Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Mér finnst ég vera á mjög góðum aldri, því 53ja ára er maðurkomin með öll spilin í stokknum og einn jókerinn til viðbótar.Það er nóg eftir til að gera eitthvað óvænt, sjáum til,“ segir Ari Viðar Jóhannsson tölvunarfræðingur. Hann starfar hjá og er einn eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri sem þróar og framleiðir ýms- ar lausnir fyrir stórfyrirtæki, eins og banka, tryggingafélög og banka. „Æskuárin voru skemmtileg,“ segir Ari. „Ég ólst upp í Smáíbúða- hverfinu. Þó ég sé alinn upp í borginni þá kynntist svetitinni þegar ég dvaldist á Hnjóti í Örlygshöfn hjá frænda mínum, Agli heitnum Ólafs- syni, bónda og flugvallarstjóra, sem jafnhliða öðru byggði upp einstakt minjasafn sem margir þekkja. Þegar ég var ungur vann ég sem ljós- myndari á Þjóðviljanum, Tímanum og víðar og lét mér detta í hug að leggja fagið fyrir mig. En ég hafði líka mikinn áhuga á forritun og tölv- um sem þá var eitthvað alveg nýtt og fór í nám á því sviði. Það var góð ákvörðun því ég hef fengið mörg tækifæri; meðal annars störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Vestur-Sahara, tók þátt í Oz-ævintýrinu og upp- byggingin hjá Kolibri síðustu árin hefur verið mjög spennandi.“ Hvað áhugamál snertir segist Ari hafa ánægju af ferðalögum, þá ekki síst um merka sögustaði. „Fyrir nokkrum árum kom ég til Pompeii á Ítalíu. Varð fyrir miklum hugrifum, það er að ganga inn í borg sem fór undir ösku árið 79 en var seinna grafin upp og er býsna heilleg. Leið- angur til Færeyja í sumar verður líka eftirminnilegur; þar er víða eins og tíminn standi í stað sem gerir samfélag og umhverfi heillandi,“ segir Ari Viðar sem á þrjú börn; Heklu 18 ára, Örnu Hlín 14 ára og Birki Örn sem verður 13 ára eftir nokkra daga. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðalangur Ari Viðar Jóhannsson í Færeyjum síðastliðið sumar. Jóker til viðbótar Ari Viðar Jóhannsson er 53 ára í dag K ristín Eiríksdóttir fæddist 12. nóvember 1958 í heimafæðingu í Hátúni á Eyr- arbakka, þá þriðja barn hjóna og er hún uppalin á sama stað. Æska hennar ein- kenndist af öryggi og var hún ávallt umkringd stórfjölskyldunni. Hún var skírð í kirkjunni á Stokkseyri, þar sem afi hennar var meðhjálpari. „Ég fór gjarnan til ömmu minn- ar á Stokkseyri og aðstoðaði við kartöfluræktun og fleira. Afi minn á Stokkseyri var verslunarstjóri og amma mín bóndi og þóttu þau hjónin framúrstefnuleg.“ Eiríkur, faðir Kristínar, starfaði alla tíð að iðn sinni og kom að Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri í Árbæ – 60 ára Stórfjölskyldan Samankomin á Eyrarbakka í tilefni afmælis Eiríks, föður Kristínar, árið 2015. Sinnt leikskólastjórn í meira en þrjátíu ár Í Lissabon Kvenfélagskonurnar í ferð til Portúgals í nóvember í fyrra. Grindur, Skagafirði Birgir Smári Dal- mann Rúnarsson fæddist á Akureyri 19. febrúar 2018 kl. 8.51. Hann vó 3.778 g og var 51,5 cm að lengd. Foreldrar hans eru Auður Björk Birgisdóttir og Rún- ar Páll Dalmann Hreinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.