Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
Fullkomin birtustjórnun
– frá myrkvun til útsýnis
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Sjóðheit steypujárnssending
Lodge járnpanna, 26 cm
Verð 9.500 kr.
Á árum áður voru
landráð og föðurlands-
svik meðal verstu
skammaryrða í okkar
fögru þjóðtungu. Þeir,
sem gerðust sekir um
slíkt, brugðust þjóð
sinni á ögurstundu.
Meðal herskárra þjóða
voru þeir, sem urðu
uppvísir að slíku at-
hæfi, gjarnan gerðir
höfðinu styttri eða
hengdir á hæsta gálga. Þeir heppnu
voru skotnir. Við höfum oftast látið
duga að núa mönnum þessu um
nasir enda umburðarlynd þjóð, sem
heyr sín stríð með orðsins brandi.
Nú virðist vera búið að snúa
þessu flestu á haus. Menn leita dyr-
um og dyngjum að rökum fyrir því
hvernig bezt megi bregðast þjóðinni
og koma auðlindum hennar undir
erlend yfirráð. Sagt er, að þeir, sem
spyrna við fæti skilji bara ekki mál-
ið eða að búið sé að ganga frá þessu
með áður gerðum samningum. Svo
eru keypt hagstæð lögfræðiálit fyrir
stórfé til að réttlæta ódáðirnar. Á
aldarafmæli fullveldis þjóðarinnar
gengur orkumálaráðherrann fram
fyrir skjöldu í að tala fyrir þessu
réttindaframsali. Það eru mikil von-
brigði að einstakir ráðamenn þjóð-
arinnar skuli ekki skilja hvað í þess-
um þriðja orkupakka felst, því í
aðalatriðum er það býsna auðskilið.
Með samþykkt hans verða yfirráð
orkuauðlindarinnar ekki lengur á
forræði þjóðarinnar heldur stofnana
Efnahagsbandalags Evrópu,
ákvörðun um lagningu sæstrengs
verður á forræði erlendra fjárfesta
og stórhækkað verð á raforku mun
kippa fótunum undan innlendum
iðnaði. Aukin ásókn mun verða í
nýtingu innlendra orkuauðlinda til
að seðja hungur orkuþrengdrar
Evrópu og erlend ásókn í að eyða
náttúruverðmætum landsins á altari
orkuhungursins mun stóraukast.
Það er með ólíkindum að ein-
stakir ráðamenn skuli ekki vilja
koma auga á þetta og þvaðra þess í
stað út í eitt um að við
hinir skulum ekki
skilja málið. En það er
venja þeirra, sem vant-
ar stuðning við vondan
málstað.
Þjóðarfyrirtækin
Landsvirkjun og tagl-
hnýtingur hennar
Landsnet hafa talað
fyrir sæstreng lengi án
þess að réttir aðilar
hafi falið þessum
stofnunum það. Úr
herbúðum Landsnets
heyrðist að sæstreng-
ur gæti komið sér vel ef spennufall
yrði á landinu vegna hamfara. Því
er til að svara, að slíkar hamfarir
myndu gera landið óbyggilegt og
því engin þörf fyrir rafmagn. Svo
má ekki gleyma því að sæstrengur
getur flutt rafmagn í báðar áttir og
mun meiri vá er fyrir dyrum að
Evrópa heimti rafmagn fyrir sig
þannig að lítið verði eftir fyrir okk-
ur. Röksemdafærsla af þessu tagi
dæmir sig því sjálf en kemur engu
að síður ekki á óvart því fátt vit-
rænt hefur heyrst af þeim bæ á
undanförnum árum og stofnunin því
rúin trúverðugleika og trausti, ef
marka má orð sjálfs forsvarmanns
eiganda fyrirtækisins. Flest rök
hníga að því að daður orkugeggjara
við sæstreng verði stöðvuð með öllu
enda fullkomlega óraunhæf og út í
hött.
Því er haldið fram að við verðum
að standa við EES-samninginn. Það
getum við að sjálfsögðu gert því sá
góði samningur inniber ákvæði, sem
gera okkur kleift að að undanskilja
okkur frá þessum orkupakka þar
sem hann á einfaldlega ekki við
frekar en skipaskurðapakkinn,
fljótabátapakkinn, olíuvinnslupakk-
inn, jarðgaspakkinn, járnbrauta-
pakkinn og hugsanlega einhverjir
fleiri pakkar. Það er hreint út sagt
galið að vera að pæla í þessu.
Ætlar orkumálaráðherrann svo
að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í
herðar niður með bulli sínu um
nauðsyn þess að innleiða þriðja
orkupakkann? Það væri nokkur
skaði, því sá góði flokkur er nú þeg-
ar vart svipur hjá sjón miðað við
það sem áður var. Og konur í emb-
ættum varaformanns og ráðherra
hafa áður hrökklast frá vegna
óraunhæfra skoðana, mistaka og
rangra áherzluatriða bæði á sviði
landsmála og sveitarstjórnarmála
og er mál að linni. Dæmin sýna að
ráðdeild, raunhæfni, málefna-
áherzlur og fyrirhyggja í opinber-
um rekstri er að öllu jöfnu bezt
tryggð með aðkomu Sjálfstæðis-
flokksins. Það væri þjóðarskaði ef
flokkurinn yrði fyrir frekara fylgis-
tapi. En sú hætta vofir yfir.
Við þurfum aftur á móti ekkert
að hafa áhyggjur að því að við séum
að bregðast frændum okkar Norð-
mönnum með því að hafna þriðja
orkupakkanum. Þeir fara einfald-
lega sína leið án okkar aðstoðar.
Hvar voru þeir annars, þegar við
vorum með allt á hælum okkar í
hruninu og þurftum á utanaðkom-
andi hjálp að halda? Auk þess hafa
þeir ómaklega reynt að stela frá
okkur Leifi Eiríkssyni.
Orkupakkanum ber að hafna. Það
er þjóð okkar fyrir langbeztu og
kallar væntanlega ekki á nein um-
talsverð eftirmál vegna hins ágæta
EES samnings okkar.
Vonandi tekst að koma í veg fyrir
að Evrópusinnum takist smátt og
smátt að afvegaleiða umræðuna og
bregðast þjóðinni í krafti aðkeyptra
álita, lagaþvargs um aukaatriði,
orðhengilsháttar, skilningsleysis á
kjarna máls, ómerkilegs þvaðurs og
ráðgjafar sendiherra ónefnds ríkja-
bandalags.
Nú ríður á, að ráðamenn standi
með sinni þjóð og bregðist henni
ekki eins og í Icesave-málinu.
Af orkupakka
og öðrum pökkum
Eftir Sverri
Ólafsson »Nú ríður á að ráða-
menn standi með
sinni þjóð og bregðist
henni ekki eins og í Ice-
save-málinu.
Sverrir
Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
sverrirolafs@simnet.is
Atvinna
Aðventan hefur allt-
af haft yfir sér þennan
bernskuljúfa blæ í
huga mér þó árin séu í
æ meiri fjarlægð frá
bernskunnar blíðu tíð.
Þá réð tilhlökkunin
ein, því ég var alinn
upp af foreldrum mik-
illar reglusemi þar sem
áfengið var ætíð víðs-
fjarri. Bindindið far-
sæll fylginautur æ síð-
an hjá okkur hjónum báðum og
þakkarefni mikið hvern dag. Ég var
þó ekki gamall þegar móðir mín fór að
segja mér frá því að ekki ríkti til-
hlökkunin ein hjá öllum börnum, þar
færi fátæktin hörðum höndum um
marga barnssálina og legði um leið
dimma skugga yfir allt.
Það væru líka of mörg börn sem
byggju við kvíða að ég ekki segi
hræðslu varðandi jólin, að þar færi
áfengið hamförum og rústaði allri
gleði, hversu sem móðirin legði sig
fram um að gefa börnunum sínum allt
sem hún framast mátti, þegar heim-
ilisfaðirinn og svo oft félagar hans
með héldu upp á jólin í vímu vesaldar
og skiptu sér ekki af vansælum börn-
um sínum, oftlega í dauðans kvíða í
kjölfar blótsyrða og barsmíða þegar
verst lét. Sem ungur maður fékk ég
sýnishorn af þessu í frásögn góðkunn-
ingja míns sem aldrei sagðist hafa átt
gleðileg jól sem barn; hann unglingur
orðinn, þegar bölvaldurinn hefði loks
verið útlægur gerður af heimilinu,
móðirin þá þrotin að heilsu og kröft-
um. Ég var svo heppinn að alast upp í
sveitarfélagi þar sem þessa varð í
raun varla vart.
En hvað sem þessum minninga-
myndum líður þá er enn meiri ástæða
til þess að svipast um svið nútímans
og huga að þeim sömu meinvöldum
sem ég fékk ungur fregnir af og hafa
síðan sótt á hugann á hverri aðventu.
Fátækt er svo sannarlega til og dæm-
in um það deginum ljósari, en þó ekki
ljós fyrir öllum að því er virðist, sem
svífa um á rósrauðum auðskýjum og
sjá ekki eymd annarra fyrir eigin
áhyggjum af vöxtum hlutafbréfanna
sinna eða felustaðanna góðu í útlönd-
um. Þar verður að
verða breyting á og nú í
aðventubyrjun heiti ég
enn einu sinni á flokks-
formann minn að snúa
niður auðsöflin allt í
kringum hana og taka
rækilega á þessum mál-
um til jöfnunar. Þar
þarf enga starfshópa
eða nefndir, þar þarf
bara einbeittan vilja og
vita skaltu Katrín að
meginþorri þjóðar
þinnar stendur að baki
þér í því verkefni. Hitt atriðið er
varðar áfengið og önnur vímuefni þá
sakna ég þess hversu sjaldan fátækt-
in og vímuefnin eru tengd saman svo
ríkur áhrifaþáttur sem vímuefnin eru
í fátæktinni. Ekkert veit ég hörmu-
legra á jólum en börn sem lifa í
skugga áfengis og fátæktar, sá
skuggi er myrkari en tárum taki og
því hörmulegri er hann sem hann er
svo átakanlega manngerður. Sam-
félagið vakir ekki yfir velferð allra,
síður en svo og þar eru til alltof
margir sem dýrka hinar „gullnu veig-
ar“ umfram allar gæfulindir sannrar
gleði. Lítum á í lokin hversu víða
andvaraleysið eitt ríkir, jafnvel
kæruleysið kalt og margir vilja ekki
við þennan válega vanda kannast
hvað þá meir. Von mín um að áfengið
og önnur vímuefni séu sem víðast út-
læg gerð er vafin ugg um að alltof
margir megi ekki aðventunnar njóta
sem skyldi og þá er barnanna bjarta
tíð ekki lengur björt né kærleiksrík.
Megi gleðileg aðventa samt gefast
sem allra flestum. Á það leggja Bind-
indissamtökin höfuðáherzlu.
Megi aðventan
gleðileg gefast
Eftir Helga Seljan
Helgi Seljan
» Von mín um að
áfengið og önnur
vímuefni séu sem víðast
útlæg gerð er vafin ugg
um að alltof margir
megi ekki aðventunnar
njóta sem skyldi.
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.