Morgunblaðið - 03.12.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að hefja uppbyggingu
nýrra höfuðstöðva Hafrannsókna-
stofnunar í Hafnarfjarðarhöfn á
næsta ári. Umsagnarferli aðal- og
deiliskipulagsbreytingar vegna
áformanna rennur út á þriðjudag.
Um er að ræða allt að fimm hæða
skrifstofu- og þjónustuhús sem munu
setja svip á hafnarsvæðið.
Ólafur Ingi Tómasson, formaður
skipulags- og byggingarráðs Hafnar-
fjarðar, rifjar upp að áformin höfðu
verið samþykkt þegar úrskurður frá
úrskurðarnefnd auðlinda- og um-
hverfismála setti strik í reikninginn.
Hafði deiliskipulagið þá verið kært.
Nánar tiltekið uppfyllti fyrirhuguð
uppbygging ekki það skilyrði í aðal-
skipulagi að byggja yrði upp hafn-
sækna starfsemi. Hafró væri ekki
hafnsækin stofnun samkvæmt úr-
skurðinum. Var byggingarleyfi þá
fellt úr gildi sem og samþykkt deili-
skipulag fyrir reitinn. Það kallaði á
breytingu á texta í greinargerð aðal-
skipulags og svo í deiliskipulagi lóð-
arinnar. Með nýju skilgreiningunni
er heimiluð víðtækari starfsemi við
höfnina.
Ólafur Ingi reiknar með að breyt-
ingarnar verði afgreiddar í bæjar-
stjórn fyrir áramót. Skipulags-
stofnun hafi svo fjórar vikur til að
fara yfir málið. Raunhæft sé að fram-
kvæmdir hefjist „fljótlega upp úr
áramótum“.
Teikningar/Batteríið arkitektar
Fornubúðir 5 Fyrirhugað er að reisa skrifstofuhús norðan við hús Hafrannsóknastofnunar. Jarðhæðir verða opnar.
Áforma uppbyggingu
við höfnina með vorinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Egersund Ísland er að koma upp
þvottastöð fyrir fiskeldisnætur á
lóð netagerðar sinnar á Eskifirði.
Stutt er í að starfsemin hefjist.
Auk þess að þvo næturnar þarf að
hafa eftirlit, annast prófun og við-
gerðir á nótunum á netaverkstæð-
inu.
Egersund Ísland er hluti af
samstæðu Egersund hinnar
norsku. Hún rekur átta nóta-
þvottastöðvar í nágrenni við flest
helstu fiskeldissvæði Noregs.
Egersund Ísland sækir í smiðju
móðurfélagsins og úr verður full-
komnasta þvottastöð heims.
Þarf gæðakerfi
Þvottavélin er komin á staðinn.
Það er ekki nóg því koma þarf upp
miklu dælu- og hreinsikerfi.
Þvottastöðin fær hreinsaðan sjó
frá Eskju, samskonar sjó og not-
aður er við fiskvinnsluna. Að auki
er þvottavatnið sótthreinsað ásamt
vatninu sem lekur af nótunum og
öllu regnvatni sem bætist á þvotta-
planið og það endurnýtt að hluta
eða skilað hreinu út í sjóinn aftur.
Hreinsivirkið er sett upp í gáma-
einingar hjá framleiðandanum í
Þýskalandi og verður nánast hægt
að stinga í samband þegar gám-
arnir koma á staðinn.
Barði Westin, þjónustustjóri
fiskeldis hjá Egersund Ísland, seg-
ir að jafnhliða þurfi að byggja upp
vottunarkerfi fyrir alla vinnu við
næturnar til að tryggja að þær séu
í góðu ásigkomulagi þegar lax er
settur í kvíarnar á ný. Það kerfi
fái þeir frá Noregi.
Barði segir að mikil þörf sé á
slíkri þjónustu hér á landi og von-
ast hann til að geta þjónað flestum
fiskeldisstöðvum landsins. Allar
stöðvarnar hvíla eldissvæðin að
lokinni slátrun og þá þarf að þvo
næturnar. Barði vonast til þess að
hægt verði að gangsetja þvotta-
stöðina í byrjun nýs árs og þjóna
Löxum fiskeldi sem eru þessar
vikurnar að slátra fyrstu kynslóð
laxa úr Reyðarfirði og þurfa að
láta þvo og yfirfara næturnar í
byrjun næsta árs.
Stefán Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri Egersund Ísland,
segir að ekki sé grundvöllur til að
framleiða nótapokana hér. Þeir
séu framleiddir í Noregi og Lithá-
en. Þeir hafi þó þjónað fiskeldinu
talsvert, til dæmis með því að selja
fyrirtækjum fuglanet sem sett eru
yfir kvíarnar.
Hann vekur hins vegar athygli á
því að Egersund hafi sameinast
Akva-samstæðunni sem er virtur
tækjaframleiðandi fyrir fiskeldið.
Hluti af fóðurprömmunum sem
hér eru í notkun og myndavéla-
búnaður er til dæmis frá Akva.
Egersund geti veitt fiskeldis-
fyrirtækjum heildarþjónustu. „Við
getum útvegað allt fyrir fiskeldið,
annað en laxinn,“ segir Stefán.
Hann segir fyrirtækið vera
heppið að eiga þetta bakland í
Noregi. „Við nýtum okkur reynslu
Norðmanna sem eru lengst komnir
í fiskeldi í heiminum,“ segir hann.
Þvottastöð fyrir fiskeldisnætur
Egersund á Eskifirði sækir þekkingu til móðurfélagsins í Noregi og byggir upp
fullkomnustu nótaþvottastöð heims Mikil þörf á þessari þjónustu hér á landi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Barði Westin og Stefán Ingvarsson með höfðustöðvar Egersund Ísland á Eskifirði í baksýn.
Uppbygging og rekstur fiskeldis í Reyðarfirði smitar út frá sér. Auk þess að
vera með 15 starfsmenn á Eskifirði kaupa Laxar fiskeldi þjónustu af ýms-
um fyrirtækjum á staðnum og í Fjarðabyggð.
Stefán Ingvarsson hjá Egersund Ísland segir að ótrúlega margir menn
starfi þegar við fiskeldið á Eskifirði og fyrirtækið kaupi auk þess marg-
víslega þjónustu á staðnum. „Þetta á bara eftir að stækka,“ segir hann.
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, bendir á að aðaláhrif
fiskeldisfyrirtækja séu í gegn um slátrun á laxinum. Hún fari fram á Djúpa-
vogi, í tilviki Laxa fiskeldis. Þess vegna séu áhrifin í Fjarðabyggð minni en
ella væri. Þegar forsendur verði fyrir hendi gæti þetta breyst og fiskeldið
orðið mikilvægur liður í atvinnulífinu í sveitarfélaginu.
Á bara eftir að stækka
ÁHRIF FISKELDIS
„Manni ofbauð.
Það er ekkert
flóknara en það,“
sagði Guðni Th.
Jóhannesson, for-
seti Íslands, í
Silfrinu á RÚV í
gær um ummæli
alþingismann-
anna á Klaustri
bar nýverið. Hann
vildi ekki taka af-
stöðu til þess hvort þeir ættu að segja
af sér. „Ég held að það yrði ekki til
framdráttar góðum málstað ef ég
færi að setja mig á afskaplega háan
stall og segja öðrum til syndanna. En
um leið leyfir maður sér að vona að
fólk finni hjá sjálfu sér hvað það hefur
gert og hvernig beri að bregðast við,“
sagði hann. Guðni sagði atvikið ekki
til þess fallið að auka traust almenn-
ings á stjórnmálafólki. „Auðvitað of-
bauð mér, eins og öllum sem á þetta
hlustuðu, orðfærið, virðingarleysið,
sjálfsupphafningin,“ sagði hann.
Hann sagði orðfærið til merkis um
„einhvern undirliggjandi vanda“.
Spurður hvernig mætti leysa þennan
vanda sem blasti við í stjórnmálum,
um lítið traust almennings, sagði
hann að það væri eitt af okkar eilífð-
arverkefnum daginn út og daginn
inn. „Ekki búum við í þannig sam-
félagi að sá eða sú sem þessu embætti
gegnir segi þingmönnum fyrir verk-
um, ráði þá eða reki. Allt það er nú í
valdi kjósenda. Og svo er samviskan
það vald sem frjálsir menn hlýða,“
sagði Guðni.
„Auðvitað
ofbauð mér“
Forseti gagnrýnir
ummæli þingmanna
Guðni Th.
Jóhannesson
Myndin var af Gulzar
Mishermt var í myndatexta í
Morgunblaðinu á laugardaginn að
andlit Elizu Reid forsetafrúar sæist
á turni Hallgrímskirkju við ljósainn-
setningu Amnesty International á
Skólavörðuholti á föstudaginn.
Myndin var af Gulzar Duishenova,
baráttukonu frá Kírgistan.
LEIÐRÉTT