Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
JÓLASERÍUR
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
kr.275
Inni- og útiseríur.
Verð frá
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Níu ríki hafa ákveðið að fara að dæmi
stjórnar Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta og hafna sáttmála um
flótta- og farandfólk sem verður
undirritaður á ráðstefnu í Marokkó í
næstu viku. Sáttmálinn hefur mætt
andstöðu í nokkrum öðrum löndum,
einkum flokka þjóðernissinna sem
segja hann skerða fullveldi ríkjanna.
Stuðningsmenn sáttmálans segja
þetta alrangt, enda er tekið sér-
staklega fram í sáttmálanum að hann
sé ekki lagalega bindandi og virða
beri fullveldisrétt ríkjanna sem
undirrita hann. Ennfremur er tekið
fram að ákvæði sáttmálans jafngildi
ekki viðurkenningu á því að það séu
mannréttindi að fá að flytjast búferl-
um milli landa af efnahagslegum
ástæðum.
Umræðan um sáttmálann hófst á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið
2015 vegna mikils straums flótta- og
farandfólks til Evrópuríkja frá Afríku
og Mið-Austurlöndum. Árið eftir
undirrituðu öll 193 aðildarríki Sam-
einuðu þjóðanna svonefnda New
York-yfirlýsingu þar sem hvatt var til
þess að sérstakur sáttmáli um fólks-
flutninga milli landa yrði samþykktur
fyrir lok þessa árs. Trump tilkynnti
fyrir ári að Bandaríkin myndu ekki
undirrita samninginn en önnur að-
ildarríki SÞ samþykktu texta sátt-
málans í júlí sl. Hann verður undirrit-
aður á ráðstefnu í Marokkó á
mánudaginn og þriðjudaginn kemur.
Staðfestir fullveldisréttinn
Ungverjaland var í fyrstu eina rík-
ið sem hafnaði sáttmálunum, fyrir ut-
an Bandaríkin. Ungverjaland er und-
ir stjórn þjóðernissinnaðs íhalds-
manns, Viktors Orbáns, sem hefur
látið reisa 175 km langa gaddavírs-
girðingu meðfram landamærunum að
Serbíu til að hindra að flótta- og far-
andfólk fari yfir þau í von um að fá
hæli í ríkjum Evrópusambandsins.
Síðustu vikur hafa stjórnvöld í átta
öðrum löndum ákveðið að hafna sátt-
málanum, að sögn fréttaveitunnar
AFP. Þau eru: Ástralía, Ísrael, Pól-
land, Slóvakía, Tékkland, Austurríki,
Sviss og Búlgaría. Ríkisstjórn Ítalíu
hefur ákveðið að láta þing landsins
um að ákveða hvort samþykkja eigi
sáttmálann og ætlar því ekki að
senda fulltrúa til að undirrita hann á
ráðstefnunni í Marokkó.
Þjóðernissinnar í fleiri löndum
hafa lagst gegn sáttmálanum, þeirra
á meðal flokkur flæmskra aðskiln-
aðarsinna, N-VA, sem á aðild að ríkis-
stjórn mið- og hægriflokka í Belgíu.
Andstaða flokksins við sáttmálann
varð til þess að Charles Michel for-
sætisráðherra skaut málinu til belg-
íska þingsins sem samþykkti hann.
Michel kvaðst ætla að samþykkja
sáttmálann fyrir hönd þingsins en
ekki stjórnarinnar.
Á meðal annarra þjóðernisflokka
sem hafa lagst gegn sáttmálanum eru
Annar kostur fyrir Þýskaland (AfD),
Svíþjóðardemókratarnir og Danski
þjóðarflokkurinn, sem hefur stutt
minnihlutastjórn Danmerkur á þingi
landsins. Lars Løkke Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, segir
þó að stjórnin ætli að samþykkja sátt-
málann og neitar því að hann tak-
marki rétt hennar til að framfylgja
eigin stefnu eins og þjóðernissinnar
hafa haldið fram. „Það myndi aldrei
hvarfla að ríkisstjórninni að undirrita
eitthvað sem drægi úr getu okkar til
að framfylgja þeirri ströngu innflytj-
endalöggjöf sem við höfum hér í Dan-
mörku,“ sagði Rasmussen á danska
þinginu í vikunni sem leið.
Flokkarnir hafa sagt að sáttmálinn
skerði fullveldi ríkjanna sem undir-
rita hann og gangi gegn stefnu þeirra
í innflytjendamálum. Í sáttmálanum
segir þó að hann sé ekki lagalega
bindandi (bls. 2) og hann „staðfesti
fullveldisrétt ríkja til að ákveða
stefnu sína hvað varðar fólksflutn-
inga milli landa“ (bls. 4).
Tjáningarfrelsið virt
Ennfremur hefur verið haft eftir
Nigel Farage, fyrverandi leiðtoga
þjóðernisflokksins UKIP í Bretlandi,
að með sáttmálanum sé „verið að
refsivæða gagnrýni á fjöldainnflutn-
ing og gera ólöglega innflytjendur
löglega með því að skilgreina alla sem
flytjast milli landa sem „flótta-
menn“.“ Í sáttmálanum er ekkert
ákvæði um slíka skilgreiningu. Tekið
er fram að þótt farandmenn, sem
flytja milli landa af efnahagslegum
ástæðum, njóti sömu mannréttinda
og flóttafólk frá stríðssvæðum sé
réttarstaða þeirra önnur (bls. 29).
„Aðeins flóttafólk á rétt á alþjóðlegri
vernd eins og hún er skilgreind sam-
kvæmt þjóðarétti.“
Þjóðernissinnar hafa einnig gagn-
rýnt grein í sáttmálanum þar sem
fram kemur að eitt af markmiðum
hans sé að stuðla að sjálfstæðri, hlut-
lægri og vandaðri umfjöllun fjölmiðla
um málefni flótta- og farandfólks. Í
sáttmálanum er m.a. hvatt til þess að
stöðva opinber fjárframlög til „fjöl-
miðla sem stuðla kerfisbundið að um-
burðarleysi, útlendingahatri, kyn-
þáttahatri og öðru misrétti gagnvart
farandfólki“. Tekið er fram í þessu
sambandi að virða beri fjölmiðlafrelsi
til fulls. Ennfremur er hvatt til þess
að þeir sem hvetji til ofbeldis og
hatursglæpa verði dregnir til ábyrgð-
ar en áréttað að slíkt megi aðeins
gera í samræmi við landslög og al-
þjóðasáttmála um mannréttindi,
einkum tjáningarfrelsi (bls. 24).
Sáttmálinn skerðir ekki fullveldi
Þjóðernissinnar hafna sáttmála um fólksflutninga milli landa og segja hann skerða rétt ríkja til
að framfylgja eigin stefnu í innflytjendamálum Tekið er þó fram í sáttmálanum að svo sé ekki
AFP
Mannslífum bjargað Félagar í spænsku samtökunum Proactiva Open Arms bjarga konu á Miðjarðarhafi, um 85
sjómílur undan strönd Líbíu. Samtökin voru stofnuð til að bjarga lífi flótta- og farandfólks sem fer með bátum frá
Norður-Afríku í von um að komast til Evrópu. Á meðal markmiða sáttmálans um fólksflutninga milli landa er að
vernda líf farandmanna, meðal annars barna, berjast gegn mansali og koma í veg fyrir þeir séu beittir misrétti.
Stefnt að auknu
samstarfi ríkja
» Sáttmálinn um fólksflutn-
inga milli landa er alls 34
blaðsíður og nefnist Global
Compact for Migration á
ensku.
» Þetta er fyrsti ýtarlegi
sáttmálinn sem samið hefur
verið um á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna um málefni alls
farandfólks í heiminum, ekki
aðeins fólks sem flýr stríð
eða kúgun.
» Samningurinn er ekki laga-
lega bindandi en sett eru
fram 23 meginmarkmið. Eitt
þeirra er að auka samstarf
ríkja heims til taka á rótum
vandamála sem valda miklum
fólksflutningum milli landa.
» Sáttmálinn á þannig að
stuðla að minni straumi far-
andmanna frá fátækum lönd-
um, ekki auka hann eins og
þjóðernissinnar fullyrða.
Stjórnvöld í Kína hafa krafist þess að
Meng Wanzhou, fjármálastjóri kín-
verska fjarskiptafyrirtækisins Hua-
wei, verði leyst úr haldi í Kanada þar
sem hún var handtekin að beiðni
yfirvalda í Bandaríkjunum.
Meng Wanzhou er dóttir stofn-
anda Huawei og varaformaður
stjórnar fyrirtækisins. Það er á með-
al stærstu fyrirtækja heims á sviði
fjarskiptatækni og næststærsti
snjallsímaframleiðandi heims á eftir
Samsung.
Dómsmálaráðuneytið í Kanada
hefur staðfest að Meng var handtek-
in í Vancouver á laugardaginn var og
að yfirvöld í Bandaríkjunum hafa
óskað eftir því að hún verði framseld
þangað. Ráðuneytið kvaðst ekki geta
veitt frekari upplýsingar um málið
vegna þess að dómstóll hefði sam-
þykkt beiðni Meng um bann við því
að upplýsingar um handtökuna yrðu
gerðar opinberar.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins mótmælti handtök-
unni og sakaði yfirvöld í Kanada um
mannréttindabrot. „Handtaka án
þess að tilgreina ástæðu fyrir henni
er brot á mannréttindum einstak-
linga,“ sagði talsmaðurinn. Stjórn-
völd í Kína hafa sjálf oft verið gagn-
rýnd fyrir mannréttindabrot, m.a.
handtökur án þess að tilgreina
ástæður þeirra.
Talsmaðurinn sagði að kínversk
stjórnvöld hefðu krafist skýringa á
handtöku Meng og þess að hún yrði
leyst úr haldi.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja
að þarlend yfirvöld séu að rannsaka
hvort Huawei hafi brotið gegn refsi-
aðgerðum landsins gegn klerka-
stjórninni í Íran og einræðisstjórn
Norður-Kóreu. Þingmenn í Banda-
ríkjunum hafa einnig sagt að fyrir-
tækið geti verið ógn við þjóðaröryggi
Bandaríkjanna vegna þess að kín-
versk stjórnvöld geti notað tækni
Huawei til njósna.
Kínverjar mót-
mæla handtöku
Fjármálastjóri tæknirisa handtekinn
AFP
Handtekin Blaðamaður les frétt um
handtöku Meng með mynd af henni.