Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Hæstiréttur Íslands dæmdi í gær ís-
lenska ríkið skaðabótaskylt gagn-
vart útgerðarfélögunum Hugin og
Ísfélagi Vestmannaeyja. Hæstirétt-
ur sneri þar með við dómum Héraðs-
dóms Reykjavíkur sem hafði komist
að öndverðri niðurstöðu. Endur-
skoðunarfyrirtæki telur að hagnað-
armissir útgerðarfélaganna nemi um
2,6 milljörðum króna.
Útgerðarfélögin kröfðust viður-
kenningar á skaðabótaskyldu ís-
lenska ríkisins vegna fjártjóns sem
félögin töldu sig hafa orðið fyrir með
því að fiskiskipum þeirra hefði, á
grundvelli reglugerða, verið úthlut-
að minni aflaheimildum á makríl á
árunum 2011 til 2014 en skylt hefði
verið samkvæmt lögum.
Reistu félögin kröfur sínar á þeim
grundvelli að skylda til svokallaðrar
hlutdeildarsetningar makrílstofnins
hefði verið orðin virk þegar um-
ræddar úthlutanir fóru fram og út-
hluta hefði átt aflaheimildum á þeim
grunni.
Úthlutun olli fjártjóni
Samkvæmt gögnum málsins sendi
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið frá sér fréttatilkynningu 16.
mars 2011 þar sem fram kom að við
úthlutun aflahlutdeilda í makríl væri
horft til þess að auka þann hluta
makrílaflans sem færi til vinnslu og
manneldis. Væri tekið tillit til alhliða
hagsmuna greinarinnar og þjóðar-
búsins með því að stuðlað yrði að
sem mestri og fjölbreyttastri verð-
mætasköpun og atvinnu. Fram kom
að veiðarnar sköpuðu ekki grunn að
veiðirétti eða veiðifyrirkomulagi í
framtíðinni og ekki lægi fyrir sam-
felld veiðireynsla í skilningi laga.
Mikilvægt væri fyrir þjóðarbúið að
ekki væri lokað fyrir möguleika á að
afla enn fjölbreyttari reynslu í
vinnslu og veiðum en þá lá fyrir.
Í forsendum Hæstaréttar kemur
hins vegar meðal annars fram að
„[þ]ar sem úthlutunin var á um-
ræddum árum ekki í samræmi við
það sem lögskylt var og minni en
áfrýjandi átti rétt til ber að fallast á
með honum að stefndi beri ábyrgð á
því fjártjóni sem áfrýjandi kann að
hafa beðið af því að ekki var fylgt
fyrirmælum laga í þeim efnum“.
Íslenska ríkið taldi að úthlutanir
aflaheimilda á árunum 2011 til 2014
hefðu verið að öllu leyti í samræmi
við lög um úthlutanir aflaheimilda
sem og reglugerðir settar sam-
kvæmt þeim um veiðar á makríl.
Hæstiréttur tók undir sjónarmið
útgerðarfélaganna og komst að
þeirri niðurstöðu í tveimur aðskild-
um dómum í gær að við úthlutun
aflaheimilda í makríl árið 2011 hefði
verið skylt að ákvarða aflahlutdeild á
grundvelli veiðireynslu einstakra
skipa miðað við þrjú bestu veiðitíma-
bil á undangengnum sex veiðitíma-
bilum. Það hafi ekki verið gert og því
stofnaðist til skaðabótaskyldu ís-
lenska ríkisins.
Í dómunum kemur fram að út-
gerðarfélögin hafi farið þess á leit við
endurskoðunarfyrirtækið Deloitte
að það reiknaði út fjártjón vegna
þess að aflaheimildir félaganna
hefðu verið skertar. Deloitte komst
að þeirri niðurstöðu að hagnaðar-
missir Ísfélags Vestmannaeyja væri
um 2,3 milljarðar króna og að Hug-
inn hafi orðið af um 365 milljónum.
Hæstiréttur taldi að þeim útreikn-
ingum hefði íslenska ríkið ekki
hnekkt.
Í dómsorðum er „viðurkennt að
stefndi, íslenska ríkið, ber skaða-
bótaábyrgð á því fjártjóni sem áfrýj-
andi [Huginn ehf. og Ísfélag Vest-
mannaeyja hf.] kann að hafa beðið
[...] með ákvörðunum Fiskistofu sem
teknar voru á grundvelli reglu-
gerða.“
Hafi einnig fordæmisgildi
fyrir seinni tíma úthlutanir
Stefán A. Svensson lögmaður á
lögmannsstofunni Juris annaðist
rekstur málanna í Hæstarétti fyrir
bæði útgerðarfélögin. Hann kvað í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi dómana skýra og vel rök-
studda, og ekki koma á óvart. Um-
boðsmaður Alþingis hefði á sínum
tíma talið að laga hefði ekki verið
gætt við úthlutunina, en ríkið hefði
ekki viljað una þeirri niðurstöðu.
Um framhaldið sagði Stefán með-
al annars að sér sýndist dómarnir
einnig hafa fordæmisáhrif vegna
seinni tíma úthlutana, þ.e. eftir það
tímabil sem dómarnir tóku til. Dóm-
arnir hlytu jafnframt að kalla á
breytt skipulag stjórnar makríl-
veiða.
Ráðherra boðar endurskoðun
fyrirkomulags við veiðistjórn
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, telur
að ráðast þurfi í endurskoðun á veiði-
stjórnun makrílveiða í kjölfar dóma
Hæstaréttar. „Ég skil niðurstöðu
Hæstaréttar á þann veg að það fyrir-
komulag sem var haft við veiðistjórn
makríls árin 2011 til 2014 standist
ekki lög og úr þeirri stöðu þurfum
við að ráða,“ sagði Kristján Þór í
samtali við mbl.is í gærkvöldi.
Kristján Þór sagði að það væri of
snemmt að segja til um hvaða áhrif
og þýðingu niðurstaða Hæstaréttar
hefði á íslenskan sjávarútveg.
„Ég geri ráð fyrir því að við mun-
um ganga til þess verks að fara yfir
forsendur dómsins. Ég mun kynna
ríkisstjórn niðurstöðuna í fyrramálið
og við höfum sett niður fund með rík-
islögmanni eftir helgi,“ sagði hann í
samtali við mbl.is og bætti við: „Jafn-
hliða því þurfum við á mínu mála-
efnasviði að fara í endurskoðun á
veiðistjórninni á makríl. Það er alveg
augljóst mál.“
Þá sagði hann óljóst vera á þessum
tímapunkti hvert framhaldið yrði,
þ.e. hvort íslenska ríkið mundi leitast
við að ná fram sáttum við útgerð-
arfélögin utan dómssala eða hvort
ríkið mundi taka til varna í mögulegu
skaðabótamáli.
„Samkvæmt lögum um ríkislög-
mann þá fer það embætti með upp-
gjör á bótakröfum sem beinast að
ríkissjóði og ég verð að vísa þessu
þangað til umfjöllunar. Það er lög-
skylt verkefni ríkislögmanns að fara
með alla þessa þætti og ég sem sjáv-
arútvegsráðherra hef í raun ekkert
um það að segja,“ sagði Kristján Þór.
Dómar Hæstaréttar sem féllu í
gær og sá hagnaðarmissir sem út-
gerðarfélögin urðu fyrir taka aðeins
til áranna 2011 til 2014. Það er því
óljóst hver staðan er varðandi út-
hlutun aflaheimilda á árunum 2015
til 2018.
Ráðherra telur óvíst um afleið-
ingar fyrir aðrar útgerðir
„Það er eitthvað sem við þurfum
að leggjast yfir og meta í framhald-
inu af þessu, hvort það sé með sama
hætti ólögmætt. Það er eitt af þeim
verkefnum sem framundan er,“
bætti Kristján Þór við.
Þá er alls óvíst hvaða afleiðingar
niðurstaða Hæstaréttar mun hafa á
stöðu annarra útgerðarfélaga sem
einnig máttu þola skerðingu aflahlut-
deildar með ólögmætum hætti á ár-
unum 2011 til 2014. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að minnsta kosti
tvö önnur útgerðarfélög hafi höfðað
mál á hendur ríkinu á sömu forsend-
um og að meðferð þeirra fari nú fram
á lægri dómsstigum.
Um það sagði Kristján Þór: „Það
er hluti af þeirri skoðun sem við
munum fara í varðandi þessa niður-
stöðu Hæstaréttar. Hún kallar á að
við förum yfir þetta allt saman frá
grunni og tökum mið af þeirri nið-
urstöðu sem rétturinn kemst að.
Eina sem ég veit er að veiðistjórnin á
makríl þarfnast endurskoðunar.“
Íslenska ríkið skaðabótaskylt
Ísfélag Vestmannaeyja og Huginn lögðu íslenska ríkið Hagnaðarmissir vegna ólögmætrar úthlut-
unar aflaheimilda talinn nema 2,6 milljörðum króna Ráðherra boðar breytingu á fyrirkomulagi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll Íslenska ríkið er skaðabótaskylt vegna stjórnunar veiða á makrílstofninum á árunum 2011 til 2014.
Viðbrögð
» Sjávarútvegsráðherra segir
óljóst hvert framhaldið verður,
þ.e. hvort íslenska ríkið muni
leitast við að ná sáttum við út-
gerðarfélögin utan dómssala
eða taka til varna í mögulegu
skaðabótamáli.
» Lögmaður útgerðanna telur
að dómarnir hljóti að kalla á
breytt skipulag stjórnar
makrílveiða.
Stefán A.
Svensson
Kristján Þór
Júlíusson
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Straumhvörf
Audi A3 e-tron
sameinar tvo heima
Þú kemst á raforkunni einni saman í flestar
ferðir með allt að 50 kílómetra drægni,
eftir það tekur sparneytin bensínvélin við.
Verð frá 4.560.000 kr.
Til afhend
ingar strax
Eigum nokkra Audi A3 e-tron á einstöku tilboðsverði.