Fréttablaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 18
Tekjur af sölu hand-
verksbjóra frá Víking jukust
um 40 prósent á síðasta ári.
Það er ekki langt í að kolsýrt vatn verði selt í meiri mæli en sykraðir gosdrykkir. Ef til vill á næstu fjórum árum. Sala á vatni hef u r
vaxið hratt á undanförnum árum
eða um tugi prósenta á ári,“ segir
Einar Snorri Magnússon, forstjóri
Coca-Cola á Íslandi. „Það er mikið
að gerast á vatnsmarkaðinum, þar
er mikil vöruþróun og nýir keppi-
nautar láta til sín taka.“
Kolsýrðir vatnsdrykkir voru
með 27 prósenta markaðshlutdeild
í matvöruverslunum á árinu 2018
mælt í lítrum en sykraðir gosdrykk-
ir höfðu 43 prósenta markaðshlut-
deild og sykurlausir gosdrykkir 30
prósenta hlutdeild. Fyrir þremur
árum var hlutdeild sykraðra gos-
drykkja um helmingur markaðar
fyrir kolsýrða drykki.
Einar Snorri tók við starfi for-
stjóra í maí síðastliðnum af Carlos
Cruz sem hafði gegnt starfinu í þrjú
ár. Einar Snorri, sem er ekki með
eigin skrifstofu heldur situr á meðal
starfsmanna í opnu vinnurými,
hafði þá starfað hjá fyrirtækinu í
13 ár með hléum, þar af síðustu þrjú
ár sem framkvæmdastjóri markaðs-
og sölusviðs.
Coca-Cola European Partners
(CCEP), sem er með starfsemi í 13
löndum í Vestur-Evrópu keypti
starfsemina hérlendis árið 2016.
Hún var þá í eigu Coca-Cola átöpp-
unarfyrirtækisins á Spáni og í
Portúgal en Spánverjar keyptu
reksturinn árið 2011. Starfsemi
þeirra sameinaðist skömmu síðar
starfseminni í Portúgal.
„Við erum ef til vill 0,5 prósent
af umfangi CCEP hvort sem litið er
til veltu eða starfsmannafjölda. En
móðurskipið veitir okkur nauðsyn-
lega athygli. Við tilheyrum starf-
seminni í Norður-Evrópu. Minn
yfirmaður hefur umsjón með Nor-
egi, Svíþjóð, Belgíu, Hollandi og
Lúxemborg,“ segir Einar Snorri.
Annar markaður sem hefur tekið
stakkaskiptum á fáeinum árum er
sala á bjór. „Þegar ég hóf störf hjá
fyrirtækinu árið 2001 sem vöru-
merkjastjóri bjórs var einungis
boðið upp á Thule á kút og lítilræði
í viðbót í dós og gleri. Jólabjórinn
kom svo eins og stórfrétt einu sinni
á ári. Til samanburðar kynntum við
til leiks tíu nýja bjóra í fyrra. Og það
verður ekkert lát á því. Fólk sækist
eftir einhverju nýju, framandi og
skrítnu í bjór. Við tökum virkan
þátt í því. Bjórmarkaðurinn er lif-
andi og skemmtilegur og ögrar
bruggmeisturum og markaðsfólki.
Við getum ekki stólað á að Víking
gylltur, sem er langmest seldi bjór-
inn í ríkinu með um 10-11 prósenta
markaðshlutdeild, haldi okkur á
f loti um ókomna tíð. Þótt sá bjór
skagi upp úr í markaðshlutdeild, þá
er vöxturinn í litlu handverksbjór-
unum. Sá vöxtur er ekkert minni
hjá okkur en öðrum. Tekjur af sölu
handverksbjórs frá Víking jukust
um 40 prósent á síðasta ári.“
Áskorun fyrir rótgróið fyrirtæki
Hvernig gengur að keppa á bjór-
markaðnum þegar það er urmull af
litlum brugghúsum og allir að kynna
nýja bjóra?
„Það verður að viðurkennast að
það er áskorun fyrir rótgróið fyrir-
tækið sem hefur yfir að ráða stórri
framleiðslueiningu á íslenskan
mælikvarða. Við verðum því að
fínstilla hana til að geta tekið þátt
spriklinu. Okkur hefur tekist það.“
Skilaði bjórframleiðslan hagnaði
í fyrra?
„Já, það var ágætis aukning á
hagnaði á milli áranna 2017 og
2018, þótt ég vilji ekki gefa upp
hver hann var. Það var áskorun að
halda sjó í fyrra – sumarið kom ekki
og samhliða tók að hægja á fjölgun
ferðamanna. Við héldum vel á spöð-
unum; veltan og magnið var svipað
á milli ára, verðhækkunin var lítil
sem engin en við breyttum tölu-
verðu í rekstrinum og fækkuðum
stjórnendum.“
Hvernig þykir þér rekstrarum-
hverfið fyrir Coca-Cola á Íslandi
vera um þessar mundir?
„Það er alltaf eitt sem hangir yfir
manni: Íslenska krónan. Það reynir
verulega á þolrifin hvað hún getur
sveiflast til og frá á skömmum tíma.
Við störfum innan alþjóðlegs félags,
sem starfar á 13 mörkuðum, og það
getur reynst erlendu samstarfsfólki
erfitt að skilja að gengið geti sveifl-
ast um 20-30 prósent innan árs. Það
er engu að síður reyndin og verð á
aðföngum getur því snarbreyst á
skömmum tíma. Við verðum því oft
og tíðum að hækka verð meira en
góðu hófi gegnir – svo það sé hreint
út sagt – til að mæta hærra inn-
kaupsverði. Þessu til viðbótar ríkir
óvissa um hvernig kjarasamningar
fara. Óvissan er erfið viðureignar.“
Hvernig hefur ykkur gengið að
glíma við launahækkanir og aðrar
hækkanir á undanförnum miss-
erum?
„Okkur hefur gengið ágætlega.
Afkoman batnaði á milli ára þrátt
fyrir að vera með sama magn og
veltu og árið áður. Við höfum
straumlínu lagað f ramleiðslu-
línuna með því að f lytja inn vörur
sem seljast í minna í magni og fram-
leiða sjálf vinsælli vörur. Við vorum
áður með framleiðslulínur sem voru
í vinnslu í einn og hálfan til tvo daga
í viku. Það er býsna óhagkvæmt
fyrirkomulag. Við höfum auk þess
nýtt kosti þess að vera hluti af stóru
alþjóðlegu fyrirtæki og fækkað í
stjórnendahópnum. Þegar ég tók
við sem forstjóri var ekki ráðið í
mitt gamla starf heldur þess í stað
sækjum við stuðning og reynslu í
móðurskipið.“
Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin
Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu
verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. Hagnaður jókst um átta prósent á milli ára en tekjur standa í stað.
Einar Snorri Magnússon forstjóri segir að það sé tækifæri fyrir Coca-Cola að smásalar hafi sameinast því nú eigi fyrirtækið í viðskiptum við stærri og öflugri fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Umhverfismál tekið við keflinu af sykurumræðu
„Umhverfismálin hafa tekið
við keflinu af umræðunni um
sykur í gosdrykkjum sem skiptir
neytendur og samfélagið mestu
máli,“ segir Einar Snorri. „Við
höfum bætt okkur verulega þar
og getum gert enn betur. Við
erum að vinna eftir aðgerða
áætlun um að draga úr plasti
sem við notum í rekstrinum til
viðbótar við það markmið okkar
að ná öllum umbúðum sem við
seljum í Endurvinnsluna.“
CocaCola er hluthafi í Endur
vinnslunni og 8590 prósent um
búða skila sér þangað. Hlutfallið
hefur verið með þeim hætti um
árabil. „Við viljum ná hlutfallinu
hærra, ná öllu inn!“ segir hann.
Um þessar mundir eru 25
prósent af plastinu sem nýtt er
í minni flöskur endurunnið hjá
CCEP. Markmið fyrirtækisins er
að auka hlutfallið í 50 prósent,
og þegar tækninni fleygir fram
vonandi upp í 100% svo að um
hringrás sé að ræða varðandi
umbúðirnar. Að hans sögn
þekkist hjá einhverjum systur
fyrirtækjum CocaCola á Íslandi
að hlutfallið af endurunnu plasti
í umbúðum sé helmingur.
Einar Snorri segir að það sé
dýrara að nota endurunnið plast.
Ekki mikið dýrara en það telji.
Framlegðin á vörur fyrirtækisins
sé ekki há heldur sé reynt að
hagnast á að selja mikið magn.
„Það munar því um hverja krónu
sem kostnaður eykst í fram
leiðslunni.“
Nú sé til að mynda pakki af
dósum settur í pappa en ekki
plast eins og áður fyrr og leitað
sé leiða til að draga úr öðru plasti
sem nýtt er í rekstrinum, eins og
því sem er vafið um vörur sem
staflað er á bretti. Við höfum
einnig unnið að því að breyta
flöskunum og töppunum til að
þynna plastið í umbúðum og náð
að minnka plastnotkun um allt
að 15 prósent, allt eftir tegund
og stærð umbúða.“
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
0
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
D
-B
A
F
4
2
2
7
D
-B
9
B
8
2
2
7
D
-B
8
7
C
2
2
7
D
-B
7
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K