Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 24
Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Það kom f latt upp á franska forsetann Emm-anuel Macron þegar hol-lenski forsætisráðherr-ann Mark Rutte lét þess getið í lok símtals þeirra þriðjudagskvöldið í síðustu viku að hollenska ríkið hefði keypt hlutabréf Air France-KLM og hygðist eignast jafn stóran hlut, um fjórtán prósent, og franska ríkið fer með í fransk- hollenska flugfélaginu. Klukkutíma síðar var tilkynnt opinberlega um hlutabréfakaupin. Óhætt er að segja að fregnunum hafi verið illa tekið í Parísarborg. Bruno Le Maire, fjármála- og efna- hagsráðherra Frakklands, sagði kaupin „óskiljanleg“ og Macron sagðist ætla að krefjast útskýringa á þeim. Ýmis fúkyrði voru látin falla af hálfu franskra embættismanna og þá sagði pistlahöfundur franska dagblaðsins Le Monde aðgerðir hol- lenskra yfirvalda jafngilda „stríðs- yfirlýsingu“. „Þetta eru milliríkjasamskipti sem við höfum aldrei séð áður,“ sagði ráð- gjafi í franska fjármálaráðuneytinu í samtali við Financial Times. Kaup hollenska ríkisins á eignar- hlut í þessari næststærstu flugfélaga- samstæðu í Evrópu, sé miðað við far- þegafjölda, lögðust ekki aðeins illa í franska embættis- og stjórnmála- menn, heldur jafnframt í fjárfesta en til marks um það hríðféllu hlutabréf í flugfélaginu um allt að fimmtán pró- sent í verði daginn eftir að tilkynnt var um kaupin. Óttast greinendur og fjárfestar að átök geti skapast á milli stjórnvalda í Frakklandi og Hollandi um eignarhaldið á flugfélaginu með neikvæðum áhrifum á rekstur og samkeppnisstöðu félagsins. „Við höfum áhyggjur af því að ólíkir hagsmunir ríkjanna muni minnka líkurnar á því að félaginu takist að komast í gegnum nauð- synlega endurskipulagningu,“ segir Daniel Roeska, greinandi hjá Bern- stein. Vilja verja mikilvæg fyrirtæki Áform hollensku ríkisstjórnarinnar um að eignast svo stóran hlut, að virði um 700 milljónir evra, í Air France-KLM kemur ekki hvað síst á óvart í ljósi þess hve mikla áherslu ríkisstjórnir landsins hafa lagt á einkavæðingu ríkisfyrirtækja síð- ustu árin. Kaupin sögð jafngilda stríðsyfirlýsingu Kaup hollenska ríkisins á eignarhlut í Air France-KLM, sem er að hluta í eigu franska ríkisins, kom frönskum stjórnvöldum verulega á óvart. „Óskiljanlegt“ sagði franski fjármálaráðherrann. Óttast er að átök í eigendahópnum muni koma niður á rekstri félagsins. Viðmælendur Financial Times benda hins vegar á að áform Hol- lendinga séu í ágætu samræmi við áherslubreytingar á meðal stjórn- málamanna víðs vegar um Evrópu sem tala nú í auknum mæli fyrir meiri ríkisafskiptum af fyrirtækjum sem talin eru kerfislega eða jafnvel samfélagslega mikilvæg. Aðeins eru fáeinar vikur síðan stjórnvöld í Frakklandi og Þýska- landi kölluðu eftir því að evrópskum samkeppnislögum yrði umbylt til þess að hægt yrði að búa til „evrópsk- an iðnaðarrisa“ til þess að sporna gegn vaxandi umsvifum kínverskra ríkisfyrirtækja í Evrópu. Pepijn Bergsen, pólitískur ráð- gjafi hjá Flint Global, segir það ólíkt hollenskum stjórnvöldum að kaupa hlutabréf í einkafyrirtæki. Það sé eitthvað sem tíðkist fremur í Frakk- landi. Hollendingar, sem hafi áður verið „dyggir varðmenn“ frjálsra markaða, kjósi nú hins vegar fremur að „standa vörð um þeirra mikil- vægu atvinnuvegi og fyrirtæki“. Viðmælendur Financial Times í hollenska stjórnkerfinu taka fram að þarlend stjórnvöld hafi, án þess að hafa hátt um það, breytt á undan- förnum misserum stefnu sinni þegar komi að kerfislega mikilvægum atvinnugreinum. „Við getum ekki lengur verið einfeldningsleg,“ segir hollenskur embættismaður. Hollensk stjórnvöld eru efins um þau áform franskra og þýskra stjórnvalda að breyta evrópskum samkeppnislögum í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins ógilti í síðasta mánuði samruna lestaframleiðendanna Siemens og Alstom. Þau taka hins vegar undir með frönskum stjórn- völdum að Evrópusambandið verði að vera „ákveðnara“ þegar komi að því að verja atvinnuvegi sína og störf, að sögn embættismannsins. Vaxandi spenna Nokkur spenna hefur verið í sam- skiptum stjórnenda Air France ann- ars vegar og KLM hins vegar eftir að félögin voru sameinuð árið 2004. Þrátt fyrir sameininguna eru félög- in eftir sem áður rekin undir eigin merkjum. Hollenskir stjórnendur KLM hafa lengi kvartað yfir vaxandi áhrifum hinna frönsku stjórnenda Air France á mikilvægar ákvarðanir innan samstæðunnar. Það skjóti skökku við í ljósi þess að rekstur hollenska dóttur félagsins hafi gengið mun betur en þess franska. Gremja Hollendinganna náði hámarki á síðasta ári þegar þáver- andi forstjóri móðurfélagsins, hinn franski Jean-Marc Janaillac, neydd- ist til þess að segja starfi sínu lausu eftir að kjaraviðræður félagsins við franska flugmenn þess fóru út um þúfur. Wopke Hoekstra, fjármálaráð- herra Hollands, skaut föstum skot- um á stjórnendur franska dóttur- félagsins í liðinni viku þegar hann sagðist ætla að leita leiða til þess að „bæta rekstur“ félagsins. Hollensk stjórnvöld íhuguðu það fyrst fyrir um tveimur árum að eign- ast hlut í Air France-KLM til þess að mynda mótvægi við völd Frakkanna innan f lugfélagsins. Lagði Jeroen Dijsselbloem, þáverandi fjármála- ráðherra Hollands, meira að segja til við franska fjármálaráðherrann Le Maire á haustmánuðum 2017 að hol- lenska ríkið keypti hluta af eignar- hlut franska ríkisins í félaginu. Þær þreifingar báru ekki árangur. Að sögn þeirra sem þekkja vel til mála snúa áhyggjur hollenskra stjórnvalda fyrst og fremst að því að þeim takist ekki að vernda Schipol- alþjóðaf lugvöllinn í Amsterdam en völlurinn, sem er aðalflugvöllur KLM, skapar um 65 þúsund störf og er flogið frá honum til meira en 300 áfangastaða víða um heim. „Við viljum sitja við borðið og ekki láta koma okkur á óvart,“ segir Cora van Nieuwenhuizen, ráðherra inn- viðamála í Hollandi. Fregnir síðustu viku auka, að mati greinenda og stjórnmálaskýrenda, líkurnar á því að stjórnmálamenn fari að hafa afskipti af daglegum rekstri Air France-KLM. Roeska hjá Bernstein segist jafn- framt óttast að aukin átök á vett- vangi stjórnar flugfélagsins, en hol- lenska ríkið hyggst fá fulltrúa sinn kjörinn í stjórnina, muni gera for- stjóranum Ben Smith erfiðara fyrir að marka félaginu skýra stefnu til framtíðar. Hlutabréf í Air France-KLM, einu stærsta flugfélagi heims, hrundu í verði eftir að hollenska ríkið eignaðist hlut í því í síðustu viku. Hollendingar segjast með kaupunum vilja verja hagsmuni sína. NORDICPHOTOS/GETTY Það er á ábyrgð hollenskra stjórn- valda að útskýra áform sín í þessum efnum. Emmanuel Mac- ron, forseti Frakk- lands KLM er hollenska hagkerfinu afar mikilvægt og því er nauð- synlegt að það sé vel rekið. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands Ráðherrar reyna að lægja öldurnar Stjórnvöld í Frakklandi og Hol- landi hafa á síðustu dögum leitað leiða til þess að draga úr þeim usla sem hlutabréfakaup hol- lenska ríkisins í Air France-KLM komu af stað í liðinni viku. Þannig hétu fjármálaráðherrar ríkjanna því á föstudag að vinna saman að því að marka flugfélaginu stefnu til framtíðar. Ráðherrarnir, hinn franski Bruno Le Maire og hinn hol- lenski Wopke Heokstra, funduðu saman í Parísarborg og ákváðu að koma á fót starfshópi sem hefur það hlutverk að semja tillögur að stefnu og stjórnarháttum flugfélagsins sem taka tillit til hagsmuna beggja ríkja. Er mark- mið starfshópsins, sem á að skila ráðherrunum skýrslu fyrir lok júní, sagt að „styrkja samstarf“ ríkjanna á vettvangi stjórnar fé- lagsins. „Við viljum byggja upp sterkara fyrirtæki og tryggja það að hags- munir beggja ríkja verði hafðir til hliðsjónar,“ sagði Hoekstra. „Við verðum að forðast með öllum ráðum að krísuástand skapist sem myndi skaða alla,“ sagði franskur embættismaður um sáttafund ráðherranna. Tæknirisinn Amazon hefur áform um að opna fjölda matvöruverslana í helstu stórborgum Bandaríkjanna á næstu misserum, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið opni fyrstu verslunina í Los Angeles fyrir lok þessa árs. Þá hafa stjórn- endur Amazon jafnframt gengið frá leigusamningum um húsnæði fyrir að minnsta kosti tvær aðrar verslan- ir sem er búist við að opni snemma á næsta ári, eftir því sem heimildir Wall Street Journal herma. Umræddar verslanir verða ólíkar verslunum keðjunnar Whole Foods sem Amazon keypti árið 2017. Ekki er hins vegar vitað hvort nýju verslanirnar verða reknar undir merkjum Amazon eða hvort nýtt vörumerki verður búið til fyrir þær. Auk þess að opna nýjar mat- vöruverslanir hafa forsvarsmenn tæknirisans áhuga á því að kaupa fleiri matvörukeðjur, að sögn Wall Street Journal, sem gætu hjálpað fyrirtækinu að auka hlutdeild sína á bandaríska markaðinum. Nokkuð er síðan Amazon opnaði nýja tegund matvöruverslana undir nafninu Amazon Go en verslan- irnar, sem eru án starfsmanna og afgreiðslukassa, virka þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Hyggst Amazon opna fleiri slíkar verslanir. – kij Tæknirisinn Amazon opnar matvöruverslanir Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubíla- þjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhug- uðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríf lega 911 milljónir dala, jafn- virði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 millj- arða dala. – kij Lyft hefur ekki enn skilað hagnaði 263 milljarðar króna voru tekjur Lyft í fyrra. Lyft stefnir á hlutabréfamarkað í ár. NORDICPHOTOS/GETTY Amazon hyggst hrista upp í matvöru- markaðinum. NORDICPHOTOS/GETTY 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 D -B F E 4 2 2 7 D -B E A 8 2 2 7 D -B D 6 C 2 2 7 D -B C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.