Morgunblaðið - 07.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.12.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Veður víða um heim 6.12., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Hólar í Dýrafirði 3 rigning Akureyri 1 snjókoma Egilsstaðir 1 slydda Vatnsskarðshólar 2 rigning Nuuk 1 alskýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló -1 snjókoma Kaupmannahöfn 3 súld Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -4 heiðskírt Lúxemborg 10 skýjað Brussel 12 súld Dublin 11 skýjað Glasgow 10 rigning London 12 rigning París 12 súld Amsterdam 11 alskýjað Hamborg 9 súld Berlín 6 súld Vín 2 rigning Moskva -1 snjókoma Algarve 20 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 12 þoka Aþena 8 skýjað Winnipeg -22 skýjað Montreal -2 snjókoma New York 1 heiðskírt Chicago -1 alskýjað Orlando 15 heiðskírt  7. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:02 15:38 ÍSAFJÖRÐUR 11:42 15:08 SIGLUFJÖRÐUR 11:26 14:49 DJÚPIVOGUR 10:39 14:59 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Dálítil él á N-verðu landinu, en slydda syðra. Á sunnudag Hæg austlæg eða breytileg átt bjart- viðri, vaxandi suðaustanátt, þykknar upp SV-lands. Norðaustan 10-18 m/s, hvassast NV-til, en mun hægari fyrir sunnan. Slydda eða snjókoma á köflum á N-verðu landinu, bjart með köflum syðra. Dálítil væta SA-lands í kvöld. Hiti 0 til 5 stig. Gunnlaugur Snær Ólafsson Kristján H. Jóhannessen Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtur enn ótvíræðs stuðnings flokksmanna ef litið er til svara fulltrúa flokksins við fyrirspurn Morgunblaðsins um áhrif Klausturmálsins á flokksstarfið og afleiðingar þess. Fáir vildu þó tjá sig efnislega um málið og segir Jón Pét- ursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Klausturmálið hafa haft tak- mörkuð áhrif þegar kemur að úr- sögnum úr Miðflokknum. Að sögn hans hafa „fáeinir“ einstaklingar sagt sig úr flokknum eftir að málið kom upp. Morgunblaðið hefur rætt við sjö af níu sveitarstjórnarmönn- um Miðflokksins og segjast allir telja málið ekki hafa áhrif á stöðu Sigmundar sem leiðtoga flokksins. Krefst afsagnar „Ég get ekki sagt að afstaða mín til formanns flokksins hafi breyst, þó ég skilji auðvitað þessa reiði,“ segir Viðar Freyr Guðmundsson, formað- ur Miðflokksfélags Reykjavíkur, og bætir við að Sigmundur Davíð hafi tekið lítinn þátt í samtali Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Óla- sonar um Lilju Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráð- herra. „Það er munur á gerendum og viðhlæjendum,“ segir hann og bætir við að hann vilji að Gunnar Bragi og Bergþór segi af sér þing- mennsku vegna málsins. Miðflokkurinn í Norðvesturkjör- dæmi mun funda um málið í næstu viku að sögn Maríu Óskar Óskars- dóttur, formanns. Hún segir málið leiðinlegt fyrir alla sem að því koma og að það sé harmleikur, en vill ekki tjá sig frekar um málið. Hún segir ekki ríkja vantraust gagnvart for- manni flokksins. Styðja Sigmund Vígdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist vera búin að segja allt sem hún hafi að segja um málið. „Ég sinni mínu starfi fyrir Miðflokkinn hér í borginni og er að einbeita mér að því að kljást áfram við spillinguna hér í Reykjavík,“ seg- ir hún. Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði, Sigurður Þ. Ragnars- son, segist ekki vilja tjá sig um mál- ið, en tekur fram að „það er verið að vinna að málinu eins faglega og hægt er og ég fagna því“. Bæjar- fulltrúi flokksins í Reykjanesbæ, Margrét Þórarinsdóttir, vill ekki tjá sig um málið og vísar til ályktunar sem Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi hefur sent frá sér. Þar segir að krafa grasrótar flokksins sé sú að Sig- mundur Davíð leiði áfram flokkinn. Hannes Karl Hilmarsson, sveitar- stjórnarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og formaður flokksins í Norðaust- urkjördæmi, vísar einnig til fyrri yfirlýsinga um að málið sé ömurlegt í alla staði og að hann jafnframt styðji áfram þingmenn flokksins úr kjördæminu, sem eru þau Sigmund- ur Davíð og Anna Kolbrún Árna- dóttir. Trúnaðarráð komi ekki saman „Mín afstaða er óbreytt. Ég hef áður gefið út þá yfirlýsingu að þetta sé ásættanleg niðurstaða að þeir [Gunnar Bragi Sveinsson og Berg- þór Ólason] hafi farið í leyfi. Við gáf- um það út að við myndum óska eftir flokksráðsfundi ef niðurstaðan yrði ekki ásættanleg,“ segir Hallfríður Hólmgeirsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, og bætir við að meta verði stöðuna á ný ef einhver breyt- ing verður á henni. „Við höfum tekið stöðuna innan flokksins og fólk er á því að hann nýtur stuðnings til áframhaldandi setu,“ segir hún innt álits á formannssetu Sigmundar Davíðs. Spurð hvort trúnaðarráð eigi að taka málið til skoðunar, segir hún ekki þörf á því. „Það eru tveir menn sem eru farnir í leyfi og á meðan staðan er svo tel ég ekki ástæðu til þess að trúnaðarráð komi saman.“ Samkvæmt reglum Miðflokksins er trúnaðarráði skylt að vísa umsvifa- laust úr flokknum hverjum þann sem sýnir hegðun sem sem leiðir af sér vanlíðan annarra. Gagnrýna fjölmiðla Bæjarfulltrúi flokksins í Mosfells- bæ, Sveinn Óskar Sigurðsson, segist harma ummælin sem þingmenn flokksins létu falla á barnum Klaustri. „Bæði sem faðir og ein- staklingur myndi ég vissulega aldrei vilja að mín börn yrðu fyrir áreiti af þessum toga,“ segir hann. „Ég harma einnig að það sé komið þann- ig fyrir okkur Íslendingum að hver og einn getur átt von á því að blaða- menn og fjölmiðlar beiti óhefð- bundnum leiðum án atbeina yfir- valds eins og lögreglu að njósna um einstaklinga,“ bætir hann við. Hann telur ekki rétt að flokkurinn taki frekari afstöðu til þess sem fór fram á Klaustri fyrr en niðurstaða siða- nefndar Alþingis liggur fyrir. „Fjölmiðlar eru að fara offari í þessu máli að mínu mati. Það er svo- sem það eina sem ég hef um þetta að segja og hef ekkert breytt minni af- stöðu,“ segir Rúnar Már Gunnars- son, sveitarstjórnarfulltrúi Mið- flokksins í Fjarðabyggð og segir best að Sigmundur Davíð haldi áfram sem formaður Miðflokksins. Spurður hvort málið ætti að hafa einhverjar frekari afleiðingar fyrir þingmennina Gunnar Braga Sveins- son og Bergþór Ólason sem nú eru í leyfi vegna málsins svarar hann: „Það held ég ekki. Ég held það sé engin ástæða til þess, þeir drápu engan. Þeir eru farnir í leyfi og það er þeirra að ákveða hvenær þeir koma til baka ekki okkar. Þó við vildum segja þeim að fara, þá er það ekki okkar.“ Hann segir ekki koma til greina að vísa þeim úr flokknum þar sem sú niðurstaða muni hæglega vera verri kostur og vísar þar til reynslu Flokks fólksins. Miðflokksfólk stendur við bak Sigmundar  Fulltrúar Miðflokksins vilja ekki tjá sig efnislega um Klausturmálið  Segja málið ekki hafa áhrif á stöðu formannsins  Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs segir að „fáeinir“ hafi sagt sig úr flokknum Morgunblaðið/Hari Miðflokkurinn Myndin er tekin á fundi þingflokks Miðflokksins á mánudag- inn. Fulltrúar flokksins í sveitarstjórnum bera fullt traust til formannsins. Klausturmál Í gær sendi Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, skriflega yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem hann mótmælti ummælum sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þing- maður Miðflokksins, lét falla í við- tali á Bylgjunni að morgni miðviku- dags. Þar sagði hún að á Alþingi ríkti „mjög sérstakur kúltúr“ og „mátti skilja af orðum hennar að starfsmenn Alþingis væru hluti af honum“, segir í yfirlýsingu Helga. „Við höfum kannski stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr en ég er svolítið farin að efast um að það séu bara alþingismenn,“ var meðal þess sem Anna Kolbrún sagði í viðtalinu. Helgi mótmælir þessum ummæl- um og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðl- um um samtöl nokkurra þing- manna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins. Þegar fólk hefji störf á Alþingi sé brýnt fyrir því að sýna háttvísi í hvívetna og sýna virðingu og nærgætni í orðum og framkomu gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum. Þá kemur fram að minnt sé reglulega á þessa þætti á starfsmannafundum skrifstofunn- ar. „Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrif- stofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku. Ég harma þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber,“ segir Helgi. gso@mbl.is Mótmælir orðum Önnu Kolbrúnar Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu fá þingmenn kosna, ef kosið yrði til Alþingis nú, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Mask- ína gerði eftir að Klaustursmálið kom upp. Hvorugur flokkurinn myndi ná 5% lágmarksfylgi. Í könnuninni sem birt er á vef Maskínu, maskina.is, kemur fram að innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum myndi kjósa hann nú, eða tæplega 49%. Rúm- lega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins myndu kjósa hann aftur ef kosið yrði nú. Það er raunar litlu lægra hlutfall en hjá VG. Samfylkingin og Sjálfstæðis- flokkurinn mælast með mest fylgi í könnuninni, 19-20%. Næstir koma VG og Píratar með tæp 15%, þá Viðreisn með rúm 13% og loks Framsóknarflokkurinn með tæp 9% þeirra sem gáfu upp afstöðu sína. Hvorki Miðflokkur- inn né Flokkur fólks- ins næðu kjöri Framkvæmdastjórn Samfylkingar- innar telur að vegna framgöngu sinnar og viðbragða séu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu saman á veitingastaðnum Klaustri 20. nóvember sl. rúnir trausti. Óskandi væri að þeir settu virðingu Alþingis og traust á stjórn- málum í landinu ofar eigin hag og segðu af sér þingmennsku. Í ályktun framkvæmdastjórnar- innar frá því í gær eru ummæli þing- mannanna fordæmd. Hegðun af því tagi sé engum sæmandi og allra síst kjörnum fulltrúum á Alþingi Íslend- inga. „Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitn- ingu. Vandséð er hvernig hægt er að ætlast til þess að samstarfsfólk þing- mannanna á Alþingi vinni með þeim á ný – ekki síst ef haft er í huga að afsökunarbeiðnir viðkomandi þing- manna hafa að mestu einkennst af undanbrögðum frekar en iðrun,“ segir í ályktuninni. Jafnframt er sagt að upptökurnar séu því miður til vitnis um bakslag í jafnréttis- baráttu kynjanna, í baráttu kvenna, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Óskandi að þing- menn segðu af sér Morgunblaðið/Skapti Formaður Logi Már Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.