Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 Bankaráð Landsbankans hf. hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 21. mars 2018. Landsbankinn býðst til að kaupa hluti sem nemur að hámarki 72,5 milljónum hluta í Landsbankanum. Hluthafar geta nýtt sér boð Landsbankans um endurkaup á endurkaupatímabilinu frá og með 10. desember 2018 til og með 20. desember 2018. Í samræmi við ákvörðun aðalfundar býðst Landsbankinn til að kaupa hvern hlut á framangreindu endurkaupatímabili á gengi sem sam- svarar hlutfallinu á milli eigin fjár sem tilheyrir hluthöfum bankans og hlutafjár bankans, samkvæmt síðasta birta uppgjöri áður en endurkaupatímabilið hefst. Hluthafar Landsbankans áttu síðast kost á að selja hlutabréf sín í bankanum í febrúar 2017 og vill bankinn veita hluthöfum tækifæri á ný til að selja bréfin. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hvern hlut á genginu 9,9787 á endurkaupatímabilinu frá og með 10. desember 2018 til og með 20. desember 2018. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir hluthafa sem vilja nýta sér boð bankans má finna á, www.landsbankinn.is/endurkaup. Þá verða upplýsingar veittar í síma 410 4040. Tilkynning til hluthafa í Landsbankanum um kaup bankans á eigin hlutum Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 aðirnir taka ekk- ert fyrir svo andvirðið rennur allt í sjóðinn. Í hópi þeirra sem leita aðstoð- ar hjá Fjöl- skylduhjálpinni eru eldri borgar- ar og öryrkjar. Einnig fólk úr lægstu tekjuhóp- unum og einstæðir foreldrar. Auk matarúthlutunar er rekinn fatamarkaður þar sem föt eru seld við vægu verði, á 200 eða 500 krónur. Samt hafa ekki allir efni á því og er þeim þá hjálpað sérstaklega. Einnig er algengt að leyst séu út lyf fyrir fólk sem á ekki fyrir þeim. Loks er úthlutað jólapökkum sem safnast undir tréð í Kringlunni. Hjálparstarf kirkjunnar Vilborg Oddsdóttir, sem stýrir innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar, segir að fjöldi umsókna sé svipaður nú og í fyrra. „Almennt koma kannski aðeins færri Íslend- ingar en áður. Á móti koma erlendir einstæðir foreldrar sem vinna fyrir lægstu launum og leigja. Fólkið borgar nánast öll launin sín í leigu og á lítið afgangs. Þessi hópur á ekki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur út- hlutar aðstoð að verðmæti hátt í 30 milljónir króna fyrir þessi jól. Borist hafa um 800 umsóknir. Á bak við margar þeirra eru fjölskyldur, þær stærstu allt að sjö manna, að sögn Önnu H. Pétursdóttur, formanns nefndarinnar. Þau sem njóta góðs af aðstoðinni skipta því þúsundum. „Við höfum tekið við svipuðum fjölda umsókna nú og í fyrra,“ sagði Anna. Umsóknum fækkaði í fyrra og fóru þá í fyrsta sinn niður fyrir eitt þúsund í mörg ár. Mæðrastyrksnefnd er með matar- aðstoð, úthlutar fötum og gefur jóla- gjafir fyrir börn. Hópurinn sem nýt- ur aðstoðar er mjög blandaður; meirihlutinn íslenskir ríkisborgarar og í hópnum eru öryrkjar, einstæðir foreldrar og aldraðir. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er með sex matarúthlutanir í mánuði og eina fataúthlutun tíu mánuði árs- ins. Jólaúthlutunin er langstærst. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu. Anna segir að bæði einstaklingar og fyrirtæki séu mjög rausnarleg við mæðrastyrksnefnd. „Annars mund- um við ekki geta þetta,“ sagði Anna. Mikið hringt eftir aðstoð „Það er mjög mikið hringt og hef- ur verið mikið um aðstoð allt þetta ár. Okkur finnst alls ekki hafa dregið úr þörfinni. Við vorum þau einu sem afhentum matvæli í sumar og þá gekk mikið á matarsjóðinn,“ sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofn- andi Fjölskylduhjálpar Íslands. Nú er verið að framleiða útikerti sem eru seld í stórmörkuðum til fjáröfl- unar fyrir matarsjóðinn. Stórmark- fjölskyldu hér sem býður í mat á jól- unum og styður á annan hátt. Sá hópur er stærri nú en áður.“ Jólaaðstoð hjálparstarfsins felst í úthlutun inneignarkorta í matvöru- verslunum, jólafötum og jólagjöfum. Hjálparstarfið er í samvinnu við önn- ur samtök eins og Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn, mæðrastyrks- nefnd á Akureyri o.fl. um jólaaðstoð alls staðar á landinu, nema á höfuð- borgarsvæðinu. Vilborg segir að umfang aðstoðar- innar fari eftir fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu. „Við notum viðmið frá Umboðsmanni skuldara. Sumir eru nokkurn veginn á því viðmiði en aðr- ir langt undir því. Þá reynum við að koma meira til móts við þann hóp,“ sagði Vilborg. Fjölbreytt aðstoð veitt fyrir jólin  Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar veita jólaaðstoð þeim sem hafa lítið á milli handanna  Matargjafir, fataúthlutanir og jólapakkar handa börnunum Morgunblaðið/Hari Kærleiksljós til þín Jón Elíasson steypir útikerti sem seld eru til ágóða fyrir matarsjóð Fjölskylduhjálpar Íslands. Anna H. Péturs- dóttir Ásgerður Jóna Flosadóttir Vilborg Oddsdóttir Þúsundir landsmanna fá jólaað- stoð frá hjálparsamtökum sem gerir fólki kleift að halda gleðilegri jól en ella. Stór hjálparsamtök sem veita jólaaðstoð eru Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálpar- starf kirkjunnar og Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur. Fleiri samtök liðsinna þeim sem minna mega sín á þessum árstíma. Stóru samtökin biðja fólk að sýna upplýsingar um tekjur sínar, t.d. skattskýrslu eða launaseðil. Upplýsingarnar eru ekki skráðar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að þeir sem eru vel bjargálna fái aðstoð sem aðrir eru í meiri þörf fyrir. Hjálparsamtökin eiga það sameiginlegt að reiða sig á velvilja almennings og fyrirtækja varðandi peningagjafir og fyrirgreiðslu t.d. í formi afsláttar af vörum sem síðan er deilt út. Einnig njóta þau starfs- krafta fjölmargra sjálboðaliða. Þúsundir fá jólaaðstoð HJÁLPARSAMTÖK HJÁLPA ÞURFANDI FYRIR JÓLIN Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér fannst leiðinleg þessi nei- kvæða umræða sem spratt upp um Klóa á sínum tíma. Þegar við gerðum svo nýja og betri útgáfu af bjórnum fannst mér því við hæfi að hann fengi nýtt nafn. Eins og ég sagði á sínum tíma var ég alltaf meiri Kappa- maður og því lá beint við að endurbætt útgáfa myndi heita Kappi,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Brugghúsið hefur sent frá sér nýjan bjór sem nú fæst á völdum börum og veitingastöðum í skamman tíma. Bjórinn kallast Kappi kakó porter og er uppfærð útgáfa af hinum umtalaða Klóa sem kom á markað síðasta sumar. Morgunblaðið greindi frá því í haust að Mjólkursamsalan var afar ósátt við Klóa og hótaði Borg brugghúsi lög- sókn ef það léti ekki af notkun auðkennisins Klóa, en samnefnd fígúra hefur lengi verið notuð til kynn- ingar á kókómjólk fyrir- tækisins. Forsvarsmenn Mjólkursamsöl- unnar geta því fagnað nú þegar Klói er laus úr viðjum bjórmenn- ingarinnar en spurning er hvort Vífilfell, sem fram- leiddi kókómjólkina Kappa á sínum tíma, telji einnig vegið að sér. Endurbætur Bjórinn Klói er horfinn á braut en Kappi mættur til leiks. Endurbættur Klói breyttist í Kappa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.