Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í höndum ofbeldismanna má fár- veikt fólk síns lítils,“ segir sr. Vig- fús Bjarni Albertsson prestur. „Síðustu daga hef ég kynnst ótrú- legum frásögnum af þeirri skefja- lausu hörku sem handrukkarar beita og svífast einskis. Beitt er lík- amlegu ofbeldi og fólki ógnað svo afleiðingarnar eru eyðileggjandi. Nýlega las ég frásögn manns sem lýsti því þegar allir fingur hans voru brotnir; einn af öðrum. Þetta stóð í kveðjubréfinu, en sá sem það skrifaði var maður í vímuefna- notkun og með hugsuninni rök- studdi hann sig út úr lífinu. Sú nið- urstaða er auðvitað röng, en við verðum samt að hafa í huga að sá sem lést var veikur. Þegar andlát ber að höndum megum við aldrei gera greinarmun á líkamlegum eða andleg veikindum.“ Skaðinn meiri vegna glæpamanna Pistill sem Vigfús Bjarni skrifaði á Facebook í síðustu viku gaf innsýn í myrka veröld fíknar og mannlegrar þjáningar. „Það er slæmt ef það verður lögmál að rukkarar fíkniefnaskulda séu bara eðlilegur hluti lífsins. Hvíl þú í friði nafnlausi vinur, sjúkdómur fíkn- arinnar drap eins og svo marga aðra, skaðinn var enn meiri vegna glæpamanna,“ sagði sr. Vigfús Bjarni í pistli sínum. Hann hefur að undanförnu nokkrum sinnum jarðsungið fólk sem veikt af vímu svipti sig lífi, þá voninni rænt. „Það má segja að allt þetta ár hafi fíknisjúkdómar verið faraldur á Íslandi. Tugir hafa látist og margir hafa fallið fyrir eigin hendi. Aðstandendur, foreldrar, systkini og börn, þurfa mikinn stuðning og hjálp; því oft er sekt- arkenndin mikil þó hún sé ekki rökrétt,“ segir Vigfús Bjarni við blaðamann og heldur áfram: Ónæm fyrir vandanum „Í sálgæslustarfi með þessu fólki er mikilvægt að fá alla sög- una fram sem fyrst, því slíkt auð- veldi fólki að ná sjálfssátt. Sárin sem þessi mál skilja eftir sig eru þó alltaf djúp og syrgjandi ástvinir þurfa oft langvarandi aðstoð. Við fréttum af ungu fólki sem nær frá- bærum árangri í námi, íþróttum og öðru. Undir radarnum er svo vandi sem er flestum falinn og þó málin komi fram í dagsljósið er hættulegt ef við verðum ónæm fyr- ir vánni og því að í kringum okkur sé veikt fólk í mikilli hættu.“ En hvernig breytum við veru- leikanum sem lýst er hér að fram- an. Vigfús Bjarni segir að vissu- lega séu margir tilbúnir að hjálpa og grípa inn í málin þegar erfið- leikar steðja að. Fárveikt fólk hafi hins vegar ekki alltaf tök eða getu til þess að kalla eftir hjálp. „Ég hef heldur enga sérstaka trú á því að stofnanir eða hið opinbera kerfi breyti neinu nema rétt á yfir- borðinu. Eigi að verða hreyfing þarf frumkvæði frá fólkinu í gras- rótinni. Mér verður í þessu efni hugsað til Martins Luther King, sem fyrir um 60 árum leiddi bar- áttu fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Hann gekk fram af sannfæringarkrafti, sagði hlut- ina eins og þeir voru og skapaði samstöðu um breytingar án þess að beita aðferðum óvinarins. Smátt og smátt þokuðust mál í rétta átt, þó baráttan kostaði Luther sjálfan lífið. En auðvitað er þetta stóra málið; við þurfum að ræða vandann og mæta honum af kristnu hugrekki.“ Leit að viðurkenningu Að undanförnu hefur vandi ungra manna á Íslandi verið til umræðu, m.a. á Alþingi. Svo virð- ist sem margir þeirra missi fót- anna í andlegri líðan og ánetjist vímu og fíkn. Um 30% öryrkja á Ís- landi er fólk undir fertugu og stærsti hlutur nýgengis í þeim hópi eru menn milli tvítugs og þrítugs sem glíma við geðraskanir. Fíkni- sjúkómar og örorkan sem hér er lýst eru oft samhangandi, segir Vigfús Bjarni „Í samtölum mínum við ungt fólk kemur oft fram leit eftir til- gangi og viðurkenningu. Raunar á þetta við um fólk á öllum aldri hvarvetna á Vesturlöndum. Rót þessa vanda hlýtur að liggja í sam- félagsgerðinni sem við verðum þá að þróa á betri braut,“ segir sr. Vigfús að síðustu. Handrukkarar brjóta niður fólk sem rökstyður sig út úr lífinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Prestur Rót vandans felst í samfélagsgerðinni, segir Vigfús Bjarni Albertsson um fíknivanda og unga fólkið. Þurfum kristið hugrekki  Sr. Vigfús Bjarni Albertsson er fæddur árið 1975, þriggja barna faðir, útivistarmaður og náttúrubarn. Stúdent frá Menntaskólanum við Sund og lauk embættisprófi í guðfræði frá HÍ 2004. Nam í framhald- inu sálgæslu og áfallahjálp í Minneapolis í Bandaríkjunum. Lögregluþjónn á námsárunum.  Sjúkrahúsprestur á Land- spítalanum frá 2003 og er í yfirstandandi ársleyfi mann- auðsstjóri Þjóðkirkjunnar. Hef- ur sinnt kennslu og fé- lagsmálum. Hver er hann? Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í mínum huga er málið ekki frá eftir þennan fund,“ segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin kallaði Sigurð Inga Jó- hannsson samgönguráðherra á sinn fund síðast liðinn fimmtudag til að svara spurningum nefndar- manna um Samgöngustofu og áfangaskýrslu starfshóps um starfshætti hennar. Fjallað hefur verið um skýrslu starfshópsins í Morgunblaðinu að undanförnu en í henni er sett fram alvarleg gagn- rýni á innri starfsemi Samgöngu- stofu og tillögur að úrbótum. Sam- skipti Samgöngustofu og Isavia voru gagnrýnd auk þess sem at- hugasemdir voru gerðar við það hvernig tekið var á erfiðum starfs- mannamálum. Munur á skilningi nefndar- manna og ráðherra „Samgönguráðherra mætti á fund nefndarinnar til að fara yfir stöðuskýrsluna. Það hafði af ýms- um ástæðum ekki tekist að koma þessum fundi á fyrr. Það varð strax ljóst að nokkur munur var á skilningi nefndar- manna og ráðherra á því með hvaða hætti rétt væri að nálgast efni skýrslunnar. Ráðherrann telur að þarna sé um að ræða pólitískt plagg sem var unnið fyrir þann ráðherra sem gegndi embættinu á undan honum, en margir nefndar- manna eru þeirrar skoðunar að fjölmargar athugasemdir sem sett- ar voru fram í stöðuskýrslunni séu þess eðlis að í þeim sé lítil pólitík, heldur augljósar athugasemdir vegna stjórnsýslu stofnunarinnar. Ég reikna með að í [þessari] viku verði ákveðið í hvaða farveg nefnd- in vill setja málið,“ segir Bergþór. „Ekki frá eftir þennan fund“  Málefni Samgöngustofu enn til umfjöllunar  Funduðu með samgönguráðherra Morgunblaðið/Hari Samgöngustofa Áfram til skoðunar. Lóð við Skyggnisbraut í Úlfars- árdal, sem VR fékk úthlutað til byggja íbúðir í óhagnaðardrifnu leigufélagi, var áður búið að út- hluta til Búseta. „Við vorum einfaldlega með nóg á okkar könnu og það hentaði ekki í plönum okkar að byggja á Skyggn- isbraut núna þannig að við skil- uðum lóðinni með samþykki borg- arinnar. Við viljum sýna varkárni í framkvæmdum og reisa okkur ekki hurðarás um öxl,“ segir Jón Ög- mundsson, stjórnarformaður Bú- seta. Hann bætir við að Búseti hafi vil- yrði fyrir lóðum í Bryggjuhverfinu og eigi inni aðrar lóðir sem þeir muni fara í viðræður við borgina um. ge@mbl.is VR fékk lóð Búseta við Skyggnisbraut Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet hyggst leggja 10 kíló- metra langan jarðstreng í Eyjafirði og 62 km loftlínu þaðan að Hóla- sandi. Það er aðalvalkostur fyr- irtækisins, fyrsti kostur, við lagn- ingu svokallaðrar Hólasandslínu 3. Ekki er talinn ávinningur af því fyrir umhverfið að leggja jarðstreng í stað loftlínu yfir Laxárdal. Markmið raflínunnar er að bæta orkuknýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Fram hef- ur komið að Eyjafjörður er í orku- svelti. Framkvæmdin er einnig sögð mikilvæg fyrir flutningskerfi lands- ins í heild. Neikvæð áhrif á nokkra þætti Niðurstaða matsins er að heildar- áhrif framkvæmdarinnar verði tals- vert neikvæð á gróður, nokkuð nei- kvæð á fugla, landslag og ásýnd, útivist og ferðamennsku en lítil eða engin á aðra umhverfisþætti. Takmarkaðir möguleikar eru til að leggja jarðstrengi. Landsnet tel- ur skynsamlegt að nota þá við þétt- býlið á Akureyri og flugvöllinn þar, að Vaðlaheiði. Loftlínur við enda flugbrautar hefðu haft áhrif á aðflug að flugvellinum. Þaðan mun loftlína liggja yfir Fnjóskadal, Bárðardal, Reykjadal og Laxárdal og að tengi- virki á Hólasandi þar sem hún teng- ist öðrum flutningslínum. Kannaðir voru möguleikar á lagn- ingu jarðstrengs yfir Laxárdal og Laxá sem eru á verndarsvæði Laxár og Mývatns. Það yrði mun dýrari framkvæmd en loftlína sem áformuð er ofar í dalnum en núverandi Kröflulína 1. Niðurstaða matsins leiddi í ljós að áhrif jarðstrengs eru neikvæðari en loftlína á fleiri um- hverfisþætti. Telur Landsnet að ekki felist umhverfislegur ávinn- ingur í jarðstreng. Í jörðu við Akur- eyri og flugvöll  Ekki ávinningur af streng undir Laxá Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Jarðstrengur verður lagð- ur við þéttbýlið og flugvöllinn. Hólasandslína 3 » Leggja á 220 kV raflínu frá Rangárvöllum á Akureyri að nýju tengivirki á Hólasandi. » Landsnet er að kynna frum- matsskýrslu vegna umhverfis. Senda má athugasemdir til Skipulagsstofnunar til 21. des- ember. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.