Morgunblaðið - 03.12.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018
Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi
Góð
heyrn
glæðir samskipti
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða,
tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með
takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Margrét Þórhildur Danadrottning
afhenti Guðna Th. Jóhannessyni á
laugardaginn nýútgefna heimilda-
útgáfu af dagbókarfærslum Krist-
jáns 10, konungs Danmerkur og Ís-
lands, um íslensk málefni frá árunum
1912-1932. Var afhendingin hluti af
sérstakri hátíðardagskrá um kvöldið
í Hörpunni. Sagði Margrét Dana-
drottning að dagbækur konungsins
hefðu upphaflega fyllt 444 handskrif-
aðar blaðsíður, og að þær hefðu hing-
að til ekki verið aðgengilegar al-
menningi.
„Með þessari útgáfu geta nú þeir
sem áhuga hafa fengið innsýn í við-
brögð konungs við vaxandi ósk Ís-
lendinga um fullt sjálfstæði. Stöðu
sem Ísland náði 1944 og hefur orðið
landi og þjóð að gæfu og gagni,“
sagði Margrét meðal annars þegar
hún afhenti bókina.
Í bokinni kennir ýmissa grasa og
má meðal annars finna í henni minn-
ispunkta sem konungur hefur ritað
hjá sér eftir fundi með íslenskum
ráðherrum. Danski sagnfræðing-
urinn Knud J.V. Jespersen hafði
yfirumsjón með útgáfunni, en hann
hefur meðal annars ritað ævisögu
Kristjáns 10., og er því nákunnugur
ævi og starfi konungsins.
Um 22.000 skjöl á netinu
Fullveldisafmælisins var einnig
minnst fyrr um daginn í Þjóðskjala-
safni Íslands með sérstakri athöfn,
þar sem Lars Løkke Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, af-
henti Lilju Alfreðsdóttur mennta- og
menningarmálaráðherra gjöf frá
Ríkisskjalasafni Danmerkur til Þjóð-
skjalasafns Íslands. Gjöfin fólst í um
22.000 stafrænum afritum af skjölum
úr Ríkisskjalasafninu sem snúa að
samskiptum Íslands og Danmerkur
á fyrri hluta 20. aldar.
Afritin eru annars vegar af skjöl-
um úr utanríkisþjónustu Dana er
varða Ísland á árunum 1907-1944, og
hins vegar af skjölum danska hluta
dansk-íslensku ráðgjafarnefnd-
arinnar frá 1919-1947, en nefndin var
stofnuð samkvæmt sambandslaga-
samningnum 1918 til þess að fjalla
um þau mál sem snertu báðar þjóðir
sem þjóðþing ríkjanna tækju til um-
fjöllunar.
Lilja tók við gjöfinni og opnaði um
leið nýjan vef Þjóðskjalasafns, heim-
ildir.is, en þar má meðal annars
skoða hin nýju skjöl, sem Rasmussen
afhenti á laugardaginn, auk ýmissa
annarra heimilda.
Eiríkur G. Guðmundsson þjóð-
skjalavörður segir skjölin frá Dan-
mörku geyma margvíslegt efni. „Það
eru þarna skýrslur og greinargerðir
frá fulltrúum Dana hér og fréttir af
íslensku stjórnmála- og atvinnulífi,
sem voru send fyrst til danska for-
sætisráðuneytisins og svo send það-
an til utanríkisráðuneytisins.“ Þá sé
eitthvað um úrklippur úr blöðum,
bæði íslenskum, norskum og jafnvel
enskum og þýskum sem fjalli um Ís-
land ásamt greiningu Dana á þeim.
Eiríkur nefnir einnig sem dæmi um
tíðindi úr íslenskum stjórnmálum,
eins og að „Stóra bomban“ svo-
nefnda 1930 þegar Jónas frá Hriflu
var lýstur geðveikur af Helga
Tómassyni, yfirlækni á Kleppi, komi
fyrir í skjölunum.
Eiríkur tekur fram að afritin sem
afhent voru séu einungis um þriðj-
ungur af þeim skjölum sem til eru í
Danmörku um samskipti Íslands og
Danmerkur, en að fyrirhugað sé að
meira verði aðgengilegt síðar á hin-
um nýja vef, heimildir.is, en dönsku
skjölin eru raunar bara lítið brot af
því sem þar er að finna. Eiríkur áætl-
ar að um ein milljón skjala sé nú þeg-
ar komin á vefinn, en þar má til
dæmis finna um 2.300 kirkjubækur
og dómasöfn og ná elstu heimildirnar
aftur til miðrar 18. aldar eða svo.
Hann bætir við að með tíð og tíma
muni vefurinn vaxa, og nefnir sem
dæmi að stefnt sé að því í samvinnu
við Ríkisskjalasafn Danmerkur að
setja afrit af skjölum sem Danir af-
hentu í „sendingunni“ svonefndu ár-
ið 1928, á vefinn. „Það er gríðarlega
mikið efni, og er akkur fyrir Dani að
fá afrit af því aftur, því það var ekki
gert 1928.“ Þannig muni Danir geta
fengið aftur mikilvægar heimildir úr
danskri stjórnsýslu.
Færðu okkur mikilvægar heimildir
Dagbækur Kristjáns 10. Danakonungs og skjöl úr dönsku utanríkisþjónustunni færð Íslendingum
í tilefni fullveldisafmælis Ný heimasíða Þjóðskjalasafns Íslands, heimildir.is opnuð á laugardaginn
Morgunblaðið/Hari
Skjalasafn Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður sýnir hér Lars
Løkke Rasmussen, Sólrúnu konu hans, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra og Lilju Alfreðsdóttur skjöl sem Danir afhentu Íslandi árið 1928.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afhending Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur hér við heimilda-
útgáfunni frá Margréti Þórhildi Danadrottningu. Í bókinni er að finna dag-
bókarfærslur Kristjáns konungs 10. um íslensk málefni.