Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  266. tölublað  106. árgangur  FÓLK SEM ÞRÁIR FRIÐ OG FRAMTÍÐ VILDI EINKA- ÞOTU TIL AÐ KOMAST BURT DRAUMUR JÚLÍANS RÆTTIST GEÐVEIKT MEÐ KÖFLUM 26 TVÍBÆTTI HEIMSMET ÍÞRÓTTIRNÁMSBÓK UM FLÓTTAFÓLK 12 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það má segja að allt þetta ár hafi fíknisjúkdóm- ar verið faraldur á Íslandi. Tugir hafa látist og margir fallið fyrir eigin hendi. Aðstandendur, eftir atvikum foreldrar, systkini og börn, þurfa mikinn stuðning og hjálp; því oft er sektar- kenndin mikil þó að hún sé ekki rökrétt,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson prestur. Í starfi sínu segist hann að undanförnu hafa kynnst ótrúleg- um frásögnum af skefjalausri hörku sem hand- rukkarar beita og svífast einkis. Í höndum of- beldisfólks má fólk sem er veikt af fíkn sín næsta lítils. „Nýlega las ég frásögn manns sem lýsti því þegar allir fingur hans voru brotnir; einn af öðr- um. Þetta stóð í kveðjubréfinu, en sá sem það skrifaði var maður í vímuefnanotkun og með hugsuninni rökstuddi hann sig út úr lífinu. Sú niðurstaða er auðvitað röng, en við verðum samt að hafa í huga að sá sem lést var veikur og þegar andlát ber að höndum megum við aldrei gera greinarmun á líkamlegum og andlegum veik- indum,“ segir sr. Vigfús Bjarni sem hefur jarð- sungið fólk sem látist hefur af afleiðingum vímuefnanotkunar, auk þess að veita syrgjandi ættmennum stuðning og sáluhjálp. Setja má í beint samhengi fíknivána og vanda ungra manna, sem ófáir veikjast andlega og fara á örorkubætur. Staða þeirra var rædd á Alþingi í sl. viku. „Í samtölum mínum við ungt fólk kem- ur oft fram leit eftir tilgangi og viðurkenningu. Raunar á þetta við um fólk á öllum aldri, hvar- vetna á Vesturlöndum. Rót þessa vanda hlýtur að liggja í samfélagsgerðinni,“ segir sr. Vigfús Bjarni að síðustu. Fíknifaraldur allt árið  Ótrúlegar frásagnir af skefjalausri hörku sem handrukkarar beita að sögn sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar  Einskis er svifist og veikt fólk má sín lítils MÞurfum kristið hugrekki »6 Kjaraviðræður SA og aðildarfélaga ASÍ eru komnar á fullt skrið. Iðnaðarmenn ganga sameinaðir til samninga og leggja lokahönd á kröfugerð gagnvart SA í vikunni að sögn Hilmars Harðarsonar, formanns Samiðnar. Hann segir að iðnaðarmenn muni ekki setja fram tölur heldur leggja áherslu á kaup- máttaraukningu og að menntun verði metin til launa, auk þess sem húsnæðismálin muni vega þungt en þau komi illa niður á iðn- aðarmönnum sem og öðrum launþegum. SA og Starfsgreinasambandið hittust á samningafundi í vikunni sem leið og munu funda aftur í vikunni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, er bjartsýnn og segist aldr- ei áður hafa upplifað jafn mikinn vilja til þess að klára samingaviðræður og nú en kjarasamningar renna út um áramótin. »4 Ekki tölur hjá iðnaðarmönnum „Ég var að horfa á Heimaklett, þetta eðal- djásn okkar Eyjamanna, þegar ég sá, eins og hendi væri veifað, stóran flekk fara niður bergið og á eftir komu skruðningarnir og svo hvellur þegar hann lenti í sjónum. Þetta var mikið sjónarspil og alger tilviljun að ég var að horfa þangað,“ segir Halldór B. Hall- dórsson, umsjónarmaður sjúkrahúss Vest- mannaeyja. Hann sá þegar grjót hrundi úr Heimakletti, við innsiglinguna til Vest- mannaeyja, í gær. Mjó ræma hrundi úr berginu fyrir neðan Dönsku tó, líklega um 50 metra löng. Eftir að stykkið úr berginu féll í sjóinn hrundi smágrjót úr sprungunni. Fyrir um það bil 40 árum varð mikið hrun úr Dönsku tó, mun meira en það sem varð núna. Halldór segir að sem betur fer hafi eng- inn bátur verið í innsiglingunni. „Maður er hálfskelkaður að vita af litlu bátunum fara þarna um. Þeir hefðu getað fengið á sig sjó við hrunið,“ segir Halldór. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Óskar P. Friðriksson Heimaklettur Mjótt en 50 metra lóðrétt sár í berginu sýnir hvar hrunið varð í gær. Mikið sjón- arspil í Heimakletti  Stykki úr berginu hrundi í innsiglinguna Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Framsóknarmenn í Suðvesturkjör- dæmi samþykktu á kjördæmisþingi framsóknarmanna í kjördæminu að hafna þriðja orkupakkanum. Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á þinginu kemur fram að margt hafi áunnist með EES-samningn- um en að þess þurfi að gæta að ekki verði tekið upp ónauðsynlegt og skiptir flokksmenn okkar miklu máli og við tökum fullt tillit til þess.“ Þeir Brynjar Níelsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Miðflokksins, tjáðu efa- semdir sínar um innleiðingu þriðja orkupakkans í útvarpsviðtali í gær. „Ég vil reyna að komast hjá því í lengstu lög,“ sagði Brynjar um inn- leiðingu orkupakkans. gegn orkupakkanum og þetta er eitthvað sem okkar bakland vill fara gaumgæfulega yfir, enda rík ástæða til,“ segir Lilja og bætir við að það sé skýrt í hennar huga að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í að samþykkja framsal full- veldis til stofnana sem Ísland eigi ekki aðild að. „Það þarf að tryggja að þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við tökum á okkur stangist ekki á við stjórnarskrána. Það hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Vilja komast hjá innleiðingu þriðja orkupakkans Lilja Alfreðsdóttir, varaformað- ur Framsóknarflokksins, segir miklar efasemdir meðal framsókn- armanna um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Þetta verður rætt á haustfundi miðstjórnar um næstu helgi. Flokksþing hefur ályktað Fleiri lýsa yfir efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans  Þriðja orkupakkanum hafnað á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins Guðni Th. Jóhannesson forseti stillti sér upp ásamt fleiri leiðtogum heimsins við upphaf Friðarráðstefnunnar í París í gær. Frakklands- forseti boðaði til ráðstefnunnar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fórnarlamba stríðsins var minnst við Sigurbogann í rigningunni í París í gær sem setti svip á athöfnina. „Þetta var bæði hjartnæm og alvöruþrungin athöfn,“ sagði Guðni. »15 og 16 AFP Hundrað ár liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.