Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þótt við mannfólkið séum ólíkað mörgu leyti svipargrunngildunum okkar allt-af saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim,“ segir Pálína Þorsteinsdóttir kennari. Venjulegt fólk sem langar að lifa í friði Fyrir skemmstu kom út hjá Menntamálastofnun kennslubókin Fólk á flótta sem Pálína er meðhöf- undur að. Grunnurinn í bókinni og það sem ber hana upp er sagan Flótt- inn frá Sýrlandi sem Pálína samdi. Hugmyndina að sögunni segir hún hafa vaknað síðla árs 2016 þegar á hverjum degi bárust fréttir frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, en þaðan hafa tugir þúsunda fólks flúið meðal annars yfir Miðjarðarhafið og til Evrópu. „Ég vildi skrifa bók um flótta- fólk; hvað það er sem fær það til að flýja heimaland sitt, hvaða raunir það þarf að ganga í gegnum á flóttanum. En síðast en ekki síst langaði mig að koma því til skila, til okkar litla verndaða Íslands, að flóttafólk er bara eins og ég og þú, venjulegt fólk, sem langar að fá að lifa í friðsemd og skapa sér og sinni fjölskyldu góða og örugga framtíð,“ segir Pálína. Margt þarf að hafa í huga við skrif á sögu sem þessari segir Pálína og svo að sagan gæfi sem réttustu myndina af raunum flóttafólks hafi hún haft samband við séra Toshiki Toma sem er prestur innflytjenda á Íslandi. Hann hafi komið henni í sam- band við fjölskyldu sem flúði heima- land sitt, Sýrland, á eigin vegum og endaði á Íslandi. Sú fjölskylda bauð Pálínu í heimsókn og sagði henni frá sinni reynslu. Sagan Flóttinn frá Sýrlandi er ekki saga fjölskyldunnar, en reynslu fjölskyldunnar nýtti Pál- ína til að gera söguna trúverðugri. Fyrir 10 til 16 ára Þegar kom að útgáfu sögunnar var áhugi á málinu hjá Mennta- málastofnun og úr varð að búa til námsbók fyrir grunnskólabörn upp úr sögunni. Úlfhildur Ólafsdóttir, starfsmaður Rauða kross Íslands, var fengin til að útbúa verkefnahlut- ann í bókinni og teikningarnar gerði Karl Jóhann Jónsson. Þetta er fyrsta námsbók um flóttafólk sem gefin er út hér á landi og er hún einungis ætluð grunn- skólum og því ekki fáanleg í versl- unum. Bókin er þó aðgengileg á vef Menntamálastofnunar. Þar er m.a. hægt að hlusta á bókina sem rafbók og einnig er hægt að fletta henni blaðsíðu fyrir blaðsíðu. Fyrir- sjáanlegt er að bókin nýtist vel til kennslu á miðstigi og elsta stigi grunnskólans, þar sem eru 10-16 ára börn. Minnka líkur á fordómum „Ég tel að fáfræði sé í mörgum tilfellum rótin að einelti. Um leið og við fræðum bæði fullorðna og börn þá tel ég að við séum að minnka líkur á einelti og fordómum. Sagan mín, Flóttinn frá Sýrlandi, er einmitt skrifuð með þetta í huga,“ segir Pál- ína Þorsteinsdóttir sem er menntuð leik- og grunnskólakennari. Í dag starfar hún sem íslenskukennari fyr- ir útlendinga hjá Mími símenntun og einnig kennir hún nýbúabörnum ís- lensku. Pálína hefur sjálf lifað og hrærst í tvítyngi síðan hún var krakki, verið það sjálf og sömuleiðis börnin hennar. Þegar Pálína bjó í Björgvin og Álasundi í Noregi kenndi hún íslenskum grunn- skólabörnum móðurmálið og þekkir þannig til málanna frá mörgum hlið- um. Fólk sem þráir frið og framtíð Fyrsta námsbókin á Íslandi um flóttafólk. Saga frá Sýrlandi og fólk sem á að gefa tækifæri, segir Pálína Þorsteins- dóttir kennari sem þekkir vel til þessara mála. AFP Flóttabarn Á síðustu misserum hafa þúsundir manna flúið frá löndum Afríku á kænum yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Á Vesturlöndum hefur þetta verið áskorun fyrir stjórnvöld og hjálparstofnanir, því viðfangsefnið er fordæmalaust. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kennari Berum virðingu fyrir því hvað flóttafólkið hefur lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf, segir Pálína Þorsteinsdóttir hér í viðtalinu. Bók Mikilvæg fræðsla í samfélagi fjölmenningar á Íslandi í dag. Vegleg hátíðardagskrá verður á Bif- röst í Borgarfirði 3. desember í tilefni af því að öld er liðin frá upphafi þess skólastarfs sem lagði grunninn að núverandi háskóla. Það var í desem- ber 1918 sem farið var af stað með starfsemi Samvinnuskólans, sem stofnandinn og fyrsti skólastjórinn, Jónas Jónsson frá Hriflu, hugsaði sem foringjaskóla að erlendri fyrir- mynd. Skólinn var fyrstu áratugina í Reykjavík en var fluttur í Borgarfjörð- inn árið 1955. Í dag er Bifröst viðskiptaháskóli sem hefur það hlutverk að mennta ábyrgt forystufólk í atvinnulífinu og samfélaginu og útskrifa leiðtoga sem bera hag starfsmanna sinna og um- hverfis fyrir brjósti. Fjölbreytt nám er í boði við viðskiptadeild og fé- lagsvísinda- og lagadeild og er Há- skólinn á Bifröst í fararbroddi í fjar- námi meðal íslenskra háskóla. Stundar meginþorri nemenda fjar- nám við skólann en býr að því að sækja vinnuhelgar. Dagskráin 3. desember er sú að formaður stjórnar skólans og Vil- hjálmur Egilsson rektor taka á móti forseta Íslands kl. 13 en formleg dag- skrá hefst klukkan 13:40 og stendur til klukkan 15 en að því loknu verður boðið til kaffisamsætis á Hótel Bif- röst. Sama dag verður opnuð ljós- myndasýningin Samvinnuhús þar sem til sýnis verða m.a. ljósmyndir af öllum húsum og byggingum skólans fyrr á tíð. Hátíð á Bifröst í Borgarfirði 3. desember Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifröst Hér hefur verið starfræktur skóli allt frá 1955 en sagan er þó lengri. Skólastarfs í eina öld minnst „Út um gluggann heima hjá okkur var hægt að sjá hús sem voru alveg eyðilögð eftir sprengingar, oft vantaði hálft húsið eða það hafði greinilega orðið að steypuhrúgu. Hanan skreið alltaf upp í hjá mér á kvöldin og stundum sofnuðum við saman grátandi á grúfu undir sænginni. Ég reyndi að róa Hanan.“ Úr kaflanum Flóttinn frá Sýr- landi eftir Pálínu Þorsteins- dóttur. Grátandi undir sæng BROT ÚR BÓKINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.