Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 2
Hatrið sigrar á öskudegi
Það var húsfyllir í Partýbúðinni í gær þar sem börn og foreldrar gerðu sig klár fyrir öskudag í dag. Hatara-hornið í búðinni hefur gert mikla lukku hjá
börnum sem sækja innblástur sinn í BDSM-klæðaburð framlags Íslands í Eurovision. Ekki er ólíklegt að Hatara-börn verði áberandi á vinnustöðum í
dag. Þegar ljósmyndari og blaðamaður Fréttablaðsins litu þar inn voru gaddabelti og leðurólar svo gott sem uppseld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SVÍÞJÓÐ Sænska akademían fær
leyfi til þess að veita bókmennta-
verðlaun fyrir bæði árið 2019 og
2018 í ár. Þetta staðfesti Nóbels-
stofnunin í gær. Stofnunin neitaði
akademíunni um að veita verð-
laun í fyrra og hótaði jafnvel að
svipta hana hlutverki sínu vegna
hneykslis máls eiginmanns eins
meðlims akademíunnar.
Jean-Claude Arnault, eiginmaður
akademíumeðlimsins Katarinu
Frostenson, var ásakaður um kyn-
ferðisbrot og loks sakfelldur fyrir
nauðgun á síðasta ári. Arnault hafði
ítrekað stært sig af áhrifum sínum á
störf nefndarinnar í gegnum tíðina.
Málið leiddi til rannsóknar á
Frostenson. Þá kom í ljós að hún
hafði lekið nöfnum verðlaunahafa.
Þeirri ásökun neitar Frostenson þó.
„Stjórn Nóbelsstofnunarinnar
trúir því að sænska akademían hafi
komið á umbótum og muni vinna
aftur traust fólks sem verðlauna-
veitandi,“ sagði í yfirlýsingu frá
stofnuninni. – þea
Veitir tvenn
verðlaun í ár
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
5-7
°C
3-3
°C
40
°C
1-1
°C
0-3
°C
Bætir í vind, NA 10-15 á Vestfj.
og SA-landi í kvöld. Snjór eða él,
síðdegis, en víða þurrt og bjart
veður SV. Frost 0 til 8 stig, en hiti
0 til 5 stig syðst. SJÁ SÍÐU 14
Ragnar Þór
Ingólfsson,
formaður VR.
STJÓRNMÁL Tillaga Sjálfstæðis-
f lokksins um kjarapakka til að
liðka fyrir kjarasamningum var
felld á fundi borgarstjórnar í gær.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
f lokksins, sagði borgina hagnast á
því að klára kjarasamninga.
„Stóra myndin er sú að ef kjara-
samningar nást án þess að stöðug-
leika sé raskað, að allt fari á hliðina
með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja
eða verðbólgu, þá fær borgin
ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann
lýsti yfir vonbrigðum með það að
meirihlutinn sæi sér ekki fært að
styðja tillögurnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
fór hins vegar hörðum orðum um
kjarapakkann og sagði hann „lýð-
skrum“ sem væri til þess fallið
að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór
hann sérstaklega hörðum orðum
um hugmyndir Sjálfstæðismanna
um að mæta 1,9 milljarða króna
útsvarslækkun með bættum inn-
kaupum.
„Þetta er svokallað bull. Inni-
haldslaust og ábyrgðarlaust bull,“
sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði
ófjármagnaðar og óábyrgar. Sam-
þykkt þeirra myndi þýða fimm
milljarða gat í fjármálum borgar-
innar.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir útspil Sjálfstæðismanna
fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri
mjög gott innlegg vegna þess að
komið væri að þáttum sem snúi að
gjaldskrárhækkunum Orkuveit-
unnar sem sannarlega hafi áhrif á
vísitölu neysluverðs til verðtrygg-
ingar.
„Þarna er verið að koma inn á
byggingarréttargjöldin sem hafa
áhrif á húsnæðis- og leiguverð.
Þarna eru tillögur, eins og með
lækkun útsvars, sem opna á auknar
ráðstöfunartekjur okkar félags-
manna sem búa í Reykjavík,“ segir
Ragnar Þór í samtali við Frétta-
blaðið.
„Ég fagna því að kjörnir full-
trúar sveitarfélaga séu farnir að
taka tillit til þeirrar alvarlegu
stöðu sem er komin upp á vinnu-
markaði og hugsa lausnamiðað í
þeim efnum.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði
í Fréttablaðinu á mánudaginn að
eðlilegra væri að beina kröfum um
skattabreytingar til stjórnvalda en
sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast
náið með gjaldskrárhækkunum
sveitarfélaga eins og áður.
arib@frettabladid.is
Ragnar Þór hrifinn
af kjarapakkanum
Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem
lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillög-
urnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna.
Eyþór Arnalds kynnti kjarapakkann á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
FISKELDI Kristján Þór Júlíusson,
sjávar útvegs- og landbúnaðarráð-
herra, hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp um ýmsar breytingar á
lögum um fiskeldi. Í frumvarpinu
er meðal annars lagt til að áhættu-
mat erfðablöndunar verði lögfest og
heildarframleiðslumagn frjórra laxa
byggi á því mati.
Frumvarpið byggir að miklu leyti
á skýrslu starfshóps um stefnumót-
un í fiskeldi sem skilaði tillögum í
ágúst í fyrra. Í tilkynningu frá sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
segir að ákvarðanir stjórnvalda um
uppbyggingu fiskeldis verði byggðar
á ráðgjöf vísindamanna.
Þess vegna sé lagt til að áhættu-
matið verði lögfest. Gert er ráð
fyrir að Hafrannsóknastofnun geri
bindandi tillögur að áhættumati
sem verði svo bornar undir samráðs-
nefnd um fiskeldi en skipun nefnd-
arinnar er liður í eflingu stjórnsýslu
og eftirlits.
Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir
að innra eftirlit sjókvíaeldisstöðvar
skuli meðal annars fela í sér vöktun
á viðkomu laxalúsar í eldinu í sam-
ræmi við leiðbeiningar sem ráðherra
mun setja í reglugerð. Niðurstöður
vöktunar verði sendar Matvæla-
stofnun sem meti þörf á aðgerðum.
Í því skyni að auka gegnsæi í fisk-
eldisstarfsemi gerir frumvarpið ráð
fyrir umfangsmeiri upplýsingaskyldu
fiskeldisfyrirtækja um starfsemina
en samkvæmt gildandi lögum. Vegna
á herslu á rann sóknir og vöktun líf-
ríkisins gerir frum varpið sér stak-
lega ráð fyrir heimild Haf rann sókna-
stofnunar til að stunda tíma bundnar
rann sóknir á fisk eldi í fisk veiði land-
helgi Ís lands, ein eða í sam starfi við
aðra. – dfb, sar
Lagði fram
frumvarp
um fiskeldi
Kristján Þór
Júlíusson, sjávar-
útvegs- og land-
búnaðarráðherra.
6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
D
-8
E
8
4
2
2
7
D
-8
D
4
8
2
2
7
D
-8
C
0
C
2
2
7
D
-8
A
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K