Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 ICQC 2018-20 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða AF AIRWAVES Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Föstudagskvöldið á Airwaves-hátíðinni byrjaði óvænt íFríkirkjunni með fyrir- varalausri ákvörðun um að hoppa þangað inn, enda slíkar ákvarðanir það skemmtilegasta við hátíðina. Þegar bassaleikarinn Bára Gísla- dóttir hóf að sarga bassann með alls konar óhljóðum var ann- aðhvort í stöðunni að drífa sig út eða heyra hvert hljóðin leiddu mann. Á sama tíma og eyrun sögðu mér að fara út hið snarasta var eitthvað heillandi við þessi (ó)hljóð. Með lokuð augun fóru hljóðin að breytast og kaótísk óhljóð urðu að fallegri heild sem svo endaði með fuglasöng og notalegri tilfinningu. Hægt að mæla hiklaust með lifandi flutningi Báru, en ólíklegt að þetta rati í lagalistann heima eða í vinnunni. Breski dúettinn The Rhythm Method bauð upp á blöndu af uppi- standi og tónlistarflutningi í Iðnó. Hallærislegur og kjánalegur flutn- ingur en salurinn virtist taka þeim félögum fagnandi, enda laglín- urnar grípandi á köflum og dans- vænar. Að endingu var ekki hægt annað en að heillast að söngv- aranum Joey Bradbury og látalát- um hans á sviðinu. Í Gamla bíói var komið að rokksveitinni Mammút og þótt ótrúlegt megi virðast er hún komin langt á táningsaldurinn. Aldurinn fer vel með sveitina og var flutn- ingur þeirra eins og við var að bú- ast þéttur og hnökralaus og náði hljómsveitin vel til gesta, sem höfðu fjölmennt og fengu al- gjörlega það sem þeir höfðu komið til að sjá og heyra. Breska indie-rokk sveitin Girl Ray var næst á dagskrá, en bandið skipta þrjár vinkonur frá Norður- London og voru þær mættar ásamt hljómborðsleikara í Iðnó. Trega- blandið krúttrokk með upplífgandi laglínum og hreif söngkonan Poppy Hankin gesti með einlægri og feimnislegri framkomu. Fluttu meðal annars tökulag sem Hankin sagði vera kambódískt að uppruna. Skemmtilegt band, en mega við ör- lítilli samhæfingu og að koma fram oftar. Mikill fjöldi gesta var kominn saman við Gamla bíói og ætlaði ekki að láta The Voidz eða Hatara fara fram hjá sér. The Voidz var líklega meðal stærri nöfnum hátíð- arinnar í ár, eftir að dregið var úr framboði á stærri nöfnum og fók- usinn í meira mæli settur á þau óþekktari, auk íslensks tónlist- arfólks. Aðalsöngvarinn er Julian Casablancas, sem þekktastur er fyrir að leiða hljómsveitina The Strokes. Gestir í Gamla bíó virtust mjög sáttir með kraftmikið rokk sveitarinnar sem ég tengdi þó lítið við. Ekki minn tebolli eins og sagt væri í enskumælandi löndum. Þremenningarnir í Hatara voru næstir á svið með sína óhefl- uðu framkomu og kjarnyrta texta þar sem kerfið og vestrænt kapítal- ískt samfélag fá vægðarlaust á baukinn. Um er að ræða blöndu af raftónlist og metal með talsverðu dassi af leðri og göddum, auk þess sem áhorfendur fá sinn skammt af sjónrænu áreiti á bæði sviði og skjá. Áreitið reyndist þó líka á gólf- inu, en blaðamaður þurfti að reyna að koma sér undan áköfum mök- unardansi tveggja para meðan á tónleikunum stóð. Matthías söngv- ari staðfesti þó eftir tónleikana að það hefði ekki verið á vegum Hat- ara. Auk tríósins stigu CYBER- systur og Svarti Laxness á svið og tóku sitt hvort lagið og kom það vel út. Frábær sýning sem sýndi að Hatari er með bestu tónleikabönd- um landsins í dag. Áður en farið var heim var ákveðið að kíkja á hina norsku Aurora sem flutti tónlist sína í Hörpu. Það kemur manni alltaf á óvart hversu mikill kraftur getur komið frá manneskjum sem milli laga tala með einstaklega feimnis- legri röddu. Það litla sem ég náði að heyra var stórgott og flottur endir á vel heppnuðu kvöldi. Bassasarg, krúttrokk og leður Morgunblaðið/Eggert Óslípaðar Vinkonurnar í bresku indie-rokkhljómsveitinni Girl Ray eru enn nokkuð óslípaðar en spiluðu skemmtilega og einlæga tónlist í Iðnó. Rhythm Method Joey Bradbury og Rowan Martin náðu salnum með sér þrátt fyrir hálfhallærislega framkomu sem var blanda af gríni og tónlist. » Frábær sýningsem sýndi að Hatari er með bestu tónleikaböndum landsins í dag. Morgunblaðið/Eggert Glæsileg Mammút hefur verið starfandi í um 15 ár, en engin þreytumerki er að sjá á hljóm- sveitinni sem bauð upp á glæsilega tónleika í Gamla bíói föstudagskvöldið 9. nóvember. Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant hefur skrifað undir útgáfusamning við bandaríska fyrirtækið Glass- note Records. Nýjasta plata hans, Across the Borders, átti að koma út á föstudaginn var en útgáfu hennar hefur nú verið frestað til 25. janúar á næsta ári vegna samn- ingsins. Glassnote Records mun gefa plötuna út í Bandaríkjunum og á öðrum markaðssvæðum sem útgáf- an leggur mikla áherslu á. Júníus er á mála hjá íslenska útgáfufyr- irtækinu Record Records og í til- kynningu segir að hann sé mjög ánægður með þessa breytingu á Bandaríkjamarkaði þar sem hann telji sig hafa fundið gott heimili fyrir tónlistarsköpun sína. Record Records mun áfram sinna útgáfu- málum hans á Íslandi og í Evrópu. Júníus er listamannsnafn Unnars Gísla Sigurmundssonar en hann hefur samið og gefið út tónlist sem Júníus Meyvant í nokkur ár. Morgunblaðið/Styrmir Kári Samningur Júníus Meyvant hefur samið við bandarískt útgáfufyrirtæki. Hér sést hann á Iceland Airwaves fyrir þremur árum. Júníus Meyvant semur við Glassnote Records

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.