Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
✝ Smári Sæ-mundsson
fæddist í Reykja-
vík 31. maí 1948.
Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 25.
nóvember 2018.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Þórðarson, f. 3.
nóvember 1904, d.
1983, og Guðríður
Jónsdóttir, f. 21. september
1910, d. 2015. Eftirlifandi
systkini Smára eru Þórhildur
Sæmundsdóttir, f. 1935, og
Jón Gunnar Sæmundsson, f.
1939. Eftirlifandi eiginkona
f. 1999, b) og c) Ísar og Sindri,
f. 2001. 3) Sævar, f. 1972,
kvæntur Hörpu Dís, f. 1973.
Börn þeirra eru: a) Smári
Snær, f. 1998, og b) Katrín
Tinna, f. 2004.
Smári ólst upp í húsi stór-
fjölskyldunnar á Baldursgötu
7. Stundaði hann nám við
Miðbæjarskólann í Reykjavík
og síðar í Gagnfræðaskóla
verknáms. Smári útskrifaðist
sem stýrimaður frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík árið 1970. Hann starfaði
til sjós í tæp 40 ár, bæði við
fiskveiðar og farmennsku,
framan af sem stýrimaður og
síðar sem skipstjóri. Árið 1995
gekk Smári til liðs við Eld-
hesta þar sem honum auðn-
aðist að sameina áhugamál sitt
og atvinnu.
Útför Smára fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 7.
desember 2018, klukkan 13.
Smára er Guð-
ríður Gísladóttir,
f. 29. apríl 1948.
Þau giftu sig 15.
nóvember 1969.
Börn þeirra eru:
1) Brynjólfur, f.
1966, kvæntur
Kristínu Péturs-
dóttur. Börn
þeirra eru: a) Sara
Lind, f. 1987, börn
hennar eru Viktor
Orri, f. 2013, og Brynja Rún,
f. 2016, b) Hrefna Dís, f. 1991,
og c) Arnór Gauti, f. 1999. 2)
Guðmunda, f. 1971, gift Þor-
steini Helga Steinarssyni.
Börn þeirra eru: a) Berglind,
Það er með söknuði sem ég í
dag fylgi föður mínum til graf-
ar. Eftir snarpa baráttu við
manninn með ljáinn varð hann
að lokum að játa sig sigraðan.
Margs er að minnast á stund
sem þessari. Þegar minningun-
um er raðað upp þá kemur m.a.
eftirfarandi upp í huga mér:
Lítill drengur fullur eftirvænt-
ingar að fá pabba sinn í land
eftir langa útiveru. Sami dreng-
ur með pabba sínum í siglingu
til útlanda, drengurinn sjóveik-
ur megnið af ferðinni. Ungling-
ur sem háseti með pabba sínum
á grásleppu- og handfærum á
trillunni Feng. Ungur maður
með pabba sínum í útreiðartúr
á góðum degi um bakka Ölfus-
ár. Margar heimsóknir í Hvera-
gerði með börn og barnabörn í
heimsókn til afa og ömmu og
síðar langafa og langömmu.
Pabbi sýndi afa- og síðar
langafabörnum sínum mikla at-
hygli. Hann var alltaf tilbúinn
að fara með þau í hesthúsið eða
taka þau yngri með í bíltúr á
nýjasta traktornum ásamt því
að fylgjast með áhugamálum
þeirra.
Pabbi hafði ýmsa áhugaverða
eiginleika. Einn þeirra var sá
að hann hafði einstaklega góða
skapgerð, það þurfti mikið að
ganga á til að hann skipti skapi
og þá var líka eftir því tekið.
Annar eiginleiki var sá að hann
elti drauma sína, skýrasta
dæmið um það er þegar hann
gekk til liðs við Eldhesta fyrir
rúmlega 20 árum. Hann var
mjög stoltur af framgangi þess
fyrirtækis og fyrir honum var
starfsfólkið þar sem hans önn-
ur fjölskylda. Þarna var hægt
að sameina atvinnu og áhuga-
mál, sem fáum er gefið.
Með þessum orðum kveð ég
góðan föður sem fór allt of
snemma. Ég er þess fullviss að
hann mun finna sér úrvals reið-
hesta á sínu nýja tilverustigi.
Brynjólfur Smárason.
Elsku Smári minn.
Mig langar að þakka fyrir
mig og góða samveru síðustu
árin. Ég hafði í einfeldni minni
gefið mér að ég fengi mörg ár í
viðbót með þér, enn og aftur er
maður minntur á að lífið er
núna og að maður eigi að njóta
augnabliksins með sínum. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast syni þínum fyrir
tæpum 35 árum og þá um leið
þér, Gígí og fjölskyldum ykkar.
Já, ég datt í lukkupottinn
þarna um árið því ég hefði ekki
getað valið betri tengdafjöl-
skyldu en ykkur. Þið hafið um-
vafið mig og mína með kær-
leika og hlýju. Við Binni hófum
búskap okkar í kjallaranum hjá
ykkur í Bakkaselinu og síðan
komu börnin okkar eitt af öðru
og aldrei áttum við í vandræð-
um að fá pössun, þökk sé ykkur
Gígí. Söru, Hrefnu og Arnóri
þótti alltaf gaman að fá að eyða
tímanum með ykkur, hestaafa
og hestaömmu. Það var ynd-
islegt að fylgjast með hversu
mikla athygli þú gafst þeim og
hversu áhugasamur þú varst
um hugðarefni þeirra.
Síðustu daga hefur hugur
minn reikað og ýmsar minn-
ingar um þig hafa komið upp í
huga mér. Efst er í huga mér
þakklæti fyrir Ítalíuferðina sem
stórfjölskyldan fór í síðastliðið
sumar og mun sú ferð ylja mér
um ókomna framtíð. Já, Smári
minn þú varst jákvæður maður
og hafðir gaman af að umgang-
ast fólk. Þú varst hugmynda-
ríkur maður og í gegnum tíðina
þá hefur þú látið hendur standa
fram úr ermum og framkvæmt
margar þær hugmyndir sem þú
hefur fengið. Ég minnist óborg-
anlegu prakkarasvipbrigða
þinna þegar þú varst að upp-
lýsa fjölskylduna um nýja
framkvæmd sem væri á döfinni.
Helst minnist ég þó faðmlags-
ins sem ég fékk frá þér þegar
þegar þú heilsaðir mér og
kvaddir, það var hlýtt og þétt-
ingsfast.
Ég er þakklát fyrir sam-
fylgdina og kveð þig, besta
tengdapabbann, með söknuði.
Ég bið Guð að geyma þig um
alla framtíð og að gefa tengda-
móður minni, Gígí, styrk á
erfiðum stundum.
Þín tengdadóttir,
Kristín Pétursdóttir.
Fallinn er frá elsku tengda-
pabbi minn. Smári var góður
maður sem margt var hægt að
læra af. Hann hafði þann ein-
staka eiginleika að sjá alltaf
það góða í öllum. Fyrir mörg-
um árum á erfiðum tíma í mínu
lífi átti ég samtal við hann sem
situr fast í minni mínu; hann
var þá einn um að geta horft á
málin án allra fordóma, sem
mér þótti mjög vænt um alltaf
síðan.
Tengdapabbi var einstaklega
stoltur af sínu fólki, svo stoltur
að það komst enginn með tærn-
ar þar sem það hefur hælana.
Hann fylgdist vel með börnum
og barnabörnum og sýndi ein-
lægan áhuga á því sem þau
tóku sér fyrir hendur.
Smári var mikill dýravinur
og lét sér annt um öll dýr, bæði
stór og smá. Hann var ákaflega
stoltur af hestunum sínum og
sinnti þeim af mikilli alúð, einn-
ig átti Skipper kisi stað í hjarta
hans. Hann átti góðar stundir í
hesthúsinu sínu síðasta árið
sem án efa hjálpuðu honum í
veikindunum. Það var gaman
að heimsækja hann í hesthúsið,
þar var hann á heimavelli, úti í
náttúrunni með hestunum sín-
um.
Gígí og Smári voru einstak-
lega samrýnd hjón, bestu vinir
síðan þau voru 16 ára og miklar
fyrirmyndir. Hann elskaði allt
sem hún eldaði og yfirhöfuð
gerði og þreyttist ekkert á því
að láta okkur hin vita af því.
Eftir að Smári veiktist fyrir ári
hafði hann oft á orði hversu
þakklátur hann væri henni og
hversu vel hún hugsaði um
hann í baráttunni.
Síðustu tvær vikurnar í ævi
Smára voru mjög erfiðar. Hann
barðist eins og best hann gat
en því miður dugði það ekki til.
Við erum öll þakklát fyrir að
hafa átt með honum góða stund
fyrir andlátið. Það er gott að
eiga minningu þar sem við
skoðuðum saman myndir, svo
dýrmætar myndir, sem teknar
voru í fjölskylduferðinni til
Ítalíu síðasta sumar sem við
vorum öll svo ánægð með.
Myndin af honum þar sem
hann nikkaði til mín þegar ég
gekk inn í herbergið hans á
allra síðustu dögunum er líka
dýrmæt, ég geymi hana með
mér.
Elsku Gígí og fjölskyldan öll,
missir okkar er mikill en minn-
ingin um góðan mann og þann
allra jákvæðasta lifir áfram.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Harpa Dís.
Elsku góði afi okkar. Mikið
erum við heppin að hafa fengið
að alast upp í kringum þig og
eiga svo margar dásamlegar
stundir saman. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann er góð-
mennskan og hjartalagið þitt. Í
okkar huga ertu líka mikill
harmonikkusnillingur og vorum
við alltaf að bíða eftir að þú
myndir byrja aftur að spila. Þú
kenndir okkur líka eitt og ann-
að, eins og að tefla, drekka
kaffi, fara á hestbak og elta
drauma okkar. En umfram allt
kenndirðu okkur mikilvægi
þess að horfa björtum augum á
allt og alla. Það hefur alltaf
verið svo gott að koma til ykk-
ar ömmu, hvar sem þið áttuð
heima. Ró, notalegheit og ást
var upplifunin ásamt því að fá
ósvikinn áhuga og athygli. Þú
varst alltaf svo stoltur af þínu
fólki, öllum börnunum, barna-
börnunum og ömmu.
Barnabarnabörnin þín, Vikt-
or Orri og Brynja Rún, voru
svo heppin að fá að kynnast
þér. Þeim finnst fátt skemmti-
legra en að fara í heimsókn til
hestaömmu og hestaafa, þar
sem kíkt er á hestana, farið í
traktorinn, leikið við Skipper,
drukkið kakó og spjallað sam-
an.
Þið amma hafið alltaf verið
okkur miklar fyrirmyndir. Það
var dásamlegt að sjá hversu
skotinn þú varst í ömmu og hún
í þér eftir öll þessi ár. Þér
fannst amma flottust, dugleg-
ust og skemmtilegust og þar
erum við þér hjartanlega sam-
mála. Þið voruð fyrirmyndar-
hjón og það er markmið okkar
að verða eins og þið.
Mikið eigum við eftir að
sakna þín, elsku afi. Það er svo
sárt að fá ekki fleiri stundir
með þér. Við lofum að hugsa
vel um elsku ömmu og halda
minningu þinni lifandi með
skemmtilegum sögum og með
því að tileinka okkur þín góðu
gildi.
Elskum þig.
Þín barnabörn,
Sara Lind, Hrefna Dís
og Arnór Gauti.
Elsku afi, þegar við minn-
umst þín koma upp margar
góðar minningar. Nærvera þín
var svo góð, þú gafst þér alltaf
góðan tíma til að spjalla við
okkur og margar góðar stundir
fengum við að upplifa með þér.
Þú varst alltaf jákvæður og
með lífsgleðina að leiðarljósi.
Þú lést erfið veikindi ekki
stoppa þig heldur hélst áfram
að lifa lífinu með ömmu, hugsa
um hestana þína, fara í sund,
hitta fjölskylduna, mættir á
handboltaleiki og hvattir okkur
öll áfram. Við vorum alltaf
spennt að koma í heimsókn til
ykkar ömmu því þar er dekrað
við mann, farið í sund, göngu-
ferðir og oft kíktum við á hest-
ana þína. Við varðveitum minn-
inguna um þig í dyragættinni í
Hveragerði að vinka okkur
bless.
Eftir lifir minning um góðan
mann og fyrirmynd sem við öll
munum sakna.
Berglind, Ísar og Sindri.
Elsku afi okkar er dáinn allt-
of snemma. Okkur datt aldrei
annað í hug en að hann yrði 100
ára eins og langamma en því
miður dugði jákvæðnin og
bjartsýnin ekki til. Afi fylgdist
vel með því sem við vorum að
gera hverju sinni, hann hlustaði
af einlægum áhuga og vissi allt-
af hvað var á döfinni.
Afi talaði oft um það við okk-
ur að fjölskyldan væri það mik-
ilvægasta og það skipti miklu
máli að rækta hana. Hann vissi
að heilsan og samböndin við
sína nánustu væri það sem
mestu máli skiptir þegar upp
er staðið en ekki veraldlegar
eignir. Afi var einstaklega góð-
ur maður sem var umhugað um
alla vini sína og ættingja.
Afi var mikill dýravinur og
átti bæði hesta og kisu. Þegar
hann fékk sér kisu þurfti hann
að tala ömmu til því hún vildi
ekki endilega fá kisu, þau urðu
svo bestu vinir. Hann lét sér
líka annt um dýr annarra og
spurði alltaf um okkar kisu,
hvernig hún hefði það.
Afi kvartaði aldrei eða gagn-
rýndi, ekki einu sinni í veikind-
unum, hann bar sig alltaf vel.
Við erum afar þakklát fyrir
að hafa átt með honum og
ömmu góða viku á Ítalíu í sum-
ar, það er okkur mikils virði.
Okkur þykir ótrúlega vænt
um þig og erum þakklát fyrir
að hafa fengið að læra af þér.
Við munum reyna að halda í
þín gildi og lífsviðhorf og miðla
þeim áfram. Bless afi Smári.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Katrín Tinna
og Smári Snær.
Kær mágur minn og vinur er
látinn eftir eins árs baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Baráttu sem hann háði með
æðruleysi.
Ævistarf Smára var sjó-
mennska og var hann farsæll í
því starfi, sigldi milli landa sem
skipstjóri síðustu árin. Hesta-
mennska var áhugamál sem
hann stundaði eins og kostur
var með farmennskunni. Eftir
að hann hætti til sjós gerðist
hann hluthafi í Eldhestum og
fjölgaði hestunum til muna og
starf Smára breyttist yfir í að
fara í hestaferðir með ferða-
menn.
Kynni okkar hófust fyrir
meira en hálfri öld. Við héldum
sameiginlegt brúðkaup og
byggðum okkur hús hlið við
hlið, þar sem við bjuggum í
hátt á þriðja áratug og ólum
upp okkar börn. Þar var oft
kátt í kotum og margar góðar
minningar.
Smári var einstaklega þægi-
legur maður, prúður og orðvar
og aldrei féll hnjóðsyrði milli
manna á yfir fimmtíu ára vin-
áttu.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja þig vinur, við þökk-
um þér samfylgdina, ljúf kynni
og félagsskap sem aldrei bar
skugga á.
Við sendum Gígí og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Smára.
Ólafur og Unnur.
Stórfrændi minn og besti
vinur til 70 ára er farinn í sína
síðustu siglingu. Við vorum ald-
ir upp í fjölskylduhúsinu að
Baldursgötu 7/7A þar sem við
vorum báðir fæddir og ólumst
upp í gegnum súrt og sætt.
Smári var mikill mannkosta-
maður í alla staði, heiðarlegur
og fylginn sér. Það er mikið lán
að eiga vini í svona langan tíma
eins og Smári var. Þó sam-
bandið hafi minnkað í gegnum
árin, eins og gengur og gerist,
höfðum við samband reglulega.
Í haust fórum við þrír frændur
og einn sveitungi okkar að Arn-
arbæli í Ölfusi og áttum þar
mjög ánægjulega stund saman
yfir kaffibolla og bakkelsi, það
var kveðjustundin okkar. Þetta
er stund sem ég ylja mér við og
geymi í brostnu hjarta. Mér
var ekki ætlað að hitta þennan
kæra vin aftur. Síðustu daga
hafa minningar 70 ára runnið í
gegnum hugann, það væri af
mörgu að taka til að festa á
blað, en það myndi æra óstöð-
ugan.
Á unglingsárunum átti Smári
í mikilli baráttu um hvort hann
ætlaði að gerast bóndi eða sjó-
maður, hann var enginn 8-5-
maður. Sjómennskan varð ofan
á og byrjaði hans sjómanns-
ferill er hann hliðraði aðeins til
fæðingardeginum og fór á síld-
veiðar og safnaði sér siglinga-
tíma. Eftir Stýrimannaskólann
var hann á fiski- og farskipum
þar til hann kom í land fyrir
um áratug. Hann starfaði sem
stýrimaður og skipstjóri, mest
á farskipum, um tíma hafði
hann skipstjórn á Esjunni, eða
þar til Ríkisskip liðu undir lok.
Hann hélt sínum réttindum
engu að síður alla tíð við, eftir
að hann kom í land, með því að
fara einn og einn túr sem stýri-
maður. Að lokum vann hann
nokkur ár hjá Alþingi þar til
hann lét af störfum vegna ald-
urs.
Þó Smári hafi valið sjó-
mennskuna að lífsstarfi blund-
aði bóndinn alltaf í honum, frá
unglingsárum var hann heill-
aður af hestamennskunni. Við
leigðum pláss hjá Geira í Lundi
einn vetur, ég með lánshest en
Smári hafði nýverið fest kaup á
hesti frá frænda okkar. Ef ég
man rétt var það fyrsti hest-
urinn sem hann eignaðist. Síð-
an hefur Smári átt marga hesta
sem hafa átt hans hug og
hjarta, þá átti hann hlut í Eld-
hestum þar sem hann fór fjölda
ferða með hópa á vegum fyr-
irtækisins.
Fyrir um hálfri öld fór hann
ungur að skjóta sér í stelpu alla
leið úr Vogahverfinu sem svo
endaði með farsælu hjónabandi
hjá honum og Guðríði Gísla-
dóttur. Þau eignuðust þrjú
mannkostabörn og hafa átt
miklu barnaláni að fagna.
Fyrir nokkrum árum fluttu
þau hjón til Hveragerðis þar
sem foreldrar Smára höfðu átt
sumarbústað í áratugi. Síðast
þegar ég hitti Smára lá honum
mikið á hjarta, hann ætlaði að
saga niður stórt grenitré á lóð-
inni og byggja bílskúr. Þetta
voru stórframkvæmdir því
grenitréð sem foreldrar hans
höfðu sett niður í árdaga var
orðið tröllvaxið. Tréð er farið,
en honum vannst ekki tími til
að byggja bílskúrinn.
Að lokum vil ég senda sam-
úðarkveðju frá okkur hjónum
til Gígíar og fjölskyldu, Þór-
hildar og Jóns Gunnars og fjöl-
skyldu sem nú horfa á eftir
kærum bróður.
Við sem eftir sitjum lifum í
minningunni um góðan dreng,
það verður vandfyllt það skarð
sem Smári Sæmundsson skilur
eftir sig.
Grétar F. Felixson.
Smári Sæmundsson, frændi
minn, lést sunnudaginn 25. nóv-
ember. Augu mín fylltust tár-
um við fregnina og hugurinn
tók að reika. Ekki síst til þeirra
sem mest sakna og syrgja,
barna hans og eiginkonu,
þeirra sem stóðu eins og klett-
ar við hlið hans í veikindum,
sem enginn ræður við.
Við Smári vorum systkina-
synir og ólumst upp í fjöl-
skylduhúsi við Baldursgötu,
þar sem allt var gott og skyld-
menni lifðu í sátt og samlyndi
öll æskuárin. Ein fyrsta minn-
ing mín um Smára var þegar
hann ungur veiktist af misling-
um og ég fékk að sofa með
uppáhalds frænda í rúminu
hans, til þess að smitast, sem
var talið gagnlegt að gerðist
sem fyrst á ævinni. Það tókst
ekki en ég var hinn ánægðasti
með gjörninginn, þar til ég var
fjarlægður frá fárveikum
frænda mínum og skildi ekki
ráðagerðina. Í hugann koma
alls kyns umhverfishljóð sem
fylgdu uppvextinum. Drunur
frá þvottahúsinu Drífu, sem var
á jarðhæðinni, vörubílnum hans
Óskars, sem kom með þvottinn,
flugvélunum sem rétt skriðu yf-
ir húsþökin á morgnana og
ærslin í strákunum fyrir utan.
Fyrstu árin einkenndust af leik
við þessa stráka, sem voru
margir í hverfinu og síðar sam-
ferða um skólakerfið allt fram á
fullorðinsár.
Smári var einu ári eldri en
ég , stór og sterkur með ein-
stakt jafnaðargeð og sá um að
enginn væri að lemja mig að
óþörfu, litla frænda sinn. Hann
var alltaf farinn í skólann á
undan mér á morgnana og ég
skildi ekki af hverju, fyrr en
seinna, að hann sagði mér að
Þorvaldur vinur hans og bekkj-
arfélagi hefði gjarnan skriðið
upp í aftur, þegar móðir hans
var farin til vinnu á morgnana
og hann því ákveðið að koma
alltaf við hjá honum og vekja
og forða honum frá vandræðum
í skólanum. Þeir urðu vinir alla
ævi og þessi framkoma lýsir vel
því hugarþeli sem Smári bar til
vina og kunningja allt lífið. Ég
held ég hafi ekki kynnst manni
með betra hjartalag en Smári
hafði. Hann laðaði fólk að sér
með einstakri útgeislun og ró-
semi, var hláturmildur og fal-
legur maður í alla staði. Hann
fór í Stýrismannaskólann og
sigldi stórum kaupskipum um
heimsins höf, var þingvörður á
róstutímum búsáhaldabylting-
arinnar og vann með stofnend-
Smári
Sæmundsson