Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Björn Bjarnason vitnar tilskrifa Markaðar Fréttablaðs um fjármálasnilld Gunnars Smára og milljarðana mörgu sem hann dreifði eins og gotteríi á eilífum nammidögum áður en hann reis upp sem Mao Zedong endurborinn úr brunarústum Fréttatímans. Markaðurinn hefur heimildarmann sem þekkir vel til og veit einnig um nýj- an spena Gunnars Smára og ótrúlega reikninga sem ber- ast nú gullkistu- vörðum alþýð- unnar:    Fréttir hafa birst um að fjár-málastjóra Eflingar – stéttar- félags var skipað að taka veik- indaleyfi þegar reikningur frá eiginkonu Gunnars Smára var ekki greiddur tafarlaust.    Þetta eru allt kaldar stað-reyndir sem við blasa. Á ólík- legustu stöðum gefst Gunnari Smára hvað eftir annað tækifæri til að reyna að kjafta sig frá þeim með því að benda á einhver furðu- virki, nú síðast að hann sem sósí- alisti sé einhver sérstakur tals- maður launafólks eða leigjenda.    Mikill minnihluti í Eflingu –stéttarfélagi stóð að kjöri Sólveigar Önnu Jónsdóttur í for- mennsku félagsins. Síðan hefur hún ráðið tvo háskólamenn, Stef- án Ólafsson og Viðar Þorsteins- son, til starfa fyrir félagið og í jaðrinum er Gunnar Smári. Sjóðir Eflingar eru sagðir nema 12 millj- örðum.    Með því að setja fjármálastjór-ann og bókarann í veik- indaleyfi er ætlunin að móta nýjan farveg fyrir aðgang að fjár- munum félagsins. Hvers vegna er það forgangsmál?“ Gunnar Smári Egilsson 4 blaða Smári STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Ég ætla ekki að eyða þeim dýr- mæta tíma sem eftir er í að bera kala til fólks. Ég vil nú ekki vera það stór upp á mig að segja ég sé yfir það hafinn en ég bara ætla ekki að gera það,“ segir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fyrrverandi for- sætisráðherra, í viðtali fyrir GLS- leiðtogaráðstefnuna sem hefst í dag. „Í þessum réttarhöldum voru bornar fram ásakanir á mig, sem hefðu getað endað með því að ég færi í fangelsi, sem voru að mínum dómi fjarri öllu lagi og fullkomlega út í hött eins og dómstólinn komst reyndar að raun um, fyrir utan eitt formsatriði,“ bætir Geir við. GLS-ráðstefnan, eða Global Leadership Summit, hefst í dag og er þetta 10 ára afmælisráðstefna hátíðarinnar. Fer ráðstefnan fram í Háskólabíói og verður viðtalið við Geir meðal annars spilað þar sem hann fer yfir hvernig var að takast á við að vera leiðtogi á tímum hrunsins. Hann segir í viðtalinu að réttar- höldin í Landsrétti hafi verið hrak- för sem aldrei hefði átt að leggja af stað í. Spurður um hvernig hann ráðleggur fólki að vinna úr því þeg- ar fólk ber mann þungum sökum hann segir nauðsynlegt að ná stjórn á sjálfum sér fyrst. „Það þarf að ná stjórn á sjálfum sér og passa að láta ekki gremjuna, von- brigðin og reiðina ná yfirhöndinni og beina því í réttan farveg. Svo er nú eitt til og það er fyrirgefningin sem kemur oft í kjölfar iðrunar hjá hinum aðilunum. Það er voða gott að geta fyrirgefið fólki,“ segir Geir og bætir við að ýmsir aðilar sem tóku þátt í Landsréttarmálinu hafi komið til hans og beðist fyrirgefn- ingar, bæði beint og óbeint. Ýmsir beðist fyrirgefningar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Landsréttur Geir H. Haarde í Landsrétti árið 2012.  Geir H. Haarde ræðir Landsréttarmálið í viðtali við GLS  Ráðstefnan hafin Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. sendi í gær frá sér tilkynn- ingu um að útlit væri fyrir að EBITDA félagsins yrði undir upp- gefnum horfum félagsins. Kemur fram í tilkynningu félagsins að þriðji ársfjórðungur 2018 hafi reynst undir væntingum, einkum vegna verkefna sem tengjast sam- einingu kerfa, flutningi starfs- manna og eininga. „Almennt má segja að breytingar á horfum ársins séu tengdar meiri kostnaði og fjár- festingum í tengslum við samein- inguna en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir, auk nýtilkominnar veikingar íslensku krónunnar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að stjórnendur félagsins telji ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum fyrir árin 2019 og 2020, þar sem margar aðgerðir séu í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjara- samninga og gengisþróunar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýn Útlit er fyrir að EBITDA Sýnar hf. verði undir áður uppgefnum horfum. EBITDA undir upp- gefnum horfum Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.