Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Afskekkt þorp, eins langt fráReykjavík og mögulegt er,er sögusviðið í tíundu bókRagnars Jónassonar. Eins og segir í formála gerist sagan um miðjan níunda áratuginn en í raun og veru hefur Skálaþorp á Langanesi verið í eyði frá sjötta áratug síðustu ald- ar. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta en þriðji hlutinn er þó afar stuttur og sag- an því eiginlega tveir hlutar. Aðalpersónan er Una, þrítugur kenn- ari sem hefði ekkert á móti því að breyta til. Hún virðist vinafá og grípur því tækifærið þegar starf kennara í Skálaþorpi er auglýst en þar á hún að kenna tveimur nemendum í tíu manna þorpi. Þegar þangað er svo komið ger- ast atburðir sem eru þess valdandi að hún er ekki alveg viss um að það hafi verið góð ákvörðun að flytja á „hjara veraldar“. Bæði er um að ræða draugagang en einnig finnst Unu hún ekkert sér- staklega velkomin í þorpið. Það er ekki erfitt að ímynda sér að snúið sé að komast inn í hóp þorpsbúa sem margir hverjir hafa búið á staðnum allt sitt líf. Sérstaklega þegar þorpsbúar eru ekki nema tíu. Ef nánar er litið á fyrsta og annan hluta bókarinnar eru þeir eins og svart og hvítt. Fyrsti hlutinn er þung- ur og hægur og það er eins og ein- hvern neista vanti. Aðalpersónan er ekki alveg nógu spennandi, sem gerir það svo að verkum að erfitt er að tengja við hana síðar í bókinni þegar hjólin fara að snúast. Í fyrsta hlut- anum flytur Una í Skálaþorp. Hún kemst fljótt að því að það er meira myrkur í þorpinu en Reykjavík enda engir ljósastaurar og yfirleitt enginn snjór til að lýsa upp svartasta skamm- degið. Þrátt fyrir að fyrsti hlutinn, sem er rétt tæpar 140 blaðsíður, sé frekar daufur endar hann með hvelli og gefur tóninn fyrir það sem koma skal í öðr- Skelfing í Skálaþorpi Glæpasaga Þorpið bbbnn Eftir Ragnar Jónasson. Bjartur, 2018. Innb., 318 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar Sigursteinn Másson byrjaði að skrifa handrit bókarinnar Geðveikt með köflum vakti ekki fyrir honum að gefa verkið út. „Upphaflega réðst ég í það að hripa þessar sögur niður sem nokkurs konar sjálfshjálparskrif og uppgjör fyrir mig mig sjálfan – og fyrir mig einan að lesa,“ segir hann. Efni bókarinnar er jú mjög persónu- legt og fjallar einkum um glímu Sig- ursteins við andleg veikindi. „Það er auðvitað mjög mikið áfall, í sjálfu sér, þegar maður missir svona tökin á til- verunni og missir fótanna í lífinu eins og ég gerði, en það var ekki fyrr en ég fór að festa frásögn mína á blað að það rann upp fyrir mér að áfallið hafði verið miklu meira en ég gerði mér grein fyrir á sínum tíma. Þegar upp var staðið var bæði erfitt og líka gríðarlega hjálplegt að fara með skipulegum hætti og í smáatriðum í gegnum það sem gerðist.“ Bjartur gefur bókina út og var rit- stjórn í höndum Páls Valssonar út- gáfustjóra. „Honum fannst tilefni til að gera meira úr þessu, svo að skrifin þróuðust yfir í að verða að þeirri bók sem núna er komin út,“ útskýrir Sig- ursteinn og bætir við að vonandi geti frásögn hans hjálpað öðrum í sömu sporum, eða nýst aðstandendum fólks með geðhvarfasýki. Ofsóknaræði tekur völdin Ekki þarf að kynna Sigurstein fyr- ir lesendum en hann lét ungur að sér kveða í fjölmiðlaheiminum, fyrst á út- varpsstöðinni Stjörnunni og síðar sem fréttamaður á Stöð 2. Sigur- steinn var á tuttugasta og öðru ald- ursári þegar hann birtist á sjónvarps- skjáum landsmanna og var um tíma langyngsti fréttamaðurinn á Íslandi. Hann hefur framleitt heimildar- myndir og sjónvarpsþætti og verið áberandi í réttindabaráttu af ýmsu tagi. Geðheilsusögu Sigursteins má skipta í fjóra kafla og hefst sá fyrsti á því að Sigursteinn fær þá hugmynd að gera heimildarmynd um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið haustið 1996. „Ég hafði aldrei fundið fyrir þung- lyndi á ævinni en er þeirrar gerðar að ég get verið ör á köflum. Stundum fæ ég djarfar og stórar hugmyndir og á það til að reyna að framkvæma þær, og var gerð þessarar heimildar- myndar þannig hugmynd – og pínulít- ið galið verkefni eftir á að hyggja.“ Lýsir Sigursteinn hvernig geð hans fór í mikla uppsveiflu þegar hann sökkti sér ofan í gerð heimildarmynd- arinnar. Rannsóknarvinnan sýndi svo ekki varð um villst að ótalmargt var bogið við þá meðferð sem hvarf Guð- mundar og Geirfinns fékk í réttar- farskerfinu. Og þá var eins og eitt- hvað gæfi sig: „Það þyrmdi yfir mig og ég upplifði að ég væri eltur og með mér fylgst. Ég er raunar enn þann dag í dag sannfærður um að ég var undir ein- hvers konar eftirliti en ofsóknaræðið tekur yfir og þróast yfir í sjúklegt ástand.“ Leitaði hjálpar í stjórnarráðinu Útkeyrður og vansvefta hafði Sig- ursteinn verið á flótta undan ímynd- aðri ógn þar sem hann ýmist gisti á ólíkum stöðum í borginni eða faldi sig í sumarbústað úti á landi. Snemma í október 1996, nokkrum dögum eftir að hafa verið rekinn af Stöð 2, fór Sig- ursteinn í stjórnarráðið þar sem ríkisstjórnarfundi var að ljúka, og er þá orðinn svo úttaugaður og langt leiddur í maníunni að hann biður Davíð Oddsson, sem þá var forsætis- ráðherra, að útvega sér dágóða summu og einkaflugvél til að komast úr landi, í skiptum fyrir að láta Guð- mundar- og Geirfinnsmálið í friði. Allan þennan tíma áttar Sigur- steinn sig ekki á eigin veikindum. „Það var ekki fyrr en búið var að nauðungarvista mig á geðdeild Land- spítalans, og ég búinn að dvelja þar í tvær eða þrjár vikur, að það byrjar að kvikna ljós hjá mér: að ég hafi gengið fulllangt og að hugmyndir mínar og upplifanir hafi ekki verið tengdar raunveruleikanum.“ Ástand Sigursteins skánaði fljót- lega og eftir stutt hlé frá störfum hélt Vildi einkaþotu til að komast  Það var við gerð heimildarmyndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið að ofsóknaræði náði tökum á Sigursteini Mássyni  Í nýrri bók fjallar hann m.a. um þau fjögur skipti sem hann var nauðungarvistaður á geðdeild Morgunblaðið/Hari Áfall „Næstu dagana var ég á ferð frá einu hóteli til annars, sannfærður um að einhver væri að njósna um mig,“ seg- ir Sigursteinn um hvernig hann veiktist í Kaupmannahöfn eftir að hafa kynnst miklum hörmungum á Balkanskaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.