Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ótrúlega mikil hamingja færist þér í fang svo lengi sem þú lætur ekki neikvæðar hugsanir stöðva hana. Slakaðu svo á og leyfðu þér að njóta augnabliksins. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ættir að gefa þér tóm til þess að skemmta þér svolítið. Líttu á björtu hliðarnar og þá kemur allt annað af sjálfu sér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn hentar vel til að íhuga gamlar hugmyndir um atvinnumöguleika. Allt virðist ganga þér í haginn svo þú skalt bara njóta þess. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlutirnir fara hægt af stað en þú lifn- arð fljótt við þegar einhver veitir þér sam- keppni. Reyndu allt tvisvar svo þú getir slak- að á og notið þín. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við. Farðu vel yfir stöðuna og þá finnurðu hvað vantar. Mundu að svara skilaboðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru miklar líkur á töfum og bil- unum í vinunni hjá þér í dag. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að lenda ekki í óþarfa orða- skaki við vin þinn eða vandamann í dag. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er í góðu lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að takast á við svo spenn- andi verkefni, og verður stundum að stoppa til að anda og róa þig. Hóf er best á hverjum hlut og sönn gleði verður ekki fengin fyrir fé. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki leyfa þér að fara í fýlu, þá verðurðu ánægðari og umburðarlyndari gagnvart fólkinu í kringum þig. Ef þú frystir aðra úti lokarðu á sjálfan þig um leið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú ert alltaf út við hliðarlínu gæti fólk haldið að þú værir ekki þátttakandi í leiknum. Reyndu að ná heildarsýn til þess að þú getir vegið og metið aðstæður svo vit sé í. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er allt fullt af tækifærum í kringum þig og segja má að þú hafir ekki við að notfæra þér þau. Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunar- gáfu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samstarfsmenn þínir munu koma auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra. Vandaðu því framgöngu þína í hvívetna og vertu tillitssamur. Bragi Bergmann sendi mér línu ánetinu, – „Samkeppni úr óvæntri átt“: „Fréttir af fyrirhug- aðri klónun hundsins Sáms hafa vak- ið verðskuldaða athygli. Enn og aft- ur fetar frú Dorrit ótroðnar slóðir og ryður brautina. Klónun er auðvit- að ekkert annað en vísindaleg fjöl- földun lífvera og ég sé enga ástæðu til að láta eitt samrit duga ef þú ert ánægð(ur) með frumritið! Sjáum til hvað gerist í næstu lotu; þá gæti Guðni forseti fengið samkeppni úr óvæntri átt: Í forundran þjóðin mín þagnar, því næst af einlægni fagnar. Þó klónun sé dýr koma senn þrír: Ólafur Ragnar, Ólafur Ragnar, Ólafur Ragnar!“ Bjarki Karlsson segir frá því á Boðnarmiði að hann hafi farið aust- ur á Hlíðarenda á sunnudag til þess að skoða haug Gunnars. Sér sýndist úr fjarska sem haugurinn stæði op- inn. Gunnar sat þar uppi og sá í móti tunglinu. Hann kvað vísu og svo hátt að Bjarki hefði mátt heyra þótt fjær stæði: Sárt ertu leikinn Sámur fóstri, sorglegast víg þitt er tjóna. Skammt verður ugglaust okkar á milli, aldrei mun Hallgerður mjóna hyskin og þjófótt úr hári sínu handa mér bogstrengi prjóna. Ó, hvað ég vildi að ég væri eins og Dorrit sem væri þig búin að klóna. Hjálmar Freysteinsson skrifaði á fésbókarsíðu sína á laugardag: „Meðan sprettur ull á ám“ og ávextirnir vaxa á trjám, framþróun margur fagnar. Erfðatækni er nytsamt nám, nú er búið að klóna Sám, en ekki Ólaf Ragnar. Bjarni Sigtryggsson yrkir á Boðn- armiði: Á vísindin tóku þau trúna; með tækni má fjölga sér núna. En ég veit ef ég spyrði að vinsælast yrði að einrækta forsetafrúna. Og Ragnar Ingi Aðalsteinsson bætir við: Dorrit kemst sem áður upp með alls kyns hrekki. Bara hún klóni Ólaf ekki. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, fór um árabil í Sandá til lax- veiða. Þaðan er þessi vísa runnin: Eigðu þetta, yndið mitt, ánni gekk ég nærri; það er skömm að þessum titt, – þú hefur séð ‘ann stærri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um klónun og hundinn Sám Í klípu „ER SÁ SEM NAM ÞIG Á BROTT HÉR Í RÉTTARSALNUM Í DAG?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÁ ÉG FÁ LÁNAÐ TÍMARITIÐ SEM ÞÚ VARST AÐ LESA UPPI Í RÚMI Í GÆRKVÖLDI?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú finnur „sálufélagann.“ ÞÚ SPYRÐ HVAÐ SÉ AÐ ALHEIMINUM? ÉG SKAL SEGJA ÞÉR HVAÐ ER AÐ ALHEIMINUM HANN GERIR EKKI NÓG FYRIR MIG BÖRNIN OKKAR ÆTTU AÐ VITA AF ERFIÐLEIKUM ÆSKU MINNAR! ÞÚ GETUR SEGT ÞEIM ALLT UM ÞAÐ ÞEGAR ÞÚ FULLORÐNAST! HANN ER SÁ „EINI RÉTTI„ HÚN ER SÚ„EINA RÉTTI„ Víkverji er næmur og finnur velfyrir því þegar veturinn með sinn kulda tekur í rólegheitunum yfir haustið. Víkverji kvíðir kuldanum og hálkunni og hefur ekki enn tekist að venjast komu vetrarins. x x x Í gær hófst nóvember og íbúar sunn-an heiða þurfa ekki að kvarta yfir veðrinu það sem af er vetri. Snjórinn hefur lítið látið sjá sig en frostið hef- ur látið á sér kræla. Þegar Víkverji kvíðir vetrinum fer hann stundum í Pollýönnuleik þar sem gleði og já- kvætt hugarfar er lykillinn að því að vinna á erfileikum lífsins. Víkverji sem er fróðleiksfús komst að því í greinasafni Morgunblaðsins að sag- an um Pollýönnu er 105 ára gömul og þar með jafngömul Morgunblaðinu. x x x Söguna um Pollýönnu samdibandaríski rithöfundurinn Eleanor H. Porter, en Pollýanna kom fyrst út á íslensku árið 1946 í þýðingu Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskólans. Pollý- anna, sagan af stelpunni sem kom öllum í gott skap, er ein vinsælasta barnabók allra tíma og hefur verið talin til klassískra barnabókmennta. Sagan um Pollýönnu hefur verið endurútgefin að minnsta kosti sex sinnum á Íslandi eftir því sem Vík- verji kemst næst. x x x En virkar Pollýönnuleikurinn og áhann alls staðar við? Það er spurning sem Víkverji veltir fyrir sér en á ekki einhlítt svar við. Jákvæð sýn á lífið og bjartsýni getur aldrei skaðað. En í bland við gleði og bjart- sýni þarf að vera raunsæi. Einhvern veginn er Víkverji viss um að fæstir séu þannig úr garði gerðir að þeir geti alla daga, alltaf tekið öllu því sem að höndum ber með gleði og brosi. x x x Víkverji telur sig vera góðum kost-um gæddan og er bjartsýnn að eðlisfari. Pollýönnuleikurinn virkar ekki alltaf hjá Víkverja og mest reyn- ir á hann þegar hitamælirinn sýnir lækkandi hitatölur og kuldinn smýg- ur inn að beini. vikverji@mbl.is Víkverji Allir vegir Drottins eru elska og trú- festi fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð. (Sálm: 25.10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.