Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagði í gær að hann myndi aldrei samþykkja ofbeldi í kjölfar götuóeirða í París um helgina. Einn lést vegna mótmælanna og 263 særðust. Þá voru mikil eignaspjöll framin í borginni. „Enginn málstað- ur réttlætir árásir á yfirvöld, grip- deildir í búðum, hótanir gagnvart vegfarendum og blaðamönnum eða skemmdir á Sigurboganum,“ sagði Macron meðal annars við fjölmiðla í gær. Macron stýrði jafnframt neyðar- fundi með forsætis- og innanríkis- ráðherrum sínum, auk helstu yfir- manna hers og lögreglu Frakklands, til þess að ræða viðbrögð við óeirð- unum. Bað hann Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, að hitta skipuleggjendur mótmælanna auk leiðtoga stjórnmálaflokkanna og reyna að finna lausnir með þeim. Hækkanir á olíuverði kveikjan Óeirðirnar á laugardaginn komu í kjölfar mótmæla sem staðið hafa yf- ir í Frakklandi í tvær vikur, en kveikjan að þeim voru skattahækk- anir á díselolíu. Reiði mótmælenda hefur hins vegar beinst í síauknum mæli að stjórnarstefnu Macrons. Er talið að um 136.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á landsvísu, flestir á friðsamlegan hátt. Francois de Rugy, umhverfisráð- herra Frakklands, hitti fulltrúa mót- mælenda, sem kallaðir eru „gulu vestin“, í síðustu viku, en náði ekki að telja þá á að hætta við mótmæli sín. Hefur ríkisstjórn Frakklands ekki útilokað að almennu neyðar- ástandi verði lýst yfir haldi mótmæl- in áfram. Marine Le Pen og Jean- Luc Melenchon, leiðtogar flokkanna yst til hægri og vinstri í frönskum stjórnmálum, fordæmdu ofbeldið, en kölluðu einnig eftir því að þing yrði rofið og boðað til kosninga. Lögreglan í París sagði að 412 hefðu verið handteknir meðan á óeirðunum stóð. Voru 378 þeirra enn í haldi í gærkvöldi. Þá slösuðust 263 vítt og breitt um Frakkland í mót- mælunum, þar af 133 í Parísarborg. Samþykkir ekki ofbeldi  Macron kallar eftir viðræðum til að binda enda á götuóeirðir í París AFP Mótmæli Táragasi var beitt til að reyna að hemja mótmælin. Kveikt var á kertum við sérstaka athöfn í borginni Si- liguri á Indlandi í tilefni af alþjóðadegi alnæmis sem haldinn er 1. desember ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn árið 1988 og er markmið hans að minnast fórnarlamba alnæmisfaraldursins og að stuðla að vitundarvakningu um hann. AFP Fórnarlamba alnæmis minnst Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti krafðist þess á laugardaginn að Sádi-Arabar framseldu til Tyrklands þá sem grunaðir eru um að hafa myrt blaðamann- inn Jamal Khas- hoggi í ræðismannsbústað Sádi- Arabíu í Istanbúl í síðasta mánuði. Setti Erdogan fram kröfu sína á leiðtogafundi 20 helstu iðnríkja heims, sem fram fór í Buenos Aires um helgina, en bæði Erdog- an og Múhameð bin Salman, krón- prins Sádi-Arabíu, voru þar. Sagði Erdogan að krónprinsinn hefði veitt „ótrúverðuga útskýringu“ á morði Khashoggis, en hann hefur verið sakaður um að hafa gefið fyrirskipunina um morðið. Krón- prinsinn neitar hins vegar allri sök. Erdogan krefst framsals Sádi-Araba Recep Tayyip Erdogan TYRKLAND Lögreglan í Ísr- ael mælti í gær með því að Benjamín Net- anyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, og Sara eigin- kona hans yrðu ákærð fyrir að hafa borið mútur á fyrirtæki og fyrir aðrar sakir. Þetta er í þriðja sinn á undan- förnum mánuðum sem Netanyahu hefur verið rannsakaður fyrir spill- ingu. Netanyahu hafnaði öllum ásök- unum þegar í stað, en Avi Gabbay, formaður Verkamannaflokksins kallaði eftir afsögn forsætisráð- herrans. Ríkissaksóknari Ísraels mun nú fara yfir málið en það snýst um styrki frá ríkisstofnunum til fjarskiptafyrirtækisins Bezeq, sem eiga að hafa verið veittir í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Leggja til að sækja Netanyahu til saka Benjamín Netanyahu ÍSRAEL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Patricia Espinosa, yfirmaður lofts- lagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði við því í gær að ógnin sem staf- aði af loftslagsbreytingum hefði „aldrei verið meiri“ en nú. Sérstök loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hófst í gær í Katowice í Póllandi, og eru þar um 20.000 manns saman- komnir til þess að reyna að byggja of- an á Parísarsamkomulagið sem sam- þykkt var árið 2015. Þar samþykktu flest ríki heims að reyna að hemja loftslagsbreytingar, þannig að aukning á meðalhitastigi jarðarinnar myndi ekki fara yfir tvær gráður á Celsius. Meðalhiti hefur nú þegar aukist um eina gráðu á Celsius frá því fyrir iðnbyltingu, og sagði Espinosa við fjölmiðla að þær breyt- ingar á veðráttu sem fylgt hefðu í kjölfarið sýndu að þjóðir heims þyrftu að gera mun meira til þess að takast á við vandann. Mikið er undir í viðræðunum í Katowice, en fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum vöruðu við því að þau framlög ríkja sem sam- þykkt voru í París þyrftu að aukast þrefalt ef markmið samkomulagsins ættu að nást. Óvíst er hins vegar hvort samstaða er um slíka aukningu. Bandaríkjastjórn hefur þegar dregið sig út úr samkomulaginu og er talin nokkur hætta á því að önnur ríki muni fylgja í kjölfarið. Jair Bolsonaro, hinn nýkjörni forseti Brasilíu, mun til dæmis hafa heitið því í kosningabar- áttu sinni að feta í fótspor Bandaríkj- anna hvað þetta varðaði. Þá mun vera nokkur togstreita milli þróunarríkja og þróaðra ríkja um þau fjárframlög sem þurfi til að samkomulagið geti staðist. Ógnin „aldrei verið meiri“  Loftslagsráð- stefna SÞ hafin í Póllandi AFP Ráðstefna Útblástur er meðal þess sem rætt verður í Póllandi. Verkamannaflokkurinn mun leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórn Theresu May, tapi hún atkvæða- greiðslu í breska þinginu um sam- komulagið sem gert hefur verið við Evrópusambandið um útgöngu Breta, svonefnt Brexit, á næsta ári. Þetta kom fram í máli Sir Keir Star- mer, skuggaráðherra Verkamanna- flokksins í Brexit-málum, á sjón- varpsstöðinni Sky í gær. Sagði Starmer að það væri óum- flýjanlegt að þingið myndi kanna hvort meirihlutastuðningur væri við ríkisstjórnina ef hún tapaði at- kvæðagreiðslunni, sem á að fara fram hinn 11. desember næstkom- andi. Ef vantrauststillaga er samþykkt á breska þinginu fær ríkisstjórnin tvær vikur til þess að tryggja sér á ný meirihlutastuðning þingsins. Takist það ekki er þingið rofið og boðað til almennra þingkosninga. Hóta van- trausti falli Brexit  Óvíst um afdrif samkomulagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.