Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 28
Aðgerðir Seðla-
bankans
höfðu töluverð
fælingar áhrif. Þetta
mátti til dæmis glögg-
lega sjá eftir húsleit-
ina hjá Samherja.
Már Guðmundsson
seðlabankastjóri
Stjórnar-
maðurinn
27.02.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 6. mars 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Hámarkaðu árangurinn þinn
og verðmæti með því að nýta þér
fjölbreytta þekkingu og víðtæka
reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar
Verðmæti
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
Sólning, einn stærsti innflytjandi
hjólbarða á Íslandi, er á leið í gjald-
þrot. Þetta staðfestir Gunnar S.
Gunnarsson framkvæmdastjóri í
samtali við Markaðinn. Útlit er fyrir að átta manns
missi vinnuna en síðustu misseri hefur félagið selt
frá sér verkstæði sem áður heyrðu undir starfsemina.
„Síðustu 12 mánuðir hafa verið mjög erfiðir og
samdrátturinn mikill. Það er mikil fjárbinding í
þessum rekstri og nú sitjum við uppi með fullt af
dekkjum en ekkert af peningum,“ segir Gunnar
en tekur fram að fólk þurfi ekki að hafa
áhyggjur af geymsludekkjum. Þau verði
áfram aðgengileg á verkstæðum sem eru
samningsbundin Sólningu.
Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur millj-
örðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum.
Samkvæmt heimildum Markaðarins var kannaður
möguleiki á að selja fyrirtækið í fyrra og Arctica Fin-
ance fengið til að útbúa fjárfestakynningu. Þar kom
fram að Sólning væri með um 35 prósenta markaðs-
hlutdeild. Lengra fór söluferlið hins vegar ekki. – tfh
Sólning á leið í gjaldþrot
Enn einu sinni er nú tvísýnt um
framtíð WOW ef marka má frétta-
flutning. Breskir miðlar greindu
frá því í vikunni að komin væri
upp mikil óvissa í viðræðum Skúla
Mogensen og fjárfestingasjóðsins
Indigo, en ásteytingarsteinninn
væri sá hversu stórum hlut Skúli
skyldi halda að fjárfestingunni
lokinni. Aðilar ákváðu þó að halda
lífinu enn sem komið er í viðræð-
unum og hafa nú gefið sér frest til
næstu mánaðamóta.
Atburðarásin sem fór af stað í
kjölfarið er öllum kunnugleg sem
fylgst hafa með málinu. Titringur
á markaði, orðrómur um að Skúli
hafi tekið upp tólið til Icelandair,
og loks myndarleg hækkun á
bréfum í Icelandair. Því til viðbótar
má bæta við ýmsum merkjum um
lausafjárkrísu hjá WOW, allt frá
skyndiútsölum á fargjöldum og
varningi um borð í vélunum, og
nú nýlegast staðfestingu á því að
félagið hafi ekki greitt mótframlag
starfsmanna sinna undanfarna
þrjá mánuði. Allt bendir þetta til
þess að félagið rói nú lífróður.
Þessi vetur sem senn breytist í
vor hefur umfram allt einkennst
af óvissu á mörkuðum. Ótvírætt
er að fjarað hefur undan þeim
mikla uppgangi sem hér hefur ríkt
undanfarin ár. Þess sjást merki um
allt atvinnulífið. Að flestu leyti er
þar um að ræða eðlilegar sveiflur
í hagkerfinu. Þá hafa tveir ein-
stakir þættir haldið atvinnulífinu
í spennitreyju. Vinnumarkaðs-
deilur og framtíð WOW air. Fall
WOW hefur sennilega verið metið
inn í eignaverð nokkrum sinnum á
liðnum misserum. Einhvern tíma
hlýtur botninum að vera náð.
Eins og allir þekkja er öll óvissa
slæm á fjármálamörkuðum. Auð-
vitað hefðu margir getað haldið
betur á spöðunum í yfirstandandi
kjaraviðræðum. Tímasetning
þeirra nú þegar hagsveiflan nálgast
botninn er sömuleiðis óheppileg.
Kjarabarátta er hins vegar nokkuð
þekkt stærð á mörkuðum og
nokkuð sem viðbúið er að komi
upp með nokkurra ára millibili.
Svo er hins vegar ekki með framtíð
WOW air sem eftir allt saman er
tiltölulega lítið alþjóðlegt flug-
félag. Það er ekkert eðlilegt við að
fjárfestar og fólkið í landinu bíði
mánuðum saman með öndina í
hálsinum eftir því hvort Skúla
Mogensen takist hið ómögulega
Nú hlýtur að mega slá botn í þetta.
Óvissan er af öllu verst, en ef illa fer
er að minnsta kosti hægt að takast
á við verkefnið.
WOW-hyggjur
0
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
D
-A
7
3
4
2
2
7
D
-A
5
F
8
2
2
7
D
-A
4
B
C
2
2
7
D
-A
3
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K