Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Er hægt að taka vonina fráeinstaklingum og hvaðgerist þá? Hversu miklu afupplýsingum er hægt að safna um einstaklinga? Hvað er fólk tilbúið að ganga langt og sýna mikla grimmd í því skyni að ná frama og eru tölvunördum eng- in takmörk sett? Þetta eru spurningarnar sem vakna við lestur þriðju bók- ar Ragnheiðar Eyjólfsdóttur, Rotturnar. Áður hafði Ragnheiður skrifað tvíleikinn Skuggasögu þar sem fyrri bókin, Arftakinn, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin og bókaverðlaun í flokki ungmennabóka, og seinni bókin, Undirheimar, fékk Barnabókaverðlaun Reykjavík- urborgar 2017. Í viðtali við Morgunblaðið nýverið sagði Ragnheiður að Skuggasögurnar væru hreinar ævintýrabækur en Rotturnar ættu rætur í raunveruleik- anum og að hún hefði kynnt sér smit- sjúkdóma, stökkbreytingar á svarta- dauða og tölvuöryggismál. Sú heimildaöflun skilaði sér vel í sögu- þræðinum í Rottunum sem gerði það að verkum ásamt trúverðugri per- sónusköpun og góðri og spennandi fléttu að textinn flaut vel og spennan hélst nær alla bókina. Rotturnar fjalla um hóp ungmenna af höfuðborgarsvæðinu sem fá sum- arvinnu hjá virkjanafyrirtækinu Geislaspani án þess að hafa ætlað sér það eða sóst eftir því. Átta þeirra eru valin að því er virðist af handahófi til þess að taka þátt í sérverkefni þar sem þau þurfa að gista í fjallakofa í viku. Þegar í kofann er komið gerast ógnvænlegir hlutir. Ungmennin þurfa að taka á honum stóra sínum, standa saman og halda í vonina ef ekki á illa að fara. Sagan Rotturnar gerist á Íslandi í samtímanum og ýmislegt af því sem gerist í sögunni á sér varla stoð í veruleikanum á Íslandi í dag en verð- ur kannski hluti af framtíðinni. Í sög- unni verður þetta trúverðugt og per- sónusköpunin er trúverðug fyrir utan öryggisvörðinn Freysa. Í Rottunum er komið inn á ýmsa þætti, svo sem væntumþykju, vináttu, traust, von, útilokun, þrautseigju, lausnarmiðaða hugsun, fórnfýsi, líftækni, tölvu- þrjóta, grimmd og völd. Aðalsögupersónur bókarinnar eru unglingar og eflaust er hún skrifuð með unglinga sem lesendahóp í huga en það breytir því ekki að bókin er spennandi lesning fyrir harðfullorðið fólk líka. Það sem bókin skilur eftir sig eru skilaboð um að gefast ekki upp og halda í vonina þrátt fyrir að það líti út fyrir að búið sé að taka allt í burtu og vonina líka. Skáldsaga Rotturnar bbbnn Eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Vaka-Helgafell, 2018. Innb., 273 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Von „Í Rottunum er komið inn á ýmsa þætti, svo sem væntumþykju, vináttu, traust, von, útilokun, þrautseigju,“ segir um bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur. Vonin er öflugt og sterkt vopn „Varlega áætlað sóttu yfir 35 þúsund manns viðburði Listahátíðar í Reykja- vík í sumar þó veðurguðirnir hafi svo sannarlega ekki leikið við borgarbúa. Viðburðir fóru fram á 48 stöðum vítt og breitt um borgina og víðar um land- ið,“ segir í tilkynningu frá Listahátíð í tilefni þess að ársfundur fulltrúaráðs hátíðarinnar fór nýverið fram. „Á fundinum kynntu stjórnendur útkomu hátíðarinnar í ár sem er afar jákvæð bæði hvað varðar gestafjölda, miða- sölu og rekstrarafkomu,“ segir í til- kynningu, en þar kemur fram að hátt í 1000 manns hafi komið fram á hátíð- inni og að listafólk hafi komið frá 22 löndum. Haldnir voru 183 viðburðir á 18 dögum, ókeypis aðgangur hafi verið á 50 viðburði og miðakaupendur hafi verið frá 28 löndum. „Hátíðinni var breytt aftur í tvíær- ing fyrir tveimur árum án þess að ár- legt framlag ríkis og borgar til hennar væri skert. Sú breyting, auk mark- vissrar stefnumótunar á síðasta ári og eftirfylgni hennar, hefur skilað sér í sterkari hátíð. Eiginfjárstaða er nú jákvæð og rekstrargrundvöllur tryggður.“ Á fundinum var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára og hana skipa Þórunn Sigurðardóttir formað- ur, Margrét M. Norðdahl og Tryggvi M. Baldvinsson. Næsta Listahátíð fer fram í júní 2020 en á því ári fagnar Listahátíð 50 ára afmæli. Undirbún- ingur fyrir þá hátíð er kominn vel á veg. Yfir 35 þúsund gestir sóttu viðburði Listahátíðar í ár Morgunblaði/Arnþór Skepnur Risavaxnar skepnur frá forsögulegum tímum glöddu veg- farendur þegar Listahátíð hófst. The Guilty Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Squadron 303 IMDb 5,4/10 Bíó Paradís 17.45 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Mæri Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 Blindspotting Metacritic 76/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 22.00 Julie - National Theatre Live Bíó Paradís 20.00 Overlord 16 Bandarískir fallhlífahermenn fara á bakvið víglínuna til að styrkja innrás bandamanna í Normandy. Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.10, 19.40, 20.00, 22.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.15 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 The Girl in the Spider’s Web 16 Metacritic 48/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.20, 21.50 Sambíóin Keflavík 19.30 Smárabíó 17.30, 19.40, 22.00, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.40, 22.10 Hunter Killer 12 Metacritic 39/100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 19.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Johnny English Strikes Again Metacritic 36/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 15.20 Undir halastjörnu 16 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,8/10 Háskólabíó 20.50 Bíó Paradís 22.00 Lof mér að falla 14 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 17.50, 20.30 Bad Times at the El Royale 16 Metacritic 60/100 IMDb 7,5/10 Smárabíó 22.30 Venom 16 Eddie er sífellt að reyna að ná sér niðri á snillingnum Carlton Drake. Árátta Eddie gagnvart Carlton hefur haft vægast sagt slæm áhrif á starfsferil hans og einkalífið. Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.20, 19.50, 22.20 The Grinch Laugarásbíó 17.50, 18.00 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.50 Smárabíó 15.10, 17.20 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Nutcracker and the Four Realms Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.30, 19.40 Sambíóin Akureyri 17.20 Háskólabíó 18.10 Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagna- kenndri dýrategund, mann- inum Percy. Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Akureyri 17.20 Grami göldrótti Trausti er ungur drengur sem er óvart sendur yfir til annars heims þar sem hann verður að eiga við illgjarnan galdrakarl, Grami að nafni. IMDb 5,5/10 Smárabíó 15.00 Sagan um Freddie Mercury og árin fram að Live Aid tónleikunum árið 1985. Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.50, 20.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 15.50, 16.40, 19.00, 19.30, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.40 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 22.00 Bohemian Rhapsody 12 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.40, 22.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 21.50 Sambíóin Akureyri 19.30, 21.50 Sambíóin Keflavík 19.30 Halloween 16 Laura Strode og Michael Myers hittast enn og aftur, fjórum áratugum eftir að hún slapp naumlega frá honum fyrst. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 68/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 22.20 Smárabíó 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.