Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 26
Sagan er eins og tómatsósuf laska“ sagði sögukennarinn minn í menntaskóla. „Fyrst
kemur ekkert, síðan kemur ekkert,
svo kemur allt.“ Ekki fylgdi sögunni
að þetta ætti við hagsöguna en í til
felli Íslands virðist svo vera. Eftir
að lítið kom úr f löskunni frá 2009
og fram eftir ári 2014 má segja að
skyndilega hafi öll sósan runnið út
í hagkerfið. Á árunum 2015 og 2016
féll nánast allt með efnahagslífinu
en í fyrra og árið 2017 urðu horfurn
ar svo tvísýnni þó að kaupmáttur
hafi aukist og atvinnustig væri hátt.
Aftur á móti virðist margt vera að
snúast gegn okkur núna þegar ein
ungis 64 dagar eru liðnir af árinu:
Loðnubrestur, samdráttur í ferða
þjónustu og átök á vinnumarkaði.
Eins og espresso fyrir hagkerfið
Allt þetta slævir hagkerfið sem
ógnar lífskjörum og lífsviðurværi
fólks. Þess vegna er frekari losun
fjármagnshafta og afnám bindi
skyldu á erlendar fjárfestingar í
skuldabréfum ljós í myrkrinu og
eins og tvöfaldur espresso fyrir hag
kerfið. Fyrstu viðbrögð voru þó hóf
stillt af tvöföldum espresso að vera
eða 0,100,19 prósentustiga lækkun
ávöxtunarkröfu langra ríkisskulda
bréfa enda tíðindin ekki óvænt.
Þessi espresso hefur þó þann sér
staka eiginleika að áhrif hans geta
orðið varanleg og meiri ef rétt er
haldið á spilunum.
Til mikils að vinna
Í fyrsta lagi hefur vaxtastig á Íslandi
nú þegar sjaldan eða aldrei verið
lægra. Lækkun vaxta erlendis,
öldrun þjóðarinnar, lág skulda
staða, breiðari grunnur útflutnings
og langvarandi lítil verðbólga með
óvenju lágum verðbólguvæntingum
hafa meðal annars stuðlað að því.
Þessari hljóðlátu þróun virðist
ekki lokið og afnám bindiskyld
unnar gæti hraðað henni, einkum
ef verðbólgudraugurinn verður
ekki særður fram við langborðið í
Karphúsinu.
Í öðru lagi eru tíðindin kærkomin
innspýting inn í íslenskan verð
bréfamarkað. Síðustu sex mánuði
hafa innlendir f járfestar keypt
erlend verðbréf fyrir 126 milljarða
króna á sama tíma og erlendir fjár
festar hafa dregið úr verðbréfaeign
sinni hér á landi sem nemur tæpum
níu milljörðum. Vegna mikilla
umsvifa lífeyrissjóða hér á landi og
mikillar fjárfestingarþarfar þeirra
munu sjóðirnir eflaust leita áfram
út. Þess vegna er mikilvægt fyrir
eðlilega verðmyndun verðbréfa og
krónunnar að gefa erlendum fjár
festum kost á að koma inn á móti
miklu útflæði lífeyrissjóða.
Í þriðja lagi auðveldar hafta
losunin fjármögnun fyrirtækja og
stuðlar að lægri fjármagnskostnaði.
Fyrir vikið verður auðveldara fyrir
fyrirtæki að takast á við kjarasamn
inga sem samræmast eðlilegu svig
rúmi en einnig að vaxa og dafna.
Þetta á ekki síst við þær atvinnu
greinar sem hafa verið hvað mest
í deiglunni síðustu misseri eins
og byggingariðnaðinn og leigu
markaðinn. Heyrst hafa fréttir af
versnandi verkefnastöðu á fyrstu
stigum byggingariðnaðar og fjár
mögnunarkjör íbúðaleigufélaga
eru á köflum lakari en þau sem ein
staklingum bjóðast. Lækkun fjár
magnskostnaðar myndi hjálpa við
hvort tveggja – nauðsynlega upp
byggingu og uppbyggingu öf lugs
leigumarkaðar.
Loks er lækkun vaxta kjarabót
fyrir dæmigerð íslensk heimili.
Ef vextir lækka um 1% þá lækkar
mánaðarleg greiðslubyrði um
25.000 krónur á 30 milljóna króna
40 ára óverðtryggðu láni með jöfn
um afborgunum. Slík kjarabót væri
nærri því þriðjungur af því sem VR
hefur krafist í kjaraviðræðum sam
kvæmt þeirra nýjasta tilboði. Það
munar um minna.
Að slökkva ljósið í myrkrinu
Hver er sinnar gæfu smiður og því er
leikur einn fyrir Íslendinga að kasta
frá sér tækifærinu á að festa í sessi
lágt en eðlilegt vaxtastig með öllum
þeim ávinningi sem í því felst. Of
brattar vaxtalækkanir sem skapa
eignabólur og verðbólguþrýsting
sem springa í andlitið á okkur er
ein leið til þess. Skaðleg verkföll og
launahækkanir sem ekki er inni
stæða fyrir er önnur leið enda ávís
un á verðbólgu, sveiflur og þannig
hærra vaxtastig. Þeir sömu og boða
verkföll og mjög brattar launa
hækkanir hafa engu að síður kallað
eftir lægra vaxtastigi. Vonandi
sjá þeir aðilar ljósið í myrkrinu.
Skotsilfur
Helgi Vífill
Júlíusson
SKOÐUN
Konráð S.
Guðjónsson
hagfræðingur
Viðskiptaráðs
Íslands
Volkswagen spáir aukinni sölu þrátt fyrir mótlæti
Þrátt fyrir talsverðan mótbyr á mörkuðum og pólitískan óstöðugleika segist þýski bílaframleiðandinn Volkswagen gera ráð fyrir aukinni sölu
og betri af komu á yfirstandandi ári í samanburði við árið í fyrra. „Mótbyrinn á okkar lykilmörkuðum verður sennilega enn meiri á þessu ári.
Hins vegar getum við, með góðu átaki, náð okkar metnaðarfullu markmiðum fyrir árið,“ sagði forstjórinn Herbert Diess. NORDICPHOTOS/GETTY
Ljós í myrkrinu
Ef vextir lækka um
1% þá lækkar
mánaðarleg greiðslubyrði
um 25.000 krónur á 30
milljóna óverðtryggðu láni
með jöfnum afborgunum
Sveitarstjórnarmenn hefðu mátt sýna auðmýkt þegar kallað var eftir því að sveitarfélög legðu sitt
af mörkum til að liðka fyrir kjaravið
ræðum, líkt og ríkið hefur þegar gert.
Einkum vegna þess að hinir sömu
sveitarstjórnarmenn reyndust flestir
óhagganlegir þegar fasteignaskattar
hækkuðu upp úr öllu valdi samhliða
hækkandi fasteignamati sem meðal
annars má rekja til lóðaskorts.
Stighækkandi fasteignagjöld
leiða til hærra leiguverðs íbúðar
og atvinnuhúsnæðis sem bitnar að
sjálfsögðu á íbúum. Rétt er að hafa
hugfast að fasteignaskattar á Íslandi
eru með því hæsta sem þekkist í Evr
ópu sem hlutfall af landsframleiðslu.
Þegar ákallið um skattalækkanir
kom gripu stjórnmálamennirnir til
varna og sögðust ekki vera aflögu
færir, niðurskurður myndi bitni á
þjónustu við íbúa.
Sveitarstjórnir hafa teflt á tæpasta
vað í rekstri sínum í uppsveiflunni.
Það mætti halda að stjórnmálamenn
sem ráða för á þeim bæjum hafi talið
sér trú um að gleðin myndi engan
enda taka. Á fimm ára tímabili til
ársins 2017 jukust gjöld sveitarfélaga
meira en tekjur, samkvæmt Ahluta
ársreikningum. Ríkið hafði á sama
tíma borð fyrir báru í sínum rekstri.
Bersýnilega var ekki tekið með í
reikninginn að handan við hornið
gætu beðið erfiðari tímar enda juk
ust skuldir Reykjavíkurborgar um
29 prósent á fimm árum ef horft er
fram hjá lífeyrisskuldbindingum.
Sveitarfélög verða að læra þá list að
skilgreina betur verksvið sitt. Reykja
víkurborg hefur staðið fyrir upp
byggingu sem hún hefði betur látið
eiga sig, eins og fasteignarekstri fyrir
veitingastaði Hlemms Mathallar og
Braggans. Eins og svo margar fram
kvæmdir á vegum hins opinbera fóru
þær stjórnlaust fram úr áætlunum
þótt vissulega sé ekki um miklar fjár
hæðir að ræða í samhengi hlutanna.
Að auki á borgin Malbikunarstöðina
Höfða sem ætti að selja hið fyrsta.
Stærstu tækifærin til að gera betur
liggja í menntakerfinu. Rúmlega
helmingur kostnaðar Reykjavíkur
fer í menntamál. Róttækra aðgerða
er þörf, bæði til að efla menntun sem
er undirstaða velmegunar, og gæta
aðhalds í rekstri. Í því augnamiði þarf
að skapa andrými fyrir einkarekna
grunnskóla.
Þegar harðnar á dalnum er mikil
vægt að þeir sem bera ábyrgð á rekstri
einhendi sér í að brjóta starfsemina
til mergjar og ákveði hverju megi
sleppa, hvað þurfi að gera með öðrum
hætti og hvað gangi vel. Sveitarfélög
in standa á slíkum tímamótum.
Sveitarstjórnarmenn sýni auðmýkt
Nýstárleg rök
Svava snýr aftur
Svafa Grön-
feldt stimplaði
sig aftur inn í
íslenskt við-
skiptalíf með
afgerandi hætti
á dögunum með
því að bjóða fram
krafta sína í stjórnir Icelandair
Group og Origo sem skráð eru
í Kauphöll. Að öllum líkindum
verður hún kjörin í stjórn flug-
félagsins og tilnefningarnefnd
Origo styður jafnframt við bakið á
henni. Svafa er stjórnarformaður
viðskiptahraðals í MIT-háskóla í
Boston og stjórnarmaður í Össuri.
Hún var áður atkvæðamikil hér á
landi og var á meðal lykilstjórn-
enda Alvogen og Actavis.
Sömu menntun
Katrín Ólafsdóttir,
lektor í hagfræði
við Háskólann
í Reykjavík,
færði fyrr í
vikunni heldur
nýstárleg rök
fyrir hátekjuskatti.
Aðspurð um pattstöðuna í kjara-
viðræðum verkalýðsfélaganna
við atvinnurekendur nefndi hún
að slíkur skattur myndi „bæta
samningsandann“ í viðræðunum.
Hingað til hefur verið talað um að
skattkerfið eigi að nota til þess að
afla ríkinu tekna eða auka jöfnuð
í samfélaginu en aldrei til þess að
bæta stemninguna í viðræðum
tveggja deilenda sem hvorugur er
ríkisvaldið.
Guðjón Reynisson,
fyrrverandi for-
stjóri Hamleys,
nær að hrista
upp í stjórn
Festar. Að
minnsta kosti
að nafninu til. Allir
stjórnarmenn hafa lokið grunn-
námi í viðskiptafræði nema hann.
Guðjón útskrifaðist frá Íþrótta-
kennaraskólanum áður en hann
fann fjölina sína í viðskiptalífinu.
Í kjölfarið lauk hann MBA-prófi og
því eru allir í stjórninni viðskipta-
fræðingar. Á tímum þegar ákall
er um fjölbreyttan bakgrunn
stjórnarmanna og kynjakvóti lög-
leiddur vekur athygli að Festar-
liðar, sem hafa fjölbreytta reynslu
úr atvinnulífinu, hafi allir lokið
svipuðu námi.
6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
0
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
D
-B
A
F
4
2
2
7
D
-B
9
B
8
2
2
7
D
-B
8
7
C
2
2
7
D
-B
7
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K