Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 ✝ Aðalgeir AðdalJónsson fæddist á Húsavík 18. mars 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði 1. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Jón Pétursson verslunarmaður, f. í Múla í Aðaldal 26. apríl 1893, d. 26. júlí 1975, og Þórhalla Kristbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Saurbæ, Langanesi, 25. febrúar 1916, d. 4. febrúar 1999. Bræður Aðalgeirs voru: Jón Aðdal, verka- maður, f. á Húsavík 14. mars 1933, d. 20. ágúst 1973; drengur, fæddur andvana; Höskuldur sjó- maður, f. á Húsavík 17. janúar 1934. Aðalgeir var í sambúð með Sig- rúnu Á. Kristjánsdóttur, f. 26. apríl 1936, d. 20. apríl 2010. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru: 1) Sveinbjörn bóndi, f. 21. ágúst 1963, sonur hans er Alex Erlend- ur Gestur Wayobut, f. 3. mars 2007. 2) Vésteinn sjómaður, f. 3. Aðalgeir ólst upp í Álfhóli á Húsavík. Hann fór 17 ára sem vinnumaður í sveit að Vestara- Landi í Öxarfirði. Hann ílengdist þar og endaði með að kaupa 2⁄3 hluta búsins árið 1961. Hann var vinsæll meðal þeirra sem bjuggu í sveitinni, fór víða og aðstoðaði aðra bændur, hann starfaði sem ásetningsmaður og var gangna- foringi í sveitinni. Ásamt bústörf- um fór hann suður og vann á ver- tíðum. Árið 1980 flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf í Áburð- arverksmiðjunni og síðar í Sorpu. Aðalgeir hafði mikinn áhuga á málefnum verkalýðsins og starf- aði í trúnaðarmannaráði Dags- brúnar eftir að hann flutti suður. Aðalgeir var mikill íþróttamað- ur, þjálfaði börn og unglinga í frjálsum íþróttum og sat í stjórn Ungmennasamb. N-Þingeyinga. Hann setti héraðsmet í spjótkasti árið 1956 og vann oft til verð- launa. Aðalgeir kynntist Bryndísi, eiginkonu sinni, á gömlu döns- unum, síðar gengu þau í dans- félagið Kátt fólk. Í mörg ár unnu þau á bindindismótinu í Galtalæk en þau voru félagar í góðtempl- arareglunni. Síðustu árin bjó hann á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði. Útför hans fer fram frá Garða- kirkju í dag, 12. nóvember 2018, klukkan 13. desember 1965, eig- inkona Kristjana Sigurgeirsdóttir skólaritari, f. 4. sept- ember 1965. Börn þeirra eru Sindri nemi, f. 27. apríl 1992, Geir aðstoð- arverslunarstjóri, f. 11. apríl 1995, og Ninna Rún, nemi, f. 8. júlí 2002. Aðalgeir kvæntist 14. apríl 1984 Bryndísi Þórarins- dóttur kennara, f. 13. febrúar 1946. Foreldrar hennar voru Ing- unn Ingvadóttir iðnverkakona og Þórarinn Símonarson flug- eldasmiður í Þórsmörk, Garðabæ. Bryndís átti dóttur fyrir, Ingunni Þóru Hallsdóttur sérkennara, f. 31. maí 1973, eiginmaður Ólafur Ingi Grettisson varðstjóri, f. 8. apríl 1972, synir þeirra eru Axel Ingi nemi, f. 15. nóvember 1996, og Emil Grettir nemi, f. 9. febrúar 2002. Aðalgeir og Bryndís eign- uðust saman Þórhöllu Rein stjórn- arráðsfulltrúa, f. 26. mars 1985, sonur hennar er Bergvin Aðdal Gunnarsson, f. 19. júlí 2017. Nú hefur Aggi minn yfirgefið þennan heim eftir löng og erfið veikindi. Við vorum gift í 34 ár og ég á svo margar skemmtilegar og góðar minningar um þennan tíma. Flestir sem þekkja Agga vita að hann hafði dálæti á ljóðum, hann átti auðvelt með að læra þau utanbókar og hafði gaman af að fara með þau. Uppáhalds- skáldin hans voru Einar Bene- diktsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ljóðasafn Dav- íðs var það eina sem hann tók með sér þegar hann flutti suður, fyrir utan ferðatösku með föt- unum sínum. Það sýnir hversu stóran þátt þetta átti í hans lífi. Þegar við kynntumst fyrst fór hann með öll þau ástarljóð sem hann kunni, og tók það drjúgan tíma (unglingsdóttur minni til mikils ama). Aggi hafði leikara- hæfileika, þannig að öll þau ljóð sem hann flutti gerði hann með miklum tilþrifum, stundum svo kröftuglega að það greip um sig skelfing meðal áhorfenda, t.d. þegar hann fór með Grettisbæli. Svo breytti hann fljótt um tón og fór mildar með, allt eftir efni ljóðsins. Aggi komst ávallt í ham þegar gesti bar að garði eða börn voru í heimsókn hjá börnunum okkar. Hann var hugmyndaríkur og mikil barnagæla og gaf sér alltaf tíma til að leika við börn. Yf- irleitt voru það íþróttakappleik- ir, t.d. að hanga á stöng, alls- kyns boltaleikir og spila minigolf í garðinum okkar sem við sinntum af mikilli alúð og vorum mjög stolt af. Hann var einstaklega sterkur þannig að það var auðvelt fyrir hann að hringsnúa börnunum í kleinu, taka á háhest og einn leikinn kallaði hann „að taka í staur“, þá lágu börnin stíf á gólfinu og hann kom þeim í upprétta stöðu aðeins með að lyfta undir hnakkann á þeim. Það gat orðið mikill hamagangur því allir vildu vera fyrstir. Aggi hafði gaman af því að herma eftir samferðamönnum sínum og sérstaklega stjórn- málamönnum. Hann gat nánast gabbað fólk með eftirhermu sinni á Bjarna Benediktssyni, eldri, forsætisráðherra. Ketil skræk tók hann sérstaklega fyr- ir börnin, sem hlógu mikið. Við Aggi ferðuðumst mikið á sumrin, sérstaklega norður á Húsavík þar sem fjölskylda hans bjó og á bindindismótin í Galtalækjarskógi. Við vorum bæði í stúku og unnum fyrir góðtemplararegluna. Síðustu árin var hann að berj- ast við veikindi, Alzheimer og Parkinson. Hann bjó á Sólvangi, þar fékk hann afbragðsumönn- un og leið mjög vel. Ég held að þessi upptalning gefi góða mynd af því hvernig Aggi var. Hann var ljúf og góð manneskja sem vildi öllum hjálpa. Aggi minn, ég vil þakka þér fyrir þennan tíma okkar saman. Hvíl í friði, elskulegur. Þín vinkona og eiginkona, Bryndís (Binna). Elsku pabbi minn, síðustu dagar hafa verið ljúfsárir. Sárir vegna þess hve mikið ég sakna þín en allar minningarnar og sögurnar sem ég hef fengið að heyra frá fólkinu þínu eru ljúfar og ylja í sorginni. Þú lifðir aug- ljóslega stórbrotnu og áhuga- verðu lífi sem snerti marga; varst góð manneskja og lést gott af þér leiða. Sjálf get ég sagt margar sög- ur af þér og uppátækjum okkar. Þú varst svo hugmyndaríkur og skemmtilegur pabbi, vitur og góð fyrirmynd. Þú varst líka besti leikfélaginn, enda hafðir þú svo mikinn áhuga á allskonar leikjum, vildir alltaf skemmta fólki og gafst þér tíma. Nú þeg- ar ég er orðin fullorðin þá skil ég betur hve dýrmætur tíminn er. Sérstaklega tíminn sem mað- ur ver með börnunum sínum. Hugurinn ber mig út í garð þar sem þú ert að moka snjóhús fyrir mig og vinkonur mínar á náttsloppnum. Uppi á háalofti hjá ömmu og afa þar sem við er- um að keppa í pílukasti. Í bílinn með mömmu á leið norður þar sem þið þekktuð hverja þúfu og hvern poll á leiðinni. Þegar þú svaraðir alltaf að ég væri alin á „tröllamjöli“ þegar fólk undrað- ist hve hávaxin ég væri. Á hand- boltamótið á Húsavík þegar ég sagði öllum að þú værir afi minn af því að þú hélst með röngu liði. Hvað þú varst stoltur þegar ég útskrifaðist úr háskóla. Til allra göngutúranna okkar frá Sól- vangi og til síðustu jóla þegar þið Bergvin áttuð svo yndislega stund saman. Takk fyrir allar fallegu minn- ingarnar, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt sem þú kenndir mér; hagnýtu hlutina eins og að skera laufabrauð og horfa niður fyrir fæturna á mér, en einnig þessi grundvallargildi sem gera mann að góðri manneskju; virð- ingu fyrir umhverfinu og náung- anum, hjálpsemi og trygglyndi. Ég mun búa að því alla tíð og gera mitt besta til að bera það áfram til næstu kynslóða. Þín dóttir, Þórhalla Rein. Aðalgeir Aðdal Jónsson  Fleiri minningargreinar um Aðalgeir Aðdal Jóns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Karl ÞórhalliHaraldsson fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1947. Hann lést 28. októ- ber 2018 á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands, Selfossi. Karl var sonur hjónanna Elínar Ólafsdóttur, f. 22.9. 1929, d. 12.4. 2000, og Haraldar Karls- sonar, f. 27.10. 1922, d. 30.10. 2007. Alsystkini Karls eru Hall- fríður Ólöf, f. 1949, Sigrún Ásta, f. 1953, Hjálmar, f. 1956, Jónas, f. 1959, Kristbjörn, f. 1960, og Sig- ríður, f. 1961. Hálfsystkini sam- feðra eru Óskar Vikar, f. 1958, Birgitta Hrönn, f. 1959, Ásgeir, f. ingar og einnig fjölgaði hratt í systkinahópnum. Eins og títt var unnu börn þess tíma gjarnan mikið og það átti einnig við um Karl. Hann var bæði duglegur og gæddur góðum gáfum, minnugur og fróðleiksfús. Hann fékk ekki notið gáfna sinna sem skyldi því hann veiktist af geðklofa á ung- lingsaldri og var veikur alla tíð síðan. Hann fluttist með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur árið 1963. Hann var um árabil vist- maður á Kleppsspítala. Fyrstu árin bjó hann þar alveg en er fram liðu stundir var hann dag- sjúklingur þar en bjó annars á heimili foreldra sinna sem alla tíð önnuðust hann af miklum kær- leika. Árið 1999 urðu kaflaskil í lífi hans er móðir hans veiktist og lést. Þá fluttist hann að Breiða- bólstað í Ölfusi til Ólafar systur sinnar og Péturs mágs síns og bjó hjá þeim til dauðadags. Útför Karls fer fram frá Nes- kirkju í dag, 12. nóvember 2018, klukkan 13. 1963, Sigurjón, f. 1965, Þorbjörn, f. 1967, Hallgrímur, f. 1969, og Þórhalli, f. 1971. Karl fæddist á Fálkagötu 24b í Reykjavík og var elstur systkina sinna. Sumarið 1950 fluttist hann með foreldrum sínum og Ólöfu systur sinni, sem er rúmu ári yngri, norður í Húnavatnssýslu. Fyrst um sinn voru þau í Víðidalstungu en um vorjafndægur árið 1951 fluttist fjölskyldan að bænum Litladal í Svínavatnshreppi en þar hófu foreldrar hans búskap. Þar tóku við ár framkvæmda og uppbygg- Það er vetrarkvöld, himinninn alstirndur og skin frá skörðum mána slær gljáa á svellaða jörð þar sem við krakkarnir í Litladal erum að renna okkur fótskriðu og það er gaman. Við stoppum og Kalli fer að benda okkur á stjörnumerkin og síðan að segja okkur sögur af fornum köppum sem fóru um landið með ófriði og illindum og steindrápu hver ann- an. Þannig er ein bernskuminn- ing mín um Kalla bróður minn sem nú er genginn. Ungur bjó hann yfir miklum fróðleik um fornsögurnar og um lönd og lýði því hann var afar fróðleiksfús og minnugur. Kalli var sviphreinn og falleg- ur drengur, hár hans var ljós- skollitað og augun gráblá. Hann var duglegur. Pabbi var oft við smíðar á nágrannabæjunum, það kom því í hlut Kalla og Ólafar að sinna bústörfum í fjarveru hans. Ég var svolítið yngri svo að það var minna gagn í mér. Eins og títt var á þessum ár- um hófst skólaganga hún- vetnskra barna við 10 ára aldur. Kalli stóð sig vel í náminu og námshæfileikar hans þóttu eft- irtektarverðir. En það fer ekki alltaf allt eins og vonast er til. Þegar Kalli var fimmtán ára veiktist hann af geðklofa. Við fluttum í framhaldi af því til Reykjavíkur þar sem lækningar var leitað fyrir hann sem ekki fékkst. Hann var vistmaður á Kleppi í mörg ár. Hann sagði mér frá því hve hræddur hann var fyrst þegar hann var fluttur þangað og var látinn á fjölmenna stofu með mjög veikum mönn- um. Sjálfsagt hefði heilbrigðum ekki orðið um sel, hvað þá mikið veikum unglingi. Þegar fram liðu stundir voru gerðar einhverjar tilraunir með búsetu hans, en þar kom að hann flutti aftur heim til mömmu og pabba og varð dagsjúklingur á Kleppi. Það fyrirkomulag varði þar til skömmu áður en mamma féll frá, þá flutti hann til Ólafar systur og Péturs manns hennar að Breiða- bólstað í Ölfusi og átti hjá þeim heimili í nítján ár, allt til dauða- dags. Það er ekki sjálfsagt að fólk taki að sér veikan bróður en það gerðu þau, sem verður varla fullþakkað. Þó að Kalli hafi borið þessi erfiðu veikindi átti hann á marg- an hátt ágætt líf, sérstaklega seinni hluta ævinnar. Hann kom sér alls staðar vel og samferða- fólki sem kynntist honum þótti mörgu mjög vænt um þennan ljúfa og gáfaða mann. Hann naut alltaf kærleika og umhyggju og gat gert ýmislegt sem hann lang- aði til. Hann hafði sérlega gaman af að ferðast, vildi helst alltaf vera á flakki. Ólöf og Pétur voru einkar dugleg að fara með hann í ýmsar ferðir, innanlands og ut- an, og lögðu sig í líma við að hann fengi notið sín sem best. Ég fór með í nokkrar utanlands- ferðir með þeim Ólöfu og ég verð að segja að það eru eftirminni- legustu ferðir sem ég hef farið í. Hann var einstakur ferðafélagi. Hann hafði litla tungumálakunn- áttu en það stóð honum ekki fyr- ir þrifum. Í verslunum og á veit- ingastöðum virtust allir skilja íslenskuna hans. Mér finnst að hið sára hlut- skipti Kalla hafi kennt mér margt og vonandi hefur sú þekk- ing gert mig að heldur betri manneskju. Ég er þakklát fyrir að hafa verið systir hans. Far þú í friði bróðir minn. Sigrún Ásta Haraldsdóttir. Kalli bróðir okkar er látinn, horfinn frá okkur, sofnaður hinn síðasta blund. Hann hefur verið í lífi mínu alla tíð. Einu og hálfu ári eldri en ég, elstur í stórum systkinahópi. Ég hugsa oft til baka hvernig lífið hafi verið þeg- ar pabbi og mamma voru að eignast börnin sín. Mamma var 18 ára þegar Kalli fæddist. Þá bjuggu þau í Reykjavík. Þremur árum seinna fluttu þau ungu hjónin norður í land til að búa í sveit. Með hugann fullan af björtum vonum og börnin sín Kalla og Ólöfu fluttu þau að Litladal í Austur-Húnavatns- sýslu. Pabbi var húsasmiður og vann mikið utan heimilis. Á þeim tíma fæddust þeim fimm börn í viðbót svo nú vorum við orðin sjö. Þar að auki eignaðist pabbi okkar sjö önnur börn, svo alls urðum við 14. Kalli var fallegt barn, ljóshærður og bláeygður. Í mínum huga alltaf fallegur þótt hann hafi látið á sjá í áranna rás eins og við öll. Kalli var afburða- góður námsmaður. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á landafræði og sögu. Hafði óvenju gott minni allt til enda ævi sinnar. Hefði án efa orðið einhvers konar fræði- maður ef hann hefði ekki veikst. Kalli átti sér mikinn hugar- heim, spann upp margar og langar sögur sem hann sagði mér þegar við vorum krakkar. Þegar hann var 16 ára veiktist hann af geðklofa. Það breytti öllu hans lífi og lífi allrar fjöl- skyldunnar. Á þeim tíma var þekking á geðsjúkdómum óskap- lega takmörkuð. Fólk talaði helst ekki um svoleiðis, hvíslaði frekar, þótti eiginlega skömm. Við fluttum öll úr sveitinni til Reykjavíkur, þar sem Kalli var vistaður á Kleppsspítalanum. Það voru þung spor fyrir mömmu og pabba. Sem betur fer hefur mikið breyst til batnaðar um viðhorf til geðsjúkdóma eftir því sem árin hafa liðið. Vonandi líta nú flestir þannig á að það sé jafn eðlilegt að fara á geðsjúkra- hús og hvert annað sjúkrahús. Kalli flutti seinna til foreldra okkar. Mamma veiktist 1999. Þá flutti Kalli til okkar Péturs á Breiðabólstað. Síðan höfum við búið saman í næstum 19 ár. Við vorum saman í bernsku í blíðu og stríðu, svo aftur samferða seinnihluta ævinnar. Ef ég ætti að lýsa Kalla kem- ur þetta upp í hugann: Þótt hann hafi verið sjúklingur meiripart ævi sinnar var hann mörgum fremri, æðrulaus, óeigingjarn og umburðarlyndur. Kvartaði ekki yfir sínum hag, talaði helst ekki illa um neinn. Hann var dugleg- ur og starfsamur en veikindi hans settu honum skorður. Hann gerði alltaf strax það sem hann var beðinn um,vildi gjarnan gera öðrum greiða. Kalli vann í mörg ár á VISS, sem er verndaður vinnustaður í Þorlákshöfn. Kann ég starfsfólkinu þar bestu þakkir fyrir að koma alltaf fram af virð- ingu og hlýju. Einnig þakka ég starfsfólkinu okkar á Breiðaból- stað í gegnum árin. Ég er þakk- lát fyrir öll árin sem við Kalli höfum átt saman, ég hefði ekki viljað missa af þeim. Hann hreykti sér ekki hátt en hann stendur hátt í minningunni. Það er mín trú og von að við munum hittast aftur á upprisudegi til nýs lífs á nýrri jörð. Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir. Nú er Kalli bróðir okkar allur. Hann var elstur okkar systkina, bráðmyndarlegur, skarpur og duglegur, en veiktist af geðklofa á unglingsárum. Þá hafði fjöl- skyldan búið á bænum Litladal í Húnavatnssýslu í ríflega ellefu ár. Árin í Litladal voru annasöm uppbyggingarár, hús reist, land girt og ræktað og komið upp bú- stofni og tækjum. Börnunum fjölgaði og það munaði um hverja vinnandi hönd og elstu systkinin Kalli og Ólöf tóku virk- an þátt í bústörfum eins fljótt og mögulegt var. Við systkinin höfum oft hugs- að til Kalla og foreldra okkar þegar hann greindist með þenn- an alvarlega sjúkdóm. Einn læknir var starfandi í Austur- Húnavatnssýslu á þessum árum og almenn heilbrigðisþjónusta veitt á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Engin sérhæfð geðheilbrigðis- þjónusta var fáanleg nema í Reykjavík og þangað flutti því fjölskyldan árið 1963. Það hefur verið þungbært fyrir unglinginn Kalla að glíma við ofskynjanir og aðrar birtingarmyndir sjúk- dómsins. Þá hefur það verið sárt fyrir mömmu og pabba að fylgj- ast með breytingum á hegðun og rökhugsun barnsins síns. Þekk- ing á þessum sjúkdómi var mun minni þá en nú og fordómar miklir. Lengi vel og kannski allt- af héldu foreldrar okkar í þá von að Kalla myndi batna. Mamma sleppti aldrei hend- inni af Kalla. Hann var ýmist heima um helgar eða alveg heima hjá okkur. Þegar mamma veiktist af banvænum sjúkdómi árið 1999 olli það henni miklu hugarangri hvað yrði um Kalla. Þá hafði Kalli búið alfarið á heimili foreldra okkar um langt árabil. Ólöf systir okkar og Pét- ur maðurinn hennar buðu þá Kalla að deila heimili með sér og dvaldi hann hjá þeim til dauða- dags. Við systkini Kalla fáum aldrei fullþakkað þetta einstaka kærleiksverk. Glíman við geðsjúkdóm mark- aði alla ævi Kalla en hann var samt sem áður oft hamingjusam- ur og sáttur við líf sitt, einkum hin síðari ár. Kalli sagði sjálfur að hann hefði verið hamingju- samastur sem barn fyrir norðan, áður en hann veiktist. Kalli þurfti að glíma við fordóma og skilningsleysi en hann átti stóra og góða fjölskyldu sem reyndi að hlúa vel að honum. Mamma okk- ar fór þar fremst í flokki. Hún reyndi allt hvað hún gat til þess að auka hans vellíðan en þjón- usta við þennan hóp sjúklinga og fjölskyldur þeirra var afar fá- tækleg lengi vel. Okkur krökk- unum fannst ekki minna til Kalla koma en annarra systkina þótt vissulega væri hann oft og tíðum skemmtilega frábrugðinn okkur hinum og krefjandi í umgengni. Ást og virðing mömmu fyrir hon- um var okkur systkinunum ávallt leiðsögn í umgengni við hann. Þrátt fyrir geðrænan sjúkdóm skein hin ljúfa lund Kalla alltaf í gegn og öllum var vel við hann. Hann var gríðarlega fróður og minnugur og hafði öll systkinin undir í sögu, landafræði og Ís- lendingasögum. Hann var gríð- arlega áhugasamur um lönd og þjóðir og safnaði landakortum og þjóðfánum. Það var alltaf hægt að gleðja Kalla með spennandi landakorti. Nú er Kalla frjálst að ferðast hvert sem hugurinn girnist. Við kveðjum okkar ljúfa bróður og óskum honum góðrar ferðar. Hjálmar, Jónas og Krist- björn Haraldssynir og Sigríður Haraldsdóttir. Karl Þórhalli Haraldsson  Fleiri minningargreinar um Karl Þórhalli Haralds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.