Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 34

Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 Mig langar með örfáum orðum að minnast fyrrverandi mágkonu minnar, Dagnýjar Guðmundsdóttur. Hún tók mér svo vel og var mér svo góð þegar ég kom kornung inn í fjöl- skylduna og gladdist þegar ég sagði henni að það væri von á barni. Hún var fyrsta manneskjan sem kom til mín þegar dóttirin var fædd og dáðist að henni. Hún var líka fyrst að koma þegar þessi sama dóttir mín lenti í alvarlegu bílslysi, sat yfir henni og gladdist svo við hverja framför sem hún sýndi. Þegar ég fór að vinna eftir fæð- ingu yngri dóttur minnar brást pössunin sem við vorum búin að reikna með og hver önnur en Dagný kom og bauðst til að passa Dagný Guðmundsdóttir ✝ Dagný Guð-mundsdóttir fæddist 23. janúar 1951. Hún lést 23. nóvember 2018. Útför Dagnýjar fór fram 4. desem- ber 2018. hana en hún var heimavinnandi á þessum tíma með ungan son. Hægt væri að nefna svo ótalmargt sem hún var mér og gerði fyrir mig á þessum tímum. Ég ætla að láta þetta duga. Ekki er ég viss um að hún hefði vilj- að neitt hól. Henni fannst þetta bara svo sjálfsagt og eðlilegt að hjálpa og styðja aðra. Innilegar samúðarkveðjur, kæru Ingólfur, Vigdís, Ragnar og fjölskyldur. Auðbjörg Kristvinsdóttir. Elsku Dagný. Mikið sem mér þykir núna vænt um að við hittumst í kaffi- stofu Barnaspítala Hringsins síð- astliðið sumar. Mér varð þá ljóst, en þú fórst heldur ekki dult með, hversu veik þú varst orðin og kannski var það ein af ástæðunum fyrir hversu innilegt þetta spjall varð og gef- andi. Eins og oft barst talið að gamla tímanum á spítalanum, hvað það var oft gaman hjá okkur og skemmtilegt þrátt fyrir alvar- legan undirtón. Þú varst þegar orðin starfsmaður þegar ég kom þangað sem nemi og þá þegar var gott með okkur, sem síðan átti bara eftir að blómstra þegar ég svo mætti til leiks sem aðstoðar- læknir og síðar sérfræðingur. Samskiptin voru alltaf á svipuðum nótum, hlý og innileg, blönduð lífs- gleði þinni og kátínu. Af þér lærði ég margt um sam- skipti við börnin og foreldrana, nokkuð sem ekki var kennt neins staðar í fræðunum né var hægt að lesa um í bókunum. Sem ungur og óreyndur læknir var ég ekki alltaf viss um hvort hafði betur við að færa sjúklingunum bata, læknis- fræðilegu tilburðir mínir eða hjartahlýja þín og umhyggja ásamt glettni og gleði. Eftir á að hyggja er ég þó alveg viss um að þú hafðir oftar vinninginn. Hlýja þín og umhyggja umvafði skjólstæðingana alla daga, elsku Dagný, og ég veit að margir eiga þér mikið að þakka. Mig langar að þakka þér innilega samfylgdina góðu og minningin um einstöku þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Gunnlaugur Sigfússon barnalæknir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ók. höf.) Elsku vinkona okkar hún Dagný er farin yfir móðuna miklu, það er svo sárt. Við stofnuðum klúbbinn okkar, Þreyttar húsmæður, því okkur fannst tími til kominn að við ætt- um stundir, bara vinkonurnar, í sumarbústað og einn dag að vori, að hittast var tilhlökkun allt árið. Þá var gaman og allt það skemmtilega sem okkur datt í hug, hlegið, sungið og dansað og allar myndirnar sem teknar voru og skoðaðar ár eftir ár og hlegið. Minningin lifir. Elsku Ingólfur, Vigdís og Ragnar Þór, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lífið er vatn sem vætlar undir brú og enginn veit hvert liggur leiðin sú. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni aftur hittumst við í blómabrekkunni. (Magnús Eiríksson) Steinunn, Auður, Kristín, Ann, Edda. ✝ Haukur Bene-diktsson fædd- ist 20. maí árið 1935 á bænum Hvassafelli í Eyja- firði. Hann lést 11. nóvember 2018. Foreldrar Hauks voru Bene- dikt Hólm Júlíus- son bóndi, f. 3. mars 1903, d. 1961, og Rósa Jónsdóttir Thorlacius ljósmóðir frá Öxnafelli í Eyjafirði, f. 9. febrúar 1900, d. 1990. Haukur átti fjögur systkini en þau eru Halla, f. 1933, maki hennar er Björgvin Runólfsson. Þuríður, f. 1936, Einar, f. 1940, og Atli, f. 1941, maki hans er Steinþóra Vilhelmsdóttir. Haukur kvæntist Rögnu Rós- berg árið 1962. Þau skildu. Ragna átti einn son, Hjalta, f. 1960, sem Haukur gekk í föðurstað. Saman eignuðust þau Benedikt Hólm, f. 1963, og Jóhanna Steinunn, f. 1965, hennar maki er Sigurður Haukur Magnússon. Barnabörn Hauks eru Karen Rós, f. 1983. Ægir Blöndal, f. 1987. Alda Blöndal, f. 1989, Hafdís Ragna, f. 1986, Hreggviður Haukur, f. 1990, og Eydís Lára, f. 2004. Hann átti sjö barnabarnabörn. Haukur fór í Bændaskólann á Hvanneyri og tóku bræð- urnir Einar og Haukur við bú- skap á Hvassafelli eftir for- eldra sína. Haukur flutti til Akureyrar árið 1973. Þar lærði hann ket- il- og plötusmíði og vann við það fag þar til hann lét af störfum sökum aldurs og heilsubrests. Árið 2000 flutti Haukur á Akranes til að vera nær börn- unum sínum og barnabörnun. Þar bjó hann allt þar til hann lést 11. nóvember 2018. Útför Hauks hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Þá ert þú kominn yfir móð- una miklu, elsku frændi, í hús föðurins þaðan sem við komum öll þegar við fæðumst hingað. Minningin um þig og þína fjölskyldu í Hvassafelli yljar mér um hjartarætur, foreldra þína, Benna og Rósu, og systk- ini þín Höllu Systu, Einar og Atla. Líka frændsystkinin Braga bakara og Íju Pálma- börn. Þetta fólk í Hvassafelli gaf mér og mínum systkinum feg- urð og gleði æskuára okkar. Einnig elskuleg Álfheiður, en hún var systir mömmu þinnar Rósu og Margrétar móður minnar, allar frá Öxnafelli í Eyjafirði. Haukur minn, ég þakka þér fyrir árin mín með þér. Þú varst mér fyrirmynd, glæsileg- ur maður og fetaðir veginn drengskapar. Ég var þá lítill strákur kall- aður „Lilli“, kunni því vel. Heilbrigð var vinnan í sveitinni þinni og maturinn allur rækt- aður og útbúinn á bænum. Stúlkurnar sáu um hann, dásamlega góður, enda tók ég fljótt út vöxtinn. Svo liðu árin og aðstæður breyttust hjá þér, þú hættir búskap, fórst á sjó- inn, svo í nám plötu- og ket- ilsmíði við Iðnskólann á Ak- ureyri, starfaðir við það nokkur ár. Síðan lá leið þín suður til borgarinnar. Ég var þá orðinn fullvaxinn maður, kominn með konu, heimili og börn. Eitthvað fannst mér hagur þinn slæmur þá og þungt yfir þér, ég sá að ég gat orðið þér að liði. Við fórum að hittast oft og ræða málin. Þú komst heim til okkar á bílnum þínum, Volvo 850, í mat og svafst þegar það hentaði þér. Ég reyndi að leysa úr þín- um málum sem ég gat og það létti huga þinn. Við fórum oft í Breiðholtslaug að synda og þvoðum bakið hvor á öðrum. Þegar þú fórst í mormóna- kirkjuna þína á sunnudögum komstu svo til okkar í kvöld- mat, gistir hjá okkur og keyrð- ir á Skagann í björtu daginn eftir, að loknum hafragraut með slátri og lifrarpylsu og lýsi. Þú sagðir: hann stendur með mér allan daginn, grauturinn frá Sigrúnu. Þarna fékk ég að launa þér öll gömlu árin mín í sveitinni forðum, þar sem gleðin ríkti og góðu sveitaverk- in, kúasmölun, þrif í fjósinu, sem við félagar, frændi þinn Sigurður Guðmundsson, sáum um, kúasmalarnir. Þú varst orðinn Skagamaður, bjóst hjá Hönnu dóttur þinni, börnin hennar gáfu þér lit í lífið og Benni sonur þinn var þar líka. Árið 2014 fluttir þú inn á hjúkrunarheimilið Höfða, þá var parkinsons-sjúkdómurinn farinn að ná á þér tökum. Á Höfða fékkstu bestu umönnun sem var í boði, allt starfsfólk heimilisins var til fyrirmyndar. Við áttum góðar stundir þar, göngutúrar, viðtalsþættir um enska tungu og trúarbrögð, bíl- túrar til borgarinnar í lækn- isleit í Domus Medica. Svo á heimleið komið við á KFC. Kjúlli, franskar, sósa og salat var yndi okkar. Minn hugur var oft hjá þér, frændi, ég hættur að vinna og gat gefið þér allan tíma. Til þín er þessi bæn: Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. (Matthías Jochumsson) Við þökkum þér samfylgd- ina, elsku frændi. Friðrik og Sigrún. Haukur Benediktsson Lífið tekur oft snöggum breyting- um en í dag er ég að kveðja minn besta vin, Þórð Al- bert, og langar mig til þess að minnast hans í nokkrum orðum. Margt höfum við Þórður brall- að þennan tíma sem við tvö nut- um saman. Já, oft alveg hreint eins og mestu óþekktarormar! Eða þannig var nú tilfinningin sem kom í magann á okkur báð- um þegar við hlógum eins og púk- ar að vitleysu – og oft skondnum og stundum líka óheppilegum at- vikum í lífi hvort annars. En ásta- málin voru ekki frá því að vera of- arlega af samtölum okkar. Aldrei mun ég gleyma þeim og þá sér- staklega atriðinu þegar þú komst seint að kvöldi til mín á barinn þar sem ég var að vinna. Upp úr þurru opnaðist mannþvagan að barnum og þú birtist, þú smeygð- ir þér yfir barborðið til mín og hvíslaðir svolitlu í eyrað á mér … Bæði skelltum við upp úr í kvik- indislegum púkahlátri áður en þú hvarfst aftur út í nóttina. Auðvitað var það sem þú hvísl- aðir að mér einkahúmor okkar á milli en orðheppinn varstu svo sannarlega. Traustur varstu fyrst og fremst en einnig maður gjörða þinna síðast og ekki síst. Við kölluðum okkur hjón lengi vel og var ég mjög stolt að kalla þig eiginmann minn því mér þótti og þykir enn svo vænt um þig. Alltaf var velferð hvort annars mikilvægust og þess vegna studdi ég þig ávallt, bæði í blíðu og stríðu því það er einmitt það sem vinir eiga að vera. Ég er stolt af því að hafa feng- ið að eiga þig og glöð að hafa fengið að kveðja þig. „Þú ert sig- urvegari og frjáls maður með hjartað á réttum stað,“ sagði ég Þórður Albert Guðmundsson ✝ Þórður AlbertGuðmundsson fæddist 5. sept- ember 1978. Hann lést 24. nóvember 2018. Útför Þórðar Al- berts fór fram 5. desember 2018. við þig rétt áður en þú tókst þinn síð- asta andardrátt. Takk fyrir að leyfa mér að vera vinur þinn, elska þig alltaf. Þín Edda. Þær sorglegu fréttir bárust mér í byrjun október að Þórður Albert, vinur minn og félagi til margra ára, lægi milli heims og helju á Borgarspítalanum. Nokkrum vikum seinna var hann látinn. Framan af var Þórður að vinna á stórum vinnuvélum víða um land. Hann fór svo í nám til Okla- homa þar sem hann lærði flug- virkjun. Hann fékk svo fljótlega starf hjá Icelandair þar sem hann vann síðan. Þórði þótti svoldið gaman að drekka brennivín, sem flæktist nú stundum fyrir honum. Var mikið úti á lífinu og var þá alltaf flott klæddur í svört jakkaföt og hvíta skyrtu með hálsbindi. Þórður var fjallmyndarlegur með mikla útgeislun. Ljóngáfað- ur og víðlesinn. Alltaf gaman að ræða við hann um hin og þessi mál. Hann hafði þá jafnan mynd- að sér sterkar skoðanir sem hann var ekkert að fela. Hann hafði líka leiftrandi húmor. Maður sér fyrir sér glottið og glampann í augunum þegar hann sagði til dæmis að kjaradeila flugvirkja snérist nú aðallega um það hvort þeir ættu að fá heimabakað eða bakarískeypt með kaffinu. Þórður skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum þeirra sem þekktu hann. Hans verður sárt saknað. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Krasimir til foreldra, systra og fjölskyldna þeirra. Örn Guðnason. Elsku amma Pál- ína, nú kveð ég þig með hlýjum huga og sorg í hjarta mínu. Alla mína bernsku var ég mikið hjá þér, elsku amma mín, Pálína Guðmundsdóttir ✝ Pálína Guð-mundsdóttir fæddist 15. febrúar 1928. Hún lést 17. nóvember 2018. Útför Pálínu fór fram 5. desember 2018. við áttum yndisleg- ar stundir saman og minningar mínar um ykkur afa eru ómetanlegar og gefa mér hlýju í hjartastað. Fyrstu samverustundir okkar voru þegar ég var aðeins nokk- urra mánaða göm- ul, þá vildir þú amma mín og afi Sigurður fá mig til ykkar til að kynnast mér og mynda tengsl við mig. Þau tengsl voru sterk og ómetanleg alla tíð. Við áttum yndislegar minningar og nutum við samveru hvert annars í gegnum tíðina. Amma Pálína hafði alltaf gleðina að leiðarljósi og leið okk- ur krökkunum alltaf vel með ömmu, ég get rifjað upp ótelj- andi ferðir í sumarbústaðinn hennar á Flúðum þar sem við skemmtum okkur alltaf saman í gleði og glensi. Samverustund- irnar með henni í eldhúsinu í Skeiðó þar sem við hnoðuðum saman heilsubrauð eins og henni var einni lagið. Hjálpin við lær- dóminn og sögurnar sem eru svo eftirminnilegar. Amma Pál- ína var einstaklega dugleg og heilsteypt kona sem var mér góð fyrirmynd og ég hef alla tíð litið upp til í lífinu. Minningar mínar um ömmu eru endalausar og gætu verið efni í heila bók. Ég er afar þakklát fyrir að Arnór og Alex- ander fengu að kynnast henni og finna hlýjuna og orðin sem þeir fundu frá langömmu sinni. Elsku amma mín, ég gæti sagt svo margar og skemmti- legar minningar um þig og okk- ur saman. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og takk fyrir allar stundirnar okkar saman. Þær eru ógleymanlegar. Ég og strákarnir mínir vitum hversu góð amma þú varst og minningin um þig mun ávallt lifa í minni fjölskyldu. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér, elsku amma mín, og megi Guð geyma þig og varðveita. Saknaðar- og ástarkveðja. Lilja Sigurgeirsdóttir. Móðir okkar, ELÍSABET ÞORKELSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. desember klukkan 15. Þorkell Bjarnason Ása K. Oddsdóttir Björgvin Á. Bjarnason Kristjana S. Kjartansdóttir Ólöf H. Bjarnadóttir Stefán Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, afa og langafa, JÓNS RAFNS ANTONSSONAR byggingatæknifræðings, Jakaseli 20, Reykjavík. Guðrún Clausen Sólveig Andrea Jónsdóttir Hilmir Víglundsson Svava Hróðný Jónsdóttir Stefán Jónsson Guðrún A. Sólveigardóttir Þorbjörn Þór Sigurðarson Svava Jónsdóttir afa- og langafabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.