Morgunblaðið - 02.11.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 02.11.2018, Síða 10
Morgunblaðið/Eggert S unna Elvíra, sem er 31 árs, býr í sérútbúinni íbúð fyrir fatlaða í 108 Reykjavík ásamt dóttur sinni, en hún skildi við eiginmann sinn, Sigurð Krist- insson, í maí. Þá höfðu þau verið saman í rúmlega fimm ár. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini og urðum strax hrifin hvort af öðru. Við vorum góðir vinir og sambandið var gott framan af,“ segir Sunna Elvíra og bætir við: „Við vorum búin að vera úti í tæpa þrjá mánuði þegar ósköpin dundu yfir. Við vorum bara að koma okkur fyrir og aðlagast nýju um- hverfi. Koma dóttur minni á leikskóla og finna út úr lífinu í nýju landi. Ég hef alltaf verið mjög meðvirk í samskiptum mínum við karlmenn án þess að gera mér grein fyrir því fyrr en eftir á,“ segir hún. Hvað gerðist þennan örlagaríka dag 19. janúar? „Ég man ekki hvað gerðist þennan dag og ekki dagana í kringum slysið. Fyrstu vikurnar á spítalanum á Spáni eru í móðu. Þegar ég átt- aði mig á því hvað gerst hafði ákvað ég að vera bjartsýn og jákvæð og reyna að gera sem best úr þessum aðstæðum. Ég hef alltaf verið já- kvæð og frekar bjartsýn með gott jafnaðargeð. Ég hef yfirleitt tekið hlutunum eins og þeir eru og gert það besta með það sem ég hef að vinna með hverju sinni,“ segir hún. Sagan hennar Sunnu Elvíru Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Í viðtali við Mörtu Maríu Jónasdóttur ræðir hún um líf sitt í nýjum að- stæðum og hvernig hún tókst á við áfallið. Marta María | mm@mbl.is  SJÁ SÍÐU 12 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.