Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 33
Það þarf ekki háar fjár-hæðir til að búa til vand-aðar og áhrifamiklarkvikmyndir og danska kvikmyndin Den skyldige er ein slík. Ef ekki hefði verið fyrir ríkis- styrk hefði hún líklega aldrei verið gerð en hún var styrkt af New Danish Cinema, verkefni sem heyrir undir dönsku kvikmynda- stofnunina, Den danske film- institut. Og myndin sýnir enn fremur að ekki þarf hasar og læti til að búa til spennu. Í Hinum seka segir af lögreglu- manninum Asger sem settur hefur verið á vakt hjá dönsku neyðarlín- unni og þarf þar að svara misáríð- andi innhringingum. Ástæðan fyr- ir því að Asger er þangað kominn í stað þess að framfylgja lögunum á götum Kaupmannahafnar liggur ekki fyrir framan af mynd, en fljótlega kemur í ljós að hann þarf að mæta fyrir rétt næsta dag og félagi hans þarf að bera vitni. Hvers vegna verður ekki gefið upp, frekar en margt annað þegar kemur að söguþræðinum, í þessari gagnrýni þar sem hætt er við að það myndi eyðileggja fyrir þeim sem ætla að sjá myndina. Þegar stutt er eftir af vaktinni fær Asger símtal frá konu sem hann heldur í fyrstu að sé ölvuð og að fíflast í honum af því hún kallar hann ástina sína. Hann átt- ar sig þó fljótlega á því að kon- unni hefur verið rænt og að mann- ræninginn hefur leyft henni að hringja í þeirri trú að hún sé að tala við dóttur sína. Asger reynir að fá eins miklar upplýsingar og hann getur og kemst að því hver konan er og að börn hennar tvö eru ein heima. Hann hringir heim til konunnar og dóttir hennar svarar í símann. Asger heitir henni því að mamma hennar komi bráðum heim og reynir það sem eftir er myndar að standa við það loforð með símann einan að vopni. Asger verður sí- fellt örvæntingarfyllri í björg- unartilraunum sínum og fer langt út fyrir starfssvið sitt sem starfs- maður neyðarlínunnar. Tíminn er naumur og Asger beitir ýmsum aðferðum í von um að geta bjarg- að konunni. Hinn seki tilheyrir ákveðinni gerð spennumynda, þrillera, sem fara fram í afmörkuðu og oft þröngu rými. Má af slíkum nefna Dog Day Afternoon sem leikstjór- inn Möller mun m.a. hafa litið til við gerð Hins seka og Buried sem segir af manni sem hefur verið grafinn lifandi og berst fyrir lífi sínu inni í líkkistunni með farsíma og kveikjara við höndina. Jakob Cedergren er frábær í hlutverki lögreglumannsins As- gers og mæðir mikið á honum þar sem hann er í mynd allan tímann og nær alltaf í símanum. Myndin stendur og fellur með frammi- stöðu leikarans, raddblæ hans og svipbrigðum. Mótleikararnir standa sig líka vel en þeir sjást auðvitað flestir aldrei – fyrir utan þá sem eru starfsmenn neyðarlínunnar – þar sem þeir eru að tala við Ceder- gren í síma. Ber þar sérstaklega að nefna Jessicu Dinnage sem leikur konuna sem hefur verið rænt, Iben, og hina barnungu Kat- inku Evers-Jahnsen sem er ótrú- lega sannfærandi í hlutverki dótt- ur Iben. Sá sem ekki kemst við af því að hlusta á barnið grátandi í símanum er líklega tilfinningalaus. Handrit myndarinnar er mjög vel skrifað og útpælt, handritshöf- undar afhjúpa sannleikann í mátu- legum skömmtum og beina athygli áhorfandans listilega frá honum þegar þörf er á. Ekki er allt sem sýnist og ýmsum spurningum er varpað fram, m.a. hver sé hinn seki sem titill myndarinnar vísar í og hvernig réttast sé að bregðast við í aðstæðum á borð við þær sem Asger lendir í. Myndatakan, lýsing og tónlist magna spennuna upp og hún nær hámarki í seinni hluta mynd- arinnar en dettur dálítið niður undir blálokin. Helst til mikið er þá gefið upp um ástæðu þess að Asger þarf að mæta fyrir rétt næsta dag og betur hefði farið á því að leyfa áhorfendum að geta í eyðurnar. Endirinn kemur á óvart, svo ekki sé meira sagt, og það er ákveðið afrek út af fyrir sig. Og ekki má gleyma einu því allra mikilvægasta í myndinni en það er hljóðhönnunin. Hún er fram- úrskarandi og þau atriði þar sem Asger hlustar þögull á það sem er að gerast á hinum enda línunnar eru rafmögnuð. Bíógestir héldu í sér andanum í einu slíku og þögn- in sem fylgdi skelfilegri uppgötv- un var meira hrollvekjandi en nokkurt hljóð. Hver er hinn seki? Taugatrekktur Lögreglumaðurinn Asger, leikinn listavel af Jakob Cedergren, í kvikmyndinni Den skyldige. Bíó Paradís Den skyldige/Hinn seki bbbbn Leikstjórn: Gustav Möller. Handrit: Emil Nygaard Albertsen og Gustav Möller. Aðalleikarar: Jakob Cedergren, Jessica Dinnage, Johan Olsen og Jacob Loh- mann. Danmörk, 2018. 85 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Menningar- félagið Druslu- bækur og doðr- antar, sem hefur verið starfandi í áratug og haldið úti samnefndu bókabloggi á slóðinni bokvit.- blogspot.com, býður í dag til upplestrarhátíðar í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14. Þar munu félagsmenn og vinir þeirra úr rithöfundastétt lesa upp úr bókum af ýmsu tagi: þýddum bókum og frumsömdum, barna- og unglinga- bókum, ljóðabókum, fræðibókum og skáldsögum. Dagskráin hefst kl. 17 og meðal þeirra sem lesa upp eru Þórdís Gísladóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Hildur Knúts- dóttir. Bækur verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á áritanir og léttar veitingar. Upplestur Druslu- bóka og doðranta Þórdís Gísladóttir Bandaríski heimspekingurinn og rithöfundurinn Martha Nussbaum hlýtur Berggruen-verðlaunin í ár og verða þau afhent í desember. Verðlaunin eru veitt hugsuði sem þykir hafa haft mikil áhrif með hugmyndum sínum í síbreytilegum heimi, eins og það er orðað í frétt New York Times. Í verðlaunafé hlýtur Nussbaum eina milljón bandaríkjadala. Nussbaum er 71 árs og hefur skrifað yfir 40 bækur um ýmis efni, m.a. tilfinningar, stjórnmál og tengsl sígildra bók- mennta við samtímann. Nussbaum er prófessor í lögum og siðfræði við Háskólann í Chi- cago. Hlýtur Berggruen- verðlaunin í ár Verðlaunuð Martha Nussbaum. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Bohemian Rapsody Kvikmynd um bresku hljómsveitina Queen, sem segir frá sveitinni allt frá stofnun fram að þeim tíma er hún var orðin ein vinsælasta hljóm- sveit heims undir forystu söngv- arans Freddy Mercury. Leikstjórar eru Dexter Fletcher og Bryan Singer. Með aðalhlutverk fara Rami Malek, Aidan Gillen og Lucy Boynton. Metacritic: 49/100 Cold War Ástarsaga sem gerist í kalda stríð- inu á sjötta áratugnum í Póllandi, Berlín, Júgóslavíu og París og segir af karli og konu af ólíkum uppruna. Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu og hlaut leikstjórinn, Pawel Pawlikowski, leikstjórnarverðlaun. Aðalleikarar eru Joanna Kulig, Tomasz Kot og Borys Szyc. Metacritic: 90/100 The Nutcracker and the Four Realms Ævintýra- og fjölskyldumynd í leik- stjórn Lasse Hallström og Joe John- ston sem byggist að hluta á Hnotu- brjótnum. Hin unga Clara sækist eftir einstökum lykli sem opnað getur kassa með ómetanlegri gjöf frá móður hennar heitinni. Aðalleikarar eru Mackenzie Foy, Keira Knightley og Morgan Free- man. Metacritic: 37/100 Blindspotting Collin og Miles eru æskuvinir og starfa sem flutningamenn í gamla hverfinu sínu. Collin er á skilorði og óvæntur atburður veldur því að Collin brýtur útivistarbannið. Þá reynir á vináttu þeirra Miles. Leik- stjóri er Carlos López Estrada og með aðalhlutverk fara Daveed Diggs og Rafael Casal. Metacritic: 76/100 Bíófrumsýningar Frægð, ást, ævin- týri og vandræði Ástarsaga Úr pólsk-frönsku kvik- myndinni Zimna wojna, eða Kalt stríð eins og hún heitir á íslensku. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Fötur/Balar/tunnur/ stampar, mikið úrval Vinnuvettlingar Pu-Flex frá 295 R Strákústar frá 695 frá 395 uslatínur Laufhrífur frá 1.495 Lauf/ruslastampur Laufsuga/blásari 8.985 skóflur frá 1.995 Ruslapokar 10/25/50 stk. Nokkrar stærðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.