Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 31
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
6. MARS 2019
Hvað? 5G á Mobile World Congress
Hvenær? 12.00-14.00
Hvar? Grand Hotel Reykjavík
Mobile World Congress er stærsta
sýning í heiminum á sviði farneta,
vissulega er margt annað í boði á
sýningunni en fyrst og fremst er
MWC farnetssýning. Í ár var hún
haldin dagana 25.-28. febrúar.
Ský hefur vanalega fengið nokkra
aðila sem fóru á sýninguna til að
segja okkur frá því sem fyrir augu
bar, en að þessu sinni höfum við
fengið aðila frá Ericsson og Nokia,
fyrirtækjum sem leggja mikið af
mörkum til sýningarinnar, til að
koma og segja okkur frá því helsta.
Hvað? Málþing um áhrif tæknifram-
fara á störf lögfræðinga
Hvenær? 12.00-12.45
Hvar? Lögberg, stofa L-101
Atvinnunefnd Orators, félags laga-
nema, og lánasjóðurinn Framtíðin
standa fyrir málþingi um áhrif
tækniframfara á störf lögfræðinga
TÓNLIST
Kammersveitin Elja
HHHHH
Verk eftir Nemtsov, Pärt, Manca,
Nielsen, Dallapiccola, Bergrúnu
Snæbjörnsdóttur og Báru Gísla-
dóttur.
Norðurljós í Hörpu
sunnudaginn 3. mars
Ég velti því stundum fyrir mér hvað
Mozart myndi finnast um tónlist
nútímans ef hægt væri að ferðast
um tímann. Það verður ekki beint
sagt að hann hafi verið framsækinn,
hvað þá byltingarsinnaður eins og
Beethoven eða Liszt, svo ekki sé
minnst á mörg tónskáld tuttugustu
aldarinnar. Ætli honum hefði fund-
ist músíkin í dag óskiljanleg?
Á hádegistónleikum Kammer-
sveitarinnar Elju í Norðurljósum
í Hörpu var Mozart þó í hópi sam-
tímaverka og hann passaði þar
ekki illa. Um var að ræða svokallað
Adagio úr píanósónötu eftir hann,
sem samtímatónskáldið Arvo Pärt
hafði umritað fyrir fiðlu, selló og
píanó. Umritunin er mjög per-
sónuleg, og því fær tónlistin á sig
dekkri, tregafyllri brag en upphaf-
lega útgáfan. Flutningurinn var fal-
legur, Bjarni Frímann Bjarnason lék
á píanóið, Pétur Björnsson á fiðlu
og Hjörtur Páll Eggertsson á selló.
Leikurinn var tilfinningaþrunginn,
en um leið fíngerður, með fáguðum
blæbrigðum.
Mozart var ekki fyrstur á efnis-
skránni, heldur Exercise eftir
Söruh Nemtsov. Verkið var f lutt
af tveimur f lautuleikurum, þeim
Björgu Brjánsdóttur og Steinunni
Völu Pálsdóttur. Tónlistin var hröð
og síbreytileg, og staðsetning hljóð-
færaleikaranna uppi á svölunum
gerði að verkum að fuglasöngur
kom upp í hugann. Spilamennskan
var nákvæm og vandvirknisleg og
lét ágætlega í eyrum.
Nuper Rosarum Flores eftir
Gabriele Manca virkaði ekki eins
vel. Þar léku nokkrir hljóðfæra-
leikarar og einn þeirra ekki sérlega
hreint, sem skemmdi fyrir hinum.
Gaman hefði verið að fá einhverjar
upplýsingar um tónlistina, en því
var ekki fyrir að fara. Tónleika-
skráin var í skötulíki, bara eitt blað
með engum upplýsingum.
Serenata in vano eftir Carl
Nielsen og Piccola musica nott-
urna eftir Luigi Dallapiccola voru
líka leiðinleg, þó að f lutningurinn
hafi verið fagmannlegur og sam-
stilltur með sannfærandi tilþrifum
í túlkun. Fyrrnefnda tónsmíðin er í
rómantískum stíl en samt óttalega
andlaus, þetta er bara stílæfing.
Tónskáldinu lá greinilega ekkert
á hjarta. Laglínurnar eru klisjur,
framvindan máttlaus. Hin síðar-
nefnda er þurrleg tólftónasamsuða,
stefin fráhrindandi og atburða-
rásin vélræn. Fyrir þá sem ekki vita
er tólftónaaðferðin formúla sem
byggir á ströngum reglum, og hún
getur af sér stærðfræðilega tónlist,
oft nokkuð tormelta.
Miklu betra var Protean Lair eftir
Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, örverk
sem tók bara mínútu í f lutningi.
Það byrjaði með kaótískum látum
en f ljótlega runnu allar radd-
irnar saman og út varð tónrænn
leysigeisli. Devotchka watch her
garbles eftir Báru Grímsdóttur var
líka f lott, en þar komu raf hljóð
mjög við sögu. Tónsmíðin byggð-
ist ekki á frásögn, heldur skapaði
Bára grípandi stemningu úr sveim-
kenndri áferð mjúkra og ávallt
áhugaverðra hljóma. Útkoman var
myrk og seiðandi. Spennandi væri
að heyra tónlist Báru í sjónrænu
samhengi, t.d. í nútímadansi eða
við myndaband; þar gæti hún átt
vel heima. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Tónlistin var
misáhugaverð en flutningurinn
yfirleitt góður.
Klisjukennt en líka innblásið
Kammersveitin Elja. Flutningur hennar var yfirleitt góður, segir Jónas
Sen, gagnrýnandi Fréttablaðsins, í dómi sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Rætt verður um 5G meðal annars á Mobile World Congress á Grand Hóteli í dag klukkan 12.00. NORDICPHOTOS/AFP
í dag, miðvikudaginn 6. mars,
kl. 12 í stofu L-101 í Lögbergi,
Háskóla Íslands.
Hvað? Samstöðufundur vina Hauks
og aðstandenda Jórunnar og Freyju
Hvenær? 20.00-21.00
Hvar? Lækjartorg
Í dag kl. 9.15 hefst aðalmeðferð í
máli No Borders-liðanna Jórunnar
og Freyju í Héraðsdómi Reykja-
víkur. Þeim er gefið að sök að hafa
staðið upp í kyrrstæðri f lugvél
til að lýsa samstöðu með flótta-
manni. Kl. 20 um kvöldið ætlar
stuðningsfólk Jórunnar og Freyju
og vinir og vandamenn Hauks
Hilmarssonar að safnast saman á
Lækjartorgi, minnast þess að ár er
liðið síðan fréttir bárust af því að
Hauks væri saknað og lýsa sam-
stöðu með Jórunni og Freyju.
Hvað? Opnunarpartí Unu útgáfu-
húss
Hvenær? 20.00-22.00
Hvar? Mengi
Verið velkomin á opnun Unu
útgáfuhúss í Mengi í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20. Fagnað
verður stofnun bókaforlagsins og
fyrstu útgáfu hennar, Undir fána
lýðveldisins eftir Hallgrím Hall-
grímsson. Í bókinni segir frá dvöl
Hallgríms á Spáni undir lok fjórða
áratugarins. Þar barðist hann með
alþjóðasveitum gegn fasistum í
spænska borgarastríðinu. Bókin
kom fyrst út árið 1941 en hefur
verið ófáanleg um árabil.
Hvað? Hver á að sjá um áfengis- og
vímuefnameðferð?
Hvenær? 12.00-13.00
Hvar? SÁÁ, Efstaleiti 7
Gestir fundarins eru Páll Matt-
híasson, forstjóri Landspítalans,
og Valgerður Rúnarsdóttir,
forstjóri sjúkrahússins Vogs.
Umræðuefnið er: Hver á að sjá um
áfengis- og vímuefnameðferðina
og hvernig á hún að vera? Er þörf
fyrir meiri þjónustu og þá hvaða
þjónustu?
Hvað? Er eitthvað öruggt í staf-
rænum heimi?
Hvenær? 8.00-12.30
Hvar? Grand Hótel Reykjavík
Það eru yfirgnæfandi líkur á því
að þú hafir heyrt af eða orðið
fyrir tölvuárás þar sem gögn frá
einstaklingum, fyrirtækjum, við-
kvæmar upplýsingar stjórnvalda
eða stofnana eru oft skotmarkið. Í
heimi stafrænna gagna hafa tölvu-
árásir margfaldast og hættan á að
upplýsingar komist í hendur aðila
sem geta misnotað þær aukist
til muna. Tæknin sem hefur ein-
faldað samskipti og líf okkar hefur
aðra dekkri hlið sem hægt er að
misnota með nokkrum klikkum.
Samstöðufundur fyrir No Borders-
liðana Jórunni og Freyju fer fram á
Lækjartorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
NÝR &
KRAFTMEIRI
Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Tvær öflugar
rafvélar og S-AWC-aldrifið skila auknu afli og afköstum sem gera allar
aðstæður leikandi léttar. Kynntu þér vinsælasta bílinn á Íslandi.
Verð frá
4.690.000 kr.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 6 . M A R S 2 0 1 9
0
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
D
-9
D
5
4
2
2
7
D
-9
C
1
8
2
2
7
D
-9
A
D
C
2
2
7
D
-9
9
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K