Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn SÍLDIN FRÁ DJÚPAVOGI ER KOMIN KLAUSTUR-BLEIKJA GLÆNÝ LÍNUÝSA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landgræðsla ríkisins hefur samið við Þ.S. Verktaka ehf. á Egils- stöðum um að gera varnargarð í Jökulsá á Fjöllum við Skjálftavatn í Kelduhverfi. Varnargarðurinn verð- ur 430 metra langur og er tilgangur hans að verja vesturbakka árinnar fyrir landbroti. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2019. Getur stofnað í hættu grónu nytjalandi og ræktun Landgræðslan hefur frá árinu 2000 byggt fimm varnargarða við vesturbakkann og er þessi sá sjötti í röðinni og líklega sá síðasti, sam- kvæmt upplýsingum Sigurjóns Ein- arssonar, verkefnastjóra hjá Land- græðslunni. Varnaraðgerðir Landgræðsl- unnar hafa einkum beinst að því að hindra að Jökulsá nái að streyma inn í Skjálftavatnið. Jökulsáin hefur verið að sækja í austurátt og brjóta úr vesturbakkanum. Nái hún að brjóta sér leið inn í vatnið stofnar það í hættu grónu nytjalandi og ræktun bæja vestan og sunnan vatnsins, auk þess sem vegir, girð- ingar og jafnvel önnur mannvirki kynnu að vera í hættu, að sögn Sig- urjóns. Efnið í garðinn, síulagið, verður tekið úr farvegi árinnar nærri legu garðsins. Grjót hefur verið sprengt í nágrenninu og afgangsgrjót frá Vegagerðinni verður einnig nýtt í garðinn. Þ.S. Verktakar ehf., Egilsstöðum buðust til að vinna hinn nýja varn- argarð fyrir 30,1 milljón króna. Fyrirtækið Ístrukkur ehf., Kópa- skeri, bauð 39,2 miljónir. Áætlaður verktakakostnaður var 24,7 millj- ónir. Vegagerðin annaðist útboðið fyrir hönd Landgræðslunnar. Myndaðist við landsig í skjálft- unum miklu 1975-76 Fram kemur á vef Náttúrustofu Norðausturlands að Skjálftavatn í Kelduhverfi hafi myndast við land- sig í jarðskjálftunum miklu vetur- inn 1975-1976. Þar sem vatnið ligg- ur nú var áður misvel gróið sandlendi og var meginhluti þess innan sandgræðslugirðingar. Skjálftavatn er um 4 m² að flat- armáli en grunnt. Í það kemur vatn úr uppsprettum sem renna í lækj- um í vatnið og úr því rennur Litlaá sem er gjöful veiðiá. Því var spáð að Skjálftavatn gæti orðið frjósamt og gjöfult veiðivatn, enda berst í það mikið af næring- arefnum. Þessi spá gékk eftir og þar er góð silungsveiði. Fjöldi vatnafugla verpir við vatnið og gæð- ir það lífi. Varna því að Jökulsá renni í Skjálftavatn  Landgræðslan hefur byggt 5 varnargarða frá árinu 2000 Varnargarðar við Skjálftavatn Húsavík Skjálftavatn Jökulsá á fjöllum Öxar- fjörður Li tla á KELDUHVERFI Núverandi varnargarðar Nýir varnargarðar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kópasker Ljósmynd/Landgræðslan Varnargarðar Jökulsá á Fjöllum hefur verið að sækja í austurátt og brjóta úr vesturbakkanum. Á að hindra að hún nái að streyma inn í Skjálftavatnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.