Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Flest virðist ganga þér í haginn og haldir þú vöku þinni ætti ekki að verða breyt- ing þar á. Auðgaðu andann, farðu á tónleika eða söfn. 20. apríl - 20. maí  Naut Kipptu þér ekki upp við það, þótt þú fá- ir óvenjulegar fréttir í dag. Bentu heimilisfólki á að þú átt ekki að sinna öllum heimilis- verkum ein/n. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að þú lendir í deil- um um skiptingu eigna í dag. Láttu ekki aðra koma þér í uppnám. Einhver sem þú um- gengst mikið gengur ekki heill til skógar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Á degi sem þessum er gott að staldra við og líta fram á veg. Gengur þér allt í hag- inn, eða þarftu að endurskoða einhverjar hugmynda þinna? 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Heppnin virðist vera með þér núna og þú munt áður en langt um líður uppskera vel. Það gengur hvorki né rekur í ástamálunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt gott með að greina kjarnann frá hisminu og með góðra manna hjálp tekst þér að leysa erfitt mál sem hefur hvílt á þér. Treystu fólki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Líklegt er að gildismat annarra hafi áhrif á þig á næstunni. Taktu góðum fréttum fagn- andi því allt er breytingum háð. Vegir ástar- innar reynast oftar en ekki holóttir og við- sjárverðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ýms persónuleg málefni sem þú hefur látið reka á reiðanum verður þú nú að taka fyrir og leysa. Segðu það sem þér finnst og kenndu ekki öðrum um líðan þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þér sé ekki mikið gefið um mannamót, kemstu ekki hjá því að sækja sum þeirra. Einhver þarf að sýna frumkvæði og af hverju ekki þú? Komdu auga á skemmt- anagildið í öllum aðstæðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólk leitar til þín með áhugaverðar hugmyndir. Ekki hika við að biðja um hjálp eða leiðsögn. Næsta ár verður fullt af gleði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gerðu áætlanir varðandi starfs- frama þinn. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hundshaus og hend- ur í skauti. Hikaðu ekki við að spyrja spurn- inga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi. Reyndu að nýta tímann þinn vel. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Björn Ingólfsson skrifar á mið-vikudag og kallar „Viðleitni“: „Leirinn sem var á sínum tíma sprækur og frjór og uppspretta öfl- ugra samskipta liðsmanna sinna er ekki orðinn svipur hjá sjón. Leir- menn gerast gamlir og latir og sum- ir jafnvel dauðir, örfáir halda dampi ennþá og standa í lappirnar. Yngri og sprækari hagyrðingar aðhyllast nútímalegri samskipti sem verður að teljast eðlileg þróun. Af því að ég hef verið leirlimur frá upphafi finnst mér ástæða til að reyna að sýna lit einstöku sinnum. Það gerðist í gær, sem gerist æ sjaldnar, að ég lamdi saman dálítið stef á morgungöngunni:“ Myrkur er enn sem um miðja nátt en máninn glottir í vesturátt, því finnst mér það vel til fallið að hrósa og þakka honum það að hann skyldi finna sér réttan stað til að lýsa mér leið upp á fjallið. Sama dag sagði Ingólfur Ómar: „Fullt tungl í gærkveldi og stjörnu- lýstur himinninn og héla yfir með hægum en svölum andvara varð kveikjan að þessu“ og kallar „Kvöldljóð“: Hvíslar að stráum kuldablær, krenkir héla völlinn. Birta mánans bjarma slær á bláskyggð hamrafjöllin. Hauðrið vefur húmsins kyrrð, hljóð á dimmu kveldi. Lifs á himni lengst í firð logar stjörnuveldi. Á Boðnarmiði yrkir Hallmundur Guðmundsson um „Íslands einu von … eða þannig“: Hann Þórður er þurfalingur með þráhyggju og langa fingur. Vel listina kann og lipur er hann að leika með annarra glingur. Á þriðjudagskvöld orti Magnús Halldórsson um veðrið: Hann fer senn að herða tök, hlýrri stundir týndar. Skæni hulin víða vök, vetrar klærnar brýndar. Hallgrímur Ólafsson frá Dag- verðará orti á sjó – og auðvitað oddhent og síðan hagkveðlingahátt – minna dugir ekki!: Rásar gnoð, þá reiðast goð, raula voða tröllin, rambar stoð en rifnar voð, rymja boðaföllin. Bylgjusláttur byrgir strönd. Beitum hátt, því leið er vönd. Sækjum kátt, þó bresti bönd beint í átt að sólarrönd. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fullt tungl og bjarma slær á fjöllin „ERTU MEÐ EINHVERJA AÐRA UMSAGNARAÐILA fyrir utan móÐUR þína og mig?” „Vertu sanngjarn. hann var búinn aÐ biÐja þig tvisvar aÐ taka hann af.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fagna því að eldast saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÆ LÍSA! … HVAÐ? DÝRA LÆKNA- FYRIRLESTUR Í KVÖLD? ENDILEGA! HLJÓMAR VEL! HVERJU Á MAÐUR AÐ KLÆÐAST FYRIR SVONA ? EINLÆGUR SVIPUR UPPGERÐAR- ÁHUGA BRÁÐUM HÖLDUM VIÐ TIL ORRUSTU VIÐ ATLA HÚNA KONUNG OG BLÓÐÞYRSTA HERINN HANS! EF ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ KVEÐJA EINHVERN SKULUÐ ÞIÐ GERA ÞAÐ! BLESS HRÓLFUR! Í netfréttum um helgina sagði aðvindasamt hefði verið í miðborg- inni þangað sem fólk fjölmennti á fullveldishátíð á laugardag. Víkverji kann ekki við þetta undarlega orð- skrípi því til eru fyrir góð og hljóm- mikil orð um þetta sama. Best hefði farið á því að tala um strekking og skítakulda. x x x Nýlega var kynnt ný menntastefnaReykjavíkurborgar sem ber yfirskriftina Látum draumana rætast. Ýmissa grasa kennir í plögg- um þessum þar sem útgangspunktar eru félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Eftir að hafa gluggað lauslega í þessa stefnuskrá veltir Víkverji þó fyrir sér hvort samfélagið sé á réttri braut þegar það felur skólum, stofnunum, íþróttafélögum og öðrum slíkum nánast alfarið að fræða börnin og búa þau undir framtíðina. Kærleikur og góð leiðsögn frá mömmu, pabba, ömmu og afa er það besta sem börn- um býðst. Þroski og sálarlíf barna getur vafalítið skaðast sé stofnana- uppeldið allsráðandi. x x x Einn af viðburðum fullveldis-hátíðar um helgina var þegar sýning Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni, sem ber yfirskriftina Vatn- ið í náttúru Íslands, var opnuð. Stór- glæsileg, fróðleg og framandi. Allt er sett fram með nýstárlegri sýningar- tækni og gagnvirkum möguleikum, svo áhorfendur fá skemmtilega til- finningu fyrir efninu. Framsetningin veitir svör og vekur nýjar spurn- ingar svo Víkverji fer í Perluna aftur innan tíðar. x x x Síðasta lag fyrir hádegisfréttir íRíkisútvarpinu í gær var það besta í fjölmiðlum um helgina: Erla, góða Erla; yndissöngur Karlakórs- ins Heimis í Skagafirði og Péturs Péturssonar Álftagerðisbróður. Mikið óskaplega var þetta fallegt; lag Péturs Sigurðssonar og ljóð Stef- áns skálds frá Hvítadal. Víkverji var á ferðinni í bílnum þegar lagið fór af stað en stoppaði úti í vegkanti meðan fíniríið ómaði. Hlusta, nema og njóta – það er lífið! vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm: 106.1)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.