Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Tilnefningar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna 2018 voru kynntar í 30. sinn við hátíðlega athöfn á Kjarvals- stöðum um helgina. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fræðibóka og rita almenns efnis og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Formenn dómnefndanna þriggja, sem valið hafa tilnefningarnar, munu í fram- haldinu koma saman ásamt Gísla Sig- urðssyni, sem er forsetaskipaður for- maður, og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunin verða af- hent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhannes- syni. Verðlaunaupphæðin er ein millj- ón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:  Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli al- heimsins eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring  Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur  Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfs- dóttur  Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn  Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson Dómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson. Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:  Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur  Flóra Íslands. Blómplöntur og birkningar eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur  Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson  Kristur. Saga hugmyndar eftir Sverri Jakobsson  Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur Dómnefnd skipuðu Knútur Haf- steinsson, Kolbrún Elfa Sigurðar- dóttir og Þórunn Sigurðardóttir, for- maður nefndar. Tilnefningar í flokki fagurbókmennta:  Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur  Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson  Sálumessa eftir Gerði Kristnýju  Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason  Haustaugu eftir Hannes Pétursson Dómnefnd skipuðu Bergsteinn Sigurðsson, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson, formaður nefndar. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda voru í ár samtals lagðar fram 138 bækur frá 37 útgefendum í öllum flokkunum þrem- ur. Í flokki barna- og ungmennabóka var alls lagt fram 31 verk frá átta út- gefendum, í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru lögð fram 40 verk frá 22 útgefendum og í flokki fagur- bókmennta 67 verk frá 20 útgef- endum. Alls hafa 14 höfundar af þeim 20 höfundum sem nú eru tilnefndir fengið tilnefningar áður og sex þeirra hafa hlotið Íslensku bókmenntaverð- launin. Þetta eru Auður Jónsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum 2004; Hild- ur Knútsdóttir fyrir Vetrarhörkur 2016; Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Ör 2016, Gerður Kristný fyrir Blóðhófni 2010; Hallgrímur Helgason fyrir Höf- und Íslands 2001 og Hannes Péturs- son fyrir Eldhyl 1993. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Höfundar Gleði ríkti í hópi fræðimanna, rithöfunda og skálda á Kjarvalsstöðum um helgina þegar upplýst var um tilnefningar ársins. Fimmtán bækur tilnefndar  Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018 í þremur flokkum  Verðlaunaféð ein milljón í hverjum flokki  Verðlaunin afhent á nýju ári Í marga áratugi hefur verið talið að tvær ljósmyndir væru til sem sýndu hollenska listmálarann dáða Vincent van Gogh (1853-1890). Hann væri 13 ára gamall á annarri en 19 ára á hinni. Nú telja sérfræðingar Van Gogh-safnsins í Amsterdam sem rannsakað hafa myndirnar fullvíst að sú fyrrnefnda sýni ekki Vincent heldur Theo bróður hans. Þeir bræður voru afar nánir og hélt Theo, sem var listmunasali og fjórum ár- um yngri, Vincent uppi á fullorðins- árum og reyndi að selja málverk hans, með litlum árangri. Theo lést aðeins um sex mánuðum á eftir bróður sínum, 33 ára að aldri, ekkja hans erfði listaverkasafn Vincents. Vincent var ljósmyndafælinn og nú er einungis til þessi eina ljós- mynd sem talið er fullvíst að sýni hann, þá 19 ára gamlan. Hins vegar eru til allnokkrar ljósmyndir af Theo og rýndu sérfræðingarnir í þær þeg- ar þeir sannfærðust um að fyrrnefnd mynd væri í raun af honum. Hún hefur þó birst í fjölmörgum bókum undanfarna hálfa öld sem mynd af Vincent. Langafabarn Theos, Willem van Gogh, er ánægður með að botn hafi fengist í málið. „Það er mikilvægt að arfleifð Vincents van Gogh sé rétt og þessi rannsókn er þar mikilvægt framlag,“ er haft eftir honum í The Guardian. AFP Theo Þetta er Theo 15 ára, ekki Vincent eins og talið var. AFP Vincent Eina ljósmyndin sem til er af Vincent sýnir hann 19 ára. Vincent reyndist vera Theo van Gogh Danski leikarinn Claes Bang mun fara með hlutverk Drakúla í væntanlegum sjónvarpsþáttum BBC og Netflix um blóðsuguna margfrægu. Ekki verður um marga þætti að ræða heldur þrjá þætti og verður hver þeirra álíka langur og kvikmynd. Handritshöfundar og framleiðendur þáttanna eru þeir sömu og gerðu hina vönduðu þætti um Sherlock Holmes með Benedict Cumberbatch í titilhlutverkinu. Þættirnir um Drakúla verða inn- blásnir af skáldsögu Bram Stoker og gerir greifinn sér ferð frá Tran- sylvaníu til London þar sem hann hyggst valda glundroða. Í Bretlandi verða þættirnir sýndir á BBC One sjónvarpsstöðinni en í öðrum lönd- um á Netflix. Leikur Drakúla Blóðsuga Claes Bang hinn danski. Hvergi í Evrópu starfar eins hátt hlutfall þjóðarinnar við kvikmynda- gerð, gerð sjónvarpsefnis eða tón- listar og á Íslandi, skv. tilkynningu frá evrópskri stofnun, European Centre for Entrepreneurship and Policy Reform. Þegar kemur að kvikmyndagerð, tónlist eða gerð sjónvarpsefnis er Ísland með þre- falt fleiri starfsmenn en önnur Evr- ópulönd að meðaltali. Þó hefur þeim fækkað sem starfa við skap- andi störf hér á landi á síðustu ár- um en fjölgað í Mið- og Austur- Evrópu. Hvergi fleiri í kvik- myndum, tónlist og sjónvarpi Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.