Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Ármúla 24 - s. 585 2800 Það er varla hægt að minnast á áfengi og vímuefni án þess að huga að geðheil- brigðismálum. Það getur verið erfitt að ákveða og það er spurning hvort hægt er að ákveða hvort komi á undan, geðræn veikindi eða neysla vímuefna. Það skiptir því máli að við höldum áfram að huga að forvörnum á öllum sviðum mannlífs. Forvarnir kosta lítið í samanburði við þann ávinning sem þær skila. Okkur ber því að huga sérstaklega að frjálsum félagasamtökum sem beita sér sér- staklega í þessum málaflokki. Um 600 manns eru á biðlista á Vogi og það eru fyrst og fremst ungmenni og ungt fólk sem ekki fær þá hjálp sem það þarf nauðsynlega á að halda. Oft eru geðræn vandamál svo sem geð- rof fylgifiskur neyslu vímuefna sér- staklega hjá ungu fólki og einstak- lingur sem verður háður vímuefnum á unglingsárum getur orðið fyrir óbætanlegu, félagslegu og andlegu tjóni. SÁÁ hefur ekki getað sinnt forvarnafræðslu sinni sem skyldi þrátt fyrir að búa yfir allri þeirri sér- þekkingu sem á þarf að halda. Forvarnir eru lykilatriði til bættr- ar lýðheilsu og um leið bætts rekst- urs í heilbrigðiskerfinu. Það á að huga að forvörnum strax í bernsku og forvarnir á að hugsa sem samfellu frá vöggu til grafar. Forvarnir eru hugtak sem spannar vítt svið að- gerða sem beinast að samfélaginu öllu. Þær miða að því að efla heil- brigði, fyrirbyggja sjúkdóma og hindra sjúkdómsþróun sem og fylgi- kvilla sjúkdóma sem þegar eru til staðar. Oftast er talað um forvarnir í tengslum við að stemma stigu við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá er mikilvægt að grípa inn um leið og þörfin kallar enda hagur samfélags- ins alls. Talið er að stór hluti þjóð- arinnar glími við áfengis- og vímu- efnavanda, jafnvel er því haldið fram að hlutfallið sé allt að 20%. Fjölskyldur skipta sköpum þegar um forvarnir er að ræða, því er stundum haldið fram að ekki sé auð- velt að vera barn eða unglingur og aukinn tími fjölskyldunnar saman er því afar mikilvægur. Gera verður allt sem hægt er til að hamla þeirri þróun sem nú er, neysla unglinga á ávanabindandi efnum hefur aldrei áður haft eins alvarlegar afleiðingar. Aðilar innan meðferðargeirans halda því fram að það eina sem dugi gegn neyslu áfengis og vímuefna sé forvarnarfræðsla, takmarkað fram- boð og takmarkað aðgengi. Við stöndum frammi fyrir því að lands- lagið hefur gerbreyst síðustu miss- eri, internetið býður alla aldurshópa velkomna til leiks og í dag fara þar fram viðskipti á ólöglegum og ávís- uðum vímuefnum. Mismunandi að- stæður barna og unglinga kalla á að forvarnafræðsla í skólum sé með þeim hætti að ungt fólk sé meðvit- aðra um áhættu þess að byrja að fikta við efni, hvaða nafni sem þau kallast. Við nefnum skólana sér- staklega þar sem þeir gegna lykil- hlutverki og innan þeirra rúmast sú þekking sem til þarf. Við þessu þarf að bregðast og svarið er að sam- félagið í heild verður að vinna saman að því að efla forvarnir. Það er okkar mat að setja þurfi stefnu í mála- flokknum, það á aldrei að hugsa um forvarnir sem átaksverkefni heldur verður að samþætta þær við öll svið mannlífs, alltaf. 600 manns á biðlista Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur og Sigurð Pál Jóns- son Anna Kolbrún Árnadóttir » SÁÁ hefur ekki get- að sinnt forvarna- fræðslu sinni sem skyldi þrátt fyrir að búa yfir allri þeirri sérþekkingu sem á þarf að halda. Höfundar eru þingmenn Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is sigurdurpall@althingi.is Sigurður Páll Jónsson Kona að nafni Ann Baird frá Con- necticut er á landinu og er að leita að pennavinkonu sinni, Guðrúnu Karls- dóttur (kölluð Gulla). Hún er núna u.þ.b. 75 ára gömul. Þær skrifuðust á sem táningar og héldu sambandi í rúmlega 20 ár. Ann heldur að hún og Guðrún hafi verið jafnaldrar. Það sem hún man er að Guðrún ólst upp hjá föður sínum og að hann vann á þeim tíma hjá Póstinum í Reykjavík. Guðrún fór oft til her- stöðvarinnar í Keflavík til að skipta íslenskum krónum í dollara til að senda Ann. Ann langar mjög að ná sambandi við Gullu aftur og endurnýja gömul kynni. Ef einhver hefur upplýsingar þá vinsamlegast skrifaðu Ann: steve- ann3@aol.com. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Þekkið þið Gullu Karls? Pennavinkonur Ann Baird frá Connecti- cut leitar að Guðrúnu Karls. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningar- ferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.