Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Merkivélarnar
frá Brother eru
frábær lausn
inná hvert
heimili og
fyrirtæki
Komdu og kíktu
á úrvalið hjá okkur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Vert er að auka eftirlit með a.m.k.
fimm megineldstöðvum landsins,
Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum,
Kötlu og Öræfajökli. Þetta segir Ari
Trausti Guðmundsson jarðvísinda-
maður og þingmaður Vinstri-grænna.
Hann leggur einnig til að Almanna-
varnir ríkisins verði færðar undir for-
sætisráðuneytið, m.a. í ljósi aukinnar
hættu á náttúruvá, t.d. vegna hlýnandi
loftslags.
„Brýnt er að yfirfara fjármagn vökt-
unar og rannsókna og auka undirbún-
ing viðbragðs- og brottflutningsáætl-
ana alls staðar, æfa þær og fullgera,
styrkja mannafla
og þekkingu Al-
mannavarna og
efla samhæfingu
allra aðila sem að
eiga að koma.
Einnig þarf að
styrkja sjóði sem
eiga að vera hjálp-
arsjóðir,“ segir Ari
Trausti í samtali
við Morgunblaðið. Hann gerði þetta að
umtalsefni á Alþingi í vikunni og skrif-
aði um málið á facebooksíðu sína.
„Bárðarbunga hristist og þeim fjölg-
ar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 á
Richters-kvarða að stærð. Dýpi á all-
marga smáskjálfta bendir til innkomu
kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar
þess lyftast og öskjubotninn hreyfist,
Grímsvötn eru sú megineldstöð sem
oftast gýs og minna nýleg gos á það.
Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef
að líkum lætur, á meðan Öræfajökull
skelfur og bólgnar út vegna kvikusöfn-
unar,“ segir Ari Trausti. Hann talar
einnig um goshættu í Kötlu, enda hafi
hún verið að hitna í um tvo áratugi,
sem sjáist m.a. á fjölgun háhitasvæða
undir jöklinum. Hann segir mikilvægt
að hækka og styrkja veggarð við fjalls-
endann skammt frá Höfðabrekku, til
að varna vatnsflaumi leið inn að Vík, en
allra brýnast sé að koma fyrir nýjum
varnargarði mun nær þorpinu, við
Víkurklett.
Þingmaður vill aukið
eftirlit með eldstöðvum
Almannavarnir verði færðar undir forsætisráðuneytið
Ari Trausti
Guðmundsson
„Fjölbreytileikinn ræður. Jólatré
sem eru frjálslega vaxin seljast vel og
njóta ekki síður vinsælda en þau sem
hafa formast fallega og eru stílhrein,“
segir Helgi Gíslason, framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags Reykjavík-
ur. Jólamarkaður félagsins í gamla
Elliðavatnsbænum í Heiðmörk var
opnaður um helgina og verður allar
helgar fram til jóla. Margir eru for-
sjálir og búnir að kaupa jólatré, en
þar nýtur normannsþinur alltaf
mestra vinsælda. Er áætlað að þinur-
inn sé um 70% af sölunni í Heiðmörk
og grenitré 30%. Af þeim 40.000
trjám sem seld eru á landsvísu fyrir
hver jól eru ¾ innfluttir, aðallega frá
Danmörku.
„Við búum svo vel hér í Heiðmörk
að í skógum hér er nóg af trjám sem
má fella, en þá horfum við helst til 10-
15 ára trjáa sem eru þá kannski tæp-
lega tveir metrar á hæð. Svo fáum við
alltaf nokkuð af trjám frá skógar-
bændum úti á landi og endurseljum
til þess að geta mætt viðskiptavinum,
sem vilja alls konar tré. Það er engin
ákveðin regla í þessum viðskiptum,“
segir Helgi Gíslason. sbs@mbl.is
Mikið flutt
inn af jóla-
trjám
Morgunblaðið/Eggert
Skógarhöggsmaður Helgi Gíslason
með sögina á lofti í Heiðmörk.
Forystumenn háskólastúdenta lögðu að venju
blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar forseta á
fullveldisdaginn. Viðstödd voru m.a. Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steingrímur J.
Sigfússon, forseti Alþingis, Jón Atli Benedikts-
son háskólarektor og Einar K. Guðfinnsson, for-
maður hátíðarnefndar fullveldisafmælisins. Að
þessu sinni var einnig staðnæmst við leiði Jóns
Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra,
sem er steinsnar frá. Legsteinn hans og minn-
ingarplata á honum höfðu skemmst, en ríkis-
stjórnin ákvað í síðasta mánuði að láta lagfæra
hvort tveggja fyrir fullveldisafmælið. Jón
Magnússon var forsætisráðherra Íslands þegar
lýst var yfir fullveldi 1. desember 1918.
Heiðruðu minningu Jóns Magnússonar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aldarafmæli fullveldis Íslands 1. desember
Laun forseta Íslands, ráðherra og
þingmanna munu til framtíðar
ákvarðast á grundvelli breytinga á
meðaltali reglulegra launa starfs-
manna ríkisins, reiknað af Hagstofu
Íslands, samkvæmt frumvarpi fjár-
mála- og efnahagsráðherra, Bjarna
Benediktssonar, vegna brottfalls
laga um kjararáð. Gert er ráð fyrir
því að ráðherra hafi ekki heimild til
þess að hækka laun fyrr en 2020.
Tildrög breytinganna voru meðal
annars gagnrýni sem kjararáð hefur
sætt vegna umdeildra launahækk-
ana þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu
embættismanna ríkisins sem leiddu
til þess að kjara-
ráð var lagt niður
í sumar.
Í janúar 2018
var skipaður
starfshópur um
málefni kjararáðs
og var honum
meðal annars fal-
ið að leggja til
breytingar á ferli
launaákvarðana
er varða þá hópa sem heyrðu undir
kjararáð. Einnig var starfshópnum
falið að skoða úrskurði kjararáðs og
meta þá með hliðsjón af launabreyt-
ingum á almennum vinnumarkaði. Í
hópnum sátu fulltrúar forsætisráðu-
neytisins, fjármála- og efnahags-
ráðuneytisins, velferðarráðuneytis-
ins, Samtaka atvinnulífsins, BSRB
og ASÍ.
Skorti gagnsæi
Fram kemur í skýrslu starfshóps-
ins að „launaákvarðanir hafa ítrekað
skapað ósætti og leitt til óróa á
vinnumarkaði“ og að skortur hafi
verið á gagnsæi og fyrirsjáanleika í
ákvarðanatöku kjararáðs. Jafnframt
er bent á að launaþróun þeirra sem
heyrðu undir kjararáð hafi ekki vikið
mikið frá almennri þróun launa á
starfstímabili kjararáðs 2006 til
2017.
Vegna óvinsælla launaákvarðana
kjararáðs 2016 segir í greinargerð
frumvarpsins að starfshópurinn hafi
haft til skoðunar þrjá valkosti. Rætt
var um að breyta ákvörðun kjara-
ráðs og lækka laun og krefjast end-
urgreiðslu mismunarins. Segir
starfshópurinn „að þessi valkostur
gangi of langt og feli í sér íþyngjandi
afturvirkni sem vart stæðist“.
Annar valkostur var að taka nýja
ákvörðun um lækkun launa og sá
þriðji að laun myndu standa í stað í
einhvern tíma þar til nýju fyrir-
komulagi yrði komið á. Fulltrúi ASÍ
var einn um að annar valkosturinn
yrði fyrir valinu og taldi hann að slík
ákvörðun myndi stuðla að sátt á
vinnumarkaði.
Meirihluti starfshópsins taldi hins
vegar þriðja valkostinn ganga
skemmst og fela í sér minnstu laga-
legu áhættuna. Taldi hann að með
því að laun héldust óbreytt í ein-
hvern tíma mundi launaþróun þeirra
sem áður heyrðu undir kjararáð ná
meðaltali sem gert var ráð fyrir í
rammasamkomulagi aðila vinnu-
markaðarins og ríkisins. gso@mbl.is
Reikningsformúlur í stað kjararáðs
Ákvarðanir kjararáðs sköpuðu ítrekað óróa á vinnumarkaði Laun hækka í fyrsta lagi í janúar 2020
Bjarni
Benediktsson