Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 31
knús. Þín er sárt saknað en minn-
ing þín lifir. Góðu stundirnar sem
við áttum með þér í sveitinni, í
bænum og í útlöndum hlýja,
gleðja og hugga okkur á þessum
erfiða tíma.
Núna ertu komin í blóma-
brekkuna þína þar sem við erum
viss um að vel hafi verið tekið á
móti þér.
Ekki hafa áhyggjur af afa, við
pössum hann.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í lífi okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Sofðu rótt, elsku amma.
Þín barnabörn,
Margrét og Jakob Gísli.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu og félaga – hana Maddý,
sem alla tíð var svo hnarreist,
kát, kvik í hreyfingum og fjörug.
Okkur hafði ekki órað fyrir því
að svo brátt yrði um hana, en
hennar dauðdagi er sjálfsagt á
óskalista okkar allra – leggjast til
svefns heilbrigð og vakna síðan
ekki meir – engar sjúkrahúsleg-
ur, engir verkir, engin tonn af
meðölum, engin löng og erfið bið
eftir því að skilja við þennan
heim, og hennar vegna getum við
því samglaðst henni að fá að fara
á þennan hátt á annað tilverustig.
En við eigum svo sannarlega
eftir að sakna hennar, hláturs
hennar, stríðni og skemmtilegra
samverustunda.
Við sendum aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
F.h. borðfélaga í Mörkinni,
Hjördís Magnúsdóttir.
Það var á vordögum árið 1958
að ung stúlka austan úr Laugar-
dal hóf störf í hlaðdeild Flug-
félags Íslands hf. á Reykjavíkur-
flugvelli.
Hún féll strax vel inn í þann
starfshóp sem þar var fyrir með
hressilegri glettni og húmor sem
var hennar eiginleiki alla tíð. Hér
var á ferðinni Margrét Svein-
björnsdóttir; Maddý, sem við
kveðjum hinstu kveðju í dag.
Mér fannst eins og ég hefði
þekkt þessa stúlku lengi, slík var
framkoma hennar og léttleiki við
fyrstu kynni. En þar kom að einn
ungu mannanna í hlaðdeildinni
leit þessa ungu geðþekku stúlku
hýru auga. Þetta var Viðar
Tryggvason, vinur minn og sam-
ferðamaður í næstum hálfa öld.
Þau gengu í hjónaband 7. maí
1960, en sá dagur er mér minn-
isstæður því þá fæddist næstelsti
sonur minn.
Maddý sagði oft við mig í
gamni: „Þá minnir hann á brúð-
kaupsdaginn ef hann skyldi
gleymast.“ Hjónband þeirra var
byggt á traustum grunni og varði
í rúm 58 ár. Viddi og Maddý voru
afar samhent í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur, byggðu sum-
arbústað í dalnum hennar sem
hún unni mjög og hefur verið at-
hvarf fjölskyldunnar og sælureit-
ur í frístundum.
Viddi minn, þakka þér áratuga
vináttu. Guðrún Rakel, Ragn-
heiður Björk, Drífa, ömmubörn
og ástvinir, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og veri hún að ei-
lífu Guði falin.
Aðalsteinn Dalmann
Októsson og Aðalheiður
Bergsteinsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
✝ GuðmundurEiríkur
Jónmundsson
fæddist 28. maí
1939 á Laugalandi
í Fljótum. Hann
lést á Sunnuhlíð í
Kópavogi 28. nóv-
ember 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón-
mundur Gunnar
Guðmundsson, f. 7.
maí 1908, d. 25. ágúst 1997, og
Valey Benediktsdóttir, f. 26.
ágúst 1910, d. 4. júlí 1992.
Hann var annað barn þeirra
hjóna af þremur. Systkini hans
eru: Una, f. 22. júní 1933, d. 29.
ágúst 2013, eftirlifandi maki
Guðjón Hafliðason, og Bene-
dikt, f. 5. ágúst 1944, maki
1972, hún lést 30. apríl 2017.
Sonur þeirra er Jónmundur
Gunnar, f. 26. júlí 1972, maki
Lilja Björk Stefánsdóttir, dætur
þeirra eru Elín Emilía og Erna
Eir. Guðmundur átti tvö fóstur-
börn; Björk Ragnarsdóttur, f.
24. september 1964, maki Jón
Páll Haraldsson, börn þeirra
eru: Hans Jörgen, Halldór og
Sigríður, og Arnþór Ragnars-
son, f. 31. janúar 1968, maki
Bryndís Ragnarsdóttir, synir
þeirra eru Reynir, Ragnar og
Róbert.
Guðmundur og Erna bjuggu
á Norðurvangi í Hafnarfirði frá
1974 til 2017, í mars 2017 flutt-
ist Guðmundur á Sunnuhlíð í
Kópavogi þar sem hann andað-
ist 28. nóvember.
Guðmundur starfaði m.a. hjá
Álafossi, var einn af eigendum
Hannars og gæðastjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Útför Guðmundar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
7. desember 2018, klukkan 13.
Matthea Kristín
Sturlaugsdóttir. Þá
áttu þau einnig
uppeldissystkin,
þau Zophanías Frí-
mannsson, f. 18.
júlí 1933, d. 14.
nóvember 2013,
maki Sigurbjörg
Sveinsdóttir, og
Steinunni Maríu
Óskarsdóttur, f. 18.
ágúst 1955.
Guðmundur fluttist til Akra-
ness með foreldrum sínum,
hann stundaði nám við Iðnskól-
ann á Akranesi, lærði að fljúga
og útskrifaðist sem tæknifræð-
ingur frá Odense Teknikum í
Danmörku.
Guðmundur kvæntist Ernu
Einarsdóttur hinn 5. febrúar
Elsku pabbi, þó það sé sárt að
kveðja þá er á sama tíma ekki
hægt að vera eigingjarn. Þú varst
hvíldinni feginn eftir erfið veik-
indi í mörg ár en lokakaflinn
hófst stuttu eftir að mamma dó
þann 30. apríl 2017.
Þú gafst mér og fjölskyldu
minni svo mikið, alltaf boðinn og
búinn til að aðstoða. Endalaus
þolinmæði við lærdóm, bílskúrs-
viðgerðir þegar gera þurfti við
mótorhjól, snjósleða, bíla, smíða
dúfnakofa eða hvað eina sem syn-
inum datt í hug, þú varst alltaf til
staðar. Þú hafðir líka óbilandi
traust á mér allt frá unga aldri,
leyfðir mér að keyra um leið og
ég náði niður á bensíngjöfina. Oft
hristi mamma hausinn yfir þessu
öllu og stundum mótmælti hún
harðlega, sérstaklega þegar við
fengum að fara á Þjóðhátíð ný-
orðin 15 ára. En þetta slapp allt
saman að mestu og við skemmt-
um okkur stórvel, til dæmis þeg-
ar löggan tók okkur á sleðanum
um miðja nótt eftir viðgerð í
skúrnum.
Ljóslifandi er myndin í höfðinu
á mér þegar þig ber við himin efst
í Grindaskörðum á Kawasaki-vél-
sleða eftir að hafa sigrað hengj-
una sem var efst í skarðinu. Ferð-
irnar með tveggja sleða kerru
aftan í Ford Escord 1.3, hvernig
datt okkur þetta í hug!
Margar ferðir í Fljótin eru
ógleymanlegar og stór hluti af
okkar lífi. Það var þér að þakka
að ég komst í sveit hjá Sollu og
Hannesi á Óspaksstöðum, þau
kynni eru eitt af því dýrmætasta
sem ég á. Þú kastaðir alltaf öllu
til hliðar ef eitthvað stóð til og
varst mættur. Meira að segja
undir það síðasta þegar þú varst
orðinn veikur og ég sagði þér frá
hvað var í gangi þá kom án und-
antekningar: „Get ég ekki hjálp-
að ykkur?“
Það má viðurkenna að ég hafi
verið dekraður en það sama á við
um börnin mín, þegar þú varst
með þeim þá voru engin bönd.
Það þurfti sérstaklega að útskýra
fyrir mínum börnum að það væri
ekki sjálfgefið að börn tækju inn-
kaupakörfu og keyptu það sem
þau langaði að kaupa í búðinni þó
að afi leyfði það. Þau snéru þér
eins og þau vildu, þú hafðir unun
af og uppskarst ást á móti.
Skrefin voru þung þegar ég fór
með þig í Drafnarhús í Hafnar-
firði og enn þyngri þegar ég kom
fyrst í Sunnuhlíð þar sem þú
dvaldir til loka. Það er ekki auð-
velt að sjá á eftir ástvinum sínum
inn í þennan sjúkdóm og allt sem
því fylgir en skrefin urðu léttari
og léttari fyrir tilstuðlan starfs-
fólks sem starfar á þessum stofn-
unum. Þér leið vel í Drafnarhúsi
og hefðir þurft að komast þangað
fyrr. Starfsfólk Sunnuhlíðar, þá
sérstaklega á Hvammi/Þinghól,
hugsaði um þig af einstakri alúð.
Mig langar að þakka starfsmönn-
um þessara stofnana fyrir hlýju
og fagmennsku sem okkur hefur
verið sýnd. Sérstaklega langar
mig að þakka Erlu í Drafnarhúsi,
Bjarnheiði og Guðlaugu frænku
okkar á Sunnuhlíð; þið hin vitið
hver þið eruð, takk fyrir okkur.
Nú er hins vegar komið að
leiðarlokum, við slíka kveðju-
stund er dýrmætt að eiga minn-
ingar og enn dýrmætara fyrir
mína kynslóð að eiga minningar á
8 mm kvikmyndafilmum frá því
ég var smápolli það er þér að
þakka eins og svo oft áður.
Hvíl í friði.
Þinn sonur,
Jónmundur Gunnar
Guðmundsson.
Dýrmætar minningar leita á
hugann, það virðist svo stutt, en
samt svo langt síðan ég kallaði
Guðmund pabba í fyrsta sinn; ég,
rétt rúmlega sjö ára og þessi
maður sem var kominn inn í líf
okkar var svo góðlegur og
skemmtilegur. Það hefur örugg-
lega ekki verið auðvelt að verða
hluti af litlu fjölskyldunni sem
samanstóð af mömmu, mér og
bróður mínum, Arnþóri, sem er
fjórum árum yngri og taka við
uppeldi tveggja barna. Fljótlega
bættist svo í hópinn þegar Jón-
mundur bróðir fæddist sumarið á
eftir. Minningarnar streyma
fram, öll ferðalögin innanlands og
erlendis; fjöldi ferða norður í
land í Haganes og til Akureyrar.
Ferðir yfir Sprengisand þar sem
við öll fengum að keyra undir
styrkri stjórn og leiðsögn pabba.
Pabbi var mjög handlaginn og í
augum okkar gat hann allt; smíð-
að, pípulagt, steypt hús, stillt og
lagfært ofna, hann var líka ein-
staklega flinkur að gera við bíla.
Þegar ég keypti mér fyrsta bílinn
minn, tæplega átján ára, bað ég
pabba að hjálpa mér að halda
honum við, það var auðfengið, að
því tilskildu að þegar á þyrfti að
halda yrði ég að vera í skúrnum
með honum.
Það kom á daginn, flestar
helgar í tæpt ár og heilt skólaár
vorum við pabbi saman í skúrn-
um að gera við græna Mini-inn.
Ég lærði ótrúlega margt á þess-
um tíma sem oft hefur komið sér
vel í seinni tíð.
Pabbi var áhugasamur um allt
sem ég tók mér fyrir hendur og
margar stundirnar fóru í spjall
um nýjustu tækni, sérstaklega
eftir að ég kláraði tölvunarfræð-
ina. Mamma og pabbi höfðu unun
af því að ferðast og voru tíðir
gestir hjá mér hvar í heiminum
sem ég hef búið.
Það var því mjög sorglegt þeg-
ar veikindi pabba fóru að gera
vart við sig fyrir þó nokkuð löngu
síðan og hann fór smátt og smátt
að missa verkfærni og hverfa frá
okkur.
Börnin mín syrgja í dag afa
sinn og munu ætíð geyma fjár-
sjóð minninga í hjörtum sínum.
Það er stutt stórra högga á milli;
við kvöddum mömmu í hinsta
sinn í fyrra, þá fékk pabbi gott
skjól í Sunnuhlíð í Kópavogi, þar
var hugsað um hann af alúð.
Hann tók ætíð á móti mér með
opnum örmum þegar ég kom í
heimsókn og spurði oft hvað ég
ætlaði að stoppa lengi á landinu.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
að hafa haft tækifæri til að geta
verið hjá pabba síðustu dagana.
Ein dýrmætasta minningin sem
ég mun ætíð geyma í hjarta mér
er seinasta kveðjustund okkar,
stuttu áður en pabbi sofnaði
svefninum langa. Ég trúi því að
mamma hafi tekið vel á móti
pabba og saman munu þau vaka
yfir okkur öllum, þar til við hitt-
umst á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku pabbi minn,
afi og tengdapabbi.
Björk, Halldór,
Sigríður og Jón Páll.
Elsku tengdapabbi og afi, takk
fyrir samfylgdina.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem)
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir og sonardæt-
ur,
Lilja Björk Stefánsdóttir,
Elín Emilía og Erna Eir.
Guðmundur pabbi er farinn í
Sumarlandið til mömmu sem
kvaddi í fyrra. Það er svo ótrú-
lega margt sem leitar í hugann.
Minningarnar ná langt aftur
að Hólabraut 8 í Hafnarfirði á
ganginn hjá afa og ömmu, er
hann færði mér fótbolta er ég var
um þriggja ára. Í húsi afa og
ömmu, afa sem ég kallaði þá
pabba.
Með okkur þróaðist ágætt
samband og þar kom að maður
fór að kalla „pabbi“. Guttinn sem
náði að róast í siglingum og á ég
þakkir þeim Gústa og Pétri og
fleirum fyrir mínar fyrstu minn-
ingar úr því sporti og síðar sundi,
tvisvar til þrisvar á dag, og náði
íþróttin að móta mig meira en
önnur. Takk SH, HSC, Mummi
og fleiri. Náði að taka þátt í Ól-
ympíuleikum og ég er viss um að
uppeldið mótaði mann. Takk fyr-
ir að vera partur af því, Guð-
mundur pabbi. Maður þurfti
mikla orku og aldrei vantaði mat
á heimilið.
Síðari ár tók ég aftur upp sigl-
ingarnar, sem eru mér í blóð
bornar.
Oft var maður uppi á Akranesi,
þar sem tekið var vel á móti
manni af Benna bróður þínum og
Möttu. Kæri Benni, sendi þér
samúðarkveðjur og takk fyrir
allt. Það er mér ólýsanlega kært
að hafa getað knúsað þig undan-
farið. Það var einnig gott að
knúsa Unu systur þína sem féll
frá fyrir nokkrum árum og hjá
þeim Guðjóni manni hennar var
líka gott að vera. Takk Gaui. Við
Halli sonur þeirra urðum æsku-
vinir miklir og gerðum mörg
prakkarastrik. Líkt og Einsi í
Hf., því Alli bróðir mömmu var
mér sem annar pabbi, með þeim
var farið víða og oft verið hjá.
Helgi, hinn bróðir mömmu, hefur
líka verið mér mjög kær og afar
ráðhollur og fór maður ófáar
ferðir með honum, í ber, bústað
o.fl. Hann var eins og annar
pabbi, sér í lagi eftir að afi féll frá
alltof snemma.
Aftur að Skaganum. Mér er
efst í huga ristað brauð með
miklu sméri og kjötfarsbrauð
Unu sem rann niður eins og heit-
ar lummur í okkur Halla. Við
brenndum svo miklu á íþróttaæf-
ingum, þótt ólíkar væru; hann í
fótbolta og ég í sundi, að okkur
munaði ekkert um að sporðrenna
þessu öllu saman, alltaf með mik-
illi mjólk.
Við Halli kembdum hverfið
hvern nýársdagsmorgun, held að
fá prik hafi orðið eftir á Skag-
anum. Guðmundur pabbi var
iðinn við að skutla manni upp á
Skaga eða aka á móti ættingjum
sem mættust á miðri leið. Svo
voru farnar ófáar Akraborgar-
ferðir.
Takk öll, fyrir yndislegar
æskuminningar og sér í lagi
amma og afi. Amma stjanaði við
mann. Ef maður t.d. vildi ekkert
borða nema skyr, þá dró hún
mann afsíðis inn í búr og bauð
manni. Megi hún taka við þér
með hlýju faðmlagi.
Elsku gormarnir mínir, þið
syrgið nú í fjórða sinn á rúmu ári;
Ragnar afa, langafa, ömmu og nú
Gumma afa. Leyfið oss að hugga
ykkur, ég veit að þið tókuð þetta
inn á ykkur en hvíldin er sumum í
veikindum best. Njótum lífsins á
meðan það er og þökkum fyrir
ljúfu minningarnar.
Elsku Jonni brói, Björk systir
og fjölskyldur, ég færi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hvíldu í friði, megi hið æðra
taka við þér heilum heilsu.
Arnþór Ragnarsson.
Guðmundur Eirík-
ur Jónmundsson
Elsku hjartans mamma okkar, amma og
tengdamamma,
VIGDÍS HAUKSDÓTTIR,
Austurkór 102,
varð bráðkvödd á heimili sínu
laugardaginn 1. desember.
Útförin fer fram í kyrrþey að hennar ósk.
Ágúst Hilmarsson Erna Rún Einarsdóttir
Þuríður Hilmarsdóttir
Arna Hilmarsdóttir Guðni Agnar Kristinsson
Vilhjálmur Hilmarsson Axel Hall
og ömmubörn
PÁLL BJARNASON
prentari,
Digranesvegi 75,
er látinn.
Útför fór fram í kyrrþey.
Sólveig Jónsdóttir
Jóna Pálsdóttir Garðar Gíslason
Gunnar Steinn Pálsson Lilja Magnúsdóttir
Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir Hafþór Kristjánsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og dóttir,
HREFNA HANNESDÓTTIR,
Hofslundi 8, Garðabæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold
miðvikudaginn 5. desember.
Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn
14. desember klukkan 13.
Ármann Guðmundsson
Hannes Ármannsson Kolbrún Lísa Hálfdánardóttir
Bergný Ármannsdóttir Árni Johnsen
Kristín Sigríður Skúladóttir