Morgunblaðið - 03.12.2018, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kynnt voru ádögunumáform um
framkvæmdir í
samgöngumálum á
höfuðborgarsvæð-
inu á næstu fimm-
tán árum. Þetta
eru metnaðarfull áform, í þeim
skilningi að þau eru mjög
kostnaðarsöm, en ekki í þeim
skilningi að líklegt sé að þau
leysi umferðarvandann.
Áætlað er að setja þurfi um
90 milljarða króna í sam-
göngubætur á höfuðborgar-
svæðinu til ársins 2033. Af
þessum milljarðatugum er
gert ráð fyrir að nær helm-
ingur, 42 milljarðar króna, fari
í svokallaða borgarlínu.
Að setja nær helming fjár-
magnsins í ferðamáta sem skil-
ar um 4% ferðanna er augljós-
lega afar undarleg ráðstöfun.
Ekki verður hún síður undar-
leg þegar horft er til þess að á
fyrsta tímabili fimmtán ára
áætlunarinnar, frá 2019-2023,
er áformað að rúmir 17 millj-
arðar fari í borgarlínu og aðr-
ar almenningssamgöngur en
aðeins rúmir 4 milljarðar í
vegabætur. Á sama tímabili
fara yfir 2 milljarðar króna í
hjóla- og göngustíga og göngu-
brýr.
Áherslurnar sem þetta lýsir
eru verulegt áhyggjuefni fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins
enda bendir allt til að þær um-
ferðarteppur sem íbúarnir
hafa mátt sitja fastir í á leið í
og úr vinnu muni fara vaxandi
á næstu árum.
Í skýrslu með nýju fimmtán
ára áætluninni er rifjað upp að
í maí 2012 undirrituðu ríkið og
sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu „samkomulag um 10
ára tilraunaverkefni til efling-
ar almenningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu. Megin-
markmið samkomulagsins er
að tvöfalda a.m.k. hlutdeild
almenningssamgangna í öllum
ferðum sem farnar eru á
höfuðborgarsvæðinu á samn-
ingstímanum og sporna með
þeim hætti við tilsvarandi
aukningu eða draga úr notkun
einkabílsins, og draga jafn-
framt úr þörf á fjárfrekum
fjárfestingum í nýjum um-
ferðarmannvirkjum. Aðilar
voru sammála um að fresta til-
teknum stórum framkvæmd-
um í samgöngumannvirkjum á
höfuðborgarsvæðinu, meðan
samningur væri í gildi, en
endurskoða mætti þessa frest-
un í ljósi umferðarþróunar.“
Í skýrslunni er reynt að
halda því fram að flest hafi
verið upp á við hjá Strætó eftir
þetta samkomulag, til dæmis
hafi farþegum fjölgað stöðugt.
Fjölgun er vitaskuld eðlileg
þegar horft er til
mikillar fjölgunar
íbúa, en breytir
ekki þessari
meginstaðreynd,
sem einnig er
nefnd í skýrslunni:
„Þrátt fyrir þetta
hefur hlutdeild almennings-
samgangna í öllum ferðum á
höfuðborgarsvæðinu staðið í
stað, og var um 4% árið 2017.
Eitt lykilmarkmið verkefnis-
ins var að sú hlutdeild myndi
ná 8% árið 2022.“
Átakið árið 2012, þar sem
fjármagn var flutt úr vegabót-
um í almenningssamgöngur,
átti að skila því að hlutfall
ferða færi úr 4% í 8%, en skil-
aði engu. Þetta var „megin-
markmið samkomulagsins“,
eins og rifjað er upp í nýju
skýrslunni. Hlutfallið er enn
4%.
Nýja áætlunin tekur ekkert
mið af því að enginn árangur
náðist, nema síður sé. Í stað
þess að draga þær ályktanir
sem augljósar eru af tilrauna-
starfsemi síðustu ára er geng-
ið enn lengra í fjárfestingum í
almenningssamgöngum og
áætlað að enn meiri árangur
náist en síðast var áætlað þó
að árangurinn yrði enginn þá.
Þá var reiknað með að almenn-
ingssamgöngur færu úr 4% í
8%, nú er bætt um betur og
gert ráð fyrir að þær fari úr
4% í 9%!
Þessi stórundarlega for-
senda er auðvitað ekkert út-
skýrð og ekki gerð tilraun til
að færa rök fyrir því hvers
vegna árangurinn ætti að
verða svo mikill nú þegar hann
varð enginn áður.
Ekki er nóg með að þeim
framkvæmdum sem líklegast
er að skilað geti árangri sé að
mestu frestað áfram, heldur
eru nú uppi áform um stór-
aukna skattheimtu á íbúa
höfuðborgarsvæðisins til að
standa straum af óráðsíunni.
Talað er um að leita „nýrra
leiða til fjármögnunar fram-
kvæmda við uppbyggingu inn-
viða Borgarlínu“. Þessar „nýju
leiðir“ eru nýir skattar sem
kynntir eru til sögunnar undir
nöfnunum innviðagjöld, veg-
gjöld, hækkun kolefnisgjalda
og aukin gatnagerðagjöld.
Öll væri þessi nýja skatt-
heimta óþörf ef ekki stæði til
að ráðast af miklu afli í óhag-
kvæmar samgöngufram-
kvæmdir í stað þess að leggja
áherslu á að bæta vegakerfið á
höfuðborgarsvæðinu með því
að leysa þá hnúta sem þar er
að finna. Óráðsía og óskhyggja
hafa ekki skilað árangri í sam-
göngumálum höfuðborgar-
svæðisins hingað til og munu
tæpast gera það hér eftir.
Íbúar höfuð-
borgarsvæðisins fá
nú reikning fyrir
óskhyggju og óráð-
síu í samgöngum}
Skattahækkanir
í undirbúningi
M
önnun heilbrigðisstétta er við-
varandi áskorun. Á síðustu ár-
um hefur reynst sérstaklega
erfitt að manna stöður í til-
teknum greinum heilbrigðis-
þjónustunnar. Það er áhyggjuefni að vandinn
sé mestur í stórum kvennastéttum og ljóst er
að við þurfum að bæta kjör þessara stétta.
Næst stærsta heilbrigðisstétt landsins,
sjúkraliðar, er ein þeirra stétta þar sem mönn-
unarvandi er mikill. Kjör, vinnutími og starfs-
umhverfi eru þættir sem þar skipta sköpum og
gera það að verkum að menntaðir sjúkraliðar
hverfa í miklum mæli til annarra starfa. Þessi
vandi er svo mikill að grípa þarf til aðgerða. Við
þurfum að greina stöðuna vel til að skýrt sé til
hvaða aðgerða skuli grípa.
Það er aðkallandi verkefni að leita leiða til að
fjölga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu svo mönnun allra
fagstétta sé tryggð. Hlutverk ríkisins er að sjá til þess að
nægur fjöldi heilbrigðisstarfsmanna útskrifist í hverri
starfsgrein og að fyrir hendi séu hvatar sem stuðli að full-
nægjandi mönnun og uppbyggingu heilbrigðisstofnana
landsins. Miklu máli skiptir að þau sem hafa menntað sig
til starfa sem sjúkraliðar skili sér til starfa í faginu og séu
sátt við kjör sín. Í því samhengi skipta nokkur atriði
meginmáli, til dæmis stjórnun og þáttur yfirmanna,
starfsumhverfi, möguleikar til starfsþróunar, launastefna,
vinnutími og jafnréttissjónarmið.
Í drögum að heilbrigðisstefnu, sem nú má lesa í sam-
ráðsgátt stjórnvalda, er lögð áhersla á mönnun
í heilbrigðiskerfinu. Þar kemur meðal annars
fram að menntun heilbrigðisstétta sé forsenda
þess að hægt sé að manna heilbrigðiskerfið
með fullnægjandi hætti á hverjum tíma og
veita sjúklingum góða þjónustu. Tryggja þurfi
nauðsynlega nýliðun einstakra heilbrigðis-
stétta. Menntakerfið þurfi að fullnægja þörf-
um heilbrigðisþjónustunnar fyrir vel menntað
heilbrigðisstarfsfólk í öllum greinum.
Samhljómur er með þessum áherslum heil-
brigðisstefnunnar og því verkefni sem blasir
við. Í drögum að heilbrigðisstefnu kemur einn-
ig fram að árið 2030 eigi staðan að vera sú að
mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins hafi verið
greind og viðeigandi ráðstafanir gerðar af
hálfu ríkisvaldsins til að tryggja mönnun. Ég
mun leggja áherslu á það að efnisatriðum
stefnunnar um mönnun í heilbrigðiskerfinu verði fylgt eft-
ir og að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til þess að
gera starfsumhverfi allra heilbrigðisstétta, þar með talið
sjúkraliða, eftirsóknarverðara. Menntun og fagþekkingu
þarf að meta að verðleikum og brýnt að sérhver fagstétt
taki þátt í teymisvinnu og myndi sterka heild í heilbrigðis-
þjónustunni þar sem sjúklingurinn er í fyrirrúmi. Sá þátt-
ur heildarkjara sem lýtur að starfsumhverfi og mögu-
leikum til starfsþróunar verður alltaf að vera hluti af
heildarmyndinni.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Bætum kjör sjúkraliða
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
mikil aukning á umsóknum um
kerfiskennitölu á undanförnum ár-
um og haldist hún í hendur við
fjölgun erlendra starfsmanna á Ís-
landi.
Að sögn Margrétar hefur 826
umsóknum verið hafnað það sem
af er ári; 302 vegna viðskipta og
524 af ýmsum ástæðum.
„Það getur vantað gögn og ef
þau berast ekki er umsókninni
hafnað. Stundum kemur fyrir að
þeir sem eru að sækja um kerfis-
kennitölur eiga kennitölu í kerfinu
þar sem þeir hafa áður komið í
stuttan tíma til vinnu og þá ber
þeim að nota sömu kennitölu. Auk-
ið streymi fólks utan EES-
svæðisins, þ.e. þriðjaríkisborgara,
til Íslands er stór hluti af höfnun á
kerfiskennitölu. Þriðjaríkisborg-
urum sem sækja um atvinnu og
dvalarleyfi hér á landi er hafnað
og þeir fá leiðbeiningu um að
sækja um hjá Útlendingastofnun,“
segir Margrét.
Umsóknarferli styttra en áður
Margrét segir að Þjóðskrá hafi
stórbætt þjónustuna með rafrænni
umsóknargátt fyrir EES-borgara
sem virkar þannig að atvinnurek-
endur sækja um skráningu og út-
hlutun kennitölu fyrir erlenda
starfsmenn af EES-svæðinu.
Gögnum sé hlaðið inn á þessa
þjónustugátt og þegar EES-
borgarinn kemur til landsins þarf
hann einungis að sanna á sér deili
og mæta í afgreiðslu Þjóðskrár.
Búið sé að fara yfir umsóknina og
öll gögn. Um leið og viðkomandi
hefur sýnt að hann sé sá sem hann
er, þá er umsóknin samþykkt og
fullvirk kennitala afhent fljótlega.
Með þessu móti reyni Þjóðskrá að
draga úr að einstaklingar sæki
fyrst um kerfiskennitölu.
Styttri afgreiðslutími
„Afgreiðslutími Þjóðskrár hefur
styst verulega síðasta eina og hálfa
árið. Hann var orðinn óheyrilega
langur og gerði stöðu umsækjenda
erfiða meðan á biðinni stóð. Við
settum algjöra rýni á ferla, fórum í
umbótaverkefni og náðum með
straumlínustjórnun meiri afköstum
hjá starfsmönnum. Þetta er það
umbótaverkefnið hjá okkur sem
við erum hvað stoltust af,“ segir
Margrét og bætir við að Þjóðskrá
sé stolt af rafrænu þjónustugátt-
inni þar sem unnið sé í anda staf-
ræns Íslands, að hafa allt rafrænt.
Hún segir að engin PDF-skjöl séu
útfyllt heldur sé umsóknin alfarið
unnin í þjónustugáttinni og gögnin
yfirfarin og staðfest fyrir komu
hins erlenda starfsmanns.
Fleiri umsóknir um
kerfiskennitölur
Morgunblaðið/Þorkell
Þjóðskrá Allir þurfa kennitölu sem ætla að búa og starfa lengur en sex
mánuði á Íslandi. Kerfiskennitala er veitt af ýmsum ástæðum í stuttan tíma.
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Umtalsverð fjölgun hefurverið á málum þar semgrunur leikur á aðframvísað sé fölsuðum
skilríkjum við umsókn einstaklinga
um svokallaðar kerfiskennitölur,
þ.e. kennitölur vegna viðskipta.
Þjóðskrá Íslands hefur hafnað slík-
um umsóknum og vísað málum til
lögreglu til frekari skoðunar. Á
þessu ári hefur Þjóðskrá hafnað
826 umsóknum um kerfískenni-
tölur.
Þetta kemur fram í umsögn
Þjóðskrár til þingsins um frum-
varp um aðgerðir gegn peninga-
þvætti. Margrét Hauksdóttir, for-
stjóri Þjóðskrár, segir í samtali við
Morgunblaðið að á þessu ári hafi
40 mál verið send til lögreglu
vegna gruns um fölsuð skilríki.
Hún segir þjálfun starfsfólks,
breytingar á vinnuferlum og sam-
starf við skilríkjalögregluna á
Keflavíkurflugvelli ástæðu þess að
fleiri fölsuð skilríki finnist.
Kerfiskennitölum fjölgar
Það sem af er þessu ári hefur
Þjóðskrá Íslands gefið út 10.345
kerfiskennitölur sem áður voru
kallaðar utangarðskennitölur.
Fjölgun kerfiskennitalna er í takt
við fjölgun erlendra starfsmanna á
Íslandi, að því er Margrét Hauks-
dóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands,
segir.
„Það sem af er ári hafa 2.739
sótt um kerfiskennitölu vegna við-
skipta og er þá umsóknaraðili t.d.
banki, fasteignasali eða lögmanns-
stofa. Erlendum einstaklingum er
veitt kerfiskennitala vegna við-
skipta, fasteignakaupa, setu í
stjórnum íslenskra fyrirtækja eða
vegna arfs á Íslandi,“ segir Mar-
grét og bætir við að 7.606 manns
hafi fengið kerfiskennitölu vegna
starfa á Íslandi. Þá sé um að ræða
störf í þrjá til sex mánuði á Íslandi
og einnig er sótt um kerfiskenni-
tölu þegar störf standa lengur en
sex mánuði á meðan beðið er eftir
að fullnaðarskráningu ríkisborgara
frá EES sé lokið. Skráning kerfis-
kennitölu veiti engin réttindi og
viðkomandi hefur ekki fengið lög-
heimilisskráningu hér á landi.
Margrét segir að það hafi orðið