Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 6 . M A R S 2 0 1 9 STJÓRNMÁL Stuðningur við ríkis­ stjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent sam­ kvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðis­ flokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokks­ ins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö pró­ sentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuf lokkar Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og vinstri græn tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkur bætir mestu við sig og Miðflokkur vinnur á eftir fylgis­ hrun í síðustu könnun. Samfylkingin tapar mestu fylgi milli kannana. ✿ Styður þú ríkisstjórnina? n Já 36,3 n Nei 43,2 n Veit ekki 16,3 n Vil ekki svara 4,2 36,3 % Stuðningur við stjórnina minnkar um 10 prósent milli kannana og fer úr 47 prósentum í rúm 36 prósent. styrkja stöðu sína frá síðustu könn­ un. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgis­ hrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir f lokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 pró­ sent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu pró­ sentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítil­ lega saman. Könnunin var send á könnunar­ hóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent. – aá borgarleikhus.is Lögreglumenn fylgdust með mótmælum fyrir utan Útlendingastofnun í gær þar sem úrbóta var krafist á aðstæðum f lóttafólks og umsækjenda um vernd hér á landi. Kröfur mótmælenda snúa meðal annars að því að brottvísunum verði hætt, að allir fái rétt til að vinna meðan mál þeirra eru til meðferðar og að dvalarheimilinu að Ásbrú verði lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir 60 milljónir evra í skuldabréfaútboði f lugfélagsins síðasta haust, gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól bréfanna til þess að kaup Indigo Partners í félag­ inu nái fram að ganga. Því til viðbótar hefur bandaríska félagið krafist þess að endanlegur eignarhlutur Skúla Mogensen, for­ stjóra og stofnanda WOW air, verði mun minni í kjölfar viðskiptanna en áður hefur verið rætt um og í raun hverfandi. Umrædd skilyrði voru lögð fram síðasta fimmtudag, sama dag og frestur sem skulda­ bréfaeigendur WOW air veittu félaginu til þess að ná samkomulagi við Indigo rann út. Sá frestur var framlengdur til loka marsmánaðar. Auk þess sem skuldabréfaeig­ endur eru sagðir munu þurfa að taka á sig niðurskriftir þykir einn­ ig líklegt að aðrir lánar­ drottnar og kröfuhafar WOW muni, að kröfu Indigo Partn ers, þurfa að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum á hendur félaginu. – hae, kij / sjá Markaðinn Þurfa að fallast á tugprósenta afskriftir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. SMITSJÚKDÓMAR Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mislingasmita sem stað­ fest hafa verið undan­ farið. Þetta er mesti f jöldi mislingatil­ vika síðan árið 1977. Um d æ m i s l æ k n i r sóttvarna á Austurlandi segir smit­ bera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. – sa / sjá síðu 4 Mislingatilfelli ekki fleiri í 42 ár 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 D -8 9 9 4 2 2 7 D -8 8 5 8 2 2 7 D -8 7 1 C 2 2 7 D -8 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.