Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svo geturfarið aðBrexit-út- gangan hverfi í skugga annarra atburða í Evr- ópusambandinu. Það hefði allt til þessa þótt ólíklegt. En það urðu kaflaskil í valdabrölti ESB þegar skriffinnar þess endur- sendu ítölsku ríkisstjórn- inni fjárlagafrumvarp hennar, sem hún taldi sig hafa sent norður eftir til kynningar sem hreins formsatriðis. En annað kom á daginn. Nú er komið í ljós að valdhafar í Brussel líta á fjárlögin frá Róm sem endanlega sín, þótt ríkis- stjórnir í höfuðstað ein- stakra ESB-landa fái enn um hríð að gera uppkastið að þeim. Það sé ekki lengur sent til Brussel til kynn- ingar. Þangað sé það nú sent til samþykktar eða synjunar. Og þeir andlitslausu með skattfrjálsu launin sín í virkjum valdsins í Brussel tilkynntu einfaldlega að þeir höfnuðu „ítölsku“ fjár- lögunum. Skipuðu þeir skátadrengjunum í Róm að sýna að þeir væru ávallt viðbúnir og bæri að senda yfirboðurum sínum, skrif- stofublókunum í Brussel, „innan 15 daga“ fjárlög sem þeir þar gætu sætt sig við. Varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu, lýðræðislega kosinn og þekkt andlit í sínu heima- landi, brást harkalega við. Svaraði hann að bragði að ítalska ríkisstjórnin myndi ekki taka svo mikið sem eina evru úr fjárlagafrum- varpinu. Sennilegra væri að hún myndi svara þessari ósvífnu ögrun með því auka við á útgjaldahlið laganna í samræmi við eindreginn þjóðarvilja. Vissulega muna menn of vel eftir því að stjórnmála- menn úr öllum flokkum tóku stórt upp í sig í Grikk- landi við svipaðar að- stæður. Sósíalistinn Tsip- ras var hvað glaðbeittastur þeirra og leiðtogar flokk- anna hægra og vinstra megin við miðjuna voru skammt undan. En „eld- huginn“ Tsipras endaði kylliflatur og framlágur við fætur meistaranna í Brussel og AGS. Hann hélt for- sætisráðherra- titlinum að nafn- inu til en var í raun aðeins fremstur í röð þeirra sendi- sveina sem grísk stjórnmál lögðu erlendum yfir- boðurum sínum til. Formlegum björgunar- aðgerðum er nú lokið í Grikklandi með þeim ár- angri að þjóðarframleiðsla þess hefur dregist saman um fjórðung og Grikkir sitja uppi með skuldir sem þeir fá aldrei greitt. Það er þó huggun þessum harmi gegn að þeir þýsku og frönsku bankar sem áttu töluvert undir eru nú komnir fyrir vind og bónus- ar burgeisa þar farnir að virka eins og áður og það var jú fyrir mestu. Salvini og félagar hans í ítölsku ríkisstjórninni, sem hefur ríflegan meirihluta á þinginu í Róm, segja brattir að Ítalíu verði ekki líkt við Grikkland. Og vissulega eru þar á ferð annars vegar stórríki í ESB og hins veg- ar smáríki í ESB. Engin ríki eru eins neðarlega á virðingarskala veraldar og smáríki í ESB. En nær 80 ára dæmi er þó til um það að Ítalía hafi ekki alltaf haft mikið í Grikkland að gera. En hvað sem því líður eru viðbrögð Matteo Salvini varaforsætisráðherra næsta einstök. Hann biður nú landa sína að fjölmenna í mótmælagöngu hinn 8. desember næstkomandi til stuðnings ríkisstjórninni í baráttunni. Sýna þar sam- stöðu og styrk svo þeim í Brussel verði ljóst að Ítalir knékrjúpi ekki lengur. „Ítalir eru ekki lengur þrælar,“ segir Salvini, „þeir hafa risið upp og svara hnarreistir fyrir sig.“ Vonandi hefur hann og aðrir í stjórnarmeirihlut- anum afl til að fylgja digr- um orðum sínum eftir. En það má ekki gleyma því að við ofurefli er að etja. Grikkir sáu fljótt í sínu andófi að þeir höfðu gefið frá sér sitt einasta vopn, sjálfstæðan gjaldmiðil sinn. Það hafa Ítalir einnig gert. En ekki Bretar. Sá er mun- urinn. Án pundsins færu þeir hvergi. Allir hljóta að hafa samúð með Ítalíu. En meira þarf til að trúa því að þeir standist atlöguna} Salvini ákallar þjóðina Í sland tekur við formennsku í Norðurlandaráði í byrjun næsta árs og á nýafstöðnu Norðurlandaráðs- þingi í Ósló fyrr í vikunni kynnti ég þær áherslur sem við munum leggja á sviði menningarmála. Þrjú áhersluatriði íslensku formennskunnar snúa að sjálfbærri ferðamennsku í norðri, hafinu og ungu fólki á Norðurlöndunum en viðfangsefni okkar á menningarsviðinu tengjast einkum hinu síðastnefnda. Þannig eru verkefni okkar Menntun fyrir alla og Platform-Gátt umfangsmikil verk- efni á sviðum menntunar og lista fyrir ungt fólk. Þar er sérstök áhersla lögð á þátttöku og samræðu þeirra um mennta- og menn- ingarmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á þessu ári förum við einnig með formennsku í norrænu barna- og ungmennanefndinni NORDBUK en eitt af markmiðum hennar er að efla samtakamátt og þátttöku ungs fólks á Norðurlönd- unum í samfélagslegum verkefnum og lýðræðisferlum. Ísland leggur áherslu á tungumálasamstarf í for- mennsku sinni og mun ég mæla fyrir því að kannað verði hvort tímabært sé að endurskoða málstefnu Norðurlanda í heild sinni. Á fundinum í Ósló urðu þau tímamót að íslenska og finnska voru í fyrsta sinn formlega skilgreindar sem opinber mál Norður- landaráðs og er það mikið framfaraskref. Þá munum við skipuleggja tvær ráðstefnur þar sem málefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (e. UNESCO) um heimsminjar og menningarerfðir verða í brennidepli. Á vettvangi fjölmiðlunar munum við gera átak í að efla fjölmiðlun sem tæki gegn falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Á sviði íþrótta- og æskulýðsmála er ráðgert að skipuleggja hliðarviðburði á stórri ráð- stefnu íslensku formennskunnar um #ég- líka-byltinguna næsta haust. Á fundi norrænu menningarmálaráðherr- anna í Ósló var einnig tekin ákvörðun um sameiginlega menningarkynningu Norður- landanna, hliðstæða Nordic Cool sem fram fór í Washington 2013 og Nordic Matters í Lundúnum 2017, og mun sendinefnd kynna tillögur sínar að staðsetningu þriðju menn- ingarkynningarinnar um miðjan nóvember. Ég vil að lokum óska verðlaunahöfum Norður- landaráðs, sem veitt voru á þinginu, hjartanlega til hamingju. Það er sérlega ánægjulegt að tvenn verð- laun hlotnuðust íslensku listafólki að þessu sinni; rit- höfundinum Auði Övu Ólafsdóttur sem hlaut bók- menntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Ör og aðstandendum kvikmyndarinnar Kona fer í stríð sem fengu kvikmyndaverðlaunin. Verðlaun þessi munu án efa auka hróður fyrrgreindra verka og listamanna enn frekar. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Raddir unga fólksins á Norðurlöndum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alþýðusamband Íslands(ASÍ) hafnar núverandihugmyndum að starfs-getumati. Þetta kemur fram í stefnu ASÍ um heilbrigðis- þjónustu og velferðarkerfið sem samþykkt var á 43. þingi ASÍ. Þar segir einnig að ASÍ vilji vinna með Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) að þeirra málum. Þá segir í stefnu ASÍ að örorkulífeyriskerfið þarfnist víð- tækrar endurskoðunar. „Horft verði til getu í stað vangetu með áherslu á atvinnutengda endurhæfingu og virkni á forsendum fólks með skerta starfsgetu, m.a. með samvinnu og aukinni ábyrgð atvinnulífsins og í góðu samráði við þau sem málið varðar. Samhliða þarf að endur- skoða greiðslukerfi almannatrygg- inga þannig að það hvetji til virkni og atvinnuþátttöku, einfalda það og afnema krónu á móti krónu skerð- ingar.“ Mikilvæg afstaða ASÍ „Við erum ánægð með afstöðu ASÍ og hún er mjög mikilvæg,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. „Alþýðusambandið og verkalýðsfélögin eru að taka ábyrga afstöðu með sínu fólki. Flestir örorkulífeyrisþegar eiga að baki langt starf á vinnumarkaði áður en þeir hafa veikst, slasast eða eru orðnir svo illa farnir líkamlega að þeir geta ekki lengur unnið.“ Þuríður sagði oft um að ræða fólk í láglaunastörfum sem hefði unnið 2-3 störf til að ná endum sam- an. Það hefði oft svo lítil réttindi að það hefði ekki efni á að hætta vinnu um sjötugt. Lengi hefur verið rætt um að taka upp starfsgetumat í stað ör- orkumats hér á landi. Þuríður segir að öryrkjar vilji ekki fá starfsgetu- mat eins og það sem kynnt hefur verið. Sífellt fleiri sem metnir eru til örorku fari á tímabundna örorku og svo hafi verið undanfarna tvo ára- tugi. Í örorkumatinu felist starfs- getumat að vissu marki. „Frá aldamótum hefur það ver- ið stefna víða í löndum í kringum okkur að taka upp starfsgetumat. Það átti að leiða til þess að öryrkjar færu í auknum mæli út á vinnumark- aðinn. En það virðist hafa gleymst að vinnumarkaðurinn hefur ekki fylgt þessari hugsjón stjórnvalda eftir. Örorkulífeyrisþegar sem metnir eru með ákveðna starfsgetu hafa sjaldnast fengið vinnu við sitt hæfi. Hið endanlega starfsgetumat er hvort vinnumarkaðurinn tekur við okkur eða ekki,“ sagði Þuríður. Hún sagði að versta afleiðing þessa væri að fólk með starfsgetumat en án vinnu lenti á atvinnuleysisskrá um tíma og væri svo ýtt þaðan á fá- tækrastyrk hjá sveitarfélögum. „Við viljum að þeir sem vilja og geta fái atvinnu við hæfi. En at- vinnulífið hefur ekki verið tilbúið að taka á móti fólki sem hefur takmark- aða starfsgetu. Það þarf að skapa svigrúm með t.d. sveigjanlegum vinnutíma. Nú er það svo að þú vinn- ur annaðhvort 100% eða þú færð ekki vinnu,“ sagði Þuríður. „Stjórnvöld þurfa að byggja upp traust því þau njóta ekki mikils trausts í þessum hópi. Fólk hefur fylgst með reynslunni af starfsgetu- mati í öðrum löndum og er mjög hrætt við þetta. Þessi hópur hefur það slæmt og vill ekki lenda í því að hafa það verra. Starfsgetumat og viðeigandi aðlögun að vinnu- markaði þarf að vera samkvæmt samningi Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur verið fullgiltur hér og við vonum að hann verði lögfestur fljótlega.“ Hugmyndum um starfsgetumat hafnað Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) á í viðræðum við stjórnvöld og hefur fengið kynningu á hug- myndum þeirra um starfsgetu- mat, að sögn Þuríðar Hörpu Sig- urðardóttur, formanns ÖBÍ. Hún segir að öryrkjum lítist ekki á hugmyndirnar. ÖBÍ bíður nú eftir fundi með velferðarráðuneytinu og ætlar að sjá hvað þar verður lagt á borðið. „Við erum öll af vilja gerð að vinna með stjórnvöldum að góðum málum,“ sagði Þur- íður. „Það má ekki verða svo að öryrkjar og fatlað fólk verði framfærslulaust ef það fær ekki vinnu. Ef stjórnvöld meina eitthvað með því að örorkulífeyris- þegar fari meira út á vinnumarkað þá verð- ur að afnema krónu á móti krónu skerð- inguna.“ Í viðræðum við stjórnvöld ÖRYRKJABANDALAGIÐ Þuríður Harpa Sigurðardóttir Morgunblaðið/Golli Vinna Á Múlalundi starfar fólk með skerta starfsorku. Atvinnulífið þarf að koma til móts við fólk með skerta starfsorku, að mati formanns ÖBÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.