Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 ✝ GuðmundurSigursteinsson fæddist 16. júní 1943. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 24. október 2018. Foreldrar Guð- mundar voru Sig- ursteinn Óskar Jó- hannsson og Þuríður Kat- arínusardóttir. Hann ólst upp að stærstum hluta í Hvalfjarðarsveit, elstur í sínum systkinahóp, sem sam- anstóð af Óskari, Jóni, Sigríði, Jóhönnu, Katrínu, Ósk, Heiðu og Hafdísi, þar sem foreldrar hans voru með bú á bænum Galtavík. Guðmundur og Ólöf Guðrún Elíasdóttir giftu sig árið 1965, þau eignuðust fjög- ur börn: 1) Þuríður, f. 1962, og eru hennar börn Birgitta Eymundsdóttir í sambúð með Þóri Egilssyni og þeirra börn eru Óðinn, Þórdís, Ástþór og Þórir Loki; Jón Þór Ey- mundsson, í sam- búð með Írisi og eiga þau Telmu, Söru og Hafþór, en fyrir átti Jón Þór þau Róbert Snæ og Söndru Ýri; Auður Díana Ósk Eymundsdóttir, en hún á synina Breka og Mána; Eydís Ósk Eymundsdóttir, en dóttir hennar er Ásdís. 2) Finnur Indriði, f. 1966, kvænt- ur Aðalgerði Guðlaugsdóttur og eru þeirra börn Reynir Ingi, sem á dæturnar Amelíu og Viktoríu; Sigrún, sambýlis- maður hennar er Hrannar Mýrdal en Sigrún átti fyrir Guðlaug og Ásdísi. 3) Sigrún Jenný, f. 1967, gift Björgólfi H. Ingasyni og eru þeirra börn Jakobína Rós og Sigfinn- ur Ingi. 4) Sigursteinn, f. 1969, kvæntur Þorbjörgu Björgvinsdóttur og eru þeirra börn Steinunn, í sambúð með Sigurjóni Andréssyni og eiga þau börnin Andrés og Jónínu, en Steinunn átti fyrir dótt- urina Ólöfu, og Guðmundur Árni. Guðmundur vann við al- menn bústörf á búi foreldra sinna, en starfaði einnig sem sjómaður í mörg ár. Kom síð- an í land og stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem sjálfstæður verktaki og atvinnubílstjóri ásamt því að grípa í önnur tæki. Eftir að rekstri eigin fyrirtækis var hætt starfaði hann hjá ýmsum verktakafyr- irtækjum en undanfarin 25 ár sem starfsmaður Suðurverks þar sem hann lauk sínum starfsferli fyrr í sumar, orðinn 75 ára. Útför Guðmundar fer fram frá Seljakirkju í dag, 12. nóv- ember 2018, klukkan 13. Ég hitti tengdapabba fyrst síðsumars 1988 þegar við Jenný vorum að draga okkur saman. Kveðja var heldur fá- leg, enda Guðmundur ekki maður margra orða. Ég skildi kveðjuna að sumu leyti því ég var að leggja drög að því að stela litlu stelpunni hans og flytja til Eyja. Var þó auðsótt mál að fá gistingu í Reykjavík hjá þeim Lóu þennan vetur vegna náms sem ég var í. Tengdapabbi var ekkert sér- staklega málgefinn til að byrja með, en hægt og rólega kynnt- umst við hvor öðrum. Með tíð og tíma var mér fyr- irgefið. Þau Lóa komu reglu- lega í heimsókn til Eyja og undu sér vel þar. Guðmundur var mikil barnagæla og hafði gaman af því að umgangast og kynnast barnabörnunum í Eyj- um. Hann hafði sérstaklega gaman af því að fá sér kaffi- sopa niðri í Skýli og hlusta á umræðurnar, enda sjálfur fyrr- um sjómaður og skildi vel hug og tungutak þeirra sem þar tjáðu sig. Þegar við færðum okkur um set og fluttum árið 2005 á Sel- foss varð auðveldara að fara helgarrúnt austur fyrir fjall. Fylgjast með hvernig okkur Eyjafólki gengi að koma okkur fyrir og aðlagast lífinu á Norð- urey. Öllum framkvæmdum okkar sýndi hann mikinn áhuga og aðstoðaði eins og hann hafði tök á. Samband feðginanna, sem hefur alltaf verið náið, styrktist og varð innilegra með árunum. Ég fékk að fylgja með og við Guðmund- ur ræktuðum með okkur góða vináttu. Tengdapabbi var ætíð heilsuhraustur, fékk umgangs- pestir eins og aðrir en var fljótur að rífa það af sér. Hann hafði ætíð þurft að vinna fyrir sínu, var í hjarta sínu bóndi en hafði komið víða við á sinni starfsævi, sjómaður, jarðverk- taki og atvinnubílstjóri svo fátt eitt sé talið. Hann var enn starfandi sem atvinnubílstjóri í byrjun sumars, 75 ára gamall, en byrjaður að tala um að hægja á sér og njóta lífsins. Í sumar komu slæmar frétt- ir, eftir endurtekin veikindi í öndunarfærum þá kom grein- ing um krabbamein í lunga, ólæknandi. Í boði var meðferð sem vonandi mundi halda ein- kennum niðri og lengja þann tíma sem eftir var. Guðmundur ákvað að taka meðferðina og stefnt var á að fara í ferðalag sem var búið að skipuleggja í nóvember. Allir lögðust á ár- arnar með að gera þessa ferð eins eftirminnilega og hægt var, kunnum við þeim miklar þakkir fyrir, en því miður þá náðist það ekki. Veikindin og meðferðin tóku sinn toll. Tengdapabbi hægði á sér, fór sínar gönguferðir og bíltúra, en orka þvarr þó viljinn væri til staðar. Hann þáði þá aðstoð sem í boði var og hann taldi sig þurfa, bæði frá starfsfólki Landspítalans og einnig frá stuðningsmiðstöð Ljóssins. Það hjálpaði og studdi á erfiðum tímum. Kærar þakkir til þess stóra hóps sem gerir sjúkling- um og aðstandendum tilveruna eins bærilega og hægt er á erf- iðum tímum. Hvernig er hægt að skýra væntumþykju og virðingu gagnvart manneskju í stuttri minningargrein? Það er varla hægt, og þó. Í bílskúrnum okkar, sem tengdó hafði afnot af, hangir vinnugalli. Vinnufélagarnir ákváðu merkinguna. Það er ekki hægt að fá betri eftirmæli frá samferðamönnum sínum, en á honum stendur „Gummi góði“. Björgólfur H. Ingason. Guðmundur Sigursteinsson ✝ Jóhannes Óm-ar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 1. október 1956. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 31. október 2018. Foreldrar hans voru Pálína Jóhannesdóttir, húsmóðir frá Ham- arshjáleigu, Gaul- verjabæjarhreppi, f. 2. apríl 1925, d. 13. maí 2013, og Sig- urður Magnús Jónsson, hús- gagnasmiður frá Hnífsdal, f. 23. september 1923, d. 13. ágúst 1988. Systkini Jóhann- esar: 1) Jón Haukur, f. 12. nóv- ember 1949. 2) Benedikt Tryggvi, f. 27. janúar 1951. 3) Elín Stella, f. 29. apríl 1952. 4) Erla Sigurlín, f. 3. maí 1955, d. 8. janúar 1957. 5) Sölvi Ellert, Júlíusson, f. 11. mars 1926, d. 9. júlí 1998, og Herdís Ström Axelsdóttir, f. 7. júní 1927, d. 17. febrúar 1995. Börn Jóhannesar og Soffíu: 1) Herdís Telma Jóhann- esdóttir, f. 7. september 1972. Barn hennar: Helena Ósk Sig- urjónsdóttir, f. 26. febrúar 1999. 2) Ester Jóhannesdóttir, f. 27. febrúar 1979, m. Nikulás Ægisson, f. 11. september 1970. Börn: Jóhannes Axel Jónsson, f. 26. nóvember 2005. 2) Soffía Alma Nikulásdóttir, f. 1. febr- úar 2014. 3) Ægir Nikulásson, f. 17. nóvember 2015. 3) Ylfa Björg Jóhannesdóttir, f. 26. ágúst 1984, m. Fannar Þór Guðmundsson, f. 18. október 1982. Börn 1) Dagbjört Nína Fannarsdóttir, f. 20. júní 2015. 2) Auður Örk Fannarsdóttir, f. 27. febrúar 2017. 4) Erla Soffía Jóhannesdóttir, f. 13. ágúst 1986, m. Magnús Gísli Ingi- bergsson, f. 13. janúar 1985. Jóhannes lauk prófi frá Út- flutnings- og markaðsskóla Ís- lands 1989 og prófi í rekstr- arfræðum frá Tækniskóla Íslands 1993. Jóhannes lauk MSc í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands árið 2005 og kennslufræðidiplóma á fram- haldsskólastigi árið 2009. Jóhannes starfaði sem vél- stjóri hjá Nesskip til margra ára. Hann stofnaði fyrirtækið Brimrás ásamt Jóni Hauki bróður sínum. Eftir menntun í viðskiptafræði starfaði hann sem forstöðumaður þjón- ustusviðs SVR frá 1995-2006. Jóhannes kenndi við Fjöltækni- skólann og var þar sviðsstjóri vélstjórnar- og tæknisviðs. Eftir það starfaði hann sem deild- arstjóri í ábyrgðardeild hjá Heklu til 2009. Þar næst lá leið- in í verslunarrekstur. Jóhannes og Herdís dóttir hans stofnuðu heildsöluna Esjufell árið 2009 og opnuðu árið 2013 Fakó verzlun þar sem hann starfaði þar til veikindin bönkuðu upp á fyrir tæpum tveimur árum. Jóhannes var í Oddfellow- reglunni og stundaði ýmis fé- lagsstörf. Útför Jóhannesar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 12. nóvember 2018, og hefst at- höfnin kl. 15. f. 21. mars 1958. 6) Ása Líney Sigurð- ardóttir, f. 1. júní 1959, d. 20. júlí 2011. 7) Helgi Guð- mundur, f. 6. ágúst 1960. 8) Einar Már, f. 14. janúar 1965. 9) Guðrún Fanney, f. 30. maí 1966. Jóhannes ólst upp í Víðihvammi 3 í Kópavogi og gekk í Kópavogsskóla til 12 ára aldurs og bjó þar til 15 ára ald- urs er fjölskyldan fluttist á Bragagötu 30 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Vélskóla Íslands 1978 og hlaut ótak- mörkuð yfirvélstjóraréttindi 1982. Þann 15. nóvember 1980 kvæntist Jóhannes Soffíu Krist- jánsdóttur, f. 7. nóvember 1953. Foreldrar hennar voru Kristján Elsku besti pabbi minn, sökn- uðurinn er mikill. Það er erfitt að átta sig á því að þú hafir kvatt okkur. Núna líður mér eins og þú sért á skútunni og við heima og þú komir fljótlega aftur með góð- ar ferðasögur í farteskinu. Það er þó ekki raunin. Þú hefur kvatt þennan veruleika og eftir lifa góðar og dýrmætar minningar með þér. Þú kenndir mér að byggja kofa, hjóla, veiða og síðar sigla. Þú kenndir mér að sýna þolin- mæði. Þú tókst á við öll vandamál af stóískri ró og það gerðir þú líka undir lokin. Þú hafðir húm- orinn alltaf að leiðarljósi og það var alltaf svo gott að spjalla við þig um heima og geima. Þú gafst þér alltaf tíma í spjall. Það var gaman að ferðast með þér. Ég man þegar við ferðuð- umst saman um Ekvador og hvað það var gaman hjá okkur. Þú harkaðir af þér hæðaveikina og varst heldur betur til í að þvælast með mér um Andes-fjöllin og Amazon-frumskóginn. Ég man þegar við fórum sam- an í fyrstu siglinguna og þú kenndir mér að sigla. Við lögðum af stað í úfnu hafi frá Flórída og lentum í smá vandamálum, seglið rifnaði, dælan hætti að virka og við stoppuðum og þú lagaðir vandamálið í rólegheitunum og svo héldum við áfram til Baha- mas. Þar beið okkar lygn skær- blár sjór og hvítar eyðistrendur. Mikið var gaman að sigla milli eyjanna og skoða mannlífið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með þér. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp á ástríku og glaðværu heimili. Ég er þakklát fyrir að þú hafir verið pabbi minn. Ég er þakklát fyrir að Fannar, Dagbjört Nína og Auður hafi fengið að kynnast þér svona vel. Þú þreyttist aldrei á því að leika við afastelpurnar þín- ar og koma þeim til að hlæja. Þær unnu þér mjög. Ylfa Björg Jóhannesdóttir. Ég man satt best að segja ekki hvenær ég hitti þig fyrst, elsku tengdapabbi. Ég man hinsvegar þegar við hittumst í síðasta sinn. Þó svo að nú, að þér látnum, viti ég að þetta var í síðasta skipti sem við hittumst ímyndaði ég mér á þeirri stundu ekki annað en að þú ættir eftir að sigrast á veikindum þínum. Það er lýsandi fyrir þann einstaka hæfileika sem þú hafðir til þess að vera ró- legur í erfiðum aðstæðum að jafnvel þegar það var orðið ljóst á síðustu vikum að lífslíkur þínar væru ekki miklar hafi ég ekki getað trúað því að þú ættir aðeins fáeina daga eftir ólifaða. Hvort sem þú háðir baráttu við þann erfiða sjúkdóm sem þú hefur bar- ist við síðustu tvö árin, varst sigl- ingatækjalaus á skútu á Atlants- hafi á leið frá Bandaríkjum til Bahamaeyja eða hjálpaðir tíu þumla tengdasyni við hilluupp- setningar nálgaðist þú verkefnið af þeirri yfirvegun og bjartsýni sem einkenndu persónuleika þinn. Þessir eiginleikar höfðu ríka tilhneigingu til þess að hafa áhrif á aðra í kringum þig. Dætur mínar hafa misst afa sinn alltof snemma en minningar þeirra um þolinmóðan og barngóðan afa sem alltaf gaf sér tíma fyrir þær munu lifa. Fannar Þór Guðmundsson. Afi var mikill húmoristi, hlát- urinn hans var einstakur. Ævin- týramaður og grallari. Ef ein- hver fjölskyldumeðlimur var með áhyggjur þá var afi þolinmóður og fann alltaf lausn við öllum vandamálum. Við höfum aldrei séð hann pirraðan, hann var bara alltaf í góðu skapi. Hann kenndi okkur að standa með okkur sjálfum og hlusta ekki á neikvæðni annarra. Með hans hjálp lærðum við að hjóla án hjálpardekkja, spila golf og veiða. Hann var alltaf tilbúinn að gera eitthvað með okkur. Hann fór með okkur að skoða hella. Þegar við vildum fá gæludýr og foreldrar okkar leyfðu það ekki ákvað afi að kenna okkur að byggja búr úti í garði og þá mættum við fá kanínu, fyrsta gæludýrið. Hann fór alltaf með okkur á jólaböll. Afi Jói var flottur afi, við öll sex barnabörnin erum svo þakk- lát fyrir tímann sem við fengum með honum. The other night dear, as I lay sleeping I dreamed I held you in my arms But when I awoke, dear, I was mistaken So I hung my head and I cried. You are my sunshine, my only sunshine You make me happy when skies are gray You’ll never know dear, how much I love you Please don’t take my sunshine away. (Höf. Johnny Cash) Helena Ósk Sigurjónsdóttir og Jóhannes Axel Jónsson. Jóhannes Ómar Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Jóhannes Ómar Sigurðs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartkær sambýlismaður minn, bróðir og frændi, BJARNI BERGSSON skipasmiður, Álfheimum 66, andaðist á Landakoti 7. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.00. Hanna Sigurðardóttir Guðbergur Bergsson Vilhjálmur Bergsson Hinrik Bergsson og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, lést á heimili sínu föstudaginn 2. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.00. Svavar Ólafsson Ulla Britt Söderlund Sverrir Ólafsson Marianne Blomberg Þóra Ólafsdóttir Hjartar Björgvin Yngvason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BRYNDÍS GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningu LSH. Árni Vilhjálmsson Kristjana S. Árnadóttir Kristján G. Guðmundsson Svan G. Guðlaugsson Inese Babre Guðlaug B. Árnadóttir Jón P. Bernódusson Vilhjálmur Árnason Sigfríður G. Sigurjónsdóttir Kristján S. Árnason Anna Kristín Grettisdóttir Halldór R. Hjálmtýsson Nelia B. Baldelovar Pétur G.Þ. Árnason Ingibjörg K. Þórarinsdóttir Ágúst Hjálmtýsson Yfan Tang Ástrós Hjálmtýsdóttir Kristján Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, EVA AÐALSTEINSDÓTTIR, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð að morgni 9. nóvember. Aðalsteinn Sigurgeirsson Anna Gréta Halldórsdóttir Páll Sigurgeirsson Aðalbjörg María Ólafsdóttir Hanna Indiana Sigurgeirsdóttir Ragnar Daníelsson Svanhildur Sigurgeirsdóttir Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir Valur Knútsson Sigurgeir Heiðar Sigurgeirsson Ásgerður Hrönn Hafstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.