Morgunblaðið - 07.12.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
✝ Margrét Svein-björnsdóttir
fæddist á Snorra-
stöðum í Laugardal
29. maí 1931. Hún
lést á heimili sínu,
Suðurlandsbraut
62, 23. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinbjörn
Eyjólfsson bóndi á
Snorrastöðum, f. 1.
apríl 1880, d. 1933, og Guðrún
Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 1. maí
1886, d. 1943. Þau bjuggu allan
sinn búskap á Snorrastöðum.
Systkini Margrétar voru níu.
Þrjú þeirra létust í frum-
bernsku, þau Kristín, Reynir og
Ragnheiður. Þau sex sem lifðu
voru Sigríður, f. 12. júní 1908, d.
27. ágúst 2003, Eyjólfur, f. 12.
sept. 1909, d. 19. ágúst 1966, Jó-
hann Grímur, f. 13. apríl 1912,
d. 19. mars 1996, Ragnheiður, f.
17. júlí 1916, d. 7. apríl 2006,
Njáll, f. 20. október 1917, d. 28.
janúar 2006, og Jón Tryggvi, f.
4. sept. 1921, d. 15. feb. 1993.
Margrét gekk í barnaskóla í
sinni heimasveit frá unga aldri
fram að fermingu. Hún ólst upp
á Snorrastöðum og eftir fráfall
móður sinnar árið 1943 dvaldist
Margrét hjá systur sinni Ragn-
heiði (Rönku) sem tók hana að
sér, og eiginmanni hennar,
Pálma Pálssyni, á Hjálms-
stöðum.
Sextán ára gömul fór hún
suður til Reykjavíkur og vann á
Farsóttarhúsinu hjá Maríu Ma-
ack og síðar á Landakotsspít-
ala. Í Reykjavík dvaldist hún í
nokkurn tíma og tók að sér ým-
is störf þar til hún fór aftur
austur, þá rúmlega tvítug, í
einn vetur í Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugavatni vet-
urinn 1952-1953. Eftir það fór
hún aftur suður til Reykjavíkur
og hóf störf í hlaðdeild Flug-
félags Íslands þar sem hún
kynntist eftirlifandi eiginmanni
sínum árið 1958. Frá árunum
1964-1975 var hún heimavinn-
andi. Síðar hóf hún störf við
umönnun og aðhlynningu og
lauk hún starfsævi sinni árið
2005, þá við þjónustuíbúðir
aldraðra í Furugerði 1, 74 ára
að aldri.
Margrét verður jarðsungin
frá Langholtskirkju í dag, 7.
desember 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Hinn 7. maí 1960
giftist Margrét Við-
ari Tryggvasyni, f.
17. júní 1935. Dæt-
ur þeirra eru: 1)
Guðrún Rakel, f.
30. maí 1964, gift
Hilmari Sigurðs-
syni. Börn hennar
af fyrra hjónabandi
eru Margrét, f.
1989, og Jakob
Gísli, f. 1992. Börn
Hilmars af fyrra hjónabandi eru
Elínborg, f. 1990, Hrönn, f.
1994, og Sigrún, f. 1995. 2)
Ragnheiður Björk, f. 7. nóv-
ember 1965, gift Jóni Sverri
Bragasyni. Börn Ragnheiðar og
Jóns eru Hrefna Björk, f. 1989,
og Viðar Ari, f. 1994. Barn Jóns
af fyrra hjónabandi er Ástrós
Ósk, f. 1985. 3) Drífa, f. 14. júní
1971, gift Ásgeiri Erni Ásgeirs-
syni. Börn Drífu og Ásgeirs eru
Snædís Birta, f. 2000, Katrín
Eir, f. 2004, og Sigurveig Jana,
f. 2009. Barn Ásgeirs af fyrra
sambandi er Ásgeir Aron, f.
1994.
Elsku hjartans mamma mín.
Við trúum því ekki enn að þú sért
farin frá okkur, svo miklu fyrr en
okkur óraði fyrir. Þetta er enn
óskiljanlegt. Við sem fengum
okkur hádegisverð á veitingastað
daginn áður en þú kvaddir.
Kvöldið áður malaðir þú glöð og
kát í símann um daginn og veg-
inn. Viku áður sátum við allar
mæðgur heima í óveðri við kerta-
ljós og hamborgaraát.
Endalausar spurningar koma
upp. Af hverju alveg strax? Lífið
er skrýtið. Mennirnir ákveða en
Guð einn ræður. Við vitum aldrei
hvenær kallið kemur. Að sitja hér
og þurrka burt tárin sem renna
hljóðlega niður vanga og skrifa
þessi orð er svo óraunverulegt.
Elsku mamma, sem var svo
órjúfanlegur hluti af okkur öllum.
Þú varst ekki aðeins mamma
okkar og amma barnanna okkar
heldur vorum við svo nátengdar
þér. Þú varst ein af okkar bestu
vinkonum. Það var alltaf hægt að
leita til þín. Þú varst virkilega
áhugasöm um okkar líf, hvort
sem um var að ræða leik eða
störf. Alltaf gátum við treyst á
þig, mamma mín. Þú varst klett-
urinn í fjölskyldunni sem passað-
ir upp á allan hópinn þinn og
tókst öllum opnum örmum. Fjöl-
skyldan var sannarlega mikil-
vægust í þínum huga. Óteljandi
minningar flögra um hugann á
þessari stundu. Við gerðum svo
margt skemmtilegt saman. Ótelj-
andi samverustundir í sveitinni
okkar, á heimilum hver annarrar,
ófáir kaffibollarnir, matarboðin,
ferðalögin innanlands sem utan.
Það var alveg sama hvað við
gerðum, það var alltaf gleði í
kringum þig, svo skemmtilegt,
mikið talað, sungið og hlegið. Það
leiddist engum þar sem þú varst.
Við vitum að það tók á þig þegar
pabbi veiktist. Síðasta ár var
hann fluttur yfir á hjúkrunar-
heimilið í Mörkinni sem er inn-
angengt í frá íbúðinni ykkar. Allt-
af labbaðir þú tvisvar á dag til
hans, sem er töluvert fyrir konu á
þínum aldri. En aldrei kvartaðir
þú yfir neinu, aldrei sáum við þig
sorgmædda, alltaf varstu svo
sterk og þú elskaðir lífið.
Elsku mamma, takk fyrir alla
handavinnuna þína, alla sokkana
og vettlingana á barnabörnin, all-
ar kleinurnar, smákökurnar og
randalínurnar sem þú bakaðir
fyrir okkur öll jól. Takk fyrir all-
ar uppskriftirnar, allan matinn
sem þú eldaðir og bauðst okkur í,
takk fyrir að passa börnin okkar,
takk fyrir öll faðmlögin og að
vera okkur svo góð, mamma mín.
Það eina sem gefur okkur
styrk í þessari sorg er að leyfa
okkur að trúa því að þú sért kom-
in á fallegan stað þar sem þér
hefur verið tekið fagnandi og þér
líður vel. Við trúum því líka að þú
verðir hér áfram á meðal okkar
og fylgist með okkur öllum.
Elsku mamma mín, við þökk-
um þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur. Við söknum þín svo
sárt.
Hvíldu í friði og megi Guð og
englar vaka yfir þér.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að
sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast ljóm-
ar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
(Árni Gunnlaugsson)
Þínar dætur,
Rakel, Ragnheiður og Drífa.
Elsku Maddý mín.
Þetta var einn sá erfiðasti
föstudagur sem ég hef upplifað í
mínu lífi þegar ég fékk símtal frá
Drífu sem sagði mér að þú værir
búin að kveðja okkur.
Einhvern veginn bjóst ég ekki
við að fá þetta símtal þar sem ég
vissi að þú varst í „lunch“ með
Drífu og Snædísi daginn áður, á
háu hælunum, með varalitinn ...
eins og klippt út úr tískublaði.
Það var svo gaman og gott að
koma til þín, svo hlýlegt og nota-
legt. Aldrei sast þú á þínum skoð-
unum um daginn og veginn,
hnyttin og beinskeytt, en um leið
einlæg eins og þú gast verið og á
ég eftir að sakna þess mikið í
komandi framtíð. Aldrei varstu of
lengi í heimsókn, þar sem þú
kenndir mér að það á aldrei að
stoppa of lengi. Gleymi því aldrei
þegar þú varst hjá okkur í Efsta-
sundi og mér fannst þú rétt kom-
in og þú sagðist þurfa að fara, ég
spurði af hverju þú værir að drífa
þig og þú sagðist vera of sein í
lagningu ... á sunnudagskvöldi ...,
eins þegar þú komst til okkar í
raðhúsið í Sóleyjarrimanum,
æddir inn í húsið við hliðina og
spurðir húsráðendur hvað þau
væru eiginlega að gera þarna,
hvar Drífa væri ... áttaðir þig ekki
á að þú varst í röngu húsi. Ég á
eftir að sakna þess að koma til þín
í hrossakjötið, sem aðeins örfáum
finnst hnossgæti, ætli ég fari ekki
að koma því á framfæri á mínu
heimili fyrst þú ert farin, finnst
að vísu líklegt að ég verði ekki
klappaður upp og sitji einn til
borðs.
Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa
og gera allt fyrir okkur fjölskyld-
una og aðra. Þú varst svo stór
hluti af okkur öllum og þín verður
sárt saknað. Aldrei vorum við
ósammála og þú hafðir það oft á
orði að ég væri ekki aldeilis sá
versti. Ég veit ekki hvort það
varst þú eða ég, en ég held að það
hafi verið vegna þess að við vor-
um vinir og við gengum í takt.
Elsku Maddý mín, þú varst
einstök og það eru endalausar
minningarnar sem koma upp í
huga minn þegar ég skrifa þessi
orð. Þú átt eftir að lifa í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Njóttu brekkunnar og eins og
stelpurnar mínar segja, þá veit að
þú bíður eftir okkur sem komum
síðar til þín í kaffi og pönnsur og
laumar skinkusneið í hundana.
Þinn
Ásgeir.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að minnast Maddýjar
tengdamóður minnar. Það var
fyrir rúmum tíu árum, þegar við
Rakel vorum í tilhugalífinu, að þú
komst hingað í Heiðargerðið í
morgunkaffi ásamt Vidda þínum,
að okkar fyrstu fundum bar sam-
an. Örugglega varstu búin að
hlera að einmitt á þessum laug-
ardagsmorgni myndir þú ná mér
í bólinu, sem varð raunin.
Okkur varð fljótt vel til vina
enda varstu búin þeim kostum
sem ég met í fari hverrar mann-
eskju; þú komst til dyranna eins
og þú varst klædd. Ekki vorum
við alltaf sammála og það kom
fyrir að það hvessti á milli okkar
en aldrei fórum við ósátt frá
borði.
Við þau tækifæri læddist bros
fram á varir þínar og þú sagðir:
„Hvurs lags er þetta eiginlega?“
Og þá vissi maður að þú hafðir
náð manni einu sinni enn.
Þú varst hafsjór skemmti-
sagna úr viðburðaríku lífi að
ógleymdum öllum þeim kveðskap
sem þú hafðir lært á langri ævi.
Mér er minnisstætt að þegar tal-
ið barst að sveitinni þinni kom
alltaf svo fallegt blik í augun á
þér og þú lyftist öll upp. Enda
leið þér alltaf best austur í bústað
með fjölskyldunni og nálægt
frændfólkinu.
Maður gleymdi alltaf árunum
sem þú hafðir lagt að baki svo létt
á fæti sem þú varst. Standandi á
öðrum fæti og snúandi þér í
hringi með alls konar látbragði.
Hoppandi upp á stóla að sækja
eitthvað í efstu skápunum. Þá
hugsaði maður með sér að þú
ættir eftir að stórslasa þig, nei þú
varst nú fótvissari en það.
Lífið vafðist ekki fyrir þér þó
að þér hafi verið úthlutað erfiðu
hlutskipti í upphafi, varst orðin
foreldralaus fyrir fermingu. Og
ekki vafðist dauðinn fyrir þér
heldur. Þú hafðir það á orði að þú
vildir óska þess að fá að fara í
svefni og þér varð að ósk þinni.
Þar var skapgerð þinni vel lýst;
ekkert að tvínóna við hlutina,
hvorki í lífinu sjálfu né í dauð-
anum.
Ég vil votta tengdapabba,
mágkonum og fjölskyldunni mína
dýpstu samúð.
Að því sögðu þá vil ég þakka
fyrir stutta en viðburðaríka sam-
fylgd.
Takk fyrir allt.
Hilmar Sigurðsson.
Fyrstu kynni mín af Maddý,
eins og hún var alla tíð kölluð,
voru fyrir rúmlega 30 árum þeg-
ar ég og dóttir hennar, Ragnheið-
ur, vorum að draga okkur saman
í tilhugalífinu. Hún tók mér ein-
staklega vel með hlýju viðmóti og
hispurslausri framkomu. Það leið
ekki á löngu uns ég var orðinn
einn af fjölskyldunni og fljótlega
sá ég hversu sterkan og ákveðinn
karakter Maddý hafði að geyma.
Það var ekki hennar siður að bíða
með hlutina eða tala í kringum
þá, hún kom alltaf hreint og beint
fram við alla, sama hverjir það
voru, og gat verið hörð í horn að
taka.
Maddý missti báða foreldra
sína í æsku, sú raun mótaði hana
alla tíð þar sem hún þurfti frá
unga aldri að standa á eigin fót-
um. Hún minntist oft á það
hversu mjög hún saknaði þess í
æsku að fá ekki þá hlýju og vænt-
umþykju sem er hverju barni svo
nauðsynleg í uppvextinum.
Fjölskyldan og ættingjarnir
voru alla tíð í fyrsta sæti hjá
Maddý og þeim sinnti hún öllum
stundum og passaði vel upp á
hópinn sinn. Hún var mjög stór
þáttur í lífi dætranna og barna-
barna og miðdepill alls sem fjöl-
skyldan tók sér fyrir hendur.
Ófáar eru ferðirnar innanlands
og utan þar sem hún var hrókur
alls fagnaðar.
Maddý var alltaf mikil skvísa,
smart klædd og fór aldrei úr húsi
öðruvísi en máluð og vel til höfð,
það var stæll á henni. Þegar hún
kom í heimsókn, sem var mjög
oft, sagði hún gjarnan að hún ætl-
aði ekki að stoppa lengi, hún
sagðist alltaf fara áður en fólk
yrði leitt á henni.
Hún var af þeirri kynslóð sem
þurfti að hafa fyrir lífinu, ekki
kvartaði hún eða harmaði hlut-
skipti sitt, hún bar alla tíð höfuðið
hátt og var samkvæm sjálfri sér
þegar hún kvaddi þennan heim
fyrirvaralaust, hún ætlaði sko
ekki að láta neinn verða leiðan á
sér eða hafa fyrir sér í ellinni.
Hún hélt alla tíð tryggð við
æskustöðvar sínar í Laugardaln-
um, þar byggðu þau hjónin
Maddý og Viðar sér sumarbústað
og kölluðu Stekk þar dvöldu þau
á sumrin fyrst í stað með dætr-
unum Rakel, Ragnheiði og Drífu
og er fram liðu stundir með
barnabörnunum sem voru orðin
níu þegar allt er talið. Oft var þar
margt um manninn þegar fjöl-
skyldan kom saman á fallegum
sumardögum og glatt á hjalla,
mikið sungið og trallað.
Hún sinnti líka mjög vel ætt-
ingjunum sínum úr Laugardaln-
um og fór alltaf á bæi eins og það
var kallað þegar hún var í sveit-
inni og var greinilegt að hvergi
leið henni betur en í dalnum fal-
lega með sínu fólki enda þau öll
annáluð fyrir létta lund, söng og
frábæra kímnigáfu.
Það voru forréttindi að eiga
samleið með Maddý, hennar
verður sárt saknað og sennilega
hvergi meira en í Stekk og sveit-
inni sem hún unni svo mjög.
Nú þegar við kveðjumst viljum
við þakka fyrir allt og allt. Við ylj-
um okkur við fallegar minningar
um skemmtilega og góða konu
með vissu um að við hittumst aft-
ur í blómabrekkunni.
Ragnheiður Björk,
Jón Bragason
Ástrós, Atli
Hrefna Björk, Bragi
Viðar Ari, Arna.
Ó elsku amma mín, ég veit
bara ekki hvar ég á að byrja.
Þetta allt er búið að vera svo mik-
ið sjokk og ég næ þessu varla
ennþá. Ég veit svo sannarlega að
þú verður alltaf hjá mér, vakir yf-
ir mér og hrekkir mig stundum,
sem er ekta þú. En ég get alla-
vega sagt þér það að ég á eftir að
sakna þín rosalega mikið og ég er
búin að gráta mikið. Ég á aldrei,
og þá meina ég sko aldrei, eftir að
gleyma þér. Þú varst alltaf ein af
mínum uppáhaldsmanneskjum,
fyrirmyndin mín og ég var alltaf
spennt að hitta þig. Það var held-
ur aldrei leiðinlegt hjá okkur. Það
var líka aldrei þannig að mér
fyndist maturinn þinn vondur,
hann var einmitt bara langbest-
ur. Ég er svo þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og allar
minningarnar sem ég á. Þær
verða í hjarta mínu að eilífu. Það
var líka alltaf svo gaman að heyra
sögurnar þínar því þú vissir svo
mikið. Ekki alls fyrir löngu
spurði ég þig eins og svo oft
hvernig þú varst alltaf á böllum í
gamla daga og þú sagðir mér allt
frá því og svo enduðum við í
vangadansi eins og þú gerðir allt-
af. Mér fannst líka alltaf svo gam-
an að því hversu hreinskilin þú
varst og þú sagðir bara hlutina
eins og þér fannst og það var allt-
af rétt. Þess vegna var alltaf
langbest að koma til þín, elsku
amma mín, að spyrja þig um ráð
eins og þegar þú hvattir mig til að
gera eitthvað öðruvísi fyrir ferm-
inguna mína og klippa hárið stutt
í stað þess að vera eins og allir
hinir.
Ó amma, það erfiðasta í heimi
er að geta aldrei farið í heimsókn
til þín aftur eða bara jafnvel segja
að maður sé að fara til ömmu í
kaffi (pönnsur, vöfflur eða hjóna-
bandssæluna þína) og margt
fleira. Þetta er svo ótrúlega sárt
og heimurinn fer á hvolf. Þetta er
svo sárt að ég fæ bara fyrir hjart-
að.
En elsku amma mín, ég veit
svo sannarlega að þú ert jafn
mikil skvísa þarna uppi eins og
þú varst hérna niðri og ég er al-
veg viss um það að þú ert að baka
og elda handa allri ættinni þarna
og svo tekurðu vel á móti okkur
þegar við komum. Þá munum við
sko endurtaka og rifja upp alla
góðu tímana sem við áttum eins
og þegar við vorum í sveitinni og
vorum að búa til drullukökur.
Ég vona svo innilega að þið
eigið öll góð jól og þú eigir góðar
stundir með öllum níu systkinun-
um þínum og mömmu þinni og
pabba.
Svo hittumst við í framtíðinni
og þá get ég kynnst fjölskyldunni
þinni og þið segið mér sögur um
það sem þið eruð búin að bralla í
allan þennan tíma og svo verður
auðvitað sungið og dansað eins og
þú elskaðir.
Ég mun alltaf elska þig svo
mikið eins og ég er örugglega bú-
in að segja svo oft og góða ferð í
blómabrekkuna í Nangíjala.
Ástarkveðjur, þín
Katrín Eir.
Elsku amma mín.
Mig langar ekki að skrifa
svona bréf til þín af því að ég vil
ekki að þú sért dáin. Það er svo
sorglegt. Mér líður svo illa í
hjartanu.
Ég sakna þín svo mikið, elsku
amma. Þú varst svo góð og svo
gott þegar þú knúsaðir mig og
finna ömmulykt. Ég man hvað
það var gaman að fara í búðarleik
með þér og spila við þig. Það var
svo gaman að vera með þér sveit-
inni og spila kubb. Ég man líka
hvað það var gaman að fara með
þér á kaffihús og manstu þegar
við skoðuðum íshellinn í Perlunni
og fórum upp í Hallgrímskirkju-
turn í sumar?
Ég vona að þér sé ekki kalt á
tánum því þú skildir inniskóna
þína eftir.
Ekki vera hrædd, amma mín,
því nú passa allir englarnir þig og
þú ert hjá Guði.
Við sjáumst seinna.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Þín
Sigurveig Jana (Silla).
Elsku amma mín. Ekki bjóst
ég við því að ég myndi sitja hér
og skrifa minningarorð til þín
fyrir viku þegar við fengum okk-
ur hádegisverð saman. Síðustu
dagar hafa verið ofboðslega erf-
iðir og sorgin er sár. En þeir hafa
líka einkennst af þakklæti. Ég er
þakklát fyrir allan þann góða og
yndislega tíma sem við áttum
saman. Allar minningarnar sem
ég á um þig. Þakklát fyrir að þú
hafir átt gott líf og góða heilsu.
Þú varst guðmóðir mín og kennd-
ir mér svo margt og varst ein af
mínum helstu fyrirmyndum. Það
mætti segja að þú hafir verið mitt
þriðja foreldri. Alltaf gat ég leit-
að ráða hjá þér því þú vissir alltaf
best og sagðir alltaf sannleikann.
Þú varst svo skemmtileg og mik-
ill unglingur í þér, mikil pjattrófa
og alltaf svo vel tilhöfð. Fram á
síðasta dag varstu algjör skutla
og lést sko engan sjá þig á lág-
botna skóm og óvaralitaða. Það
var alltaf svo gott að vera hjá þér
og maður vildi helst ekkert fara.
Ófáar stundir áttum við saman
þar sem við sátum og kjöftuðum
um daginn og veginn og alltaf átt-
ir þú eitthvað gott með kaffinu.
Það er sárt að fá ekki að hitta
þig einu sinni enn, fá ekki að
knúsa þig og segja þér hversu
mikið mér þykir vænt um þig, en
ég veit að þú fylgist með með mér
úr Sumarlandinu og heldur
áfram að vera mitt leiðarljós í líf-
inu.
Ég mun alltaf elska þig, amma
mín, og þú átt alltaf stað í hjarta
mér.
Hvíldu í friði og megi englarn-
ir passa þig.
Þín
Snædís Birta.
Elsku amma.
Það er ótrúlegt að hugsa til
þess að þú sért farin frá okkur,
einhvern veginn héldum við að þú
værir eilíf og yrðir því alltaf til
staðar fyrir okkur.
Þú áttir eftir að kenna okkur
og upplifa með okkur svo margt.
Viddi ætlaði að læra að gera
pönnukökurnar þínar þegar hann
kæmi loksins heim í jólafrí frá
Bergen og svo varstu svo spennt
fyrir langömmuhlutverkinu sem
beið þín í febrúar.
Mikið var alltaf gott og gaman
að koma til þín í kaffi þar sem
nammiskúffan var alltaf full og
nýtt bakkelsi á borðinu. Þú sýnd-
ir ávallt öllu í okkar lífi mikinn
áhuga og gafst alltaf bestu ráðin,
þó þú þyrftir stundum að vera
hreinskilin.
Þú varst engin venjuleg amma,
alltaf til í hvaða vitleysu sem er
og aldrei of gömul fyrir hlutina.
Þrátt fyrir að vera ung í anda
hélstu samt í gömlu hefðirnar þar
sem þú kenndir okkur að syngja
gömlu lögin orðrétt, sem komið
hefur sér vel í brekkusöngnum,
allar bænirnar og þjóðsögurnar.
Síðasta kennslustund okkar voru
prjónarnir og munu litlu þumla-
lausu vettlingarnir sem við gerð-
um saman reynast afar dýrmæt-
ir.
Ó elsku amma, söknuðurinn er
mikill og minningarnar margar
sem ylja manni á þessum dimma
og kalda tíma. Við höldum minn-
ingu þinni á lofti og höldum
áfram að segja sögurnar sem þú
sagðir. Sveitin verður ekki eins
án þín.
Við munum passa afa fyrir þig.
Þín barnabörn,
Hrefna, Viðar og Ástrós.
Elsku amma.
Það er svo skrítið að geta ekki
heimsótt þig og fengið ömmu-
Margrét
Sveinbjörnsdóttir