Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrátt fyrir að meðalfallþungi dilka hafi verið með því mesta sem þekkst hefur minnkaði framleiðsla á kindakjöti í haust frá því sem var haustið 2017. Búast má við áfram- haldandi samdrætti framleiðslu á næsta ári því óvenjumiklu var slátr- að af fullorðnu fé í haust. Samdrátt- urinn sem hófst á síðasta ári heldur áfram í ár og næstu árin, ef að lík- um lætur. Sauðfjárslátrun lauk í flestum sláturhúsum fyrir mánaðamót nema SS á Selfossi þar sem slátrað var fram í síðustu viku. Slátrun gekk vel hjá öllum slát- urleyfishöfum sem rætt var við. „Sláturtíð gekk mjög vel með mikl- um og góðum afköstum,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands. Samdráttur um allt land Sú fækkun sauðfjár sem varð á síðasta ári kemur fram í því að slát- urlömbum fækkaði í heild. Innlögð- um lömbum fækkaði um rúmlega 17 þúsund á milli ára sem er liðlega 3% fækkun, eins og sést á meðfylgj- andi töflu frá yfirkjötmati Mast. Vegna betri meðalvigtar lamb- anna dróst innleggið minna saman en nemur fækkun lamba, eða um rúm 200 tonn sem er 2,2% sam- dráttur. Samdráttur er hjá öllum slátur- leyfishöfum þótt hann sé mismikill á milli þeirra. Það stafar af því að einhver tilfærsla er á milli húsa. Þannig voru 5 þúsund færri lömb lögð inn hjá Sláturfélagi Suður- lands í haust en á síðasta ári. Fækkunin svarar til liðlega 5%. Svipuð þróun varð hjá SAH Afurð- um á Blönduósi. Minni breyting varð hjá stærsta sláturleyfishafan- um, KS á Sauðárkróki, og syst- urfélagi hans, KVH á Hvamms- tanga. Þar var fækkunin rúm 2%. Heldur meiri fækkun varð hjá Norðlenska á Húsavík og Höfn, 2,4%. Eina sláturhúsið sem náði að halda í horfinu var Fjallalamb á Kópaskeri, þar voru nánast jafn mörg lömb lögð inn og á árinu á undan. Meiri slátrun fullorðins fjár Í haust var slátrað 59.500 ám og hrútum sem er 4.350 fleiri en á síð- asta hausti en þá varð talsverð aukning í slátrun á fullorðnu fé. Sigmundur Hreiðarsson, fram- leiðslustjóri hjá Norðlenska á Húsavík, segir að einhverjir bænd- ur hafi fækkað fé og nokkrir smærri fjáreigendur hætt. Enginn stór fjárbóndi hafi hætt búskap. „Ég held að menn hafi meira verið að taka til í fjárhúsunum hjá sér,“ segir Sigmundur, spurður um þró- unina. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, segist ekki hafa orðið var við að neinn bóndi hafi hætt út af aðstæðum í grein- inni. Einhverjir hafi verið að hætta af sérstökum persónubundnum að- stæðum, eins og alltaf sé. Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri hjá SAH Afurðum á Blönduósi, seg- ir að tveir smáir framleiðendur hafi hætt í haust og síðan hafi einhverjir verið að fækka við sig. Verð fyrir afurðirnar hefur lækk- að mikið á síðustu árum. Gísli segir hljóðið ekki gott í bændum. „Sauð- fjárbúskapurinn er að verða áhuga- mál. Fólk er í annarri vinnu enda lifir enginn á þessu,“ segir hann. Beðið eftir tilboði Einar Kári Magnússon, fagsviðs- stjóri hjá Matvælastofnun, segir að út frá meiri slátrun á fullorðnu fé en á síðasta ári megi leiða líkum að því að fækkun á fé haldi áfram. Steinþór Skúlason hjá SS dregur þá ályktun út frá sömu staðreynd- um að von sé á svipaðri fækkun lamba næsta haust, eða um 4-5%. Í umræðunni hefur verið að bændum verði gert tilboð um auka- greiðslur til aðlögunar ef þeir hætta búskap. Verið er að ræða það mál við endurskoðun búvörusamninga í sauðfjárrækt og ekki náðist niður- staða í þennan þátt fyrir sláturtíð í haust. Út frá upplýsingum sláturhús- stjóranna um að ekki hafi neinir „alvöru“ sauðfjárbændur hætt í haust má álykta að bændur séu að reyna að þrauka þrátt fyrir erfiðar fjárhagsaðstæður og skriða fækk- unar komi ekki fyrr en á næsta ári, þegar og ef tilboð um stuðning við búháttabreytingar verða kynnt. Áfram samdráttur í framleiðslu  17 þúsund færri lömb lögð inn í sláturhús í haust  Meðalvigt með því besta sem þekkist  Fram- leiðsla dilkakjöts 200 tonnum minni en í fyrra  Búist við áframhaldandi fækkun sláturfjár næstu árin 17,0 kg 16,5 kg 16,0 kg 15,5 kg 15,0 kg 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Sauðfjárslátrun 2018 Meðalvigt sláturlamba 2010-2018 Heimild: Mast 2017 2018 Breyting 2017-18 Heildarfjöldi sláturlamba 559.954 542.674 -17.280 kg -3,1% Innvegið (kg) 9.188.845 8.986.681 -202.164 kg -2,2% Meðalvigt (kg) 16,41 16,56 0,15 kg 0,9% 15,97 15,77 16,28 15,99 16,32 16,18 16,7 16,41 16,56 Fjöldi Meðalvigt (kg) 2018 2017 2018 Kaupfélag Skagfirðinga 99.174 16,3 16,68 Sláturfélag Suðurlands 97.351 16,49 16,33 Sláturfélag Vopnfirðinga 28.737 15,91 15,99 Norðlenska, Húsavík 85.730 16,43 16,68 Fjallalamb 27.736 15,73 16,02 Sláturhús KVH ehf. 93.633 16,7 16,8 SAH afurðir ehf. 92.043 16,54 16,69 Norðlenska, Höfn 17.228 15,93 16,3 Seglbúðir 342 18,01 Sláturhús Vesturlands 700 18,09 Alls 542.674 16,41 16,56 Morgunblaðið/RAX Sláturhús Sauðfjárslátrun gekk almennt vel í haust og afköst voru góð. Fallþungi dilka var góður í haust, sá næstmesti í sögunni. Aðeins á árinu 2016 voru lömbin þyngri, eða 16,7 kg. Að meðaltali vigtuðu lömbin sem slátrað var í haust 16,56 kg. Er það 150 grömmum meira en á árinu 2017. Svarar aukin meðal- þyngd til kjöts af um 5.000 lömb- um, eða um 83 tonna. Meðalþyngd lamba sem lögð voru inn hjá Sláturfélagi Suður- lands minnkaði frá fyrra ári en jókst í öllum öðrum sláturhúsum. Það skýrist væntanlega eingöngu af því hversu ójafnt veðrið í sum- ar skiptist á milli landsmanna. Tíðin var góð norðanlands og austan en rigningar og kuldi á sunnan- og vestanverðu landinu. Besta meðalvigtin var í slátur- húsi KVH á Hvammstanga, 16,8 kg. Þar á eftir komu SAH Afurðir á Blönduósi, Norðlenska á Húsa- vík og KS á Sauðárkróki með 16,69-16,68 kg. Lakasta vigtin var hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga og Fjallalambi. „Á okkar upptökusvæði var veðurfar heldur hagfellt. Sums staðar var það mjög gott og ann- ars staðar, þar sem rigndi mikið, var það lakara,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjöt- afurðastöðvar KS. Hann bætir því við að flokkun hafi verið góð. Segir hann að ræktunarstarfið stuðli að því og aukinni meðal- vigt. „Við fengum gott vor og ótrú- legt var hversu lengi tíðin hélst frameftir,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri hjá Norðlenska á Húsavík. Fallþungi lamba var að meðal- tali sá næstmesti í sögunni HAUSTSLÁTRUN SAUÐFJÁR Morgunblaðið/Eggert Réttir Einn af hátíðisdögum sveitafólks er réttadagurinn á haustin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.