundfunk) við tökur á Brekkukotsannál og síðar Paradísarheimt. „Ég hef verið áhugaljósmyndari frá því í æsku og hef m.a. haldið ljósmyndasýningu í Norræna húsinu árið 1978, með myndum frá töku Brekkukotsannáls svo og fjörumyndum ú Skjólunum. Það tókst að selja allar myndirnar. Fyrir 12 árum eignuðumst við hjón- in, í samvinnu við mág minn og mág- konu, lítið sveitasetur í Danmörku, nánar tiltekið nálægt Maribo á Lá- landi. Þetta er gamalt og dæmigert hús með stráþaki og byggt ca. 1854, en að sjálfsögðu mikið endurnýjað innanhúss.“ Þar dvelur Troels núna á afmælinu. Fjölskylda Eiginkona Troels er Björg Sigurð- ardóttir, f. 23.9. 1944, læknaritari. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Kristjánsson, f. 25.12. 1912, d. 13.7. 2013, tæknifræðingur og yfir- kennari við Iðnskólann í Reykjavík, og Mia Ruth Kristjánsson, f. 28.11. 1918, d. 10.9. 1974, húsmóðir. Börn Troels og Bjargar eru: 1) Kjartan Jóhannsson Bendtsen, f. 31.12. 1970, starfsmaður hjá Origo, bús. á Seltjarnarnesi, eiginkona hans er Ásdís Grétarsdóttir og börn þeirra eru Tumi, Troels yngri og Teitur; 2) Ómar Bendtsen, f. 1.8. 1972, starfs- maður Isavia, bús. í Hafnarfirði. Sambýliskona hans er Elín Ósk Guð- mundsdóttir og börn þeirra eru Ása Björg og Auður Mía; 3) Búi Bendt- sen, f. 10.3. 1979, starfsmaður á Hót- el Laxnesi, bús. í Reykjavík. Sam- býliskona hans er Anna Maja Albertsdóttir og börn hans eru Alex- ander og Elísabet. Uppeldissystir Troels er Berglind Ingibjörg Bendtsen, f. 4.4. 1951, hús- móðir í Kópavogi. Fósturforeldrar Troels voru hjón- in Þórunn Búadóttir, f. 25.5. 1915, d. 27.10. 1964, húsmóðir í Reykjavík, og Bendt Bendtsen, f. 14.12. 1906, d. 4.11. 1998, verslunarmaður í Reykja- vík. Hálfsystkini Troels sammæðra eru Benny Brennan, f. 1942, alt- muligt-maður og rak m.a. dráttar- bátafyrirtæki, bús. í Dragör, og Ann- ette Gade, f. um 1950, endurskoðandi í Kaupmannahöfn. Móðir Troels var Dora Christen- sen, f. 1920, d. 2016, húsmóðir í Kaupmannahöfn. Troels Bendtsen Axel B. Bendtsen setti upp Vöruhúsið í Reykjavík og bjó síðar í Þórshöfn í Færeyjum, frá Danmörku Britta Bendtsen húsfreyja á Íslandi og í Færeyjum, frá Danmörku Bendt D. Bendtsen verslunarmaður í Rvík Ásgeir Jónsson bóndi á Stað Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja á Stað í austanverðum Hrútafirði Búi Ásgeirsson verslunarmaður í Borgarnesi og Reykjavík Ingibjörg Teitsdóttir húsfreyja í Borgarnesi og Reykjavík Teitur Jónsson bóndi, úrsmiður, járnsmiður og trésmiður á Ferjubakka í Borgarfirði og síðar í Borgarnesi Oddný Jónsdóttir ljósmóðir í Borgarnesi Úr frændgarði Troels Bendtsen Þórunn Búadóttir húsmóðir í Reykjavík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar 90 ára Ásdís Ásgeirsdóttir Hjálmar Th. Ingimundarson Hjördís Guðbjörg Stefáns- dóttir Jón Sigurðsson 85 ára Árný Þorsteinsdóttir Guðbjörg Sumarliðadóttir Lóa Stefánsdóttir Ulla May V. Rögnvaldsson 80 ára Evamarie Elsa Bauer Valdís Vilhjálmsdóttir Vladimir Kodmann Örn Erlendsson 75 ára Guðmundur Jónsson Sveinn Sigurkarlsson Troels Bendtsen Vilhjálmur B. Kristinsson 70 ára Guðríður Einarsdóttir Hannes Jón Hannesson Ingimar Sumarliðason Magnea Bjarnadóttir Ragnheiður Pálsdóttir Steini Þorvaldsson 60 ára Ása Bernharðsdóttir Birgir Þór Borgþórsson Elísabet Frímannsdóttir Guðbjörg Ágústa Sigurð- ardóttir Hildur Jónsdóttir Óðinn Gunnar Óðinsson Vicki Marlene O’Shea 50 ára Eyrún Thorstensen Guðlaug F. Þorsteinsdóttir Helga Rós V. Hannam Jóhanna Sigrún Jensdóttir Jóhann Víðir Númason Kolbrún Karlsdóttir Pétur Þór Hall Guðmunds- son Þorvaldur Markússon Ævar Leó Sveinsson 40 ára Auðbjörg Hanna Óttars- dóttir Auður Eiríksdóttir Elzbieta Anna Kocot Esther Sigurðardóttir Ewelina Urszula Myslowski Falasteen Abu Libdeh Friðbjörn Oddsson Gunnar Örn Gunnarsson Hafsteinn Guðmundsson Halldóra Harpa Ómarsdóttir Helena Einarsdóttir Helgi Karl Engilbertsson Íris Stefánsdóttir Jukka Kalervo Siltanen Torfi Hjörvar Björnsson Vita Kurenkova 30 ára Alejandro Paderewski San Roman Alin Luca Anna Kristín Jóhann- esdóttir Brynjar Jóhannesson Elfar Smári Sverrisson Florian Philipp Giesler Helena Margrét Friðriks- dóttir Margrét Ína Bjarnadóttir Ólafur Örn Halldórsson Pétur Bjarni Pétursson Til hamingju með daginn 30 ára Anna ólst upp á Álftanesi en býr í Hafnar- firði. Hún er í MEd-námi í kennslu við HA. Maki: Sveinn Ómar Frið- jónsson, f. 1987, smiður hjá Byggingarfélaginu Sakka. Börn: Fanney Kara, f. 2012, og Mikael Darri, f. 2016. Foreldrar: Jóhannes Páll Sigurðsson, f. 1972, og Ingunn Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 1971. Anna Kristín Jóhannesdóttir 40 ára Friðbjörn er Hafn- firðingur og flugstjóri hjá Icelandair og er einnig skólastj. hjá Flugskóla Ice- landair. Maki: Guðrún Jónsdóttir, f. 1977, MSc. í matvælafræði. Börn: Oddur Ingi, f. 2006, Lea Karen, f. 2009, og Ótt- ar Elí, f. 2016. Foreldrar: Oddur Helgi Oddsson, f. 1950, bygg- ingastjóri hjá ÍAV, og Elínborg Jóhannsdóttir, f. 1951, sjúkraliði. Friðbjörn Oddsson 40 ára Helena er Reykvík- ingur, grunnskólakennari í Háaleitissk. og er MA í afbrotafr. frá Leuven. Maki: Jörundur Valtýsson, f. 1974, skrifstofustj. í ut- anríkisráðuneytinu. Börn: Bryndís Pálína, f. 2004, Katrín, f. 2006, og Margrét, f. 2011. Foreldrar: Einar Erlends- son, f. 1939, húsgagna- smiður, og Elín Margrét Höskuldsdóttir, f. 1943. Þau eru bús. í Rvík. Helena Einarsdóttir  Jan Prikryl hefur varið doktorsrit- gerð sína í jarðfræði við Háskóla Ís- lands. Ritgerðin ber heitið Efnaskipti vatns og bergs og binding CO2 og H2S í jarðhitakerfum: tilraunir og lík- anreikningar (e. Fluid-rock interaction and H2S and CO2 mineralization in geothermal systems: experiments and geochemical modeling). Andmælendur voru dr. Alasdair Skel- ton, prófessor við Háskólann í Stokk- hólmi, Svíþjóð og dr. Orlando Vaselli, dósent við Háskólann í Flórens, Ítalíu. Leiðbeinandi var dr. Andri Stefánsson, prófessor við Jarðvísindadeild Há- skóla Íslands. Einnig sátu í doktors- nefnd dr. Sigurður R. Gíslason, vís- indamaður á Jarðvísindastofnun Háskólans, og dr. Bergur Sigfússon, fagstjóri umhverfis og auðlinda- strauma hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Efnaskipti vatns og bergs eru mikil- væg ferli í náttúrunni, sem og í margs konar iðnaði. Slíkum efnahvörfum má beita til þess að binda útblástursgös frá iðnaði, svo sem CO2 og H2S, varan- lega í bergi í jarðhitakerfum. Til að rannsaka jarðefnafræði slíkrar bind- ingar voru tilraunir gerðar á rann- sóknarstofu og framgangur efna- hvarfa reiknaður. Rannsóknin var í þremur liðum: (1) leysing frum- steinda og glers við gegnumflæði vökva, og voru þá lausnir efna- greindar og föst efni myndgreind; (2) óhlutfallsbundin ummyndun frum- stæðra steinda í CO2-ríkum lausnum, og voru þá lausnir efnagreindar, steindir greindar til tegundar og magns og samsætuhlutföll mæld; (3) steinrenning CO2 og H2S við gegn- umflæði vökva, og voru þá lausnir efnagreindar og steindir greindar til tegundar og magns. Helstu niðurstöður eru að binding CO2 og H2S í jarðhitakerfum ætti að vera möguleg út frá jarðefnafræðilegu sjónarmiði. Miðað við mældan bind- ingarhraða, bindast ~0,2-0,5 t af CO2 og ~0,03-0,05 t af H2S árlega á rúm- metra. Þetta bendir til þess, að dæl- ing CO2 og H2S niður í jarðhitakerfi kunni að vera fær leið til að gera orku- vinnslu með jarðvarma kolefnis- hlutlausa. Jan Prikryl Jan Prikryl er fæddur 1987 í Tékklandi. Hann útskrifaðist með BS-próf 2010 og MS-próf 2012 í jarðfræði frá Háskólanum í Masaryk, Brno, Tékklandi. Hann er rannsóknar- og þróunarsérfræðingur hjá Gerosion ehf. Hann vinnur að umhverf- isvænum lausnum og nýsköpunarhugmyndum, t.d. verðmætasköpun úr iðnaðar- úrgagni fyrir jarðhita- og orkufrekan iðnað. Jan er giftur Margréti Rán Kjærne- sted og sonur þeirra er Kristian Mímir. Doktor mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.