Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 29

Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 hennar Hrafnhildur og fjölskyld- an öll hafði hlakkað til að sam- einast í Grafarvoginum. Það er bjart yfir minningunni um Hrafnhildi. Hún var hlý, vel gefin, skilningsrík og auðvelt að eiga við hana samræður. Hún dæmdi engan og vildi allt fyrir alla gera. Við sendum ávallt hvor annarri jólakort, skemmtileg hefð, sem mér þótti afar vænt um. Lífsbaráttan var á köflum hörð. Hrafnhildur var kjarna- kona og tókst á við það með dugnaði og jákvæðni. Þegar dag- vinnu lauk gekk hún í önnur störf sem biðu hennar, og gerði það vinnudaginn oft langan. Hún var alla tíð kletturinn í fjölskyld- unni. Þegar Hrafnhildur heimsótti Ólöfu til Noregs gaf hún sér tíma til að hitta okkur. Við áttum góðar stundir saman á okkar heimili. Ég mat það mikils þá, þær stundir eru nú enn dýrmæt- ari. Það var mikill gleðidagur í lífi Hrafnhildar, þegar litli dóttur- sonurinn og sólargeislinn Storm Einar fæddist. Hún var stolt og einstök amma og naut þess að vera með honum, ekki síst í haust þegar hún gætti hans meðan foreldrarnir, Ólöf og Trond, fóru af bæ. Það er þyngra en tárum taki að hann fái ekki lengur að njóta umhyggju hennar og kærleika. Að leiðarlokum kveð ég góða konu með virðingu og þakklæti. Elsku Ólöf, hugur minn er hjá þér, Kristjáni, Trond, Julie, Er- ik, Storm og fjölskyldunni allri. Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Fjölskyldu Hrafnhildar og vinum votta ég mína dýpstu samúð með hennar orðum: „Góð- ur matur, góðir vinir, góðir tímar.“ Fyrir hönd Borðum og bros- um, Berglind Þórðardóttir. Það voru harmafréttir sem bárust snemma á þriðjudags- morgni. Hrafnhildur hafði verið fjarverandi deginum áður vegna veikinda og einhver fundarhöld höfðu verið boðuð hjá Starfs- mannafélagi ríkisins í vikunni. Þótti því ekki einkennilegt að hún væri ekki mætt í vinnuna þótt klukkan væri að ganga tíu. Hrafnhildur hafði starfað við ýmislegt hjá skattinum áður en ég kynntist henni og unnum við saman síðastliðin 19 ár. Hún starfaði við ýmis skráningarmál og yfirferð skattframtala hjá skattstjóranum í Reykjavík en frá 2010 starfaði hún á einstakl- ingssviði ríkisskattstjóra. Hún var talnaglögg, sjálfstæð í vinnu- brögðum, skipulögð og sýndi mikið frumkvæði. En fyrst og fremst var hún afkastamikill dugnaðarforkur. Hún er sú eina sem ég þekki sem hefur eyðilagt lyklaborð tölvu sökum ásláttar- krafts. Þá var hún dugmikill trúnaðarmaður fyrir starfsmenn í SFR en gætti einnig að réttindamálum þeirra sem voru í öðrum stéttarfélögum. Á skrifstofu Hrafnhildar logar kerti og inniskórnir standa þar sem hún skildi þá eftir. Þótt samstarfsfélagar taki við verk- um Hrafnhildar er tómarúm í til- verunni. Í huga kemur þekkt fullyrðing um að ekkert sé öruggt í þessum heimi, nema dauðinn og skattur. Fjölskyldu og vinum Hrafn- hildar eru færðar innilegar sam- úðarkveðjur frá samstarfsfélög- um á einstaklingssviði ríkisskattstjóra. Helgi Guðnason. ✝ Karl MagnúsKarlsson fædd- ist á Stokkseyri 6. mars 1939. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 27. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Karl Jónas- son, f. 19. febrúar 1909, d. 15. apríl 1980, vélamaður og rennismiður frá Rimakoti Landeyjum, og Aðal- heiður Gestsdóttir húsmóðir frá Pálshúsum á Stokkseyri, f. 15. október 1907, d. 8. apríl 1997. Magnús var fimmti í röð 10 systkina. Eftirlifandi systkini hans eru Kristinn, Agnes, Gunnar Vífill og Jón Ólafur, lát- in systkin eru Hrafnhildur Mar- grét sammæðra, Ársæll, Gestur, Jónas og Drengur. Árið 1962 hóf Magnús búskap með Ölfu Jenný Gestsdóttur verkakonu frá Lækjarbakka á 1979. Börn þeirra eru Kristjana Björg, f. 11. janúar 1995, og Aníta Rún, f. 19. apríl 2005. 3) Kristjana, f. 16. júlí 1980, búsett í Sandgerði, maki Elías Sigvarðsson, f. 19. mars 1973. Börn þeirra eru Guðríður El- ísabet, f. 15. mars 1999, Magnús Ægir, f. 16. mars 2001, Björgvin Bjarni, f. 11. september 2004, Elías Snær, f. 18. maí 2010, og Alferð Jenni, f. 30. apríl 2014. Fyrir átti Magnús soninn Ægi, f. 13. mars 1959, d. 18. apríl 1990. Magnús, eins og hann var alltaf kallaður, vann ýmis störf um ævina, en lengst af var hann Baadermaður. Hann fór á sjó- inn ungur að árum, vann meðal annars á bílaverkstæði í Hafn- arfirði fyrstu árin í búskap þeirra hjóna. Árið 1968 flutti fjölskyldan í Sandgerði þar sem hún bjó sér heimili næstu þrjá áratugina. Magnús flutti til Keflavíkur árið 2002 eftir and- lát Jennýjar og bjó þar til dauðadags. Útför Magnúsar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 7. des- ember 2018, klukkan 13. Jarð- sett verður í Hólmbergskirkju- garði í Keflavík. Árskógsströnd í Eyjafirði, f. 6. sept- ember 1944, d. á Landspítalanum í Fossvogi 11. janúar 2002. Foreldrar hennar voru Krist- jana Steinunn Ingi- mundardóttir, f. 4. ágúst 1903, d. 8, febrúar 1990, hús- móðir og verka- kona frá Hlíð í Garði, og Gestur Sölvason, f. 17. september 1896, d. 21. okt. 1954, frá Litla-Árskógssandi. Börn Magnúsar og Jennýjar eru: 1) Magnea Inga, f. 13. des- ember 1963, búsett í Keflavík, maki Þorsteinn Magnússon, f. 5. okt. 1961. Börn þeirra eru Magnús Sverrir, f. 22. sept. 1982, Þorsteinn, f. 24. des. 1988, og Jenný, f. 19. sept. 1991. 2) Karl, f. 28. apríl 1968, búsettur í Reykjanesbæ, maki Kaja Ósk Skarphéðinsdóttir, f. 5. mars Til elsku pabba. Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi sínu Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu Ég vona að hann viti að hann er mér kær Allar mínar bestu hugsanir hann fær Hans gleði og viska við alla kemur Við flestalla honum vel semur Hann stendur mér hjá þegar illa liggur við Hann víkur ekki frá minni hlið Nema sé þess viss að allt sé í lagi Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi Hann er vandvirkur og iðinn hann sinnir alltaf sínu vel hann segir það aðalatriðin sem er rétt, það ég tel Hann hefur kennt mér að vera þol- inmóð og sterk hvetur mig áfram að stunda mín dags- verk „þú skalt alltaf standa á þínu“, hann ávallt hefur sagt mikla áherslu á það lagt Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið þá meinar hann alltaf margt Hann getur aldrei neinn svikið það getur hann ekki á neinn lagt Hann er bara þannig maður Hann er bara þannig sál Hann er aldrei með neitt þvaður Hann meinar allt sitt mál Hann sýnir mér svo mikla ást Hann vill aldrei sjá neinn þjást Hann er minn klettur og hann er mín trú Hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú! Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Magnea Inga. Elsku pabbi. Guð geymi þig, ég elska þig. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þín dóttir, Kristjana. Það er svo erfitt að setjast nið- ur og skrifa minningargrein um vin minn og tengdapabba, hann Magga Karls. Hann hefur verið stór hluti af lífi mínu í næstum 40 ár, eða síðan ég og Inga mín fór- um að slá okkur upp innan við tví- tugt. Hann tók mér vel frá fyrsta degi og það má segja að aldrei hafi fallið skuggi á okkar frábæra vinasamband. Við Inga og börnin okkar þrjú áttum alveg yndislega tíma með Magga og Jenný á með- an hún lifði. Við fórum í óteljandi ferðalög um landið, bæði dags- ferðir og lengri ferðir, enda Maggi einstaklega mikill áhuga- maður um slíkar ferðir. Sam- gangur á milli heimila okkar var ætíð mikill og alltaf gott að leita til Magga og spjalla við hann, enda virtist hann vita allt og vera inni í öllu. Ég sagði stundum að hann væri heimsmeistari á textavarp- inu enda fékk hann allar sínar fréttir þar, meðan aðrir fóru á netið. Hann var líka alla tíð með ólæknandi bíladellu og fer nú í sína hinstu ferð á bílnum sínum með lykilinn í hendinni. Maggi var mörgum kostur prýddur, hann var einstaklega handlaginn, allar vélar og bílaviðgerðir léku í höndunum á honum. Hann lagaði marga bíla fyrir mig í gegnum ár- in og einnig fyrir fjölskyldu sína og vini, það var alltaf hringt í hann þegar eitthvað bilaði. Sam- band hans við sína nánustu var alveg einstakt. Hann fylgdist með öllu sínu fólki og var alltaf hringjandi og að kanna stöðuna hjá okkur öllum. Ef hann vissi að einhver var að ferðast átti hann það til að segja: Hvaða flækingur er þetta eiginlega, en meinti það á góðan hátt enda var hann svo stoltur af öllum hópnum sínum. Hann var einstaklega mikill barnamaður og elskaði ekkert meira en smáfólkið okkar og átti það til að færa þeim gjafir bara svona upp úr þurru. Maggi veikt- ist svo á þessu ári og fór í mjög erfiða aðgerð sem tók sinn toll af honum, hann náði sér ekki al- mennilega á strik eftir það, hann veiktist svo aftur alvarlega í nóv- ember og kvaddi okkur umvafinn kærleik. Ég kveð Magga með miklum söknuði og votta öllum aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Guð blessi þig vinur. Þinn tengdasonur, Þorsteinn. Elsku afi. Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera er að kveðja þig, mikið er það sárt. Það sem huggar mig er að nú veit ég að þú ert kominn til ömmu, sem þú elskaðir svo heitt og varst búinn að sakna svo mik- ið. Það eru eflaust fagnaðarfundir hjá ykkur núna og er ég alveg viss um að þú sért búinn að bjóða henni á rúntinn. Þú varst svo mikill bílakall, elskaðir að keyra um í góðu veðri á flottum bíl, enda engir smá bílar sem þú áttir. Elsku afi, allar minningarnar sem við eigum ylja mér. Við vor- um svo góðir vinir og ég svo mikil afastelpa. Ég var dúllan hans afa. Við spjölluðum alltaf svo mikið saman og þú kenndir mér svo margt, mikill sögukall. Það var alltaf best að hringja í afa fyrir ferðalög um landið, þú sagðir manni frá veðrinu og aðstæðum og við hverju maður ætti að bú- ast. Í öllum tilfellum hafðirðu rétt fyrir þér. Það var svo gott fyrir litla afa- stelpu þegar afi flutti til Keflavík- ur, ég í grunnskóla við hliðina á þér og voru þau ófá hádegin sem við tókum saman. Ég vildi sko fara til afa og fá mér súrmjólk með cheerios, nú eða ristað brauð og kakó. Þetta voru sérréttirnir okkar. Ég gleymi því aldrei hversu stoltur þú varst þegar ég sagði þér að ég ætti von á barni, en auð- vitað vissir þú það áður en ég sagði þér það. Þú fannst það bara á þér. Þú varst svo mikill barna- kall. Þegar prinsessan kom svo í heiminn, þá fór afi á flug. Þú varst alltaf að kaupa eitthvað fyr- ir dúlluna okkar. Þú toppaðir þig alveg þegar við komum eitt sinn í heimsókn og litla bara þriggja mánaða þegar þú varst búinn að fara og kaupa alvöru Baby Born- dúkku handa henni og auðvitað föt líka. Við hlógum mikið þá enda dúkkan stærri en hún. Þið áttuð svo fallega stund saman nú fyrr í mánuðinum sem ég mun segja henni frá síðar. Elsku afi, það verður svo erfitt að geta ekki hringt í þig. Hringt og spjallað, fá fréttir af veðrinu þegar ég fer í ferðalag um landið og heyra gamlar sögur. Þetta er mikill missir, enda höfuð fjöl- skyldunnar. Ég ætla að enda þetta eins og við enduðum öll okkar samtöl. Guð geymi þig, afi minn, ég elska þig. Þín Jenný. Elsku afi. Þú varst alltaf svo skemmti- legur og góður. Þegar eitthvað vantaði þá reddaðir þú því. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa þegar eitthvað var að. Sakna þín svo mikið, elsku afi, þú varst besti vinur minn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Ég elska þig. Þinn Elías Snær. Elsku besti afi minn, nú hefur þú kvatt okkur. Ég á margar mjög góðar minningar um þig og hefði ekki getað beðið um betri afa en þig. Ég elska þig, afi. Farinn ertu jörðu frá og sárt ég þín sakna stundum þig ég þykist sjá á morgnana þegar ég vakna Ég veit þér líður vel, afi minn, vertu nú hress og kátur innra með mér nú ég finn þinn yndislega hlátur Fyrir sál þinni ég bið og signa líkama þinn í von um að þú finnir frið og verðir engillinn minn Hvert sem ég fer ég mynd af þér í hjarta mér ber Guð geymi þig, afi minn. Guðríður Elísabet Elíasdóttir. Afi var einstakur maður. Sannur vinur vina sinna og mikill fjölskyldumaður. Það stóð aldrei á neinu hjá honum og hann gerði allt heilshugar, sama hvert verk- efnið var. Áhrifunum sem hann hefur haft á líf okkar er erfitt að koma í orð og munum við verða lengi að átta okkur á því að hann hafi kvatt okkur. Það eru forréttindi að fá að eyða jafn miklum tíma með afa sínum og við bræðurnir fengum að gera. Bæði á lífsleiðinni og sérstaklega síðustu ár þar sem við unnum saman nánast upp á dag. Honum þótti fátt skemmti- legra en að fá að rúnta eitthvað út á land fyrir okkur; því lengra, þeim mun betra. Í ófá skiptin keyrði hann landshluta á milli án þess að hvíla sig og oftar en ekki var hann furðulega fljótur að því! Ekki nóg með það að afi væri okkur afar kær heldur var hann einstakur vinur okkar líka. Tím- inn sem við höfum átt með honum síðustu ár mun lifa með okkur að eilífu. Við munum sakna þess mikið að fá hann í heimsókn til okkar á skrifstofuna. Suma daga settumst við niður með honum og yfirleitt fór hann tugi ára aftur í tímann og sagði okkur gamlar bílasögur. Hann var einnig ein- staklega áhugasamur um Blue Car Rental og alla starfsemi þess og svalaði oft sinni miklu forvitni með ótal spurningum. Aðra daga var mikið að gera og minni tími fyrir spjall. Það skipti afa engu máli; hann langaði bara að hlusta og fá að vera í kringum okkur. Afi var ótrúlega stoltur af okk- ur og lét okkur oft vita af því. Við vorum líka ótrúlega stoltir af honum. Hann var okkar besti maður. Það yljar okkur að vita að hann er hjá ömmu núna, sem hann hef- ur beðið í 17 ár eftir að fá að hitta aftur. Magnús og Þorsteinn. Karl Magnús Karlsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AGNAR ÁRMANNSSON rakarameistari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 10. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Ólafía Sveinsdóttir Hildur Agnarsdóttir Skarphéðinn Erlingsson Helga Agnarsdóttir Ármann Agnarsson Ingibjörg Gunnþórsdóttir Heiða Agnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, STEINAR BENDT JAKOBSSON rafmagnsverkfræðingur, Sóltúni 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum 2. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. desember klukkan 15. Sigurlína Helgadóttir Þorsteinn Helgi Steinarsson Guðmunda Smáradóttir Eric Roche Georg Már Sverrisson Esther Ólafsdóttir og barnabörn Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.