Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 37
REYNSLUSÖGUR AF MAKALEIT.IS Pössum saman eins og sokkapar „Sælir verið þið. Ég fann draumadrottninguna hér á Makaleit síðast- liðið sumar. Við erum rosalega ánægð saman og pössum saman eins og sokkapar, annar sokkurinn er ekkert án hins.“ (Karl, 63 ára) Barn á leiðinni „Sæl verið þið, já það passar, ég fann ástina mína á Makaleit, við erum núna búin að hittast í um 7 mánuði, byrjuð að búa saman, einnig barn á leiðinni, ég er mjög hamingjusamur, takk fyrir frábæra vefsíðu Makaleit.is.“ (Karl, 42 ára) Ég fann draumaprinsinn minn „Takk kærlega fyrir góða síðu. Ég fann draumaprinsinn minn – allt ykkur að þakka. Við erum bæði mjög ánægð og undrandi.“ (Kona, 26 ára) Einhleypir, áhugasamir og súkkulaðiþyrstir geta skráð sig á vefsíðunni makaleit.is það engin spurning í mínum huga að þetta væri eitthvað fyrir mína notendur, enda hafa súkkulaði og ást átt langa samleið,“ segir Björn í léttum tón. En fram undan eru svo einnig matreiðslunámskeið en það fyrsta verður sennilega með áherslu á Mexico street food. Björn segir það ekki spurningu að fólk kynnist á annan hátt í þessum kringumstæðum. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði með þessa hittinga var hversu afslappað andrúmsloftið var. Ég bjóst við að fólk væri meira til baka og var pínu stressaður yfir því að andrúmsloftið yrði spennuþrung­ ið og þvingað, en það var það alls ekki. Þegar ég var með spilakvöldin ætlaði fólk ekki að vilja hætta að spila svo það sat bara áfram þar til kaffihúsið, þar sem við vorum með aðstöðu, lokaði. Fólk hafði líka orð á því að þótt það fyndi kannski ekki ástina þetta kvöldið þá hefði það átt yndislega kvöldstund saman með skemmtilegu fólki. Námskeiðunum er skipt upp í ald­ urshópa en Björn segir bestu mæt­ inguna vera í hópnum 40 til 60 ára. „En það hefur líka verið góð mæting hjá fólki í kringum þrítugt. Ég von­ ast samt til að fá góða mætingu hjá þeim sem eru yfir 60 á páskaeggja­ námskeiðin. Mér þykir vænst um þann hóp.“ Björn segir vissulega margt hafa breyst í afstöðu landans á þeim sex árum sem hann hefur haldið vefnum úti. „Þetta var pínu feimnismál fyrst. Ég held til dæmis að mömmu hafi ekkert litist á að ég ætlaði að fara að opna stefnumóta­ vef á sínum tíma, en eftir því sem tíminn leið og hún sá hvernig vefur Makaleit.is er og hversu margir hafa fundið ástina þar, þá veit ég að hún er bara mjög stolt af þessu í dag.“ bjork@frettabladid.is Björn Ingi segir sig alltaf hafa langað til að gefa notendum sem það vilja möguleika á að hittast í öruggu umhverfi og hefur staðið fyrir hraðstefnu- mótum og spilakvöldum en nú er það páskaeggjagerð. NORDICPHOTOS/GETTY E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 4 2 H y u n d a i IO N IQ P H E V 5 x 2 0 f e b IONIQ Plug-in Hybrid sameinar það besta úr báðum heimum. Þú getur ekið allt að 63 km á rafmagni án nokkurs útblásturs eða sett á Hybrid-stillingu fyrir bensín og rafmagn og farið hvert á land sem er. Hyundai IONIQ PHEV. Verð frá: 4.390.000 kr. Drifinn af spennu. Plug-in Hybrid Það besta úr báðum heimum. Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur. Að auki fylgir öllum Hyundai rafbílum 8 ára eða 200.000 km ábyrgð á aðal rafhlöðu bílsins. Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 6 . M A R S 2 0 1 9 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -A 2 4 4 2 2 7 D -A 1 0 8 2 2 7 D -9 F C C 2 2 7 D -9 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.