Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 20

Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð hjá Axis. Borðstofuborðið er frá Norr11 og líka stólarnir við það. Stofusófinn og pullan voru sérpöntuð hjá Alter London. S tíllinn hennar Hönnu Stínu er afgerandi og þekkist handbragð hennar langar leiðir. Frá því hún útskrifaðist frá ISAD í Mílanó árið 2003 hefur hún einbeitt sér að því að fara sínar leiðir og herma ekki blint eftir næsta tískuinnanhússarkitekt. „Ég teiknaði allar innréttingar inn í húsið frá A-Ö, valdi öll efni á gólf og veggi og rað- aði húsgögnum á sinn stað. Flest húsgögnin eru sérpöntuð frá Alter London og því má segja að ég hafi gert nánast allt eða fylgt þessu verkefni frá fæðingu til útskriftar,“ segir Hanna Stína. Hún segir að það sé að færast í vöxt að fólk kaupi heildar- þjónustu af henni þar sem hún býr til heildarpakka fyrir fólk. Þegar hún var nýútskrifuð var hún meira í því að hanna bara eldhús eða baðherbergi og síðan ekki söguna meir. Á eyjunni mætast marmari og kvartssteinn. Innréttingin er úr bæsaðri reyktri eik annars vegar og hins vegar sprautu- lökkuð í brúngráum lit. Hér er búið að renna flekanum fyrir sjónvarpið. Hanna Stína segir að sjónvarp eigi aldrei að vera miðpunktur alls. Í þessu rými er sjónvarp á veggnum. Takið eftir speglaklædda flekanum við hlið sjónvarpsins. Hann er hægt að draga fyrir.  SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.