Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 10
Real Madrid - Ajax 1-4 0-1 Hakim Ziyech (7.), 0-2 David Neres (18.), 0-3 Dusan Tadic (62.), 1-3 Marco Asensio (70.), 1-4 Lasse Schöne (72.). Viðureignin endaði samanlagt 5-3 fyrir Ajax sem er þar af leiðandi komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. Dortmund - Tottenham 0-1 0-1 Harry Kane (49.). Viðureignin endaði samanlagt 4-0 fyrir Tottenham Hotspur sem er þar af leiðandi komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. Nýjast Meistaradeild Evrópu Valur - Haukar 85-55 Valur: Heather Butler 17, Hallveig Jóns- dóttir 14, Helena Sverrisdóttir 11, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Dagbjört Dögg Karls- dóttir 10, Simona Podesvova 8. Haukar: Bríet L. Sigurðardóttir 15, Rósa B. Pétursdóttir 13, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11, Þóra Kristín Jónsdóttir 9, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 3.. Domino’s kvenna FÓTBOLTI Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Prin- ces og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminn- ingu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester Uni- ted til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknar- leik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reynd- ar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Ant hony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, And er Her rera, Nem anja Matic, Matteo Darmi an, Phil Jo nes og Ant onio Val- encia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherj- anum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Man- chester United er leikur gegn Ars- enal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taf linu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norð- maðurinn má eiginlega ekki við því að missa f leiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistara- deildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portú- galska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslit- unum. Mikil pressa er á Eusebio Di Franc esco, þjálfara Roma, fyrir leik- inn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi. hjorvaro@frettabladid.is Man.Utd í einkar erfiðri stöðu Keppni heldur áfram í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í kvöld. Manchester United er í snúinni stöðu í viðureign sinni gegn PSG. Roma reynir svo að lappa upp á erfitt tímabil sitt. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 NÝR TRANSIT CONNECT FLOTTARI OG BETRI! ford.is 2.790.000 VERÐ FRÁ: KR. M. VSK Með nýtt útlit bæði að innan sem utan og tæknilegri en nokkru sinni áður hefur nýi Transit Connect þróast á næsta stig hvað varðar þægindi og öryggi. Staðalbúnaður er mjög ríkulegur og má þar nefna upphitanleg framsæti, Webasto olíumiðstöð með tímastilli (standard heitur á morgnana), upphitanlega framrúðu, Easy Fuel eldsneytisáfyllingu, spólvörn, brekkuaðstoð og margt fleira. Transit Connect 5x15 20190305.indd 1 05/03/2019 14:12 Lærisveinar Ole Gunnars Solskjær þurfa að minnsta kosti tvö mörk til þess að komast áfram. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Hand boltaþjálf ar inn Ein ar Jóns son tekur við þjálf un karlaliðs H71 í Fær eyj um eftir að keppnistímabilinu hér heima lýkur.  Hann mun þar af leiðandi hætta störfum hjá Gróttu að lokinni þess- ari leiktíð.  Það er  Morgunblaðið sem greinir frá þessu en þar kemur fram að hann ger i tveggja ára samn- ing við fé lagið sem hefur aðsetur í Hoy vík í útjaðri Þórs hafn ar. H71 er sigursælt félag og er nú ver- andi meist ari í Fær eyj um. Ein ar hef- ur áður þjálfað utan land stein anna en hann stýrði kvennaliði Molde í Nor egi um tíma. – hó Einar á leið til Færeyja í sumar 10 Leikmenn Man. United verða ekki með vegna meiðsla eða leikbanns. 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -9 D 5 4 2 2 7 D -9 C 1 8 2 2 7 D -9 A D C 2 2 7 D -9 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.