Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 16
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Starfshópur um framtíð innanlands-
flugs leggur áherslu á uppbyggingu
varaflugvalla. Með skýrslu hópsins
fylgja nokkrar umsagnir um stöð-
una frá haghöfum í fluginu.
Fram kemur í umsögn öryggis-
nefndar Félags
íslenskra at-
vinnuflugmanna
(FÍA) að hinn 2.
apríl sl. skapaðist
„nokkuð alvar-
legt ástand þegar
sjö flugvélar
þurftu að hverfa
frá Keflavíkur-
flugvelli, ein lenti
í Glasgow, tvær á
Akureyri og fjórar á Egilsstöðum“.
Ingvar Tryggvason, formaður ör-
yggisnefndar FÍA, rifjar þetta upp.
„Það var mikil snjókoma í Kefla-
vík sem varð þess valdandi að þessi
atburðarás fór af stað að vélar fóru
til varaflugvalla. Eldsneytisforði
flugvélar er ákvarðaður þannig að
hann dugi á áfangastað og á vara-
flugvöll og svo er varaeldsneyti til
viðbótar. Þá bæta flugmenn gjarnan
við aukaeldsneyti, sem bætist við
varaeldsneytið, ef veður eða annað
gefur tilefni til, 10-30 mínútna forða.
8 mínútum frá neyðarástandi
Tankarnir eru ekki fylltir dags
daglega. Þessi viðmið eru reiknuð
út frá þyngd vélarinnar, veðurfari
og afkastagetu. Þetta er allt í sam-
ræmi við flugrekstrarreglugerð og
alþjóðlegar kröfur. Almenna við-
miðið er að varaeldsneytið sé hálf-
tíma forði. Það er síðasti sopinn, ef
svo má segja, sem við megum ekki
snerta á,“ segir Ingvar.
Hann segir aðspurður að vara-
eldsneytið sé þannig ætlað til lengra
flugs en til varaflugvallar. Til dæm-
is til biðflugs meðan flugvellir opn-
ast.
„Þetta gerist ekki ýkja oft. Við
þurfum hins vegar að vera viðbúin
svona atburðarás hér á eyju úti í
Atlantshafi. Hér er allt annað um-
hverfi en á meginlandi Evrópu og
Bandaríkjunum. Þar eru fullbúnir
flugvellir úti um allar grundir.“
– Hversu alvarlegt var þetta atvik
í stóra samhenginu?
„Við erum að reyna að vekja at-
hygli á hvernig þessi atburðarás
þróaðist og hvernig spilaðist úr
henni. Margir samverkandi þættir
ollu því að vél sem þurfti að hverfa
til Egilsstaða var átta mínútum frá
því að lýsa yfir neyðarástandi.“
Með því vísar Ingvar til þess að
farþegaþotan var átta mínútum frá
því að fara niður í varaforðann sem
er til 30 mínútna flugs í neyð. Við
það bætist áðurnefnt aukaeldsneyti.
Umrædd farþegaþota var að koma
frá Bandaríkjunum í morgunsárið.
Stýrir ekki flugumferðinni
Ingvar segir trúnað gilda um frá
hvaða flugfélagi þotan var.
„Það má segja að ákveðið samspil
á Egilsstöðum hafi valdið því að það
tók svo langan tíma að lenda vél-
unum þar. Það er ekki flugumferð-
arstjóri í turninum á Egilsstöðum,
heldur flugvallarstarfsmaður. Þetta
er rótgróið og þekkt fyrirkomulag.
Flugvallarstarfsmaðurinn stýrir
ekki umferðinni og er ekki í því að
tryggja aðskilnað milli flugvéla.
Hans verk felst fyrst og fremst í því
að gefa veðurupplýsingar og upp-
lýsingar um umferð. Fyrir vikið
gekk umferðin miklu hægar fyrir
sig en ella. Fyrsta vélin fór í aðflug
og lenti en aðrar vélar þurftu að
vera í biðflugi yfir vellinum á með-
an. Vél númer tvö mátti ekki fara í
aðflug fyrr en fyrsta vélin var lent
má segja. Það er almenna viðmiðið.
Það tók hálftíma að lenda fjórum
vélum á Egilsstöðum, sem er alveg
gríðarlega langur tími.“
Ingvar segir aðspurður þetta
vitna um að stórefla þurfi Egils-
staðaflugvöll sem varaflugvöll. M.a.
þurfi að stækka flughlöðin og
byggja akstursbraut samsíða endi-
lengri flugbrautinni. Stækka þurfi
flughlöðin á Akureyri og Egils-
stöðum í einhverjum áföngum.
Komin á síðasta snúning
Ingvar segir flugbrautina á Egils-
stöðum nógu langa til að geta tekið
á móti farþegaþotum.
„Hún mætti þó ekki vera styttri.
Það væri þægilegt að hafa hana
lengri en hún er alveg nógu góð.
Yfirborðið á henni er hins vegar á
síðasta snúningi. Það er orðið löngu
tímabært að malbika hana.“
Ingvar vekur jafnframt athygli á
minnisblaði Isavia vegna skýrslu
starfshópsins. Þar komi fram að
leiðsögu- og fjarskiptabúnaður á
varaflugvöllum sé óviðunandi.
„Þetta er óboðlegt og er vandi
sem við höfum talað um í 10-15 ár.
Það hefur lítið gerst en vonandi er
að verða breyting á því núna. Við
erum að vona það. Skýrsla starfs-
hópsins hjá samgönguráðuneytinu
er stórmerkilegt framtak. Við fögn-
um því,“ segir Ingvar sem telur at-
burðina 2. apríl sl. ekkert einsdæmi.
Þetta sé dæmigerð atburðarás en sú
umfangsmesta í seinni tíð. Með
henni rifjist upp að fyrir 20 árum
lokaði þoka skyndilega suðvestur-
horninu, með þeim afleiðingum að
Akureyrarflugvöllur fylltist af flug-
vélum. Formaður starfshópsins um
innanlandsflugið, Njáll Trausti
Friðbertsson, hafi þá staðið vaktina
í turninum á Akureyri.
Með hliðsjón af stóraukinni flug-
umferð og veðurfari sé tekin áhætta
með svo slæmu ásigkomulagi vara-
flugvalla. Úrbætur þoli enga bið.
„Þetta er svolítið hvimleitt. Öll
þessi verkfræðiþekking er fyrir
hendi hjá Isavia og Samgöngustofu
til að framkvæma þessa hluti. Það
hefur hins vegar ríkt ákveðið
stefnu- og sinnuleysi í flugmálum en
við sjáum merki þess að það sé að
breytast til batnaðar,“ segir Ingvar.
Ástand varaflugvallanna óboðlegt
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir tekna áhættu með vanrækslu
Enginn flugumferðarstjóri var á Egilsstaðaflugvelli þegar þotum var beint þangað frá Keflavík
Morgunblaðið/RAX
Egilsstaðaflugvöllur Myndin var tekin í flóðum. Náttúruöflin minna reglulega á sig á Íslandi.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Njáll Trausti Friðbertsson, formað-
ur starfshóps um framtíð innan-
landsflugs, fagnar þeim ummælum
Dags B. Eggertssonar, borgar-
stjóra, í Morgunblaðinu í gær að
„varaflugvallar-
málin séu komin á
dagskrá og flug-
öryggi í því sam-
hengi“. Sagði
Dagur ljóst að
taka þyrfti þau
mál „mjög föstum
tökum“.
Tilefni samtals-
ins var útkoma
skýrslu starfs-
hópsins en haft
var eftir Njáli Trausta að tillögur
skýrsluhöfunda um uppbyggingu
fælu í sér að Reykjavíkurflugvöllur
yrði á sínum stað næstu 15-20 ár.
Gæti ekki tjáð sig að sinni
Dagur taldi ótímabært að ræða
þessi sjónarmið. Hann ætti enda
sæti í nefnd um flugvallarmálin sem
samgönguráðherra skipaði. Hann
myndi ekki tjá sig frekar fyrr en sú
nefnd skilaði skýrslu á næsta ári.
Njáll Trausti segir áhuga borgar-
stjóra á öryggismálum Reykjavíkur-
flugvallar vera nýtilkominn. „Það er
mjög ánægjulegt að borgarstjóri
skuli vera tilbúinn að fara að ræða
flugöryggismál. Það hefur verið bent
á það í mörg ár að ákvarðanir
Reykjavíkurborgar í aðalskipulags-
og deiliskipulagsmálum hafa aldrei
tekið tillit til flugöryggismála, eða al-
mennt öryggismála landsins.
Með þessu viðurkennir borgar-
stjóri að hann hafi ekki hugsað mikið
um flugöryggismál í sinni vinnu og í
skipulagsmálum borgarinnar. Þá
varðandi Vatnsmýrina og flugvöllinn
á undanförnum árum.“
Stjórnsýslan brást
„Árið 2013 bentu samtökin Hjart-
að í Vatnsmýri [sem vilja flugvöll
áfram í Vatnsmýri] ítrekað á
öryggishlutverk vallarins. Almennt
fannst mér stjórnsýslan bregðast í
málinu. Dagur gerði þá [sem form.
borgarráðs] ekkert með þennan mál-
flutning. Borgin er búin að stór-
skemma Reykjavíkurflugvöll. Það
hefur verið þrengt svo mikið að vell-
inum, loka einni flugbraut og byggja
alls staðar í kringum hann, og gert
lítið úr veigamiklu öryggishlutverki
Reykjavíkurflugvallar í flugvalla-
kerfi og almannavörnum landsins.“
Borgarstjóri sýni
öryggi nú áhuga
Formaður hóps bregst við ummælum
Njáll Trausti
Friðbertsson
Í starfshópnum um framtíð
innanlandsflugs sátu Njáll
Trausti Friðbertsson, sem var
formaður hópsins, Jóna Árný
Þórðardóttir, framkvæmda-
stjóri Austurbrúar, og Jón Karl
Ólafsson, framkvæmdastjóri
flugvallasviðs Isavia.
Frá og með janúar 2018 var
Ingveldur Sæmundsdóttir,
aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra, skipuð í hópinn.
Í ágúst 2018 hætti Jón Karl
hjá Isavia og í hópnum.
Friðfinnur Skaftason verk-
fræðingur og Kristín Sandra
Karlsdóttir, sérfræðingur í
samgönguráðuneytinu, störf-
uðu jafnframt með hópnum.
Með reynslu
af flugmálum
STARFSHÓPUR
Ingvar
Tryggvason
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar