Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Styrmir Gunnarsson bregst viðumræðu um þriðja orkupakk- ann sem fram fór í þættinum Þing- völlum á K100 í gærmorgun: „Á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, í dag er að finna frétt um umræður á K100, útvarpsstöð Morgunblaðs- ins, í morgun um orkupakka 3. Þar er haft eftir Björtu Ólafsdóttur, einum stjórnanda viðkomandi þáttar, að „erfitt hefði ver- ið að fá viðmæl- endur frá Sjálfstæð- isflokki í þáttinn, þrátt fyrir að ráð- herrar úr röðum flokksins … færu fyrir málinu.“    Hvað veldur?Er nú svo komið að forystu- menn Sjálfstæðis- flokksins þori ekki að ræða þetta mál?!    Brynjar Níelsson, alþingismaðurSjálfstæðisflokksins, hafði þó kjark til þess og sagði: „Ég vil reyna að komast hjá því í lengstu lög, ef það er hægt, að inn- leiða þennan orkupakka.“    Ef það er hægt?    Brynjar ræður sjálfur atkvæðisínu á Alþingi. Varla tekur hann við fyrir- mælum frá Brussel.“    Þetta er þörf ábending. Íslander, enn sem komið er að minnsta kosti, ekki í þeirri stöðu að lúta Brussel í einu og öllu.    Á 100 ára afmæli fullveldisins ergott að minnast þess. Það gildir um fullveldið eins og sagt hefur verið um frelsið; það tapast sjaldnast allt í einu. Styrmir Gunnarsson Atkvæðið á Alþingi STAKSTEINAR Brynjar Níelsson Sementsflutningaskipið Fjordvik er í höfn í Keflavík og verður þar um sinn. Verið er að þétta skipið og stefnt er að því að loka sem flestum innstreymisopum þess svo hægt verði að draga það annað. Skipið var dregið á föstudagskvöld frá Helgu- vík, þar sem það strandaði aðfara- nótt laugardags fyrir rúmri viku. Aðgerðin gekk eins og í sögu, að sögn Halldórs Karls Hermanns- sonar, hafnarstjóra í Reykjaneshöfn. ,,Það var mjög fagmannlega að öllu staðið“ „Þetta gekk mjög vel. Þessi fram- kvæmd held ég að sé lýsandi fyrir þetta fyrirtæki sem tók þessa aðgerð að sér. Það var mjög fagmannlega að öllu staðið,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Aðgerðin tók um eina og hálfa klukkustund. „Þeir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera,“ bætir Halldór við. Það er rúm vika síðan skipið strandaði og á ýmsu hefur gengið síðan þá. Meðal annars var 15 manns bjargað úr því fyrstu nóttina. Þá var vindasamt á strandstaðnum fyrst um sinn og olli það erfiðleik- um. Nú er þess beðið að hægt verði að draga skipið einhvern spotta til ítar- legri viðgerðar annars staðar. Hafn- arfjörður hefur verið nefndur sem viðgerðarstaður. snorrim@mbl.is Fjordvik í Keflavíkurhöfn um sinn  Verið er að þétta skipið og loka innstreymisopum til að hægt verði að draga það Ljósmynd/Páll Ketilsson Skipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Jón R. Hjálmarsson, fyrrverandi fræðslu- stjóri, lést á Landspít- alanum í Reykjavík síð- astliðinn laugardag, 96 ára að aldri. Hann fæddist 28. mars 1922 í Bakkakoti, Vesturdal í Skagafirði, sonur þeirra Hjálmars Jóns- sonar og Oddnýjar Sig- urrósar Sigurðar- dóttur. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum 1942, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu frá Óslóarháskóla 1952 og cand. philol.-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1954. Eftir nám gerðist Jón skólamaður og var skólastjóri Héraðsskólans í Skógum undir Eyjafjöllum 1954- 1968 og frá 1970-1975 og skólastjóri við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1968-1970. Hann var síðan fræðslu- stjóri á Suðurlandi frá 1975 til starfsloka árið 1990. Jón og fjöl- skylda hans bjuggu um árabil á Sel- fossi en síðastliðin fimmtán ár í Reykjavík. Um árabil sinnti Jón leiðsögn með erlenda ferðamenn og Íslendinga raunar líka og fór í slíkar ferðir, meðal annars með eldri borgara, al- veg fram á síðastliðið ár. Þá fékkst hann við margvísleg ritstörf og eftir hann liggja marg- ar bækur, meðal ann- ars kennslurit og bæk- ur um sagnfræði og þjóðlegan fróðleik af ýmsum toga. Fyrr á tíð sá hann meðal annars um útvarpsþætti og tók viðtöl við fólk sem síðar komu út í bókar- formi. Síðustu árin skrifaði Jón leiðsögurit með ýmsum fróðleik úr byggðum landsins, síð- ust þeirra bóka var Landnámssögur við þjóðveginn, sem kom út fyrr á þessu ári. Þá var Jón með Þórði Tómassyni, safnverði í Skógum, um langt árabil ritstjóri og útgefandi Goðasteins, héraðsrits Rangæinga. Einnig ritstýrði Jón Rotary Norden af Íslands hálfu. Jón hlaut riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1983 og var sæmdur Paul Harris Fellow-orðu Rotaryhreyfingarinnar 1986 og 1996. Hann kvæntist Guðrúnu Ó. Hjör- leifsdóttur 25. september 1954 og börn þeirra eru Halldóra, Hjálmar Andrés, Hjörleifur Rafn, Oddný Sig- urrós og Guðrún Helga. Barnabörn hans eru níu talsins og eitt langafa- barn. Andlát Jón R. Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.