Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Eitt af því sem stjórn- málamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignavið- skipti. Við eigum að treysta íslenskum landbúnaði til að standast erlendum snúning. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Með bættum lífskjörum verða Íslendingar ver-aldarvanari. Algengt er að fólk ferðist víða um heim, verji tíma í stórborgum og jafnvel afli sér menntunar eða starfi erlendis. Það er vant fjölbreyttu borgarlífi sem og úrvali vöru og þjónustu. Það nýtur þess að heimsækja matarmarkaði og sælkerabúðir með fjöl- breyttu úrvali ferskvöru, sem finna má í stórborgum. Það vill velja um jarðarber frá Spáni eða Íslandi og það hvort ferska steikin komi frá Hollandi eða Íslandi. Ég fagna frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem heimilar innflutning á ófrosnum landbúnaðarvörum í auknum mæli. Takmarkanir á innflutningi ferskvöru eru óheimilar samkvæmt EES-samningnum auk þess sem það er neytendum alltaf til hagsbóta að hafa val. Ábati neytenda af frumvarpinu er metinn á 900 milljónir króna en kostnaður af því að hlíta ekki EES-samningn- um næmi milljörðum. Fryst nautakjöt hefur verið flutt til landsins í fjölda ára og er markaðshlutdeild þess um 23%. Þá hefur frysting lítil sem engin áhrif á veiru- og bakteríusjúk- dóma í dýrum að mati yfirdýralæknis og sóttvarna- læknis. Hér starfa öflugar stofnanir sem sinna eftirliti með innflutningi og þær munu, hér eftir sem hingað til, leggjast á eitt við að tryggja lýðheilsu og vernd búfjár. Ísland á í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Landið þarf að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum. Þá skapast hvati fyrir íslenskan landbúnað að gera sínar afurðir að fyrsta kosti. Það mun óhjákvæmilega ýta undir nýsköpun í greininni. Síðan tollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og papriku hefur framleiðsla hérlendis aukist hressi- lega auk þess sem neytendur höfðu mikinn ábata af breytingunni. Fyrst og fremst eigum við að treysta fólki. Við eigum að treysta íslenskum landbúnaði til að standast erlendum snúning, eftirlitsstofnunum til að sinna sínu eftirliti af myndugleika og ekki síst að treysta neyt- endum til að kjósa hvað þeir láta ofan í sig. Frelsi til að grilla Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem f lestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunn- ið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að f leiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórn- málamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteigna- viðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Ann- ars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn meðal annars til að svokölluðum bygg- ingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hug- myndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta f leytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að f leiri hugmyndir af svip- uðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórn- málamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt. Lítil skref Ljónynjan Þótt engin séu pálmatrén í ráðhúsinu er frumskógarlög- málið þar í hávegum. Vigdís Hauksdóttir sá vinnustað sinn endurspeglast í þætti Davids Attenborough Lífsbarátta í náttúrunni á RÚV þegar Atten- borough beindi tökuvélinni að ljónunum. „Ég horfði á rosa- legan fræðsluþátt um líf ljóna í kvöld,“ sagði Vigdís á Facebook og tengdi greinilega við ljónynj- urnar. „En það er sko ekkert grín að vera ljónynja – hún sér um allt í ljónheimum en er samt beitt gríðarlegu of beldi.“ Ógott enda fá merki á lofti um að dýrin í skógi Vigdísar muni í bráð lúta lögum Marteins skógarmúsar og vera bara öll vinir. Gullasninn Magnús Ragnarsson, fyrr- verandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, hefur lengi viljað RÚV af auglýsingamarkaði. Hann sætti færi á laugardaginn þegar Söngvakeppnin var á dagskrá en ólíkt mörgum sem hafa horn í síðu RÚV lét hann þó eiga sig að amast við meintu Hatara-sam- særi og hjó aftur í sama knérunn á Twitter þar sem hann benti á að Söngvakeppnin hefði verið plássfrek í fréttum RÚV þann daginn „enda mikið í húfi að tryggja áhorf þrátt fyrir meinta Kínamúra frétta og auglýsinga- sölu. Sannar hið fornkveðna að enginn múr sé svo hár að yfir hann komist ekki asni klyfjaður gulli.“ thorarinn@frettabladid.is 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -B 1 1 4 2 2 7 D -A F D 8 2 2 7 D -A E 9 C 2 2 7 D -A D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.