Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. 2. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.14 121.72 121.43 Sterlingspund 154.36 155.12 154.74 Kanadadalur 92.17 92.71 92.44 Dönsk króna 18.399 18.507 18.453 Norsk króna 14.371 14.455 14.413 Sænsk króna 13.191 13.269 13.23 Svissn. franki 120.37 121.05 120.71 Japanskt jen 1.0697 1.0759 1.0728 SDR 167.27 168.27 167.77 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.1453 Hrávöruverð Gull 1217.7 ($/únsa) Ál 1951.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildarviðskipti með hlutabréf í október í Kauphöllinni námu 41,1 millj- arði króna, eða tæplega 1,8 millj- örðum á dag. Þetta kemur fram í við- skiptayfirliti Kauphallarinnar. Viðskiptin eru samkvæmt yfirlitinu, 13% meiri en mánuðinn á undan, en í september námu viðskipti með hluta- bréf tæplega 1,6 milljörðum á dag. Séu viðskiptin hinsvegar borin sam- an við sama tíma á síðasta ári, þá er um 29% samdrátt á milli ára að ræða. Mest viðskipti í október voru með bréf Marel, eða 6,8 milljarðar. Næst mest viðskipti voru með bréf Haga, eða 4,6 milljarðar. Þar á eftir kom N1 með 4,2 milljarða. Úrvalsvísitalan Kauphallarinnar hækkaði um 1,1% milli mánaða. Í lok október voru hlutabréf 23 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmark- aðsvirði skráðra félaga nú 978 millj- örðum króna, samanborið við 1.002 milljarða í september. 29% minnkun viðskipta í Kauphöll milli ára STUTT henni á grundvelli rekstrarleyfis. Ef hrun verður í bréfamagni og tekjum þar með, verður að mæta því með fjárveitingu eða skerðingu á þjón- ustu. Tekjur af einkaréttinum hafa hingað til að hluta verið nýttar til að greiða niður alþjónustuna, sem ekki eru viðskiptalegar forsendur fyrir, en alþjónustuskyldan felst í því að dreifa sendingum allt að 20 kg um allt land, m.a. á óhagkvæmum svæð- um þar sem enginn vill sinna þeirri þjónustu,“ segir Ingimundur. Bendir hann á að hagnaður af einkarétti fyrirtækisins hafi á síð- ustu árum ekki dugað til að standa undir kostnaði við ófjármagnaða al- þjónustu. „Íslandspóstur hefur verið að greiða niður tap af alþjónustunni með samkeppnisvörum og lántökum og nú þegar tekjurnar af einkaréttar- bréfunum dregst jafn harkalega saman og raun ber vitni þá verður þessi staða illviðráðanleg. Við höfum í raun ekki tækin í höndunum til að bregðast strax við nema að takmörk- uðu leyti, því stór hluti þjónustunnar er bundinn lögum og reglugerðum.“ Samkvæmt lögum má einka- réttarþjónustan sem Íslandspóstur sinnir ekki skila nema ákveðnum, ákvörðuðum hagnaði og því er gjald- skráin lögbundin. Hagræðingar leitað Fyrirtækið hefur farið fram á það við Póst- og fjarskiptastofnun að verðskrá verði hækkuð en reiknað var með að slík breyting hefði aukið tekjur fyrirtækisins um 100 milljónir á þessu ári. „Það er ekkert sem bendir til þess að orðið verði við þeirri beiðni okkar. En á sama tíma og við höfum bent á nauðsyn þess að hækka verðskrá þá höfum við ráðist í ýmsar hagræðing- araðgerðir, en þær duga engan veg- inn til,“ segir Ingimundur. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landspósti munu þær aðgerðir fela í sér sparnað upp á 160 milljónir króna sem hvergi nærri mun duga til að mæta því tapi sem flest stefnir í að verði af rekstrinum. Munu þurfa að hlaupa á ný undir bagga með Póstinum Morgunblaðið/Eggert Fjárfesting Nú standa yfir framkvæmdir við Stórhöfða 21 sem miða að stækkun póstmiðstöðvar fyrirtækisins. Skjótt skipast veður » Í nóvember 2017 ákvað fyrir- tækið að ráðast í framkvæmdir við stækkun póstmiðstöðvar á Stórhöfða sem kosta 700 millj- ónir. » Árið 2017 var 216 milljóna hagnaður af rekstrinum. » Í september fékk fyrirtækið 500 milljóna lán vegna lausa- fjárstöðu sinnar.  Stefnir í 450 milljóna tap umfram áætlanir vegna fækkunar bréfsendinga BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Allt stefnir í að tap Íslandspósts af bréfum sem fara í gegnum fyrirtækið á grundvelli einkaréttar þess á send- ingum af því tagi muni verða 450 milljónir umfram þær áætlanir sem fyrirtækið lagði upp með í upphafi árs. Þetta stað- festir Ingimund- ur Sigurpálsson, forstjóri Íslands- pósts, í samtali við Morgun- blaðið. Í gær greindi Morgun- blaðið frá því að það sem af er ári hafa fyrrnefndar bréfsendingar dregist saman um 14%. „Samdrátturinn virðist aðeins vera að aukast og reyndist 23% í september og 20% í október,“ segir Ingimundur en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði um 7% á þessu ári. Eins og greint hefur verið frá hef- ur fjármála- og efnahagsráðuneytið veitt fyrirtækinu 500 milljóna króna skammtímafyrirgreiðslu til 12 mán- aða vegna bráðs lausafjárvanda þess. Sú lánveiting var veitt í september og áður en ljóst var orðið að enn myndi syrta í álinn varðandi fækkun bréfsendinga. „Það er ljóst að ef samdrátturinn verður með þessum hætti þá mun fyrirtækið þurfa á frekari stuðningi að halda vegna tekjutapsins. Póst- þjónusta er lögum samkvæmt á ábyrgð ríkisins. Íslandspóstur sinnir Ingimundur Sigurpálsson Heildarhagnaður tryggingafélagsins Sjóvár nam 140 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra var um 472 milljóna króna tap að ræða. Hagnaður af vátryggingar- starfsemi félagsins nam 708 milljón- um fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra nam upp- hæðin 499 milljónum króna. Tap af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam aftur á móti 426 milljónum króna. Ávöxtun eignasafns félagsins var neikvæð um 0,8% en 2,4% á sama tíma í fyrra. Samsett hlutfall Sjóvár nam 91,3% á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra nam það 94,6%. Eignir félagsins námu 45 milljörð- um króna í lok september og eigið fé 13,5 milljörðum. Sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af vátryggingar- starfsemi fyrir skatta 1,15 milljörðum króna samanborið við 884 milljónir yf- ir sama tímabil í fyrra. Heildarhagn- aður tímabilsins nemur 259 milljón- um en hann nam 1,3 milljörðum í fyrra en tveir stórbrunar áttu sér stað á árinu. Í árshlutauppgjöri Sjóvár er tekið fram að horfur séu á því að sam- sett hlutfall verði 97% fyrir árið 2018 og að hagnaður fyrir skatta verði um 900 milljónir króna. Í tilkynningu seg- ir Hermann Björnsson forstjóri að samsett hlutfall sé 3% undir því sem gert var ráð fyrir. „Í því tilliti er þetta besti þriðji ársfjórðungur frá því Sjóvá var tekið til skráningar á mark- að 2014. Afkoman fyrir fyrstu 9 mán- uði ársins er einnig góð þegar litið er til samsetts hlutfalls sem nam 97,8%.“ peturhreins@mbl.is Tryggingar Samsett hlutfall Sjóvár nam 91,3% á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður Sjóvár 140 milljónir  Hagnaður af vátryggingarstarf- semi 708 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.