Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Í mennta- og
menningarmálaráðu-
neytinu er nú til
skoðunar hugmynd
um að gefa út eitt
leyfisbréf fyrir kenn-
ara í leik-, grunn- og
framhaldsskólum í
stað sérstaks leyfis-
bréfs fyrir hvert
skólastig eins og nú
er gert. Þessi hug-
mynd ráðuneytisins
hefur verið rædd hjá hags-
munahópum og í háskólum sem
bjóða upp á nám til kennslurétt-
inda og sýnist sitt hverjum.
Kveikjan að umræðunni er yfirvof-
andi skortur á grunnskólakenn-
urum og sú staðreynd að umsókn-
um um undanþágu til kennslu í
grunnskólum hefur fjölgað jafnt og
þétt á undanförnum árum, eins og
fram kom í grein í Morgunblaðinu
í gær. Þar er rætt við Þorgerði
Laufeyju Diðriksdóttur, formann
Félags grunnskólakennara, sem
bendir á að mikill meirihluti þeirra
sem sækja um undaþágu til að
kenna í grunnskólum til Undan-
þágunefndar grunnskóla hefur lok-
ið grunn-, meistara- eða doktors-
gráðu frá háskóla – í öðrum
greinum en kennslu- og mennt-
unarfræðum. Einnig kemur fram
að einstaklingar með kennara-
menntun virðast sækja í önnur –
og betur launuð – störf en kennslu
þegar vel árar í efnahagslífinu.
Þessar upplýsingar ættu að vekja
spurningar um hvort ekki þurfi að
breyta því hvernig við hugsum um
menntun kennara og hverjir telj-
ast hæfir til að taka að sér kennslu
í leik- og grunnskólum. Getur ver-
ið að það þurfi að endurskoða
hvaða leiðir hægt er að fara í námi
til kennsluréttinda, og einblína
ekki um of á fimm ára nám í
kennslu- og menntunarfræðum.
Ef litið er á hópinn sem sótt
hefur nám í menntunarfræðum
bendir flest til þess að atvinnulífið
taki vel á móti slíkum ein-
staklingum. Þeir eiga auðvelt með
að fá vinnu við önnur störf en
kennslu sækist þeir eftir því, sem
hlýtur að teljast gæðastimpill á
ágæti kennaramennt-
unar og endurspegla
jákvæð viðhorf til
hennar. En hvað með
fyrrnefnda hópinn?
Einstaklinga sem hafa
aflað sér menntunar í
ýmsum öðrum sér-
greinum og þurfa að
sækja um undanþágu
til að geta starfað sem
kennarar? Ef miðað er
við umræðuna um
kennarastarfið, sem er
oft ómakleg og snýst
mest um léleg laun,
mætti halda að aðrir sérfræðingar
en kennarar hljóti á einhvern hátt
að hafa tapað í velmegunar- og
launakapphlaupinu. Þá er litið
framhjá öðrum mikilvægum þátt-
um sem knýja þessa einstaklinga
til að sækjast eftir starfi við
kennslu.
Til að útskýra frekar hvað ég á
við langar mig til að vitna í sam-
ræður sem ég átti við Rögnvald
Sigurjónsson píanóleikara fáum
misserum áður en hann lést, og
hafa fylgt mér síðan. Spurningin
sem hann var að velta fyrir sér
var þessi: Hvað verður um alla
þekkinguna sem ég bý yfir þegar
ég dey? Þóra Einarsdóttir sópran-
söngkona lýsti ekki ósvipuðu við-
horfi til kennslu í útvarpsviðtali
fyrr á þessu ári. Viðhorf þeirra
lýsir þörf og löngun til að miðla
áfram þeirri reynslu og þekkingu
sem þau hafa aflað sér. Það er
ekki víst að allir velmenntaðir ein-
staklingar sem sækjast eftir
undanþágu til kennslu í grunn-
skólum spyrji sig nákvæmlega
sömu spurningar og Rögnvaldur,
en þeir eru örugglega margir sem
hugsa á svipaðan hátt og Þóra.
Þeir eru að velta því fyrir sér hvar
og hvernig þeir geti miðlað þeirri
þekkingu sem þeir búa yfir áfram
til næstu kynslóða.
Nemendum í háskólum fjölgar
stöðugt og sífellt stærri hópur í
samfélaginu á langa háskóla-
menntun að baki. Margir þessara
einstaklinga hafa mikla ástríðu
fyrir því fagi sem þeir hafa kosið
að sérmennta sig í og brenna af
löngun til að miðla ástríðunni til
annarra. Þeim mun meiri og lengri
sem menntunin er, því sterkari er
þessi þörf að mínu mati. Því hvað
er kennsla annað en ein tegund
miðlunar? Sjálf hef ég starfað við
miðlun upplýsinga og þekkingar
allan minn starfsaldur. Fyrst sem
blaðamaður, þar sem ég miðlaði
bæði eigin þekkingu og annarra,
síðan sem leiðsögumaður og loks
sem háskólakennari, þar sem ég
byggi á bæði reynslu og þekkingu.
Síðustu þrjú árin hef ég fengist við
að miðla til kennaranema við
kennaradeild Háskólans á Akur-
eyri þekkingu minni á listum. Sú
kennsla og miðlun felst ekki í því
að láta þau læra staðreyndir utan-
bókar. Ég kenni þeim ekki heldur
að vera kennarar, í þeim skilningi
að ég segi þeim hvað þau eigi að
gera þegar þau eru sjálf farin að
kenna. Það sem ég geri byggist á
reynslu minni og þekkingu sem
sérfræðingur í listum. Ég nýti
hana til að hjálpa þeim að koma
auga á eigin sköpunarmátt, efla
skynjun þeirra á umhverfinu og
opna augu þeirra fyrir þeirri list
og þeim listaverkum sem þau hafa
fyrir augunum á hverjum degi –
oft án þess að taka eftir því fyrr
en þeim er bent á það. Það sem ég
vonast til að gerist er að sjálfs-
traust þeirri eflist, að þau fái trú á
sjálfum sér og átti sig á að það
skiptir máli að þau finni eigin
styrkleika og þor til að nýta það á
þann hátt sem þeim best hentar í
framtíðarstarfi sínu sem kennarar.
Ef ég miða við þessa reynslu mína
og þá innsýn sem ég hef fengið í
heim leik- og grunnskólakennara á
síðustu þremur árum tel ég að það
þurfi enginn að vera hræddur við
að opna kennarastarfið fyrir sér-
fræðingum með breiða þekkingu,
hvort sem það er í uppeldis- og
kennslufræðum mismunandi skóla-
stiga eða í öðrum greinum.
Leyfisbréf og undanþágur
Eftir Margréti El-
ísabetu Ólafsdóttur »Um kennaramennt-
un og þá sem sækja
um undanþágu til að
geta kennt í grunn-
skólum.
Margrét Elísabet
Ólafsdóttir
Höfundur er lektor við kennaradeild
Háskólans á Akureyri
og doktor í list- og fagurfræði.
Uppákoman út af
Klaustursmálinu hef-
ur snúist upp í and-
stæðu sína.
Sexmenningarnir
sem upphaflega voru
sökudólgarnir eru nú
orðnir þolendur hat-
ursfullra ofsókna, þar
sem hinir ólíklegustu
menn hafa haft sig í
frammi og fjölmiðlar
hafa velt sér upp úr málinu, eink-
um útvarp og sjónvarp Ríkis-
útvarpsins. Ég bið menn hafa í
huga, að tilgangur glannalegrar
orðræðu á Klaustursbarnum var
ekki sá að meiða einn eða neinn
heldur var hér um að ræða gáska-
fullt sprell þar sem menn skemmtu
sér við að gera grín að ákveðnum
einstaklingum, án þess að láta sér
til hugar koma að birta opin-
berlega. Í öðru lagi er ljóst að
ónafngreindur einstaklingur gerð-
ist brotlegur við lög og almennt
velsæmi með því að læðast inn á
einkasamkvæmi í þeim tilgangi að
gera upptöku af því sem þar fór
fram að þeim forspurðum og koma
upptökunum síðan í hendur fjöl-
miðla. Það er kunnara en frá þurfi
að segja að alþingismenn líkt og
aðrir hugsa og segja ýmislegt mis-
jafnt um aðra, sem þeir ætlast ekki
til að komist í hámæli. Ég nefni
eitt persónulegt dæmi. Um tíma
átti ég sæti á Alþingi sem vara-
þingmaður. Á þeim tíma komst
annar þingmaður svo
að orði um fræðilega
rannsókn sem ég hafði
unnið að: „Hann hefur
vaðið inn í íslenskan
helgidóm á skítugum
skónum og rótast þar
eins og naut í flagi.“
Ekki sá ég ástæðu til
að abbast við þessum
orðum enda maðurinn
einstaklega ritfær. Um
þetta eru fjölmörg
dæmi, sem hafa ber í
huga þegar rætt er um þessi mál.
Þessar ofsóknir gegn sexmenning-
unum eru ósanngjarnar og orðalag
margra þingmanna sem þar hafa
haft sig í frammi hljóta að vekja
furðu og eru Alþingi til lítils sóma.
Um sexmenningana vil ég sér-
staklega benda á að framkoma
þeirra á fundum Alþingis hefur
verið til fyrirmyndar bæði hvað
varðar málefnalega umræðu og
málfar.
Hatursfullar
ofsóknir
Eftir Braga
Jósepsson
Bragi Jósepsson
» Sexmenningarnir
sem rætt hefur verið
um í fjölmiðlum undan-
farna daga hafa orðið að
þola hatursfullar og
rætnar ofsóknir.
Höfundur er rithöfundur, ritstjóri og
prófessor emeritus.
kormakurb@gmail.com
Því meira sem mað-
ur heyrir og les það
sem kemur frá nýrri
forystu launþega því
meira eykst traust
launþega á forystu
verklýðfélaganna hér
á landi. Mér er spurn,
hvar höfum við verka-
lýðurinn verið sl. ár og
aldir? Ég velti því oft
fyrir mér hvort for-
ystumenn eins og
Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur
Birgisson, Aðalsteinn Árni Bald-
ursson og Sólveig Anna hafi bara
verið sett á ís meðan neyðarköll
verkalýðsins, heimila og fjölskyldna,
öryrkja og ellilífeyrisþega þessa
lands hljómuðu. Ég á mér draum og
hann er sá að verkalýðurinn láti
sverfa til stáls og vinni saman sem
eitt teymi að því að koma á réttlæti
til handa þeim sem minnst mega sín
hér á landi. Einmitt nú, þegar kjörið
tækifæri er til staðar og öll trompin
eru á okkar hendi, einmitt núna eig-
um við að standa saman um foryst-
una. Ég beini mínum spurningum til
ráðamanna þesa lands og geri orð
Ragnars Þórs, formanns VR, í 1.
maí ræðu sinni að mínum þegar ég
segi:
Er það góðæri að hafa ekki efni á
að veikjast eða kaupa lyf?
Er það góðæri að búa ekki við
húsnæðisöryggi?
Er það góðæri að ná ekki endum
saman?
Blekkingarleiknum um góðæri og
fordómalausan kaupmátt verður að
linna. Ég vil hætta að sjá að fyrsta
frétt þegar ég opna fjölmiðil sé sú
að sjúklingar séu vistaðir á sal-
ernum heilbrigðis-
stofnana og að sama
skapi sé raunin sú að
fólk bíði í löngum bið-
röðum eftir matar-
úthlutun Mæðrastyrks-
nefndar, Fjölskyldu-
hjálpar og Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar.
Staðreyndin er sú að
laun, lífeyrisgreiðslur
og bætur vegna at-
vinnuleysis eða örorku
duga ekki til fram-
færslu. Það er megin-
ástæða þess að fólk sendir út neyð-
arkall og leitar sér aðstoðar hjá
hjálparstofnunum. Það er staðreynd
sem ekki verður horft lengur
framhjá á góðæriseyjunni okkar Ís-
landi, þar sem hæglega er hægt að
gera mikið betur fyrir ofangreinda
hópa fólks, þ.e.a.s. ef vilji er fyrir
hendi.
Ágætu félagar og vinir, við hljót-
um í 330.000 manna samfélagi að
geta gefið upp á nýtt í góðæris-
spilinu þar sem réttlæti og jöfnuður
verður hafður í heiðri þess sem gef-
ur og úthlutar hverju sinni. ,,Stétt
með stétt“ og „Gjör rétt, þol ei
órétt“, það eru einmitt þessi orð
sem eiga að vera slagorð verkalýðs-
ins í komandi kjarabaráttu.
Glansmynd góðær-
is eða kaldur raun-
veruleiki fátæktar
Eftir Sigurjón
Hafsteinsson
Sigurjón
Hafsteinsson
»Mér er spurn, er
ekki kominn tími til
að gefa upp á nýtt í góð-
ærisspili ráðmanna?
Höfundur starfar við slökkvi- og
björgunarþjónustu, Keflavíkur-
flugvelli.
molikarlinn@simnet.is